Brúna laxsíld

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Lampanyctus macdonaldi
Danish: Macdonalds prikfisk
Faroese: Macdonalds prikkafiskur
Norwegian: brun lysprikkfisk
English: Rakery lanthernfish
Russian: Lampaníkht

Brúna laxsíld er dökkbrún, langvaxin, þunnvaxin og kjaftstór með stór augu. Skoltar ná vel aftur fyrir kjaft. Bak- og raufaruggi eru nokkuð stórir og eru fremri rætur raufarugga andspænis miðjum bakugga. Veiðiuggi er aftan við bakugga andspænis aftanverðum raufarugga. Eyruggar eru Iitlir - ná ekki að kviðuggum en þeir eru framar en bakuggi.

Ljósfæri eru augnaljós, tvö ljósfæri á kinn samsíða efri skolti, tvö tálknaloksljós, forljós, eyruggaljós, brjóstljós, kviðuggaIjós yfir miðjum kviðuggarótum og miðja vegu á milli þeirra og rákar, ofanraufarljós, raufarljós, sex raufaruggaljós, tvö hliðarIjós, stirtluljós, fjögur spyrðuljós í framhaldi af stirtluljósi og er hið aftasta rétt við rákina. Ljóskirtill er við fremri rætur veiðiugga. Einnig er ljóskirtill ofan stirtlu og neðan. Stærð er allt að 20 cm.

Geislar: B: 13-16,- R: 15-19.

Heimkynni brúnu laxsíldar eru í Norður- Atlantshafi. Hún er frekar sjaldséð undan austurströnd Norður-Ameríku, á milli 37° og 41°N. Brúna laxsíld hefur sést við Grænland og við Ísland er víða allmikið um þessa tegund á djúpmiðum suðvestan- og vestanlands, miklu meira en talið hafði verið. Einnig er hún vestan Bretlandseyja og allt suður í Biskajaflóa og til stranda Marokkós í Afríku. Þá er hún við Suður-Afríku.

Lífshættir: Brúna laxsíld er úthafs- og miðsævisfiskur sem veiðst hefur niður á meira en 1000 m dýpi.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?