SKRÁPFLÚRA
Hippoglossoides platessoides
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Í ljósi þess að skrápflúra veiðist fyrst og fremst sem meðafli og landaður afli er mjög lítill, leggur Hafrannsóknastofnun ekki fram tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2024/2025. Ráðgjöf verður næst veitt ef umtalsverð breyting verður á lífmassavísitölu og/eða veiði.
Stofnþróun
Hafrannsóknastofnun getur ekki metið stöðu stofnsins og veiðiálag m.t.t. aðgerðarmarka hámarksafraksturs (MSY) og varúðarnálgunar (PA) þar sem viðmiðunarmörk hafa ekki verið skilgreind.
Skrápflúra Afli eftir veiðarfærum, nýliðunarvísitala (<10 cm) og lífmassavísitala (>30 cm). Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Aðrar upplýsingar
Stofnmælingar botnfiska ná yfir útbreiðslusvæði skrápflúru á Íslandsmiðum. Stofnvísitölur benda til að stofninn hafi minnkað hratt á árunum 2003–2008, á sama tíma og landaður afli var langt undir úthlutuðu aflamarki. Ólíklegt verður að teljast að sú minnkun sé eingöngu afleiðing veiða. Vísbendingar eru um góða nýliðun sem gæti skilað sér í veiðistofninn á næstu árum, en ljóst er að stærð hans er enn í lágmarki. Líklegt er að landanir á skrápflúru séu ekki í samræmi við veiddan afla.
Ráðgjöf, aflamark afli
Skrápflúra. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Heimildir og ítarefni
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Skrápflúra. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.