Broddhyrna

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Oneirodes macrosteus
Danish: Nordatlantisk mareangler
English: Big-bone dreamer

Broddhyrnan einkennist m.a. af því að lengd „veiðistangar" er meiri en þriðjungur af lengd fisksins að sporði. Ljósfæri er með framhliðstæðum þráðum. Tennur á plógbeini eru 6-8, í efri skolti 38-62 og í neðri skolti 38-58. Stærð er allt að 20 cm.

Geislar: B, 6; R: 4; E, 15-17.

Heimkynni: Broddhyrna hefur fundist í Norðvestur-Atlantshafi við suðvestanvert Grænland, undan Stórabanka við Nýfundnaland og undan Bermúda. Í norðaustanverðu Atlantshafi hefur einn fiskur veiðst undan vesturströnd Íslands og annar í Gíneuflóa við Afríku og í Suður-Atlantshafi hefur hennar orðið vart miðja vegu a milli Afríku og Suður-Ameríku.

Hér veiddist broddhyrna djúpt undan Vesturlandi (65° N, 29°V) í leiðangri Vestur-Þjóðverja á rannsóknaskipinu Walther Herwig árið 1973.

Lífshættir: Broddhyrna er miðsævis- djúpfiskur sem lítið er vitað um.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?