Loðna

Mallotus villosus


Stofnmatsskýrsla
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

11 October 2024

Almennar upplýsingar

Loðna er lítill uppsjávarfiskur sem myndar torfur. Hún er kaldsjávartegund sem lifir á heimskautsvæðum og jöðrum þeirra í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Loðna á svæðinu kringum Ísland, Austur-Grænland og Jan Mayen er talin vera sérstakur stofn.

Loðnuveiðar hófust á Íslandi um miðjan sjöunda áratuginn. Auk þess að vera mikilvægur nytjastofn er loðna lykiltegund í vistkerfi Íslands. Hún nærist á smáum svifdýrum, sérstaklega krabbaflóm, en einnig á marflóm og ljósátu. Einnig er hún mikilvæg fæða fyrir þorsk, ufsa, ýsu, lúðu og aðrar nytjafiska. Hún er einnig mikilvæg fæða fyrir hvali og fugla. Þannig gegnir loðnan mikilvægu hlutverki í að flytja orku og næringarefni upp í efri lög fæðuvefsins. Kjörhitastig fyrir loðnu er venjulega 1-3°C á fæðugöngu og er það þá oft við syðsta hluta kalds heimskautasjávar. Þegar fullorðin loðna flyst frá fæðusvæðum norður af Íslandi er hún einkum talin fara inn á landgrunnið norðan við Ísland og ganga síðan réttsælis umhverfis landið. Hluti megin göngunnar heldur áfram vestur fyrir land. Hrygning fer fram á grunnsævi í mars-apríl í tiltölulega hlýjum sjó sunnan og suðvestan lands. Hrygningar hefur einnig orðið vart norðan við landið en umfang þeirrar hrygningar hefur verið talið lítið samanborið við heildar magnið sem hrygnir í suðri. Loðnan deyr eftir hrygningu, yfirleitt þriggja ára gömul. Hrygningargangan stuðlar að miklu orkuinnflæði inn í vistkerfi landgrunnsins við Ísland. Lirfur og ungviði rekur með straumum rangsælis eftir landgrunninu norðan og austan Íslands og í breytilegu magni til Grænlandssunds og á landgrunn Austur-Grænlands. Uppeldissvæði loðnunnar eru á hafsvæðum norðan við Ísland og í auknum mæli á landgrunninu við Austur-Grænland (Bardarson o.fl., 2021).

Fiskveiðar

Upphafsaflamark fyrir veiðitímabilið 2023/2024 var 0 tonn (ICES, 2023a).

Bráðabirgðaráðgjöf um hámarksafla (TAC) byggð á haustmælingu 2023 mælti með hámarksafla upp á 0 tonn (Hafrannsóknastofnun, 2023) og var þeirri ráðgjöf ekki breytt veturinn 2024. Engar veiðar fóru fram á veiðitímabilinu 2023/2024. Heildarafli loðnunnar frá upphafi er sýndur á Mynd 1 og dreifing afla íslenska veiðiflotans má sjá á Mynd 2.

Mynd 1: Loðna. Heildarafli (í þúsundum tonna) íslensku loðnunnar frá 1963/64 eftir veiðitímabili.
Mynd 2: Loðna. Dreifing afla íslenska veiðiflotans samkvæmt afladagbókum.

Breytingar á veiðitækni og veiðimynstri

Engar veiðar fóru fram á veiðitímabilinu 2023/24, en sögulega hefur breytilegt magn verið veitt í flottroll og nót í gegnum tíðina, en það getur verið tengt stærð aflamarksins og hvenær það er gefið út. Talið er að brottkast hafi verið óverulegt.

Stofnmat

Vísindaleiðangrar

Loðnustofninn á Íslands-Austur Grænlands-Jan Mayen svæðinu hefur verið metinn með bergmálsmælingum árlega síðan 1978. Mælingar hafa verið gerðar á haustin (september–desember) og á veturna (janúar–febrúar). Yfirlit er gefið í stofnviðauka (stock-annex) Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Haustmælingin 2024

