Kolmunni Micromesistius poutassou
Birting ráðgjafar: 30. september 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðleggur í samræmi við langtímanýtingarstefnu samþykkta af Evrópusambandinu, Bretlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Rússlandi að afli ársins 2025 verði ekki meiri en 1 447 054 tonn.
Stofnþróun
Veiðidánartala er metin yfir kjörsókna (FMSY) og yfir gátmörkum (Fpa) en undir varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er metinn yfir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Kolmunni. Heildarafli og afli Íslendinga, nýliðun 1 árs, veiðidánartala og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og viðmiðunarmörk
Horfur
Kolmunni Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Kolmunni. Áætluð þróun stofnstærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu. Áhrif mismunandi aflamarks.
Ráðlagt aflamark fyrir árið 2025 er 5 % lægra en fyrir árið 2024 þar sem hrygningarstofns er minni vegna mikils veiðiálags og lítilla árganga frá 2022 og 2023 sem eru að koma inn í veiðistofninn.
Gæði stofnmats
Mat á ástandi stofnsins er í samræmi við mat undangenginna ára.
Kolmunni. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023
Aðrar upplýsingar
Veiðar úr stofninum hafa verið umfram ráðgjöf síðan árið 2018 vegna einhliða ákvarðana veiðiríkja um aflamark. Ráðgjöfin byggir á veiðidánartölu samkvæmt samþykktri langtímanýtingarstefnu strandríkja á stofninum. Við prófanir á nýtingarstefnunni var ekki tekið tillit til að afli væri kerfisbundið umfram ráðgjöf samkvæmt nýtingarstefnu (ICES, 2016, 2017). Það getur leitt til þess að veiðarnar uppfylli ekki varúðarsjónarmið og að stærð hrygningarstofns fari undir varúðarmörk og afrakstur minnki til lengri tíma litið.
Árgangarnir frá 2020 og 2021 eru metnir þeir stærstu frá árinu 1981. Báðir þessir árgangar verða að fullu komnir inn í veiðina árið 2025 og er áætlað að hlutdeild árgangsins frá 2020 verði um 31 % aflans árið 2025 og árgangurinn frá 2021 um 44 %. Þessir tveir árgangar munu því verða uppistaða aflans næstu árin. Stofnþróun frá árinu 1980 sýnir að komi litlir árgangar á eftir stórum árgöngum getur stærð hrygningarstofns minnkað hratt sem leiðir til lækkunar á ráðgjöf.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Kolmunni. Tillögur um hámarksafla, aflamark samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og afli (tonn).
Heimildir og ítarefni
ICES. 2016. Report of the Workshop on Blue Whiting (Micromesistius poutassou) Long Term Management Strategy Evaluation (WKBWMS), 30 August 2016, ICES HQ, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2016/ACOM:53. 104 pp.
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Kolmunni. Hafrannsóknastofnun, 30. september 2024.
ICES. 2024. Blue whiting (Micromesistius poutassou) in subareas 1-9, 12, and 14 (Northeast Atlantic and adjacent waters). In Report of the ICES Advisory Committee, 2024. ICES Advice 2024, whb.27.1-91214. https://doi.org/10.17895/ices.advice.25019714
ICES. 2024. Working Group on Widely Distributed Stocks (WGWIDE). ICES Scientific Reports. 6:81. https://doi.org/10.17895/ices.pub.26993227