Broddatanni

extrasDictionaryLang extrasDictionarySynonyms
Latin: Borostomias antarcticus
Danish: Antarktisk ulvekjæft
English: Antarctic snaggletooth, straightline dragonfish
French: dragon-saumon à grandes yeux

Broddatanni er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur, með allstóran haus en frá hausnum og aftur úr fer fiskurinn smámjókkandi. Útlit er dálítið breytilegt eftir aldri og stærð, t.d. stækkar hausinn meira en bolurinn með aldrinum. Á skoltum eru dreifðar hvassar höggtennur sem beygjast ýmist inn eða tennur eru bæði á gómbeinum og plógbeini. Augun eru allstór. Framarlega á neðri kjafti er hökuþráður sem lengist með aldrinum. Á enda hans er Ijósfæri. Bakuggi er aftan við miðjan fisk og aftan hans andspænis aftanverðum raufarugga er veiðiuggi. Raufaruggi er nær sporði en bakugga. Bak- og raufaruggi eru á eins konar fæti eða upphækkun. Sporður er sýldur. Eyr- og kviðuggar eru í meðallagi stórir. Auk ljósfæris á skeggþræði er örlítið ljósfæri undir augum og annað stærra aftan þess. Þá er ein röð eftir endilangri kviðrönd frá haus og aftur að sporði og ofan hennar önnur röð frá haus aftur á móts við framanverðan raufarugga. Broddatanni verður um 35- 40 cm a lengd.

Litur: Broddatanni er grásvartur eða svartur á lit.

Geislar: B: 9-13; R: 12-17.

Heimkynni broddatanna eru í öllum heimshöfum - þó ekki í hitabeltinu. Hann er í vestanverðu Miðjarðarhafi og norðaustanverðu Atlantshafi allt frá 40°N norður til Íslands- og Austur-Grænlandsmiða.

Á Íslandsmiðum fannst broddatanni fyrst í aprílmánuði árið 1957 djúpt undan Suðvesturlandi (61°51'N, 23°25'V). Sá næsti, sem var 15 cm langur, veiddist á 800 m dýpi undan Suðvesturlandi (64°07'N, 27° 16'V) í apríl árið 1965. Frá 1984 hafa einn eða fleiri veiðst næstum árlega á djúpmiðum á svæðinu frá suðausturmiðum (Þórsbanki) vestur með suðurströndinni og vestur fyrir Reykjanes norður í Grænlandssund. Einnig hefur hann veiðst utan 200 sjómílna markanna suðvestan og vestan landsins. Fiskar þessir hafa verið 7-33 cm á lengd og veiðst á 500-1400 m dýpi, flestir í flotvörpu en einnig í botnvörpu. Tegundin virðist vera nokkuð algeng djúpt suðvestur af Reykjanesi.

Lífshættir: Broddatanni er miðsævis- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 350-2500 m dýpi.

Fæða er sennilega fiskar og smákrabbadýr.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Did you find the content of this page helpful?