Norsk-íslensk vorgotsíld Clupea harengus
Birting ráðgjafar: 30. september 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðleggur í samræmi við langtímanýtingarstefnu samþykkta af Evrópu–sambandinu, Bretlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi, og Rússlandi að afli ársins 2025 verði ekki meiri en 401 794 tonn.
Stofnþróun
Veiðidánartala stofnsins er metin yfir kjörsókn (FMSY) og er á milli Fpa og Flim. Stærð hrygningarstofns er undir aðgerðarmörkum (MGT Btrigger) og gátmörkum (Bpa) en yfir varúðarmörkum (Blim).
Norsk-íslensk vorgotssíld. Afli Íslands og annara þjóða, nýliðun, veiðidánartala 5-12+ ára og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Nýtingarstefna |
Aflaregla | Langtímanýtingarstefna sem var samþykkt af strandríkjum árið 2018 (Anon, 2018) og í framhaldinu af Bretlandi (Anon, 2020). |
Stofnmat | Tölfræðilegt aldurs-aflalíkan (SAM) |
Inntaksgögn | Stofnmatið nær til áranna 1988–2024: aldursgreindur afli (stofnþyngdir byggðar á þyngd eftir aldri úr leiðöngrum, og frá 2009 á sýnatöku úr afla). Þrjár leiðangursvísitölur: Norskur bergmálsleiðangur á hrygningarsvæðum í febrúar/mars (NASF, 1994–2005, 2015–2024), Alþjóðlegur vistfræðileiðangur í Austurdjúpi í maí (IESNS) sem nær yfir fullorðna hluta stofnsins í Noregshafi (1996–2024) og tveggja ára síld í Barentshafi árin 1991–2019, 2021 og 2024 (enginn leiðangur var farinn 2020 og 2022-2023). Kynþroskahlutfall eftir aldri háð stærð árgangs. Fastur náttúrulegur dauði ákvarðaður frá eldri gögnum (settur sem 0.9 fyrir tveggja ára og 0.15 fyrir eldri en tveggja ára). |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
---|---|---|---|
MSY nálgun | MSY Btrigger | 3.184 | Bpa; í milljónum tonna. |
FMSY | 0.157 | Slembihermanir byggðar á Beverton-Holt, skiptri aðhvarfsgreiningu og Ricker stofn-nýliðunar samböndum, en er að hámarki jafnt FP05 | |
Varúðarnálgun | Blim | 2.5 | Stærð hrygningarstofns þar sem líkur eru á skertri nýliðun; í milljónum tonna. |
Bpa | 3.184 | Byggt á Blim og stofnmatsóvissu. Bpa = Blim × exp(1.645 × σ), σ = 0.147; í milljónum tonna. | |
Flim | 0.291 | Mismunandi sviðsmyndir metnar með slembinni nýliðun. F gildið samsvarar 50% líkum á SSB < Blim | |
Fpa | 0.157 | FP05. F sem leiðir til SSB ≥ Blim með 95% líkum. | |
Langtímanýtingarstefna | SSB mgt_lower | 2.5 | Langtímanýtingarstefna. Stærð hrygningarstofns í milljónum tonna. |
SSB mgt | 3.184 | Langtímanýtingarstefna. Stærð hrygningarstofns í milljónum tonna. | |
F mgt_lower | 0.05 | Langtímanýtingarstefna. | |
F mgt | 0.14 | Langtímanýtingarstefna. |
Horfur
Norsk-íslensk vorgotssíld. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
---|---|---|
F5-12+ (2024) | 0.13 | Samkvæmt áætluðum afla 2024 |
Hrygningarstofn (2025) | 2.93 | Byggt á stofnmati; í milljónum tonna |
Nýliðun 2 ára (2024) | 37.43 | Mat úr líkani; í milljörðum |
Nýliðun 2 ára (2025) | 11.27 | Meðaltal árana 1988-2024; í milljörðum. |
Afli (2024) | 446 928 | Samanlagt aflamark veiðiþjóða; í tonnum |
Norsk-íslensk vorgotssíld. Áhrif mismunandi aflamarks. Allar þyngdir eru í tonnum.
Grunnur | Afli (2025) | Veiðidánartala (2025) | Hrygningarstofn (2026) | % Breyting á hrygningarstofni1) | % Breyting á ráðgjöf2) | % Breyting á afla3) | % líkur að hrygningarstofn fari undir Blim 2025 |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Samþykkt nýtingarstefna | 401 794 | 0.107 | 3 289 632 | 12 | 3 | -10 | 2 |
F=F2024 | 497 087 | 0.134 | 3 187 530 | 9 | 27 | 11 | 3 |
1) Hrygningarstofn árið 2026 miðað við hrygningarstofn 2025 | |||||||
2) Afli árið 2025 miðað við áætlaðan afla ICES árið 2024 (446928 tonn) | |||||||
3) Ráðlagt aflamark fyrir árið 2025 miðað við ráðlagt aflamark fyrir árið 2024 (390010 tonn) |
Ráðgjöf ársins 2025 er hærri en árið 2024 vegna þess að árgangur 2021 sem er að koma inn í veiðistofninn eru metinn yfir meðaltali og 2016 árgangurinn er metinn stærri en áður.
