Aurláki

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Lycodonus flagellicauda
Danish: Piskehalet pladebrosme
Faroese: Sporllangi úlvfiskur
Norwegian: Spisshalet ålebrosme

Aurláki er langvaxinn, grannvaxinn og sívalur fiskur. Fjarlægð frá trjónu að rauf er 24,4-28% af fisklengdinni. Haus er í meðallagi stór, 12,7-14,5% af fisklengdinni, breiður og flatur. Kjaftur er undirstæðu. Á efri skolti, undir augum og framan við rák eru átta grófir. Bakuggi nær frá miðjum bol aftur fyrir sporð og rennur þar saman við raufarugga sem er aðeins styttri en bakuggi. Eyruggar eru stórir en kviðuggar litlir og kverkstæðir. Hreistur getur náð fram á haus á fiskum sem eru lengri en 20 cm en oftast nær það skemmra. Rák er tvöföld, kviðlæg og miðlæg en ógreinileg. Aurláki verður allt að 22 cm á lengd.

Litur: Aurláki er dökkgrábrúnn á lit.

Geislar: B: 101-109,- R: 97-103,- E: (13- 14)15-17.

Heimkynni aurláka eru hin köldu hafdjúp frá Norðvestur-Svalbarða (80°N) um Jan Mayen til Íslands og Færeyjadjúps. Einnig hefur hann fundist við Austur-Grænland.

Hér við land fannst aurláki fyrst á miklu dýpi undan Norður-, Norðaustur- og Austurlandi í margnefndum Ingólfsleiðangri 1895-1896. Einnig veiddist hann djúpt undan Suðurlandi í sama leiðangri (sbr. hér á eftir). Á síðari árum hefur aurláki veiðst nokkrum sinnum á 550-960 m dýpi djúpt undan Norður- og Austurlandi.

Lífshættir: Aurláki er kald- og djúpsjávar botnfiskur sem veiðst hefur á 840-2000 m dýpi á leirbotni.

Fæða er einkum smá botnkrabbadýr. Um hrygningu er lítið vitað.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?