GRÁLÚÐA Reinhardtius hippoglossoides

Ráðgjöf 2024/2025

17 980

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

19 703

tonn

Breyting á ráðgjöf

-9 %

Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið ráðleggja, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 17 980 tonn á svæðinu Austur-Grænland / Ísland / Færeyjar.

Stofnþróun

Veiðiálag er yfir kjörsókn (FMSY) en undir gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er undir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger) og gátmörkum (Bpa) en yfir varúðarmörkum (Blim).

Grálúða. Afli eftir svæðum, nýliðun (5 ára), veiðidánartala 9–14 ára og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Kjörsókn (FMSY)

Aflaregla

Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn

Stofnmat

Tölfræðilegt aldurs-lengdarlíkan (Gadget) sem notar afla í líkani og spám

Inntaksgögn

Heildarafli, vísitölur úr stofnmælingu botnfiska við Ísland (SMH) og Grænland, stofnmælingu botnfiska hausti (IS-SMH) ; aldurs- og lengdardreifingar úr IS-SMH.

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

FMSY

0.22

Fiskveiðidánartala sem leiðir til hámarksafraksturs, byggt á slembihermunum.

MSY Btrigger

24 895

Bpa

Varúðarnálgun

Blim

18 213

Minnsta metna stærð hryngingarstofnsins (árið 2010)

Bpa

24 895

Blim × e1.645σ, σ = 0.19.

Fpa

0.29

Fp05, hámarks F þar sem líkur á því SSB fari niður fyrir Blim eru <5 %

Flim

0.41

Fiskveiðidánartala sem, byggt á slembihermunum, jafnaði gefur Blim

Horfur

Grálúða. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Breyta

Gildi

Athugasemdir

F9-14 ára (2024)

0.28

Fiskveiðidánartala sem svarar til áætlaðs heildarafla árið 2024.

Hrygningarstofn (2025)

23 971

Mat úr líkani; í tonnum

Nýliðun 2 ára (2025)

49 516

Metið í stofnmati; í þúsundum.

Nýliðun 2 ára (2026)

47 990

Metið úr stofnmati; í þúsundum.

Afli (2024)

21 590

Ráðlagt heildaraflamark fyrir 2024; í tonnum.

Grálúða. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt markmiðum um hámarksafrakstur

Grunnur

Afli (2024/2025)

F~(9-14 ára) (2024/2025)

Hrygningarstofn (2026)

% breyting á hrygningarstofni1)

% breyting á ráðgjöf2)

Hámarksafrakstur: FMSY * SSB2024/MSY Btrigger

17 890

0.21

26 287

10

-9

1) Hrygningarstofn árið 2026 miðað við hrygningarstofn 2025

2) Ráðlagt aflamark fyrir 2024/2025 miðað við ráðlagt aflamark 2023/2024 (19703 t)

Ráðlagt aflamark er lægra vegna hækkunar fiskveiðidánartölu sem hefur lækkað hrygningarstofn niður fyrir aðgerðamörk (MSY Btrigger).

Gæði stofnmats

Árið 2024 uppgötvaðist villa í útreikningi á stærð hrygningarstofns sem leiddi til heildarendurmats á tímaröðinni. Því var nauðsynlegt að endurskoða viðmiðunarpunkta fyrir stofninn. Þetta leiddi til þess að varúðarmörk (Blim) og gátmörk (Bpa) voru metin hærri en áður en kjörsókn (Fmsy) metin lægri.

Staðfestur er samgangur við stofninn í Barentshafi en umfang þess er ekki metið (Vihtakari og fleiri, 2022; Albert og Vollen, 2015; Westgaard o. fl., 2017). Stofnmatið í ár gæti því lýst stofnstærðarbreytingum fleiri en eins stofns. Þessi atriði auka á óvissu um núverandi stofnmat og ráðgjöf.

Grálúða Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat ársins 2023.

Aðrar upplýsingar

Grálúða er hægvaxta og seinkynþroska tegund. Lág nýliðun áranna 2012 til 2021 ásamt veiðidánartölu við varúðarmörk (Fpa) hefur valdið hægfara minnkun hrygningarstofns sem mældist undir aðgerðamörkum (Btrigger) árið 2023. Góð nýliðun hefur síðan 2022 mælst í stofnmælingu botnfiska að haustlagi sem gæti leitt til stækkunar veiðistofns frá og með 2026.

Ekkert samkomulag er í gildi um skiptingu aflamarks fyrir allt úbreiðsluvæðis stofnsins. Í gildi er samkomulag milli Íslands og Grænlands um að 56.4 % af ráðlögðu aflamarki komi í hlut Íslendinga og 37.6 % til Grænlands. Þrátt fyrir að stærstur hluti aflans sé tekinn við Ísland og austur af Grænlandi er hluti hans tekinn á svæðum þar sem ekkert aflamark er í gildi.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Grálúða. Tillögur um hámarksafla fyrir Austur Grænland / Ísland / Færeyjar, ákvörðun stjórnvalda um heildaraflamark og afli (tonn). Athugið að afli á Íslandsmiðum miðast við fiskveiðiár en afli á öðrum miðum og heildarafli miðast við almanaksár.

