BEITUKÓNGUR Buccinum undatum
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 190 tonn í Breiðafirði.
Stofnþróun
Veiðiálag á stofninn er yfir kjörsókn (FMSY) en undir varúðarmörkum(Flim). Stærð stofnsins er yfir aðgerðarmörkum (Btrigger) og varúðarmörkum (Blim).
Beitukóngur. Afli, hlutfallslegar breytingar á veiðistofni (B/BMSY) og hlutfallsleg veiðidánartala (F/FMSY). Skyggð svæði sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og Gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Kjörsókn (FMSY) |
Aflaregla | Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn |
Stofnmat | Afraksturslíkan byggt á löndunum og stofnvísitölum. |
Inntaksgögn | Afli og staðlaður afli á sóknareiningu. |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 0.5 | Hlutfall af BMSY þar sem afrakstur er 50% af MSY |
FMSY | 1.0 | Fiskveiðidánarstuðlar skilgreindir sem hlutfall af FMSY | |
Varúðarnálgun | Blim | 0.3 | Hlutfall af BMSY þar sem afrakstur er 50% af MSY |
Flim | 1.7 | Fiskveiðidánartala sem að jafnaði gefur Blim |
Horfur
Beitukóngur Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
---|---|---|
Áætlaður afli (2024) | 192 | Skammtímaspá afla undir Fsq; í tonnum |
Stofnstærð B2025/BMSY (2025) | 0.88 | Skammtímaspá við óbreytta veiðidánartölu (Fsq) |
Fiskveiðidauði F2023/FMSY (2024) | 0.7 | Óbreytt veiðidánartala (Fsq=F2023/FMSY) |
Beitukóngur. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt ráðgjafareglu.
Grunnur | Afli (2024/2025) | Fiskveiðidánartala (2025) | Stofnstærð (2026) | % Breyting á lífmassa | % Breyting á ráðgjöf |
---|---|---|---|---|---|
Hámarksafrakstur; FMSY | 190 | 0.6978 | 0.89 | 2 | -3 |
Gæði stofnmats
Stofnmat var uppfært á síðasta ári og byggir nú á tölfræðilegu afraksturslíkani (SPiCT). Inntaksgögn í stofnmatslíkanið eru heildarafli ár hvert og staðlaður afli á sóknareiningu úr Breiðafirði, þar sem tekið er tillit til tímaháðra og svæðisbundinna breytinga á afla.
Beitukóngur. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2023–2023
Ráðgjöf, aflamark og afli
Beitukóngur. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli alls |
---|---|---|---|
2012/2013 | 750 | 269 | |
2013/2014 | 750 | 0 | |
2014/2015 | 750 | 166 | |
2015/2016 | 750 | 332 | |
2016/2017 | 750 | 186 | |
2017/2018 | 500 | 171 | |
2018/2019 | 500 | 324 | |
2019/2020 | 220 | 133 | |
2020/2021 | 264 | 88 | |
2021/2022 | 264 | 239 | |
2022/2023 | 254 | 268 | |
2023/2024 | 196 | ||
2024/2025 | 190 |
Heimildir og ítarefni
Pedersen, M. W., & Berg, C. W. (2017). A stochastic surplus production model in continuous time. Fish and Fisheries, 18(2), 226-243.
ICES. 2022. ICES technical guidance for harvest control rules and stock assessments for stocks in categories 2 and 3. In Report of ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, Section 16.4.11. https://doi.org/10.17895/ices.advice.19801564
MFRI Assessment Reports 2024. Common whelk. Marine and Freshwater Research Institute, 7 June 2024. Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Beitukóngur. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.