Axarrækja

Mynd: Nozères, Claude, WoRMS Axarrækja
extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Spirontocaris liljeborgii
English: Blade shrimp

Einkenni: Axarrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er ljós rauðleit að lit með gulum doppum. Á höfuðbol eru tvær gaddaraðir fyrir ofan augun, höfuðbolurinn er hár og kjöllaga með gadda sem vísa fram á við, spjót endar smátennt og beinist fram og upp. Annað fótapar hefur 7 liði (Squires, 1990). Heildarlengd hennar getur orðið allt að 5,5 cm. Hún líkist þornrækju í útliti en þekkist auðveldlega á því að hún hefur ekki baklægan gadd á halanum (Rathbun, 1929).
Útbreiðsla: Axarrækja hefur norðlæga útbreiðslu. Hún finnst á dýpi frá 20 m og niður á 1200 m dýpi, en heldur sig aðallega á dýptarbilinu 35 – 90 m. Hún heldur sig í sjó frá 4°C og að 14°C (Squires, 1990). Hér við land fannst hún í nokkrum sýnum á 117 – 225 m dýpi út af Ísafjarðardjúpi í júní 1960 og síðar í fæðusýnum norður og suðaustur af landinu.  

 

Fundarstaðir axarrækju við Ísland. Rauðir punktar eru úr trolli og bláir úr fæðusýnum. Línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur.

Nytjar: Axarrækja er ekki nytjuð.

 

Heimild: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/utgafa/haf-og-vatnarannsoknir/raekjutegundir-vid-island

Did you find the content of this page helpful?