Fyrir hönd Hafrannsóknastofnun mældi í fyrstu rannsóknarskipið Árni Friðriksson, eða þar til honum var skipt út fyrir togskipið Polar Ammassak (vegna bilunar í vél Árna) og fyrir hönd Grænlensku náttúrufræðistofnunarinnar (GINR) mældi rannsóknarskipið Tarajoq. Könnunarsvæðið var á og meðfram landgrunnsbrún Austur-Grænlands frá um 64°30´N að um 72°15´N, og náði einnig yfir Grænlandssund og landgrunnsbrúnir norðvestan við Ísland. Íslandshaf, Kolbeinseyjarhryggur og Grænlandshaf voru einungis lítillega könnuð vegna tímaskorts og af sömu ástæðum voru sjávarmælingar og sýnataka á dýrasvifi takmarkaðar samanborið við fyrri ár. Tafir urðu einnig vegna slæms veðurs.

Almennt takmarkaði hafís ekki svæði könnunarskipanna, þó hafði borgarís og skortur á botnmælingum stundum áhrif á leiðarlínur og takmarkaði lengingu þeirra í átt að grænlensku ströndinni.

Kynþroska loðna sást aðallega utan landgrunnshlíða út af Vestfjörðum og norðvestan við Ísland. Í vestanverðu Grænlandssundi var kynþroska loðna blönduð við ókynþroska loðnu, en aðallega fannst kynþroska loðna austar. Líkt og á síðasta ári náði útbreiðsla kynþroska loðnu aðeins stutt austur af Grænlandssundi og það er aftur mikil breyting frá athugunum haustið á undan, þegar ókynþroska loðnu var að finna meðfram landgrunnshlíðum Austur-Grænlands á svæðinu suður, austur og norður af Scoresby sundi. Það fannst heldur engin loðna við Vestur-Jan Mayen hrygg eða Kolbeinseyjarhrygg. Almennt voru engin merki um verulegt magn loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg né meðfram landgrunnshlíðum út af norðurlandi. Norðan og norðvestan við íslands og með suðvesturhluta grænlenska landgrunnsins var að finna ungviði (0-grúppa) af ýmsum tegundum, þar á meðal loðnu (þó ekki magngreind). Ókyþroska loðna fannst meðfram grænlenska landgrunninu, aðallega í suðvesturhluta könnunarsvæðisins og í Grænlandssundi. Heildarútbreiðsla kynþroska loðnu náði ekki eins langt austur og hefur verið á haustin á árunum fyrir 2023.

Mynd 3 to Mynd 5 sýna leiðangurslínur, dreifingu, hlutfallslega þéttleika og hlutfall kynþroska loðnu á meðan á mælingunum stóð.

Mynd 3: Loðna. Siglingaleiðir í bergmálsmælingu með r/s Árna Friðrikssyni og Tarajoq á tímabilinu 21. ágúst – 1. október 2024.
Mynd 4: Loðna. Hlutfallslegur þéttleiki og dreifing loðnu sýnd sem súlur hornréttar á siglingaleiðina, en þær sýna bergmálsendurkast loðnu sem NASC gildi, dagana 21. ágúst – 1 október 2024.
Mynd 5: Loðna. Leiðarlínur skipa og hlutfall kynþroska innan loðnusýna og svæðisbundin úthlutun í mati á haustmælingu á tímabilinu 21 ágúst til 1 október 2024.

Heildarfjöldi loðnu nam 74 milljörðum, þar af var 1. árs loðna um 57,4 milljarðar. Heildarmat fyrir 2ja ára loðnu var um 14,9 milljarðar. Heildarmat á lífmassa var 610.000 tonn, þar af voru um 320.000 tonn tveggja ára og eldri. Um 1,2% af fjölda 1. árs loðnu var áætluð kynþroska, um 88,8% af tveggja ára loðnu og 86,1% af þriggja ára loðnu virtust vera kynþroska. Þetta gefur um 307.000 tonn af kynþroska loðnu á aldrinum 1–4 ára.

Söguleg þróun á meðalþyngd 1 og 2 ára loðnu í haustmælingum er sýnd í Mynd 6. Byggt á mati á þroskaða hluta stofnsins haustið 2024 gaf Hafrannsóknastofnunin milliráðgjöf um aflamark (TAC) upp á 0 tonn fyrir vertíðina 2024/2025 (MFRI, 2024). Þessi tilmæli voru í samræmi við gildandi aflareglu og nýtingarsamning milli Íslands, Noregs og Grænlands (Anon, 2023).

