RÆKJA Í ARNARFIRÐI Pandalus borealis
Birting ráðgjafar: 7. október 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 169 tonn.
Stofnþróun
Vísitala veiðistofns er yfir aðgerðamörkum (Itrigger) og varúðarmörkum (Ilim) og veiðiálag er fyrir neðan kjörsókn (Fproxy).
Rækja í Arnarfirði. Afli, vísitala veiðihlutfalls og vísitala veiðistofns ásamt aðgerðarmörkum (Itrigger), varúðarmörkum (Ilim) og kjörsókn (Fproxy).
Stofnmat og gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Hámarksafrakstur |
Aflaregla | Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn |
Stofnmat | Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum |
Inntaksgögn | Afli og vísitölur úr stofnmælingu innfjarðarsrækju |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | Fproxy,target | 0.35 | Meðaltal Fproxy áranna 2010–2015 |
Varúðarnálgun | Ilim | 390 | Gildi vísitölu veiðistofns sem er 20 % af meðaltali þriggja hæstu vísitölugilda |
Itrigger | 390 | Ilim |
Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir skammlífa stofna þar sem ekki er hægt að beita aldurs-aflagreiningu, en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3 stocks; ICES, 2022). Ráðgjafarreglan fyrir þennan stofn var metin samræmast markmiðum um hámarksafrakstur til lengri tíma litið auk þess að vera í samræmi við varúðarsjónarmið (Pamela J. Woods o.fl. 2023).
Lífmassavísitala rækju, ásamt afla, er notuð til að reikna vísitölu veiðihlutfalls (Fproxy = afli/vísitala). Ráðgjöfin er fengin með því að margfalda síðasta gildi vísitölunnar með markgildi Fproxy.
Rækja í Arnarfirði. Útreikningur ráðgjafar.
Ay: Ráðgjöf fyrir 2023/2024 | 166 |
Lífmassavísitala | |
Vísitala (I2024) | 489 |
Vísitala veiðihlutfalls | |
Fproxy,target: Meðaltal Fproxy áranna 2010–2015 | 0.346 |
Gátmörk | |
Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger) | 390 |
b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, ef I2024/Itrigger > 1 þá 1 annars 0 | 1 |
Varúðarlækkun til þess að tryggja að hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum | |
Ráðgjöf fyrir 2024/20251) | 169 |
% breyting á ráðgjöf2) | 2 |
1) Ay+1 = Iy× Fproxy,target × b | |
2) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með námunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt |
Horfur
Rækja var smærri árin 2018-2024 samanborið við fyrri ár þar sem eldri árganga vantaði í stofninn og vísitala ungrækju hefur verið lág frá árinu 2017 en hækkaði töluvert árið 2024.
Aðrar upplýsingar
Vísitala ýsu hefur verið há árin 2020-2024 og vísitala þorsks árið 2024 var há.
Ráðgjafareglan sem notuð er fyrir þennan stofn gerir ráð fyrir að stofnstærð þeirra stofna í firðinum sem rækja er mikilvæg fæða haldist stöðugt. Verði umtalsverðar breytingar þar á gæti þurft að endurskoða grundvöll ráðgjafar.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Rækja í Arnarfirði. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli alls |
---|---|---|---|
1990/1991 | 700 | 700 | 720 |
1991/1992 | 600 | 600 | 600 |
1992/1993 | 750 | 750 | 751 |
1993/1994 | 850 | 850 | 853 |
1994/1995 | 700 | 700 | 700 |
1995/1996 | 700 | 700 | 707 |
1996/1997 | 700 | 700 | 720 |
1997/1998 | 550 | 550 | 541 |
1998/1999 | 550 | 550 | 551 |
1999/2000 | 550 | 550 | 549 |
2000/2001 | 650 | 650 | 639 |
2001/2002 | 750 | 750 | 752 |
2002/2003 | 650 | 650 | 637 |
2003/2004 | 750 | 750 | 443 |
2004/2005 | 450 | 450 | 440 |
2005/2006 | 0 | 0 | 9 |
2006/2007 | 0 | 0 | 3 |
2007/2008 | 150 | 150 | 150 |
2008/2009 | 500 | 500 | 500 |
2009/2010 | 300 | 300 | 306 |
2010/2011 | 400 | 400 | 337 |
2011/2012 | 200 | 200 | 224 |
2012/2013 | 450 | 450 | 475 |
2013/2014 | 200 | 200 | 201 |
2014/2015 | 350 | 350 | 366 |
2015/2016 | 250 | 250 | 258 |
2016/2017 | 167 | 167 | 124 |
2017/2018 | 0 | 0 | 1 |
2018/2019 | 139 | 139 | 137 |
2019/2020 | 197 | 197 | 185 |
2020/2021 | 184 | 184 | 199 |
2021/2022 | 148 | 148 | 150 |
2022/2023 | 242 | 242 | 242 |
2023/2024 | 166 | 166 | 161 |
2024/2025 | 169 |
Heimildir og ítarefni
ICES. 2022. ICES technical guidance for harvest control rules and stock assessments for stocks in categories 2 and 3. In Report of ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, Section 16.4.11. (https://doi.org/10.17895/ices.advice.19801564).
Pamela J. Woods, Bjarki Þór Elvarsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir. 2023. Mat á ráðgjafareglum fyrir innfjarðarækjustofna í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. HV2023-45
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Rækja í Arnarfirði Hafrannsóknastofnun, 7. október 2024.