nefbroddabakur (icelandic)

Broddabakur

extrasDictionarySynonymsIcelandic:
nefbroddabakur
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Notacanthus chemnitzii
Danish: Chemnitz pigål
Faroese: tindabak
Norwegian: nordlig piggål
Swedish: nordlig piggål
English: largescale tapirfish, spiny-eel, Snubnosed spiny eel
French: tapir à grandes éscailles
Russian: Спиношип Хемница / Spinoshíp Khémnitsa

Broddabakurinn er stór fiskur, langvaxinn og frekar þunnvaxinn. Hann er hæstur um miðjan bol á milli eyr- og kviðugga og fer þaðan smámjókkandi aftur á sporðenda. Hausinn er frekar lítill og þunnvaxinn og trjónan hálfsnubbótt og teygist fram fyrir kjaftinn sem er í meðallagi stór og nær aftur að augum. Tennur eru smáar, kamblaga og þéttstæðar í einni röð í efri skolti. Í neðri skolti eru þær styttri og í tveimur röðum. Tvær raðir hvassra tanna eru á gómbeinum. Vangabein og tálknaloksrendur eru sléttar og tálknalok er þunnt og lint. Augu eru frekar lítil og liggja hátt á haus. Bolur er um hálf önnur hauslengdin og stirtlan um hálf fisklengdin. Bakuggi er gerður úr 8-12 stuttum og sterkum broddum og er sá fremsti þeirra minnstur. Raufarugginn er langur eða um hálf fisklengdin og eru fyrstu 1 3-19 geislar hans broddgeislar en hinir liðgeislar. Raufaruggi nær aftur að sporðblöðku sem er mjög Iítil og rennur saman við raufaruggann. Eyr- og kviðuggar eru sömuleiðis mjög litlir. Hreistur er smátt og þekur einnig hausinn og rákin er greinileg. Hann getur náð 120 cm lengd, en einn slíkur veiddist í júlí 1970 á Þórsbanka undan Suðausturlandi.

Litur er Ijósbrúnn, dekkri að ofan en afturjaðar tálknaloka og jaðar efri granar eru Ijósbláir.

Geislar: B: VIII-XII; R: XIII-XIX+ 110- 145.

Heimkynni: Í Norður-Atlantshafi hefur broddabakur m.a. fundist við Madeira, undan ströndum Portúgals, Írlands, við Ísland og Grænland og á Stórabanka undan austurströnd Norður-Ameríku og allt suður til Flórída og inn i Mexíkóflóa. Í Suður-Atlantshafi er hann að finna við Suður-Afríku.

Þá er hann í Kyrrahafi við Japan og Chile, einnig Ástralíu og Nýja Sjáland.

Við Ísland fannst broddabakur fyrst rekinn á Eyjafjallasandi árið 1835 og annar á Heimaey í Vestmannaeyjum í ágúst árið 1909. Nú verður broddabaks oft vart á djúpmiðum (á 600-1000 m dýpi) frá Rósagarði og Íslands-Færeyjahrygg djúpleiðina vestur með landinu allt norður í Grænlandssund og grálúðuslóð vestur af Víkurál. Þá veiddist einn út af Melrakkaslettu árið 1973.

Lífshættir: Broddabakur er botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 125-2500 m dýpi. Í maga nokkurra broddabaka hafa fundist leifar af sæfíflum. Hann verður sennilega kynþroska 60 cm langur eða þar um bil.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?