Mynd 6: Loðna. Meðalþyngd 1 og 2 ára loðnu í haustmælingu síðan 1978.

Niðurstöður afránslíkans

Að loknu stofnmati voru 100 þúsund slembivalshermanir með endurísetningu notaðar sem upphafsgildi fyrir keyrslu afránslíkansins. Niðurstöður úr keyrslum afránslíkansins eru gefnar upp í Tafla 1 og sýndar í Mynd 8 til Mynd 9.

Tafla 1: Loðna. Hlutfallsmörk og meðaltölu framreiknaðs hrygningarstofns þann 15. mars auk mats á heildarafráni byggt á afranslíkani
Parameter mean 5% 25% 50% 75% 95%
SSB 199.87 102.66 151.65 193.07 240.86 320.21
Predation 109.64 68.23 89.94 107.24 126.76 158.93

Líkanið (ICES 2023a, ICES 2023b) tekur til afráns helstu fisktegunda á göngutíma loðnunnar. Flæðirit sem sýnir hvernig líkanið er uppsett má finna á Mynd 7.

Mynd 7

Aránslíkanið (ICES 2023a, ICES 2023b) á við um þann hluta loðnustofnsins sem fer réttsælis í kringum Ísland. Flest ár hefur meirihluti stofnsins farið þessa leið, og næstum öll veiði hefur verið tekin úr þessum hluta stofnsins. Gert er ráð fyrir að allur loðnustofninn sé fyrir austan 15. janúar, og 15. mars er gert ráð fyrir að allur loðnustofninn hrygni í suður- og suðvesturhlutanum, með hærri hlutfall í suðvestri. Gert er ráð fyrir að afræningjarnir (þorskur, ýsa og ufsi) séu kyrrstæðir á tímabili loðnugöngunnar og rúmfræðileg dreifing þeirra er fengin úr stofnmælingu botnfiska í mars frá 1985. Heildarfjöldi hvers afræningja er byggður á spá fyrir núverandi ár útfrá á mati fyrra árs.

Mynd 8: Loðna. Samantekt niðurstaðna úr haustmælingu 2023 og afránslíkaninu. Mat á stofnstærð úr mælingunni á kynþroska loðnu (efst til vinstri), áætluð stærð hrygningarstofns sem verður eftir til hrygningar byggt á afránslíkaninu (efst til hægri), áætlað afrán frá 15. janúar til 15. mars (neðst til vinstri) og beitt dánartíðni vegna afráns (neðst til hægri).
Mynd 9: Loðna. Framreiknuð stærð hrygningarstofns, byggt á forsendum um engar veiðar og afránslíkani. Blá lína sýnir varúðarmörk (Blim = 114 000 t).

Aflaregla

Aðferðir

Markmiðið aflareglunnar er að tryggja að a.m.k. 114 000 tonn (= Blim) verði eftir til hrygningar. Upphafs, milli- og loka aflamark eru ráðlögð út frá bergmálsmælingum.

  1. Upphafsráðgjöf um aflamark fyrir næsta fiskveiðitímabil er gefin út af ICES í júní og byggir á haustrannsóknum á stofnvísitölu ókynþroska loðnu.

  2. Milliaflamarksráðgjöf er gefin út af Hafrannsóknastofnuninni á haustin og byggir á stofnvísitölu kynþroska loðnu.

  3. Lokaráðgjöf um aflamark er gefin út af Hafrannsóknastofnuninni í janúar/febrúar og byggir á stofnvísitölu kynþroska loðnu.

Bráðabirgðakvótinn byggist á einfaldri spá sem byggir á línulegu sambandi milli sögulegra mælinga á fjölda ungloðnu úr haustrannsóknum og samsvarandi lokaaflamarks um það bil 1 1/2 ári síðar. Út frá þessari reglu er gefin ráðgjöf um bráðabirgðakvóta fyrir veiðitímabilið 2024/25. Mynd 12.7.2 sýnir sambandið og samsvarandi varúðarkvóta.

Milli og loka aflamark eru ákveðin með því að tryggja að 95% líkur séu á að a.m.k. 114 000 tonn af kynþroska loðnu verði til staðar við hrygningu 15. mars. Þetta var fyrst gert árið 2015/2016 af Hafrannsóknastofnuninni en var ekki metið af ICES.

