Ár | Fj. dragnótabáta | Fj. togara | Fj. annarra báta | Afli í dragnót | Afli í botnvörpu | Afli önnur veiðarf. | Heildarafli |
---|---|---|---|---|---|---|---|
2000 | 76 | 81 | 72 | 2355 | 798 | 35 | 3188 |
2001 | 70 | 73 | 78 | 2771 | 674 | 35 | 3480 |
2002 | 64 | 94 | 60 | 2984 | 559 | 49 | 3592 |
2003 | 74 | 63 | 61 | 2497 | 319 | 19 | 2835 |
2004 | 73 | 52 | 63 | 1780 | 180 | 10 | 1970 |
2005 | 63 | 41 | 50 | 753 | 114 | 4 | 871 |
2006 | 58 | 36 | 57 | 639 | 101 | 5 | 745 |
2007 | 51 | 27 | 55 | 271 | 78 | 11 | 360 |
2008 | 44 | 36 | 79 | 211 | 51 | 16 | 278 |
2009 | 44 | 27 | 52 | 223 | 57 | 12 | 292 |
2010 | 41 | 27 | 51 | 173 | 33 | 13 | 219 |
2011 | 35 | 29 | 46 | 141 | 29 | 6 | 176 |
2012 | 31 | 36 | 49 | 108 | 27 | 5 | 140 |
2013 | 25 | 33 | 39 | 50 | 26 | 4 | 80 |
2014 | 23 | 28 | 44 | 26 | 38 | 7 | 71 |
2015 | 13 | 27 | 30 | 6 | 23 | 6 | 35 |
2016 | 9 | 22 | 13 | 4 | 12 | 0 | 16 |
2017 | 8 | 20 | 6 | 2 | 16 | 0 | 18 |
2018 | 11 | 24 | 6 | 1 | 16 | 0 | 17 |
2019 | 11 | 32 | 8 | 0 | 16 | 0 | 16 |
2020 | 6 | 25 | 9 | 1 | 22 | 0 | 23 |
2021 | 16 | 31 | 6 | 5 | 47 | 0 | 52 |
2022 | 24 | 31 | 18 | 23 | 30 | 1 | 54 |
2023 | 24 | 33 | 21 | 55 | 33 | 1 | 89 |
Almennar upplýsingar
Skrápflúra er algeng allt í kringum landið. Skrápflúra er botnlæg tegund sem lifir á sendnum eða leirkenndum botni og almennt frá 10-400 m dýpi, en hefur veiðst á allt að 1200 m dýpi. Hrygnur verða stærri en hængar og einungis lítill hluti hænga verður lengri en 30 cm, meðan sama hlutfall hrygna nær 45 cm lengd. Stærð við kynþroska er breytileg eftir kyni, þar sem helmingur hænga verður kynþroska kringum 11.5 cm en helmingur hrygna verður kynþroska nálægt 17.5 cm lengd. Af þessum sökum beinast veiðar á skrápflúru aðallega að eldri hrygnum. Sjá nánar um tegundina.
Veiðar
Veiðisvæði skrápflúru á árunum 1996-2023 samkvæmt afladagbókum eru sýnd á Mynd 1 og Mynd 2. Veiðisvæði skrápflúru hefur tekið miklum breytingum síðan 1996, þar sem útbreiðsla veiða var að mestu á grunnum svæðum á suðurhluta landgrunnsins (Mynd 1).
Til lengri tíma litið hefur mest veiðst af skrápflúra á minna en 200 m dýpi, en frá og með 2013 hefur meirihluti veiða farið fram á meira dýpi (Mynd 3). Dragnót og botnvarpa eru lang algengustu veiðarfærin, eða um 95 % af heildarafla (Mynd 4, Tafla 1). Frá árinu 2000 hafa allt að 48 dragnótabátar og 57 togarar landað skrápflúru árlega (Tafla 1). Fjöldi báta sem landað hafa skrápflúru hefur dregist verulega saman frá aldamótum og nútildags eru landanir undir 100 tonnum árlega (Tafla 1). Árin 1995-1997, þegar árlegur afli var u.þ.b 5000-6000 tonn, lönduðu 80 skip 95 % aflans (Mynd 5). Síðan hefur þeim fjölgað verulega samhliða samdrætti í lönduðum afla.
