Deplasilfurfiskur

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Valenciennellus tripunctulatus
English: Constellationfish
German: Dreipunkt-Leuchtsardine

Ljósmynd vantar.

 

Deplafiskur er stuttur fiskur, þunnvaxinn og með smáan og næstum lóðréttan kjaft.

Bakugginn er Iítill og liggur um miðjan fisk og smáspöl aftan hans er smár veiðiuggi. Raufaruggi er mjög langur, byrjar andspænis fremri rótum bakugga eða framan við þær og nær vel aftur fyrir veiðiugga. Eyr- og kviðuggar eru frekar smáir. Sporðblaðka er stór og djúpsýld. Á kviði er röð ljósfæra sem nær frá kverk og aftur að sporði. Einnig eru Ijósfæri á haus. Deplafiskur verður um 3 cm langur að sporði.

Litur: Deplafiskur er silfraður á lit og auk þess er röð svartra bletta ofarlega á hliðum frá haus meðfram rák og aftur á stirtlu.

Geislar: B: 7-10,- R: 22-25,- hryggjarliðir: 32-33.

Heimkynni: Deplasilfurfiskur lifir í heittempruðum og hlýrri hlutum austanverðs Atlantshafs allt frá 40°N suður til Gíneuflóa við Afríku. Hann er sjaldséður í Miðjarðarhafi en hefur slæðst norður á bóginn og fundist vestan við Bretlandseyjar og norður í Grænlandssundi, um 100 sjómílur vestur af Barða (66°N, 28°V) en það er nyrsti fundur hans til þessa. Í norðvestanverðu Atlantshafi er hann við Bermúda, Flórída, Jómfrúreyjar og í Mexíkóflóa.

Lífshættir: Deplafiskurinn er miðsævis- og úthafsfiskur sem veiðst hefur á 100-700 m dýpi. Fæða hans er einkum krabbaflær.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?