Áætluð hrygningarstofnstærð (SSB) á hrygningartímanum (mars-apríl) hefur verið endurreiknuð fyrir árin 1981-2023 (mynd ?? og tafla ??), með líkaninu sem var tekið upp 2015 og 2023. Þetta tekur mið af óvissu í bergmálsmælingum og beitir afránslíkani sem var tekið upp árið 2015. Óvissan í bergmálsmælingum var endurreiknuð fyrir árin 2002-2006 og 2012-2014 með því að endurreikna bergmálsvísitölur og beita endursýnatöku (bootstrapping). Fyrir tímabilið frá 2015 hefur óvissan verið tiltæk þar sem ráðgjöf hefur verið veitt út frá nýju nýtingarstjórnunarkerfi. Fyrir fyrri ár var óvissan í bergmálsmælingum áætluð með því að skoða rannsóknaskýrslur sem og texta frá Hjálmari Vilhjálmssyni (1994). Áætlað var að óvissutölurnar (CV) væru á bilinu 0,15-0,25 og voru þær innifaldar sem margfaldari í lognormal dreifingu yfir meðalgildi frá sömu heimildum.

Mynd 10: Loðna. 5. og 95. hundraðshluti hrygningarstofns á hrygningartíma (mars-apríl) síðan 1981. Blim = 114 kt.

Þessar aðferðir voru staðfestar af rýnifundinum WKICE árið 2015 og WKCAPELIN 2022 með minniháttar breytingum. Sjá WKICE (ICES, 2015), WKCAPELIN (ICES, 2023b) og stofnviðauka fyrir loðnu á svæðinu Ísland-Austur Grænland-Jan Mayen. Áður (frá upphafi níunda áratugarins) var veiðum stýrt þannig að 400 000 tonn voru skilin eftir til hrygningar (án þess að taka tillit til óvissu í matinu). Til að spá fyrir um aflamark næsta fiskveiðitímabils var þróað líkan snemma á tíunda áratugnum (Guðmundsdóttir og Vilhjálmsson, 2002). Þessi líkön voru ekki staðfest af rýnifundinum WKSHORT 2009.

Viðmiðunarmörk

Á WKICE fundinum voru varúðamörk, Blim, skilgreind sem 150 000 tonn (ICES, 2015), en eftir WKCAPELIN var Blim breytt í 114 000 tonn. Engin önnur viðmiðunarmörk eru skilgreind fyrir þennan stofn.

Staða stofnsins

Lífmassi hrygningarstofnsins (SSB) var metinn 307.000 tonn í september 2024. Afránslíkan (ICES, 2015), sem tekur mið af veiðum (í þessu tilfelli vetrarveiði upp á 0 tonn) og afráni milli mælinga og hrygningar af þorski, ufsa og ýsu, áætlaði að 193.000 tonn yrðu eftir til hrygningar vorið 2025. Með tilliti til óvissumatsins voru minni en 95% líkur á að að minnsta kosti 114.000 tonn væru eftir til hrygningar. Þetta var undir Blim innan sjálfbærrar aflareglu. Bergmálsmæling á ókynþroska loðnu úr haustleiðangri í september 2024 var 58,5 milljarðar. Matið var nálægt langtímameðaltali (Mynd ??) og upphafleg ráðgjöf samkvæmt aflareglunni fyrir loðnuvertíðina 2025/26 verður gefin af ICES í júní 2025.

Mynd 11: Loðna. Vísitölur ókynþroska 1 árs og 2 ára loðnu í haustmælingu síðan 1979.

Óvissa í mati og framreikningum

Óvissan í matinu og spánni fer að miklu leyti eftir gæðum bergmálsmælinga hvað varðar umfang, aðstæður fyrir mælingar og dreifingu loðnunnar (mikill breytileiki í þéttaleika leiðir til hærri dreifni í mati á stofnstærð).

Óvissan er áætluð með slembiúrdrætti með endurinnsetningu (sjá Stofnviðauka). Vikstuðull fyrir stofnvísitölu ókynþroska loðnu var áætlað 0.15 í haustrannsókninni 2024, en 0.25 fyrir kynþroska loðnu.

Leiðangurinn náði að dekka aðalútbreiðslusvæði bæði kynþroska og ókynþroska hluta stofnsins í haustmælingunni 2024.