Gæði stofnmats
Áætluð stærð hrygningarstofns og veiðidánartala eru í samræmi við stofnmat síðasta árs. Mat á stærð árgangsins frá árinu 2016 hefur hækkað frá mati fyrri ára.
Stofnmatsleiðangur Rússa sem var farinn 2024 er undirstaða matsins á nýliðun tveggja ára síldar 2024. Þessi leiðangur féll niður 2022 og 2023 og því var mat á stærð þeirra árganga áður byggt á faldmeðaltali nýliðunar samkvæmt stofnmatslíkani.
Norsk-íslensk vorgotssíld. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023
Aðrar upplýsingar
Veiðar úr stofninum hafa verið umfram ráðgjöf síðan árið 2013. Ráðgjöfin byggir á fiskveiðidauða samkvæmt langtímanýtingarstefnu sem samþykkt var af Evrópusambandinu, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Rússlandi. Þar er ekki gert ráð fyrir frávikum frá ráðlögðu aflamarki sem er hins vegar reyndin eins og sjá má af samanlögðu einhliða aflamarki ríkjanna. Við prófanir á aflareglunni var ekki tekið tillit til að afli færi kerfisbundið umfram ráðgjöf samkvæmt nýtingarstefnu (ICES, 2016). Það getur leitt til þess að veiðarnar uppfylli ekki varúðarsjónarmið og að stærð hrygningarstofns fari undir varúðarmörk og skili minni afrakstri til lengri tíma litið.
Ráðgjöf, aflmark og afli
Norsk-íslensk síld. Tillögur um hámarksafla, aflamark samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og afli (tonn).
Ár | Tillaga ICES | Aflamark Ísland | Afli Íslendinga | Aflamark allra þjóða | Afli alls |
---|---|---|---|---|---|
2011 | 1 170 000 | 145 000 | 151 074 | 988 000 | 841 924 |
2012 | 833 000 | 121 000 | 120 956 | 833 000 | 705 043 |
2013 | 619 000 | 90 000 | 90 729 | 692 000 | 594 014 |
2014 | 418 487 | 61 000 | 58 828 | 436 893 | 402 478 |
2015 | 283 013 | 41 000 | 42 626 | 328 206 | 286 114 |
2016 | 316 876 | 46 000 | 50 418 | 376 612 | 332 756 |
2017 | 437 364 | 103 000 | 90 400 | 805 142 | 631 166 |
2018 | 384 197 | 72 428 | 83 392 | 546 448 | 509 507 |
2019 | 588 562 | 102 174 | 107 889 | 773 750 | 669 276 |
2020 | 525 594 | 91 243 | 98 173 | 693 915 | 622 764 |
2021 | 651 033 | 117 707 | 114 299 | 881 097 | 737 514 |
2022 | 598 588 | 108 225 | 112 739 | 827 963 | 813 834 |
2023 | 511 171 | 90 954 | 92 197 | 692 942 | 680 552 |
2024 | 390 010 | 61 395 | 446 928 | ||
2025 | 401 794 |
Heimildir og ítarefni
Anon. 2018. Agreed record of conclusions of fisheries consultations between Iceland, the European Union, the Faroe Islands, Norway and the Russian Federation on the management of the Norwegian spring-spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in the North-East Atlantic in 2019. London, 6 November 2018. 6 pp. sjá skýrslu hér
Anon. 2020. Agreed record of conclusions of fisheries consultations between Norway, the European Union, the Faroe Islands, Iceland, the Russian Federation and the United Kingdom on the management of the Norwegian spring-spawning (Atlanto-Scandian) herring in the North-East Atlantic in 2021. Video-conference, 20-21 October 2020. 7 pp. sjá skýrslu hér
ICES. 2016. Report of the Benchmark Workshop on Pelagic Stocks (WKPELA), 29 February–4 March 2016, ICES Headquarters, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2016/ACOM:34. 106 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5581
ICES. 2018a. Report of the Workshop on a long-term management strategy for Norwegian Spring-spawning herring (WKNSSHMSE), 26–27 August 2018, Torshavn, Faroe Islands. ICES CM 2018/ACOM:53. 113 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5583.
ICES. 2018b. Report of the Workshop on the determination of reference points for Norwegian Spring Spawning Herring (WKNSSHREF), 10–11 April 2018, ICES Headquarters, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2018/ACOM:45. 83 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5582
ICES. 2024. Herring (Clupea harengus) in subareas 1, 2, 5 and divisions 4.a and 14.a, Norwegian spring-spawning herring (the Northeast Atlantic and Arctic Ocean). In Report of the ICES Advisory Committee, 2024. ICES Advice 2024, her.27.1-24a514a. https://doi.org/10.17895/ices.advice.25019270
ICES. 2024. Working Group on Widely Distributed Stocks (WGWIDE). ICES Scientific Reports. 6:81. https://doi.org/10.17895/ices.pub.26993227
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Norsk-íslensk vorgotsíld . Hafrannsóknastofnun, 30. september 2024.