RÆKJA Í ÍSAFJARÐARDJÚPI Pandalus borealis
Birting ráðgjafar: 7. október 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar fiskveiðiárið 2024/2025.
Stofnþróun
Vísitala veiðistofns er undir aðgerðamörkum (Itrigger) og varúðarmörkum (Ilim) og veiðiálag er undir kjörsókn (Fproxy).
Rækja í Ísafjarðardjúpi. Afli, vísitala veiðihlutfalls og vísitala veiðistofns ásamt aðgerðarmörkum (Itrigger), varúðarmörkum (Ilim) og kjörsókn (Fproxy).
Stofnmat og gátmörk
Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir skammlífa stofna þar sem ekki er hægt að beita aldurs-aflagreiningu, en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3 stocks; ICES, 2022). Ráðgjafarreglan fyrir þennan stofn var metin samræmast markmiðum um hámarksafrakstur til lengri tíma litið auk þess að vera í samræmi við varúðarsjónarmið (Pamela J. Woods o.fl 2ö23).
Lífmassavísitala rækju, ásamt afla, er notuð til að reikna vísitölu veiðihlutfalls (Fproxy = afli/vísitala). Ráðgjöfin er fengin með því að margfalda síðasta gildi vísitölunnar með markgildi Fproxy.
Rækja í Ísafjarðardjúpi. Útreikningur ráðgjafar.
Horfur
Nýliðunarvísitala rækju var undir meðallagi árin 2016–2024.
Aðrar upplýsingar
Vísitala þorsks hefur farið lækkandi frá árinu 2012. Vísitala ýsu hefur haldist há frá 2004 og haustin 2020 og 2021 voru vísitölur ýsu þær hæstu frá upphafi mælinganna. Ráðgjafarreglan fyrir þennan stofn var metin samræmast markmiðum um hámarksafrakstur til lengri tíma litið auk þess að vera í samræmi við varúðarsjónarmið (HV2023-45).
Ráðgjafareglan sem notuð er fyrir þennan stofn gerir ráð fyrir að stofnstærð þeirra stofna í firðinum sem rækja er mikilvæg fæða haldist stöðugt. Verði umtalsverðar breytingar þar á gæti þurft að endurskoða grundvöll ráðgjafar.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Rækja í Ísafjarðardjúpi. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Heimildir og ítarefni
ICES. 2022. ICES technical guidance for harvest control rules and stock assessments for stocks in categories 2 and 3. In Report of ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, Section 16.4.11. (https://doi.org/10.17895/ices.advice.19801564).
Pamela J. Woods, Bjarki Þór Elvarsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir. 2023. Mat á ráðgjafareglum fyrir innfjarðarækjustofna í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. HV2023-45
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Rækja í Ísafjarðardjúpi Hafrannsóknastofnun, 24. ágúst 2024.