Yfirlit gagna
Síðastliðin tíu ár hafa landanir verið fáar og dreifðar og vegna þessa hefur verið erfitt að nálgast sýni (Tafla 2). Kvarnir úr afla hafa ekki verið aldurslesnar síðan 2014. Þegar veiðar á skrápflúru voru stundaðar, á árunum 1994-2024, var lengdardreifingin frekar stöðug á milli ára (Mynd 6). Meðallengd var á bilinu 35-36 cm yfir allt tímabilið. Frá árinu 2016 hefur meðallengd sveiflast og lengarmælingarnar glopóttar.
Ár | Botnv. fj. sýna | Botnv. fj. lengdarm. | Dragnót fj. sýna | Dragnót fj. lengdarm. | Humarvarpa fj. sýna | Humarvarpa fj. lengdarm. |
---|---|---|---|---|---|---|
1993 | 0 | 0 | 2 | 752 | 0 | 0 |
1994 | 0 | 0 | 2 | 735 | 0 | 0 |
1995 | 0 | 0 | 3 | 1011 | 0 | 0 |
1996 | 0 | 0 | 10 | 2585 | 0 | 0 |
1997 | 1 | 207 | 16 | 4147 | 0 | 0 |
1998 | 2 | 390 | 11 | 2173 | 3 | 606 |
1999 | 4 | 375 | 21 | 2277 | 0 | 0 |
2000 | 6 | 440 | 17 | 1250 | 0 | 0 |
2001 | 2 | 200 | 20 | 1950 | 1 | 75 |
2002 | 0 | 0 | 21 | 2434 | 4 | 422 |
2003 | 6 | 713 | 22 | 2171 | 2 | 203 |
2004 | 1 | 77 | 24 | 2664 | 0 | 0 |
2005 | 4 | 373 | 22 | 3176 | 0 | 0 |
2006 | 0 | 0 | 20 | 2145 | 0 | 0 |
2007 | 1 | 100 | 10 | 1307 | 0 | 0 |
2008 | 0 | 0 | 10 | 994 | 0 | 0 |
2009 | 0 | 0 | 4 | 322 | 0 | 0 |
2010 | 0 | 0 | 4 | 437 | 0 | 0 |
2011 | 1 | 8 | 3 | 375 | 0 | 0 |
2012 | 0 | 0 | 4 | 600 | 0 | 0 |
2013 | 0 | 0 | 1 | 150 | 0 | 0 |
2014 | 0 | 0 | 1 | 72 | 1 | 171 |
2015 | 1 | 105 | 1 | 71 | 0 | 0 |
2016 | 0 | 0 | 1 | 17 | 0 | 0 |
2017 | 0 | 0 | 1 | 116 | 0 | 0 |
2019 | 2 | 167 | 3 | 109 | 0 | 0 |
2021 | 1 | 46 | 2 | 259 | 0 | 0 |
2023 | 0 | 0 | 1 | 26 | 0 | 0 |
Stofnmælingar
Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) hefur verið framkvæmd árlega í mars frá árinu 1985. SMB nær yfir mikilvægustu veiðisvæði skrápflúru. Einnig hefur verið farið í stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) síðan árið 1996, að undanskildu árinu 2011. SMB mælir breytingar í fjölda/lífmassa skrápflúru betur en SMH.
Mynd 7 sýnir stofnvísitölur skrápflúru (heildarlífmassi), lífmassavísitölur veiðistofns (skrápflúru stærri en 30 cm), lífmassavísitölur skrápflúru stærri en 37 cm og nýliðunarvísitölur (fjöldi skrápflúru minni en 10 cm). Lengdardreifingar úr stofnmælingum eru sýndar á Mynd 10, auk útbreiðslu skrápflúru úr SMB og SMH á Mynd 8 og Mynd 9.
