Loðna Mallotus villosus

Ráðgjöf 2024/2025

8 589

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

Birting ráðgjafar: 20. febrúar 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 8 589 tonn.

Stofnþróun

Framreiknuð neðri mörk hrygningarstofn árið 2025 eru yfir varúðarmörkum (Blim).

0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Þús. tonn j a n ú a r m a r s j ú n í s e p t e m b e r o k t ó b e r d e s e m b e r Afli 0 50 100 150 200 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Milljarðar N ý l i ð u n a r v í s i t a l a B l i m 0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 1.25 1981 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Milljón tonn Lífmassi

Loðna. Afli, vísitala ókynþroska loðnu samkvæmt bergmálsmælingum að hausti og stærð hrygningarstofns á hrygningartíma að loknum veiðum (ásamt 90 % öryggismörkum). Mat á stærð hrygningarstofns fyrir árið 2025 (punktur) er byggt á framreikningum.

Stofnmat og viðmiðunarmörk

Horfur

Loðna. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Loðna. Áætluð þróun stofnstærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.

Gæði stofnmats

Mat á stærð veiðistofnsins byggir á bæði haust- (vægi 1/3) og vetrarmælingum (vægi 2/3) sem báðar eru taldar hafa náð yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Niðurstöður þeirra voru sambærilegar. Vetrarmæling byggir á niðurstöðum mælinga í janúar fyrir svæðið austan við Kolbeinseyjarhrygg (CV=0.36) og mælingum í febrúar fyrir vestursvæðið (CV=0.33).

Aðrar upplýsingar

Endurskoða þurfti kvörðun eins leiðangursskipanna sem tók þátt haustmælingu eftir að ráðgjöf var birt í október 2024. Þetta leiddi til hækkunar á mati á stærð veiðistofns um 10 þús. tonn. Þessi breyting hefði ekki leitt til tillögu um aflamark.

Ráðgjöf, aflamarka og afli

Loðna. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli.

Heimildir og ítarefni

ICES. 2023. Benchmark workshop on capelin (WKCAPELIN). ICES Scientific Reports. 5:62. 282 pp. https://doi.org/ices.pub.23260388

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Loðna. Hafrannsóknastofnun, 20. febrúar 2025.