DJÚPKARFI Sebastes mentella

Ráðgjöf 2024/2025

0

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið ráðleggja, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 0 tonn.

Stofnþróun

Veiðiálag er yfir kjörsókn (FMSY), gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er undir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).

0 10 20 30 40 50 60 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 Þús. tonn A ð r i r Í s l a n d Afli 0 100 200 300 1976 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Milljónir N ý l i ð u n ( 5 á r a ) F M S Y F p a F l i m 0.0 0.1 0.2 0.3 0.4 0.5 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 F Veiðidánartala M S Y B t r i g g e r B p a B l i m 0 100 200 300 400 500 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 Þús. tonn Hrygningarstofn

Djúpkarfi. Afli, nýliðun (3 ára), veiðidánartala og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og gátmörk

Horfur

Djúpkarfi. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Djúpkarfi. Áætluð þróun stofnstærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt markmiðum um hámarksafrakstur

Gæði stofnmats

Stofnmat djúpkarfa var samþykkt á rýnifundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES, 2023) og er stofninn nú metinn m.t.t. hámarksafraksturs. Nýja stofnmatslíkanið, Gadget, nýtir upplýsingar um aldurs- og stærðarsamsetningu í stofni og í afla. Þessi breyting er talin auka gæði stofnmatsins og treysta grunn ráðgjafar þar sem stofnþróun er betur lýst með því að taka tillit til breytinga á aldurs- og stærðarsamsetningu.

Árið 2024 uppgötvaðist villa í útreikningi á stærð hrygningarstofns sem leiddi til heildarendurmats á tímaröðinni. Það var því nauðsynlegt að endurskoða viðmiðunarpunkta fyrir stofninn. Þetta leiddi til þess að varúðarmörk (Blim) og gátmörk (Bpa) voru metin hærri en áður en kjörsókn (Fmsy) metin lægri. Þessar breytingar höfðu ekki áhrif á ráðgjöf síðasta árs.

B l i m B p a M S Y B t r i g g e r F M S Y F p a F l i m H r y g n i n g a r s t o f n N ý l i ð u n V e i ð i d á n a r t a l a 2012 2016 2020 2024 2012 2016 2020 2024 2012 2016 2020 2024 0.00 0.05 0.10 0.15 0.20 0 10 20 0 50 100 150 200

Djúpkarfi Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat ársins 2023

Aðrar upplýsingar

Djúpkarfi er hægvaxta og seinkynþroska tegund og er slíkum tegundum sérstaklega hætt við ofveiði. Smáum djúpkarfa (≤30 cm) í stofnmælingaleiðangri hefur fækkað mikið frá árinu 2007 sem gefur til kynna að nýliðun sé lítil. Þar sem ekki er að vænta umtalsverðrar nýliðunar á næstu árum er líklegt að framleiðni stofnsins minnki. Í fyrirsjáanlegri framtíð mun hrygningarstofn halda áfram að minnka, óháð nýliðun, vegna þess hve seint djúpkarfi verður kynþroska.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Djúpkarfi. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

Heimildir og ítarefni

ICES. 2023a. Benchmark workshop on Greenland halibut and redfish stocks (WKBNORTH). ICES Scientific Reports. 5:33.

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Djúpkarfi. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.