Almennt
Beitukóngur er lindýr sem finnst allt í kringum Ísland. Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/beitukongur
Veiðar
Tilraunaveiðar á beitukóngi í Breiðafirði hófust árið 1996 þegar 500 tonnum var landað. Aflinn jókst árið eftir og var um 1300 tonn. Eftir það hefur afli verið á bilinu 0-1000 tonn. Árið 2019 voru 351 t landað, samanborið við 195 tonn árið áður. Engar veiðar voru á árinu 2020 en hófust að nýju árið eftir (Mynd 1). Lágmarksstærð á lönduðum beitukóngi er 50 mm. Brottkast er talið vera lítið þar sem beitukóngurinn fer fyrst í gegnum vökvatromlu þar sem minnsti kuðungurinn er sigtaður frá. Frá 2005 hefur beitukóngur einungis verið veiddur í beitukóngsgildrur og síðan 2006 hafa innan við sex bátar stundað veiðar. Síðustu ár hefur einungis einn bátur stundað beinar veiðar. Afli á sóknareiningu (kg/gildru) hefur sveiflast milli ára og var hæstur árið 2003 og var þá 4,8 kg/gildru. Afli á sóknareiningu lækkaði stöðugt til ársins 2017 en hækkaði eftir það. Þar sem afli á sóknareiningu endurspeglar ekki stofnstærð eða breytingar á stofnstærð (tekur ekki tillit til breytinga á sókn eftir árstíma né svæðum) var afli á sóknareiningu staðlaður með tilliti til mánaða og svæða með alhæfðu línulegu líkani (generalized linear model, GLM).
Árið 2023 var 190 tonnum landað af beitukóngi úr Breiðafirði, samanborið við 291 tonn árið áður. Veiðar voru bundnar við suðurhluta Breiðafjarðar en dreifing veiða hefur verið breytileg frá ári til árs. Árið 2013-2014 voru veiðar í lágmarki, samanborið við árið 2011 og 2012 (Mynd 2). Árin 2014-2016 voru veiðar mest sunnan megin í firðinum en dreifðust svo norðar seinni ár. Veiðar fóru einna helst fram frá júní-september (Mynd 4). Engar veiðar voru árið 2020.
Beitukóngsleiðangrar
Tveir beitukóngsleiðangrar hafa verið farnir í Breiðafirði; fyrst árið 1997/1998 þegar veiðar hófust og svo árið 2012 (Mynd 5). Vísitala úr fyrri leiðangri var 26,9 samanborið við 23,7 árið 2012. Á milli leiðangra er mesta sjáanlega minnkunin á vísitölum í norðvestur hluta Breiðafjarðar.
Ráðgjöf
Árin 1999-2001 var ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sú að sókn yrði ekki meiri en sóknin árið 1997 þegar landaður afli var 1287 tonn. Árið 2007 var lagt fram að veiðar upp á 800-1000 tonn væru sjálfbærar en einnig að mikil óvissa væri í því mati. Árið 2012 ráðlagði Hafrannsóknastofnun að afli yrði að hámarki 750 tonn og hélst sú ráðgjöf óbreytt til ársins 2017. Ráðgjöfin byggði á meðalafla undangengins áratugar af suðursvæði (450 tonn) og norðursvæði (300 tonn). Árið 2017 var ráðgjöfin lækkuð í 500 tonn og var sú sama fyrir árið 2018. Á tímabilinu 2012-2018 fóru landanir aldrei yfir 375 tonn (Tafla 1). Ráðgjöf árið 2019 byggði á breytingum á afla á sóknareiningu (óstöðluðum). Afli á sóknareiningu var tiltölulega stöðugur árin 1996-2005 (Tafla 1) en lækkaði eftir það og árið 2013 var hann orðinn þriðjungur af því sem hann var árin 1996-2005. Á meðan á lækkuninni stóð var afli að meðaltali um 450 tonn. Það benti til að fiskveiðidauði væri meiri en stofninn réði við. Árin 2013-2018 jókst afli á sóknareiningu aftur en landaður afli minnkaði. Ráðgjöf upp á 750 tonn og 500 tonn var því talin hafa verið of há. Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) fyrir stofna með takmarkaðar upplýsingar (Category 3.1 stocks; ICES, 2021). SPiCT líkan (SPiCT; Pedersen and Berg, 2017) er einna helst notað til að meta stofna í þessum flokki en líkanið metur skekkjur í athugunum og ferlum og áætlar stöðu stofnsins og viðmiðunarpunkta með tilheyrandi öryggisbilum. SPiCT áætlar viðmiðunarpunkt hámarksafraksturs sem hægt er að nota við útreikninga á viðeigandi stikum sem eru notaðir til að veita ráðgjöf. ICES mælir með því að nota 35. hundraðshlutamarkið fyrir viðeigandi stika (Mildenberger et al., 2021).
