Makríll Scomber scombrus

Ráðgjöf 2025

576 958

tonn

Ráðgjöf 2024

739 386

tonn

Breyting á ráðgjöf

-22 %

Birting ráðgjafar: 30. september 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli ársins 2025 verði ekki meiri en 576 958 tonn.

Stofnþróun

Veiðidánartala er metin yfir kjörsókn (FMSY) en fyrir neðan gátmörk (Fpa) og varúðarmörk (Flim). Stærð hrygningarstofns er metin yfir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).

0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 1.25 1.50 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Milljón tonn A ð r a r þ j ó ð i r Í s l a n d S k r á ð u r a f l i Afli 0 3 6 9 12 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Milljarðar N ý l i ð u n ( 2 á r a ) F p a F M S Y F l i m 0.0 0.1 0.2 0.3 0.4 0.5 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 F ( 4 9 á r a ) Veiðidánartala B p a M S Y B t r i g g e r B l i m 0 2 4 6 8 10 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Þús. tonn Hrygningarstofn

Makríll. Niðurstöður stofnmats. Afli 1980–1999 hefur lítið vægi í stofnmati þar sem talið er að skráður afli sé einungis hluti af raunverulegum afla. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og viðmiðunarmörk

Horfur

Makríll. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Makríll. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.

Ráðlagt aflamark fyrir árið 2025 er 22 % lægra en fyrir árið 2024 þar sem hrygningarstofninn er metinn minni.

Gæði stofnmats

Stofnmat síðustu ára hefur sýnt aukningu ár frá ári á mati á stærð hrygningarstofns og lægri fiskveiðidauða fyrir tímabilið 2010-2020. Slíkt kerfisbundið endurmat milli ára á ekki við í sama mæli eftir 2020.

Vægi gagna í stofnmatinu er háð því hversu langt tímabil þau ná yfir og hversu gott innbyrðis samræmi er á milli ára. Þegar nýjum gögnum var bætt við stofnmatið í ár þá jókst vægi merkingargagna lítillega.

Stofnmatið og framreikningar á stofnstærð byggja á 0­–12 ára makríl. Mat á fjölda 0 ára og 1 árs fisks er ónákvæmt. Mat á árgangastærð er fyrst fengið þegar makríll kemur inn í veiðina við tveggja til þriggja ára aldur. Þess vegna er nýliðun sýnd sem fjöldi tveggja ára.

B l i m B p a M S Y B t r i g g e r F M S Y F l i m F p a H r y g n i n g a r s t o f n N ý l i ð u n V e i ð i d á n a r t a l a 2012 2016 2020 2024 2012 2016 2020 2024 2012 2016 2020 2024 0.0 0.1 0.2 0.3 0.4 0.5 0 2 4 6 0 2 4 6

Makríll. Samanburður á stofnmati áranna 2020–2024 (rauð lína: 2024). Nýliðun er sýnd fyrir 2 ára frá og með 2022 en var áður sýnd fyrir 0 ára og þess vegna eru gildi fyrri ára ekki á grafinu.

Aðrar upplýsingar

Veiðar úr stofninum hafa að meðaltali verið 40 % umfram ráðgjöf síðan 2010 vegna einhliða ákvarðana veiðiþjóða um aflamark. Ráðgjöfin byggir á veiðidánartölu samkvæmt markmiðinu um hámarksafrakstur (FMSY) og við matið á því var ekki tekið tillit til að afli væri kerfisbundið umfram ráðgjöf byggða á þeirri nálgun. Þetta getur leitt til aukinnar áhættu á að stærð hrygningarstofns fari undir varúðarmörk sem leiðir til minni afraksturs til lengri tíma litið, og að nýting stofnsins uppfylli ekki varúðarsjónarmið.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Makríll. Tillögur um hámarksafla, aflamark samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og afli (tonn).

Heimildir og ítarefni

ICES. 2019. Interbenchmark Workshop on the assessment of northeast Atlantic mackerel (IBPNEAMac). ICES Scientific Reports. 1:5. 71 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.4985

ICES. 2020. Workshop on Management Strategy Evaluation of Mackerel (WKMSEMAC). ICES Scientific Reports. 2:74. 175 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.7445

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Makríll. Hafrannsóknastofnun, 30. september 2024.

ICES. 2024. Mackerel (Scomber scombrus) in subareas 1-8 and 14 and division 9.a (the Northeast Atlantic and adjacent waters). In Report of the ICES Advisory Committee, 2024. ICES Advice 2024, mac.27.nea. https://doi.org/10.17895/ices.advice.25019339

ICES. 2024. Working Group on Widely Distributed Stocks (WGWIDE). ICES Scientific Reports. 6:81. https://doi.org/10.17895/ices.pub.26993227