Samanburður við fyrra mat

Í vor var fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 ráðlagt að ekkert upphafsaflamark skyldi vera gefið út, og haustmælingin 2024 gaf ekki tilefni til þess að breyta þeirri ráðgjöf.

Stjórnun fiskveiða

Loðnuvertíðin hefur frá árinu 1975 byrjað á tímabilinu frá lokum júní til júlí/ágúst þegar rannsóknir á ungloðnu árið áður hafa leitt til þess að upphaflegt (bráðabirgða) aflamark er sett. Á sumrin er aðgengi að dýrasvifi í hámarki og loðnustofninn nærist á stórum svæðum milli Íslands, Grænlands og Jan Mayen, og vex þá hratt í lengd, þyngd og fitumagni. Í lok september/byrjun október lýkur þessu hraða vaxtarskeiði. Vöxturinn er hraðastur fyrstu tvö árin, en þyngdaraukningin er mest árið fyrir hrygningu (Vilhjálmsson, 1994).

Með hliðsjón af mikilli þyngdaraukningu á sumrin fyrir hrygningu er líklegt að kynþroska fiskur verði með meiri lífmassa að hausti en að sumri, jafnvel þó náttúruleg dánartíðni sé ekki vel þekkt á þessu tímabili. Þetta ætti að hafa í huga varðandi besta tímann til veiða með tilliti til aflaverðmætis og vistfræðilegra áhrifa. Þetta er einnig stutt af upplýsingum um loðnu í Barentshafi þar sem sýnt hefur verið fram á að veiðar á haustin myndu hámarka aflann, en frá vistfræðilegu sjónarmiði væri vetrarveiði æskilegri (Gjøsæter et al., 2002). Þar sem líffræði og hlutverk þessara tveggja loðnustofna í vistkerfinu eru svipuð, er talið að þetta eigi einnig við um loðnu á Íslandi, Austur-Grænlandi og Jan Mayen - þar til þessi stofn hefur verið rannsakaður nánar.

Í haustrannsóknum finnst oft ungloðna og fullorðin loðna saman. Þetta ætti að hafa í huga við sumar- og haustveiðar þar sem ekki er vitað um lifunartíðni ungloðnu sem sleppur í gegnum trollnetin.

Áhrif á vistkerfið

Loðna er undirstöðufæðutegund fyrir marga helstu nytjastofna við Ísland og búast má við að ef breyting verður á útbreiðslu hennar, þá hafi það áhrif á framleiðni afræningja.

Mikilvægi loðnu við Austur-Grænland er ekki vel skjalfest en átak hefur verið aukið til muna í haustmælingum til að meta hlutverk loðnu í lífríkinu, t.d. með rannsóknum á áti loðnu, mati á bráðaframboði, útbreiðslu afræningja og umhverfisvöktun.

Á Íslandsmiðum er loðnan helsta einstaka fæðutegundin í fæðu þorsks, en hún er einnig lykil bráð nokkurra tegunda sjávarspendýra og sjófugla og einnig er hún mikilvæg sem fæða fyrir nokkrar aðrar nytjafisktegundir (sjá t.d. Vilhjálmsson, 2002, Singh o.fl. . 2023).

Reglugerðir og áhrif þeirra

Í gegnum árin hefur veiði verið lokuð í apríl–lok júní og vertíðin hefur hafist í júlí/ágúst eða síðar, allt eftir ástandi stofnsins.

Svæði þar sem mikið er um ungviði 1 og 2 ára (á landgrunnssvæðinu við NV-, N- og NA-Ísland) hefur yfirleitt verið lokað fyrir sumar- og haustveiði.

Heimilt er að flytja afla úr nót eins skips yfir á annað skip, til að forðast brottkast. Ef aflinn er umfram burðargetu skipsins og ekkert annað skip er í nánd er þó leyfilegt að kasta umfram afla. Undanfarin ár hefur slík brottkast ekki verið algengt. Vinnslutogarar hafa ekki leyfi til að henda loðnu til að samræma afla við vinnsluna.

Á Íslandsmiðum eru veiðar með uppsjávartroll eingöngu leyfðar á takmörkuðu svæði undan NA-ströndinni (veiðar í janúar) til að vernda ungloðnu og til að draga úr hættu á að hafa áhrif á hrygningargönguleiðina.

