GRÁLÚÐA Reinhardtius hippoglossoides
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið ráðleggja, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 17 980 tonn á svæðinu Austur-Grænland / Ísland / Færeyjar.
Stofnþróun
Veiðiálag er yfir kjörsókn (FMSY) en undir gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er undir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger) og gátmörkum (Bpa) en yfir varúðarmörkum (Blim).
Grálúða. Afli eftir svæðum, nýliðun (5 ára), veiðidánartala 9–14 ára og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og gátmörk
Horfur
Grálúða. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Grálúða. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt markmiðum um hámarksafrakstur
Ráðlagt aflamark er lægra vegna hækkunar fiskveiðidánartölu sem hefur lækkað hrygningarstofn niður fyrir aðgerðamörk (MSY Btrigger).
Gæði stofnmats
Árið 2024 uppgötvaðist villa í útreikningi á stærð hrygningarstofns sem leiddi til heildarendurmats á tímaröðinni. Því var nauðsynlegt að endurskoða viðmiðunarpunkta fyrir stofninn. Þetta leiddi til þess að varúðarmörk (Blim) og gátmörk (Bpa) voru metin hærri en áður en kjörsókn (Fmsy) metin lægri.
Staðfestur er samgangur við stofninn í Barentshafi en umfang þess er ekki metið (Vihtakari og fleiri, 2022; Albert og Vollen, 2015; Westgaard o. fl., 2017). Stofnmatið í ár gæti því lýst stofnstærðarbreytingum fleiri en eins stofns. Þessi atriði auka á óvissu um núverandi stofnmat og ráðgjöf.
Grálúða Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat ársins 2023.
Aðrar upplýsingar
Grálúða er hægvaxta og seinkynþroska tegund. Lág nýliðun áranna 2012 til 2021 ásamt veiðidánartölu við varúðarmörk (Fpa) hefur valdið hægfara minnkun hrygningarstofns sem mældist undir aðgerðamörkum (Btrigger) árið 2023. Góð nýliðun hefur síðan 2022 mælst í stofnmælingu botnfiska að haustlagi sem gæti leitt til stækkunar veiðistofns frá og með 2026.
Ekkert samkomulag er í gildi um skiptingu aflamarks fyrir allt úbreiðsluvæðis stofnsins. Í gildi er samkomulag milli Íslands og Grænlands um að 56.4 % af ráðlögðu aflamarki komi í hlut Íslendinga og 37.6 % til Grænlands. Þrátt fyrir að stærstur hluti aflans sé tekinn við Ísland og austur af Grænlandi er hluti hans tekinn á svæðum þar sem ekkert aflamark er í gildi.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Grálúða. Tillögur um hámarksafla fyrir Austur Grænland / Ísland / Færeyjar, ákvörðun stjórnvalda um heildaraflamark og afli (tonn). Athugið að afli á Íslandsmiðum miðast við fiskveiðiár en afli á öðrum miðum og heildarafli miðast við almanaksár.
Heimildir og ítarefni
Albert, O. T., and Vollen, T. 2015. A major nursery area around the Svalbard archipelago provides recruits for the stocks in both Greenland halibut management areas in the Northeast Atlantic. ICES Journal of Marine Science, 72: 872–879. https://doi.org/10.1093/icesjms/fsu191.
ICES. 2023a. Benchmark workshop on Greenland halibut and redfish stocks (WKBNORTH). ICES Scientific Reports. 5:33. https://doi.org/10.17895/ices.pub.22304638.
Vihtakari, M, Elvarsson, B., Treble, M, Nogueira, M., Hedges, K., Hussey, N.E., Wheeland, L., Roy, D., Ofstad, L.H., Hallfredsson, E.H., Barkley, A., Estévez-Barcia, D., Nygaard, R., Healey, B., Steingrund, P., Johansen, T., Albert, O-T., and Boje, J. 2022. Migration patterns of Greenland halibut in the North Atlantic revealed by a compiled mark-recapture dataset. ICES Journal of Marine Science, 79: 1902-1917.
Westgaard, J. I., Saha, A., Kent, M., Hansen, H. H., Knutsen, H., Hauser, L., Cadrin, S. X., et al. 2017. Genetic population structure in Greenland halibut (Reinhardtius hippoglossoides) and its relevance to fishery management. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 74: 475–485. https://doi.org/10.1139/cjfas-2015-0430.
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Grálúða. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.