Inntaksgögn
Líkanið samþættir upplýsingar úr fyrirframdreifingum (Woods and Jónasson 2017), löndunartölum og stofnvísitölum (staðlaður afli á sóknareiningu) frá árinu 2004. Stuðlar fyrirframdreifingar voru fengnir með samþættingu umhverfisþátta og líffræðilegra þátta beitukóngs í Breiðafirði (aldur við kynþroska, lengd við aldur o.fl.). Sjá Woods and Jónasson (2017) fyrir frekari uppl. Stikar fyrirframdreifingar eru burðargeta stofnsins, \(\overline{K}\), innri vaxtarhraði, \(\overline{r}\), skerðingarhlutfall lífmassa, \(\overline{p}\), staðalfrávik veiðidauðaferils, sdf, og staðalfrávik í mæliskekkju í afla, sfd (Tafla 1).
Stiklar fyrirframdreifingar | Gildi | Staðalfrávik |
---|---|---|
K |
log(18500) | 0.0925 |
r |
log(0.075) | 0.0340 |
p |
log(0.467) | 0.0100 |
sdf |
log(0.3) | 0.2500 |
sdc |
log(0.1) | 0.0100 |
Niðurstöður
Niðurstöður líkansins eru sýndar í Tafla 2 og Tafla 3. Greining líkans er sýnd á Mynd 5, niðurstöður líkans á Mynd 6 og reiknuð endurlitsgreining á Mynd 7. Samkvæmt gátlista um samþykki SPiCT líkans (Mildenberger et al., 2021) uppfylgdi líkanið allar kröfur um marktækni. Allar forsendur stóðust og framleiðslufall var raunsætt (B/K = 0.5) (Mynd 5). Reiknuð endurlitsgreining var nokkuð stöðug en töluverð óvissa er þó í hlutfallslegri veiðidánartölu (F/FMSY) sem gæti orsakast af árum þar sem ekkert var veitt. Lífmassi sem gefur af sér hámarksafrakstur (BMSY) var metið 8.9 kt.
Parameter | Mat | 95% neðra öryggisbil | 95% efra öryggisbil |
---|---|---|---|
alpha | 1.556 | 1.005 | 2.408 |
beta | 0.106 | 0.062 | 0.182 |
r | 0.076 | 0.054 | 0.107 |
rc | 0.076 | 0.054 | 0.107 |
rold | 0.076 | 0.054 | 0.107 |
m | 337.618 | 195.287 | 583.686 |
K | 17768.290 | 10844.010 | 29113.960 |
q | 0.000 | 0.000 | 0.000 |
sdf | 0.934 | 0.645 | 1.352 |
sdi | 0.156 | 0.101 | 0.241 |
sdc | 0.099 | 0.067 | 0.146 |
Mat | 95% efra öryggisbil | 95% neðra öryggisbil | |
---|---|---|---|
B~MSY~ | 8884.146 | 14556.980 | 5422.007 |
F~MSY~ | 0.038 | 0.054 | 0.025 |
MSY | 292.337 | 518.869 | 164.706 |
Fiskveiðiár | Ráðgjöf | Afli | Ár | Vísitala afla á sóknareiningu | Afli á sóknareiningu |
---|---|---|---|---|---|
1996 | - | 524 | 1996 | - | - |
1997 | - | 1,284 | 1997 | - | - |
1998 | - | 10 | 1998 | - | - |
1999 | - | 417 | 1999 | - | - |
2000 | - | 824 | 2000 | - | - |
2001 | - | 709 | 2001 | - | - |
2002 | - | 0 | 2002 | - | - |
2003 | - | 248 | 2003 | 1.000 | 4.843 |
2004 | - | 863 | 2004 | 0.588 | 3.032 |
2005 | - | 991 | 2005 | 0.784 | 3.975 |
2006 | - | 839 | 2006 | 0.635 | 2.935 |
2007 | - | 554 | 2007 | 0.595 | 2.933 |
2008 | - | 398 | 2008 | 0.465 | 1.869 |
2009 | - | 116 | 2009 | 0.578 | 2.644 |
2010 | - | 142 | 2010 | 0.654 | 3.219 |
2011 | - | 512 | 2011 | 0.524 | 2.564 |
2012/2013 | 750 | 89 | 2012 | 0.382 | 1.741 |
2013/2014 | 750 | 0 | 2013 | 0.314 | 1.059 |
2014/2015 | 750 | 166 | 2014 | 0.497 | 2.282 |
2015/2016 | 750 | 332 | 2015 | 0.363 | 1.370 |