Stofnvísitölur, lífmassavísitölur veiðistofns og vísitala stærri fiska (>37 cm) í SMB hefur dregist saman frá 2001-2003 og mældist lægsta 2018. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega síðan og eru stöðugar. Nýliðunarvísitalan var há 1991-1996 og 2011-2015 en mældist hæst í tímaseríunni 2020. Síðan hefur hún lækkað lítillega en er ennþá há (Mynd 7).
Lengdardreifing skrápflúru í SMB einkennist af þremur tímabilum með aukinni tíðni smárra fiska (<10 cm). Fyrsta tímabilið var frá 1991-1996, næsta 2010-2015 og þriðja, með mikilli nýliðun 2020 (Mynd 10). Á eftir fyrsta tímabilinu varð aukning í fiskum yfir 30 cm að stærð sem sáust ekki eftir annað tímabilið. Þó að það sé meiri breytileiki í SMH sjást þessi tvö tímabil nýliðunar (Mynd 10).
Skrápflúra veiddist á öllu landgrunninu í SMB 2024, mest inn á fjörðum norðan lands (Mynd 9). Dreifing milli svæða hefur lítið breyst með tímanum þó að vísitala hafi lækkað verulega síðan 2004 (Mynd 8). Svipaða sögu er að segja úr SMH, þar sem skrápflúra fæst allt í kringum landið en lang mest inn á fjörðum norðan og austan lands (Mynd 9). Að sama skapi hefur útbreiðsla eftir hafsvæðum lítið breyst síðastliðna áratugi (Mynd 8).
Fiskveiðistjórnun
Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða við Ísland. Stjórnun fiskveiða er bundin í lög og árlega eru gefnar út reglugerðir sem geta verið háðar breytingum frá ári til árs. Vísindaleg ráðgjöf um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna kemur frá Hafrannsóknastofnun. Fiskveiðiárið hefur verið skilgreint frá 1. september til 31. ágúst og var aflamarkskvóti fyrst settur á skrápflúru fiskveiðiárið 1997/1998 (Tafla 3). Eftir töluverðan samdrátt í afla á sóknareiningu var beinum veiðum hætt og skrápflúru einungis landað sem meðafla eftir það. Í ljósi aðstæðna ráðlagði Hafrannsóknastofnun því að afli skrápflúru innan íslenskrar lögsögu yrði ekki takmarkaður við aflamark eftir fiskveiðiárið 2013/2014.
Fiskveiðiár | Ráðlagt aflamark | Útgefið aflamark | Landaður afli aflamarksvæði | Landaður afli |
---|---|---|---|---|
1995/1996 | 5000 | 6164 | ||
1996/1997 | 5000 | 5470 | ||
1997/1998 | 5000 | 5000 | 3413 | 3793 |
1998/1999 | 5000 | 5000 | 3259 | 3522 |
1999/2000 | 5000 | 5000 | 2783 | 3148 |
2000/2001 | 5000 | 5000 | 2817 | 3658 |
2001/2002 | 5000 | 5000 | 2512 | 3631 |
2002/2003 | 5000 | 5000 | 2064 | 3064 |
2003/2004 | 5000 | 5000 | 1636 | 2021 |
2004/2005 | 5000 | 5000 | 772 | 1026 |
2005/2006 | 2000 | 3500 | 638 | 764 |
2006/2007 | 500 | 1500 | 259 | 359 |
2007/2008 | 500 | 1000 | 210 | 303 |
2008/2009 | 250 | 1000 | 210 | 290 |
2009/2010 | 200 | 1000 | 129 | 213 |
2010/2011 | 200 | 200 | 107 | 193 |
2011/2012 | 200 | 200 | 77 | 148 |
2012/2013 | 200 | 200 | 11 | 71 |
2013/2014 | 200 | 200 | 9 | 89 |
2014/2015 | - | - | - | 50 |
2015/2016 | - | - | - | 14 |
2016/2017 | - | - | - | 17 |
2017/2018 | - | - | - | 22 |
2018/2019 | - | - | - | 29 |
2019/2020 | - | - | - | 24 |
2020/2021 | - | - | - | 22 |
2021/2022 | - | - | - | 57 |
2022/2023 | - | - | - | 81 |
2023/2024 | - | - | - |