Sem varúðarráðstöfun til að vernda ungloðnu hafa strandríkin (Ísland, Grænland og Noregur) samþykkt að frá og með 2021 skuli veiðar ekki hefjast fyrr en 15. október.

Heimildaskrá

Anon. 2015. Agreed Record of Conclusions of Coastal State consultations on the management of the capelin stock in the Iceland–East Greenland–Jan Mayen area. Reykjavík, Iceland. 7–8 May 2015. https://www.regjeringen.no/contentassets/37b66bdf33d84e99924bb27553641719/samledokument-lodde-mai-2015—agreed-records—bilateral-avtale.pdf. Last accessed: 17 November 2022.

Bardarson, B., Heilman, L., Jonsson, S.Þ. and Jansen, T. 2024. Cruise report of acoustic assessment of the Iceland-East Greenland-Jan Mayen capelin stock in the autumn 2024. Kver Hafrannsóknastofnunar. KV2024-10. 18 pp. http://doi.org/XXXXX/ices.pub.XXXXXXX

Bardarson, B., Gudnason, K., Singh, W., Pdtursdottir, H., & Jonsson, S. Þ. (2021). Loðna (Mallotus villosus). Haf- Og Vatnarannsoknir, HV 2021(14), 31–34.

Engilbertsson, V., Óskarsson, G.J. and Marteinsdóttir, G. (2012). Inter-annual Variation in Fat Content of the Icelandic Capelin. ICES CM 2013/N:26.

Gjøsæter, H., Bogstad, B., and Tjelmeland, S. 2002. Assessment methodology for Barents Sea capelin, Mallotus villosus (Müller). – ICES Journal of Marine Science, 59: 1086–1095.

Gudmundsdottir, A., and Vilhjalmsson, H. 2002. Predicting Total Allowable Catches for Icelandic capelin, 1978–2001. ICES Journal of Marine Science, 59: 1105–1115.

Gudmundsdottir, A., and Sigurdsson, Th. 2014. Growth of capelin in the Iceland-East Greenland-Jan Mayen area. NWWG 2014/WD:29.

ICES. 2015. Report of the Benchmark Workshop on Icelandic Stocks (WKICE), 26-30 January, 2015. ICES Headquarters. ICES CM 2015/ACOM:31.

ICES. 2023. Benchmark workshop on capelin (WKCAPELIN). ICES Scientific Reports. 5:62. 282 pp. https://doi.org/ices.pub.23260388

ICES 2024. Capelin (Mallotus villosus) in subareas 5 and 14 and Division 2.a west of 5°W (Iceland and Faroes grounds, East Greenland, Jan Mayen area). ICES Advice: Recurrent Advice. Report. https://doi.org/10.17895/ices.advice.25663980.v1

Jansen, T, Hansen, F.T., Bardason, B. 2021. Larval drift dynamics, thermal conditions and the shift in juvenile capelin distribution and recruitment success around Iceland and East Greenland. Fish. Res. 236.

MFRI. 2024. State of Marine Stocks and Advice 2024, advice on capelin. Marine and Freshwater Research Institute, 11 October 2024.

Singh, W., Ólafsdóttir, A.H., Jónsson, S.Þ., Óskarsson, G.J. 2023. Capelin in a changing environment. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2023-43. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/capelin_2023_eng.pdf

Vilhjálmsson, H. 2002. Capelin (Mallotus villosus) in the Iceland–East Greenland–Jan Mayen ecosystem.ICES Journal of Marine Science: Journal du Conseil, 59: 870–883.

Vilhjálmsson, H. 2007. Impact of changes in natural conditions on ocean resources. Law, science and ocean management 11, 225.

Vilhjalmsson, H. 1994. The Icelandic capelin stock. Capelin, Mallotus villosus (Müller), in the Iceland– Greenland–Jan Mayen area. Rit Fiskideildar, 13: 281 pp.

