Blaðhaus

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Poromitra megalops
English: Largeeyed rhinofish

Blaðhaus er stuttvaxinn og nokkuð þykkvaxinn fiskur, hausstór með stór augu og er þvermál þeirra meira en trjónulengdin og um fimmtungur af hauslengdinni. Fremst á haus er mjög stuttur naggur og aftan hans mjög lágur kambur eða faldur. Skoltar eru endastæðir og tennur smáar. Uggar eru vel þroskaðir. Bakuggi er styttri en á kambhaus, hinni tegund ættkvíslarinnar sem finnst einnig a Íslandsmiðum. Raufaruggi byrjar um eða aftan við miðjan bakugga. Kviðuggarætur eru framan við rætur eyrugga. Sporður er stór og spyrðustæði frekar grannt, grennra en á kambhaus. Hreistur er allstórt. Blaðhaus getur náð um 14 cm lengd.

Litur er grár til brúnleitur.

Geislar: B, 11-111+10-12,- R 1+8-10.

Heimkynni blaðhauss eru í austan- og vestanverðu Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi. Hann er við Grænland og á Íslandsmiðum. Hér fannst blaðhaus fyrst í júní árið 2001 en þá veiddust nokkrir í flotvörpu á rúmlega 500 m dýpi djúpt suður af landinu (62°18'N, 20° 1 3'V og 61°30'N, 20°36'V). Þeir voru 8-13 cm langir. Einnig veiddust nokkrir djúpt suðaustur af Hvarfi á Grænlandi (á milli 55°45'N til 58°N og 30°48'V til 40°13'V) um svipað leyti og allt niður á um 2000 m dýpi. Þá varð blaðhauss vart í júní árið 2003 utan fiskveiðilögsögu suðvestur af landinu.

Lífshættir: Blaðhaus er miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem lifir á meira en 400-500 m dýpi og niður á um 2000 m dýpi.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Did you find the content of this page helpful?