2016/2017 | 750 | 186 | 2016 | 0.397 | 1.582 |
2017/2018 | 500 | 171 | 2017 | 0.403 | 1.990 |
2018/2019 | 500 | 324 | 2018 | 0.532 | 2.630 |
2019/2020 | 220 | 133 | 2019 | 0.517 | 2.323 |
2020/2021 | 264 | 88 | 2020 | - | - |
2021/2022 | 264 | 239 | 2021 | 0.758 | 3.869 |
2022/2023 | 254 | 268 | 2022 | 0.538 | 2.797 |
2023/2024 | 196 | 58 | 2023 | 0.582 | 3.197 |
Ár | 95% neðra öryggisbil | B/Bmsy | 95% efra öryggisbil | 95% neðra öryggisbil | F/Fmsy | 95% efra öryggisbil |
---|---|---|---|---|---|---|
2004 | 0.821 | 1.001 | 1.220 | 0.912 | 2.815 | 8.686 |
2005 | 0.813 | 0.992 | 1.209 | 1.302 | 3.254 | 8.130 |
2006 | 0.744 | 0.907 | 1.106 | 1.487 | 3.629 | 8.860 |
2007 | 0.680 | 0.829 | 1.011 | 1.087 | 2.672 | 6.571 |
2008 | 0.634 | 0.773 | 0.942 | 0.947 | 2.292 | 5.545 |
2009 | 0.632 | 0.770 | 0.939 | 0.331 | 0.803 | 1.944 |
2010 | 0.636 | 0.776 | 0.946 | 0.173 | 0.444 | 1.139 |
2011 | 0.597 | 0.728 | 0.888 | 0.514 | 1.274 | 3.156 |
2012 | 0.516 | 0.629 | 0.767 | 1.377 | 3.230 | 7.579 |
2013 | 0.468 | 0.571 | 0.696 | 0.343 | 0.832 | 2.021 |
2014 | 0.497 | 0.606 | 0.738 | 0.172 | 0.435 | 1.104 |
2015 | 0.495 | 0.604 | 0.736 | 0.275 | 0.690 | 1.732 |
2016 | 0.514 | 0.627 | 0.764 | 0.652 | 1.586 | 3.858 |
2017 | 0.530 | 0.647 | 0.789 | 0.468 | 1.140 | 2.775 |
2018 | 0.586 | 0.714 | 0.871 | 0.312 | 0.788 | 1.988 |
2019 | 0.625 | 0.763 | 0.930 | 0.331 | 0.893 | 2.409 |
2020 | 0.640 | 0.816 | 1.040 | 0.285 | 0.721 | 1.828 |
2021 | 0.718 | 0.876 | 1.068 | 0.227 | 0.610 | 1.639 |
2022 | 0.704 | 0.859 | 1.047 | 0.379 | 0.942 | 2.342 |
2023 | 0.702 | 0.856 | 1.044 | 0.391 | 0.971 | 2.414 |
2024 | 0.656 | 0.864 | 1.139 | 0.203 | 0.698 | 2.397 |
2025 | 0.627 | 0.878 | 1.228 | 0.077 | 0.698 | 6.322 |
2026 | 0.602 | 0.891 | 1.317 | 0.040 | 0.698 | 12.207 |
Greining á vísitölu
Frítölur | Frávik | Leyfar frítalna | Leyfar frávika | F | pr(>f) | |
---|---|---|---|---|---|---|
NULL | 4,797 | 709.580 | ||||
factor(ar) | 19 | 257.734 | 4,778 | 451.840 | 153.096 | <2.2e-16 |
factor(man) | 11 | 19.563 | 4,767 | 432.280 | 20.072 | <2.2e-16 |
factor(sreitur) | 6 | 10.435 | 4,761 | 421.840 | 19.629 | <2.2e-16 |
Heimildir
ICES. 2021. Benchmark Workshop on the development of MSY advice for category 3 stocks using Surplus Production Model in Continuous Time; SPiCT (WKMSYSPiCT). ICES Scientific Reports. 3:20. 317 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.7919
Pamela Woods, Jónas Páll Jonasson. 2017. Bayesian hierarchical surplus production model of the common whelk Buccinum undatum in Icelandic waters, Fisheries Research, Volume 194, 2017, Pages 117-128, https://doi.org/10.1016/j.fishres.2017.05.011.
Pedersen, Martin W., and Casper W. Berg. 2017. “A stochastic surplus production model in continuous time.” Fish and Fisheries 18 (2): 226–43. https://doi.org/10.1111/faf.12174
Mildenberger, T. K., Kokkalis, A., & Berg, C. W. (2021). Guidelines for the stochastic production model in continuous time (SPiCT).