SÍLD Clupea harengus
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 81 367 tonn.
Stofnþróun
Veiðihlutfall íslenskrar sumargotssíldar er undir kjörskókn (HRMSY), gátmörkum (HRpa) og varúðarmörkum (HRlim). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Síld. Afli eftir veiðarfærum, nýliðun, veiðihlutfall viðmiðunarstofns, stærð viðmiðunarstofns (4 ára og eldri) og hrygningarstofns.
Stofnmat og Gátmörk
Horfur
Síld. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Síld. Áætluð þróun á stærð viðmiðunarstofns og hrygningarstofns miðað við veiðar samkvæmt aflareglu. Allar þyngdir eru í tonnum.
Ráðlagt aflamark fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 lækkar vegna þess að viðmiðunarstofninn (B4+) er nú metinn lægri.
Gæði stofnmats
Stofnmatsaðferð var breytt árið 2024 og byggir nú á tölfræðilegu aldursaflalíkani (SAM) (ICES, 2024). Dánartala sökum frumdýrasýkingar (Ichthyophonus) var endurmetin fyrir tímabilið 2008-2023, og er dánartalan nú metin lægri en áður var talið.
Síld. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023. Gátmörk og stofnmat var endurskoðað árið 2024.`
Aðrar upplýsingar
Síld. Veiðisvæði á fiskveiðiárinu 2023/2024 (t/sjm2).
Síldarveiðar á fiskveiðiárinu 2023/2024 voru stundaðar fyrir vestan og austan af Íslandi. Heildaraflinn var 94 422 tonn, 66 396 tonn veiddust vestan við landið, aðallega í október–janúar, og 28 022 tonn austan við landið í júlí–nóvember sem meðafli í veiðum á norsk-íslenskri síld og makríl. Allur afli á vertíðinni var veiddur í flotvörpu.
Sýking af völdum frumdýrsins Ichthyophonus er enn viðvarandi í stofninum en tíðni hennar er minni. Gert er ráð fyrir áhrifum sýkingarinnar í bæði stofnmati og aflareglu.
Ráðgjöf, aflamark afli
Síld. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn). Afli sýnir summu vetrarvertíðar og sumarveiði fiskveiðársins á undan.
Heimildir og ítarefni
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Síld. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.
ICES. 2024. Workshop on the assessment and management plan evaluation for Icelandic herring (WKICEHER). ICES Scientific Reports. 6:37. 91 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.25605135