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark við Ísland1)

Afli Íslendinga

Aflamark við Austur-Grænland2)

Afli annarra þjóða3)

Afli alls4)

1984

25  000

30  000

30  067

3  969

34  038

1985

25  000

30  000

29  210

2  870

32  116

1986

25  000

30  000

31  063

1  947

33  027

1987

25  000

30  000

44  775

1  754

46  665

1988

30  000

30  000

48  630

2  104

50  774

1989

30  000

30  000

58  332

2  870

61  202

1990

30  000

30  000

36  573

2  330

38  903

1991

27  000

33  000

31  187

2  054

36  869

1991/1992

25  000

25  000

30  221

3  322

35  326

1992/1993

30  000

30  000

39  796

6  922

40  909

1993/1994

25  000

30  000

28  420

9  643

37  640

1994/1995

30  000

30  000

26  499

9  686

37  177

1995/1996

20  000

20  000

22  292

15  203

37  105

1996/1997

15  000

15  000

17  351

12  906

31  086

1997/1998

10  000

10  000

10  312

10  870

20  598

1998/1999

10  000

10  000

10  578

10  111

21  304

1999/2000

10  000

10  000

11  560

13  570

28  106

2000/2001

20  000

20  000

20  195

13  057

43  934

2001/2002

20  000

20  000

19  262

10  758

46  965

2002/2003

23  000

23  000

20  266

13  232

33  590

2003/2004

20  000

23  000

15  784

16  008

31  485

2004/2005

15  000

15  000

13  028

12  170

25  185

2005/2006

15  000

15  000

12  670

9  728

21  526

2006/2007

15  000

15  000

9  968

11  872

21  452

2007/2008

15  000

15  000

9  750

11  700

18  320

29  991

2008/2009

5  000

15  000

15  581

21  000

20  369

36  144

2009/2010

5  000

12  000

14  079

12  000

13  233

26  954

2010/2011

5  000

13  000

12  231

12  000

12  726

32  295

2011/2012

12  000

13  000

13  145

13  000

15  512

36  253

2012/2013

20  000

15  000

14  092

10  000

12  120

33  381

2013/2014

20  000

12  500

11  942

8  300

10  420

24  490

2014/2015

25  000

14  100

11  852

9  500

12  620

25  020

2015/2016

22  000

12  400

13  408

8  300

12  667

25  320

2016/2017

24  000

13  500

12  152

9  000

10  166

22  092

2017/2018

24  000

13  535

14  873

9  024

11  436

26  650

2018/2019

24  150

13  621

12  654

9  080

10  551

22  595

2019/2020

21  360

12  047

12  367

8  031

9  660

22  195

2020/2021

23  530

13  271

12  876

8  847

9  799

22  635

2021/2022

26  650

15  031

10  164

10  020

9  758

20  899

2022/2023

26  710

15  064

14  885

10  043

11  240

25  425

2023/2024

19  703

13  463

8  099

2024/2025

17  890

1) Aflamark fyrir Íslandsmið

2) Aflamark er fyrir almanaksár

3) Afli annarra þjóða er skráður á almanaksári

4) Heildarafli á almanaksári

Heimildir og ítarefni

Albert, O. T., and Vollen, T. 2015. A major nursery area around the Svalbard archipelago provides recruits for the stocks in both Greenland halibut management areas in the Northeast Atlantic. ICES Journal of Marine Science, 72: 872–879. https://doi.org/10.1093/icesjms/fsu191.

ICES. 2023a. Benchmark workshop on Greenland halibut and redfish stocks (WKBNORTH). ICES Scientific Reports. 5:33. https://doi.org/10.17895/ices.pub.22304638.

Vihtakari, M, Elvarsson, B., Treble, M, Nogueira, M., Hedges, K., Hussey, N.E., Wheeland, L., Roy, D., Ofstad, L.H., Hallfredsson, E.H., Barkley, A., Estévez-Barcia, D., Nygaard, R., Healey, B., Steingrund, P., Johansen, T., Albert, O-T., and Boje, J. 2022. Migration patterns of Greenland halibut in the North Atlantic revealed by a compiled mark-recapture dataset. ICES Journal of Marine Science, 79: 1902-1917.

Westgaard, J. I., Saha, A., Kent, M., Hansen, H. H., Knutsen, H., Hauser, L., Cadrin, S. X., et al. 2017. Genetic population structure in Greenland halibut (Reinhardtius hippoglossoides) and its relevance to fishery management. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 74: 475–485. https://doi.org/10.1139/cjfas-2015-0430.

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Grálúða. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.