Ægisstirnir

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Cyclothone microdon
Danish: Småtandet rundflab
Plish: Cyklotonka oceaniczna
English: Veiled anglemouth

Ljósmynd vantar.

 

Ægisstirnir er lítill fiskur, langvaxinn og þunnvaxinn. Hausinn er í meðallagi stór, kjaftur stór og skoltar ná langt aftur fyrir augu. Meira en 100 smátennur eru í hvorum skolti og vísa þær fram á efriskoltsbeini. Augun eru lítil og bilið á milli þeirra stutt. Bak- og raufaruggi eru andspænis hvor öðrum og nær raufaruggi lengra aftur. Sporðblaðkan er djúpsýld. Eyr- og kviðuggar eru frekar smáir. Tegundin hefur engan veiðiugga. Á kviði er röð smárra Ijósfæra frá lífodda að sporðblöðku og önnur röð ofar frá rótum eyrugga aftur undir rauf. Ljósfærin eru í svartri umgjörð. Ægisstirnir getur náð 7-8 cm lengd.

Litur: Ægisstirnir er brúnsvartur á lit.

Geislar: B: 12-15,- R: 17-20.

Heimkynni ægisstirnis eru í norðaustanverðu, mið- og norðvestanverðu Atlantshafi, Mexíkóflóa og Karíbahafi, suðaustanverðu Atlantshafi (22°-45°S) og víða í Kyrrahafi — þó ekki í því norðanverðu. Hann hefur einnig fundist við Suðaustur- og Suðvestur-Grænland.

Hér mun ægisstirnir hafa fundist fyrst djúpt undan Suðvesturlandi í Ingólfsleiðangrinum 1895-1896, svo og á milli íslands og Grænlands en einnig norðaustan og austan íslands. Nyrsti fundarstaður er norður af Langanesi (66°56'N, 14°41'V).

Lífshættir: Ægisstirnir er miðsævis-, úthafs- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 200- 2700 m dýpi.

Fæða er einkum krabbaflær.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Did you find the content of this page helpful?