Hörpudiskur Chlamys islandica

Ráðgjöf 2024/2025

75

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

75

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

Birting ráðgjafar: 7. June 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að heildarafli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 50 tonn í Breiðasundi og 25 tonn í Hvammsfirði og veiðar á öðrum svæðum í Breiðafirði verði ekki heimilaðar.

Stofnþróun

Hafrannsóknastofnun getur ekki metið stöðu stofnsins og veiðiálag m.t.t. aðgerðarmarka hámarksafraksturs (MSY) þar sem viðmiðunarmörk hafa ekki verið skilgreind.

0 4 8 12 16 1980 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2016 2020 2024 Þús. tonn B r e i ð a f j ö r ð u r B r e i ð a s u n d H v a m m s f j ö r ð u r Ö n n u r s v æ ð i V e s t f i r ð i r Afli 0 1 2 3 2015 2017 2019 2021 2023 Þús. tonn Breiðasund Hvammsfjörður Lífmassavísitala 0 1 2 3 4 2015 2017 2019 2021 2023 Þús. tonn Flatey Látralönd Lífmassavísitala 0 1 2 3 2015 2017 2019 2021 2023 Þús. tonn Bjarneyjar Rúfeyjar Lífmassavísitala

Hörpudiskur. Afli við Ísland og lífmassavísitala á veiðislóð í Breiðasundi og Hvammsfirði 2014-2019, við Flatey og Látralönd 2015-2019 og við Bjarneyjar og Rúfeyjar 2016-2019.

Forsendur ráðgjafar

Forsendur ráðgjafar Varúðarnálgun
Aflaregla Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn
Stofnmat Byggt á vísitölum um lífmassa hörpudisks
Inntaksgögn Vísitölur úr stofnmælingu (myndavélaleiðangur)

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærð hörpudisks í Breiðafirði þar sem ekki voru farnir stofnmælingaleiðangrar árin 2022-2024. Því er ekki hægt að uppfæra ráðgjöfina sem byggir á aðferðarfræði Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat (Category 3 stocks; ICES, 2021).

Hörpudiskur. Útreikningar ráðgjafar í Breiðasundi í Breiðafirði.

Hörpudiskur. Útreikningar ráðgjafar í Hvammsfirði í Breiðafirði.

Gæði stofnmats

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærð hörpudisks í Breiðafirði þar sem ekki voru farnir stofnmælinga­leiðangrar árin 2020-2024. Án upplýsinga úr stofnmælingaleiðöngrum mun Hafrannsóknastofnun ekki geta metið ástand hörpudisks í Breiðafirði árið 2024. Stofnmælingaleiðangur er fyrirhugaður síðar á árinu 2024.

Aðrar upplýsingar

Veiðisvæði hörpudisks í Breiðasundi afmarkast af eftirfarandi hnitum:

  1. 65°03,60ˈN, 022°43,50ˈV

  2. 65°07,10ˈN, 022°43,50ˈV

  3. 65°07,10ˈN, 022°31,50ˈV

  4. 65°03,60ˈN, 022°31,50ˈV

Veiðisvæði hörpudisks í Hvammsfirði afmarkast af eftirfarandi hnitum:

  1. 65°04,00ˈN, 022°21,00ˈV

  2. 65°07,00ˈN, 022°21,00ˈV

  3. 65°07,00ˈN, 022°12,00ˈV

  4. 65°04,00ˈN, 022°12,00ˈV

Hörpudiskur. Tillaga að skiptingu veiðisvæða í Breiðafirði.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Hörpudiskur. Tillögur um hámarksafla í Breiðafirði, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

* Tilraunaveiðar

Heimildir og ítarefni

ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985 

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2023. Hörpudiskur. Hafrannsóknastofnun, 9. júní 2023.