Tables

Tafla 2: Capelin. ICES advice and official landings. All weights are in tonnes.
Season ICES advice ICES initial TAC advice^ Intermediate TAC recommendation from MFRI – Iceland^^ Final TAC recommendation from MFRI -Iceland^^^ Agreed final TAC ICES catch#
1986/1987 TAC 1 100 000 1 290 000 1 333 400
1987/1988 TAC 500 000 1 115 000 1 115 800
1988/1989 TAC 900 000 1 065 000 1 036 500
1989/1990 TAC 900 000 900 000 807 800
1990/1991 TAC 600 000 250 000 313 600
1991/1992 No fishery pending survey results 0 740 000 677 100
1992/1993 Precautionary TAC 500 000 900 000 787 700
1993/1994 TAC 900 000 1 250 000 1 178 700
1994/1995 Apply the harvest control rule 950 000 850 000 863 900
1995/1996 Apply the harvest control rule 800 000 1 390 000 929 300
1996/1997 Apply the harvest control rule 1 100 000 1 600 000 1 570 900
1997/1998 Apply the harvest control rule 850 000 1 265 000 1 244 900
1998/1999 Apply the harvest control rule 950 000 1 200 000 1 099 400
1999/2000 Apply the harvest control rule 866 000 n/a 1 000 000 1 000 000 932 700
2000/2001 Apply the harvest control rule 650 000 n/a 1 110 000 1 090 000 1 071 300
2001/2002 Apply the harvest control rule 700 000 n/a 1 300 000 1 300 000 1 249 000
2002/2003 Apply the harvest control rule 690 000 1 000 000 1 000 000 987 700
2003/2004 Apply the harvest control rule 555 000 875 000 900 000 741 400
2004/2005 Apply the harvest control rule 335 000 n/a 985 000 985 000 784 000
2005/2006 Apply the harvest control rule No fishery 0 238 000 235 000 247 000
2006/2007 Apply the harvest control rule No fishery n/a 385 000 385 000 376 800
2007/2008 Apply the harvest control rule 207 000 207 000 207 000 203 400
2008/2009 Apply the harvest control rule No fishery 0 0 0 15 100*
2009/2010 Apply the harvest control rule No fishery 0 150 000 150 000 150 700
2010/2011 Apply the harvest control rule No fishery 200 000 390 000 390 000 390 600
2011/2012 Set the TAC at 50% of the initial quota in the HCR 366 000 765 000 765 000 746 500
2012/2013 Precautionary approach No fishery 300 000 570 000 570 000 551 000
2013/2014 Precautionary approach No fishery 160 000 160 000*** 160 000 141 700
2014/2015 Set the initial quota at 50% of the predicted quota in the harvest control rule 225 000 260 000 580 000 580 000 517 400
2015/2016 Precautionary approach** 53 600 44 000 173 000 173 000 173 600
2016/2017 Precautionary approach** 0 0 299 000 299 000 299 800
2017/2018 Harvest control rule agreed by Coastal States** 0 208 000 285 000 285 000 286 500
2018/2019 Harvest control rule agreed by Coastal States** 0 0 0 0 0
2019/2020 Harvest control rule agreed by Coastal States** 0 0 0 0 0
2020/2021 Harvest control rule agreed by Coastal States** 169 520 0 127 300 127 300 130 225
2021/2022 Harvest control rule agreed by Coastal States** 400 000 904 200 869 600 869 600 688 780
2022/2023 Harvest control rule agreed by Coastal States** 400 000 218 400 459 800 459 800 449 552
2023/2024 Harvest control rule agreed by Coastal States** 0 0 0 0 0
2024/2025 Harvest control rule agreed by Coastal States** 0 0

^ Advised by ICES for the early part of the season based on the autumn survey conducted the year before the fishing season.
^^Intermediate TAC (missing for seasons prior to 1999/2000) recommended by Icelandic national scientists following the autumn survey conducted during the fishing season (July–March). From 2021 the fishing season starts 15 October.
^^^ Final TAC (missing for seasons prior to 1999/2000) recommended by Iceland national scientists following the winter survey conducted during the fishing season (July–March). From 2021, the fishing season starts 15 October.
# July–March of the following year. From 2021, the fishing season starts 15 October.
* Scientific fishing was allowed in the latter half of February 2009.
** Initial TAC advice, based on low probability of the advised catch being higher than the final TAC.
*** Intermediate TAC advice was used as final TAC advice due to unsuccessful winter surveys.
n/a = not available. In this case it represents incomplete surveys meaning intermediate TAC advice cannot be provided.