Hrognkelsi Cyclopterus lump
Birting ráðgjafar: 26. mars 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 2 760 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiárið 2026/2027 verði 662 tonn.
Stofnþróun
Grásleppuvísitala er undir aðgerðarmörkum (ltrigger) en yfir varúðarmörkum (Ilim). Vísitala veiðihlutfalls er við kjörsókn (FMSY proxy).
Grásleppa. Grásleppuafli eftir veiðarfærum, vísitala veiðihlutfalls og lífmassavísitala grásleppu úr SMB. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og Gátmörk
Ráðgjafareglan byggir á vísitölu veiðihlutfalls, Fproxy = 0.75, sem er afli sem hlufall af vísitölu í SMB. Ef SMB vísitala grásleppu (Iy) er á milli Ilim og Itrigger lækkar veiðihlutfall sem stefnt er að í samræmi við eftirfarandi jöfnu: Fproxy = 0.75
Hrognkelsi. Útreikningur ráðgjafar.
Ráðgjöf lækkar fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 vegna þess að vísitala stofnstærðar árið 2025 er lægri en árin 2023 og 2024.
Gæði stofnmats
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (SMB) er talin ná yfir útbreiðslu grásleppu með tilliti til dreifingu og dýpis. Stofnvísitala grásleppu hefur sveiflast mikið og því er mikilvægt að afli hvers árs taki mið af stofnstærð sama árs.
Aðrar upplýsingar
Stofnunin leggur áherslu á að bæta þurfi skráningu meðafla og brottkasts við grásleppuveiðar því slíkt hefur þýðingu fyrir nýtingu og stjórnun veiða á stofninum og öðrum tegundum.
Meðafli fugla og sjávarspendýra við grásleppuveiðar árin 2020-2023 minnkaði miðað við fyrri ár (Hafrannsóknastofnun 2024). Ástæður eru taldar tengjast auknu eftirliti, bæði með flygildum og með eftirlitsmönnum um borð í bátum.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Hrognkelsi. Tillögur um hámarksafla ásamt upphafsaflamarki og afla (tonn).
Heimildir og ítarefni
James Kennedy og Sigurður Þ. Jónsson 2020 . Umreikningur á fjölda tunna af grásleppuhrognum yfir í óslægðan afla byggður á veiðidagbókum. Haf- og vatnarannsóknir. HV- 2020-32. 9 bls. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2020-32.pdf [in English: Converting number of barrels of lumpfish roe to ungutted landings based on logbook data. HV- 2020-33, 9 pp. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2020-33.pdf]
James Kennedy, Sigurður Þór Jónsson, Höskuldur Björnsson, Guðmundur J. Óskarsson, Bjarki Þór Elvarsson, Guðmundur Þórðarson (2021) Report on benchmark assessment and revision of an advisory rule for lumpfish around Iceland. KV 2021-1. Kver Hafrannsóknastofnunar https://www.hafogvatn.is/static/research/files/kv2021-1.pdf
Hafrannsóknastofnun 2024. Meðafli fugal og sjávarspendýra í grásleppuveiðum árin 2020-2023. Hafrannsóknastofnun, janúar 2024. https://www.hafogvatn.is/static/extras/images/taekniskyrsla-medafli-fugla-og-spendyra-i-grasleppuveidum-20231429811.pdf