LÚÐA

Hippoglossus hippoglossus


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Lúða er stærst allra flatfiskategunda og stærsti beinfiskur sem veiðist við Ísland. Stærsta mælda lúða sem hefur veiðst á Íslandsmiðum var 365 cm löng og 266 kg og veiddist hún fyrir norðan land árið 1935. Lúða er seinkynþroska; um helmingur hænga er kynþroska við 80 cm og helmingur hrygna við 103 cm. Lúða finnst allt í kringum landið en er mest áberandi vestan og sunnan lands. Hún er botnlæg tegund sem dvelur á sendnum, leirkenndum, grýttum og jafnvel á hörðum botni niður á 2000 m dýpi. Ungviðið dvelur í grunnum sjó til 3-5 ára aldurs en eftir það fikrar lúðan sig dýpra og lengra frá ströndinni. Lúðan er þekkt fyrir langar göngur og hafa lúður merktar við Ísland veiðst aftur við Færeyjar, Austur- og Vestur Grænland og Nýfundnaland. Endurheimtar lúður við Ísland hafa áður verið merktar við Færeyjar og Kanada. Sjá nánar um tegundina.

Veiðar

Útbreiðsla lúðuveiða hefur breyst undanfarin 12 ár vegna banns á beinni sókn í tegundina árið 2011 og fyrirmæla um að allri lífvænlegri lúðu sé sleppt (Mynd 1).

Árin 2000-2011, var lúða aðallega veidd fyrir vestan land, samkvæmt skráningum í afladagbækur (Mynd 2). Eftir að bann við beinum lúðuveiðum var sett á, færðist hlutdeild lúðuveiða frá vestanverðu landgrunninu yfir á botnvörpumið norðvestanlands.

Beinar veiðar á lúðu á línu með haukalóðum fóru fram á yfir 300 m dýpi (Mynd 3). Eftir að bann við beinum veiðum tók gildi hefur hlutdeildin færst frá þessu dýpi og nú er lúða veidd grynnra.

Áður fyrr var lúða veidd á línu með haukalóðum og í botnvörpu eða um 85 % landaðs lúðuafla (Mynd 4, Tafla 1). Eftir 2011, hefur nánast engu verið landað af lúðu á línu (Tafla 1), einkum vegna þess að flestar lúður sem koma í línu eru lífvænlegar og þeim sleppt. Fjöldi slepptra lífvænlegra lúða hefur aukist frá árinu 2018 og einnig á það við um fjölda báta sem skrá fjölda slepptra lúða (Tafla 2). Í fyrra jókst fjöldi slepptra lífvænlega lúða verulega milli ára og einnig fjöldi báta sem skráði slíkar sleppingar. Engin sýni hafa verið tekin úr lönduðum afla á undanförnum árum.

Tafla. 1: Lúða. Fjöldi báta sem landað hafa lúðu, og allur landaður afli eftir veiðarfæri og árum.
Ár Fj. línubáta Fj. togara Fj. dragnótabáta Fj. annarra báta Afli á línu Afli í botnvörpu Afli í dragnót Afli önnur veiðarf. Heildarafli
2000 349 137 79 275 171 203 85 36 495
2001 348 136 85 343 255 216 95 61 627
2002 309 129 82 317 272 246 116 46 680
2003 320 126 88 303 202 220 141 68 631
2004 331 118 84 284 218 217 94 40 569
2005 327 119 79 204 205 225 54 37 521
2006 319 107 73 157 228 178 38 20 464
2007 295 107 70 113 187 182 39 21 429
2008 252 97 63 96 242 191 46 19 498
2009 235 92 61 120 298 165 47 19 529
2010 207 84 50 149 386 127 34 13 560
2011 195 79 47 172 423 89 24 12 548
2012 33 54 0 23 1 33 0 1 35
2013 46 67 21 25 2 35 1 3 41
2014 61 60 17 30 6 33 4 2 45
2015 0 63 18 17 0 72 9 2 83
2016 0 70 17 23 0 113 4 2 119
2017 0 67 25 19 0 85 16 1 102
2018 0 64 29 28 0 115 16 3 134
2019 0 59 30 23 0 103 22 2 127
2020 11 64 29 22 1 120 17 3 141
2021 0 63 30 31 0 134 16 3 153
2022 14 62 27 29 23 152 17 3 195
2023 12 55 25 36 19 137 17 4 177

Mynd 1: Lúða. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum seinustu 20 ár samkvæmt afladagbókum.

Mynd 2: Lúða. Útbreiðsla veiða við Ísland frá árinu 2000 samkvæmt afladagbókum.

Mynd 3: Lúða. Afli í botnvörpu, dragnót og á línu samkvæmt afladagbókum, skipt eftir dýpi.

Mynd 4: Lúða. Landaður afli eftir veiðarfærum frá árinu 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Tafla 2 sýnir fjölda slepptra lúða á árunum 2017-2022. Gögn fyrir árið 2023 voru ekki aðgengileg þegar þessi skýrsla var gerð.

Tafla. 2: Lúða. Fjöldi slepptra lúða eftir árum og veiðarfærum skv. skráningum í afladagbækur, og fjöldi íslenskra skipa sem hafa skráð slepptar lúður.
Ár Lína fj. skipa Lína fj. fiska Botnv. fj. skipa Botnv. fj. fiska Dragn. fj. skipa Dragn. fj. fiska Net fj. skipa Net fj. fiska
2017 7 472 1 1 0 0 0 0
2018 13 2044 0 0 0 0 3 7
2019 12 2214 1 3 1 95 0 0
2020 5 2480 1 2 1 33 1 1
2021 14 7723 1 10 2 66 0 0
2022 8 2536 1 1 1 5 2 8

Yfirlit gagna

Söfnun á líffræðilegum mælingum úr afla helstu veiðarfæra (lína, dragnót og botnvarpa) er ekki talin góð og er fremur gloppótt (Tafla 3).

Tafla. 3: Lúða Fjöldi sýna og lengdarmælinga úr lönduðum afla.
Ár Botnv. fj. sýna Botnv. fj. lengdarm. Dragnót fj. sýna Dragnót fj. lengdarm. Lína fj. sýna Lína fj. lengdarm.
1981 1 157 0 0 0 0
1982 5 1336 0 0 1 108
1984 0 0 2 199 0 0
1985 0 0 1 189 0 0
1986 0 0 0 0 1 135
1989 0 0 0 0 1 19
1991 0 0 1 11 0 0
1994 0 0 1 122 0 0
1995 0 0 0 0 2 63
1996 1 27 2 249 0 0
1997 1 2 1 57 1 1
1998 51 215 2 199 8 104
1999 63 309 1 83 1 26
2000 24 86 2 168 2 31
2001 2 30 1 76 0 0
2002 1 17 0 0 0 0
2003 1 5 1 4 0 0
2004 0 0 1 27 0 0
2007 3 63 0 0 1 1
2008 0 0 0 0 1 65
2009 0 0 0 0 2 16
2011 1 3 0 0 0 0
2012 5 9 0 0 0 0
2013 3 21 0 0 0 0
2017 0 0 0 0 2 5
2019 11 60 2 3 0 0
2020 6 26 0 0 0 0

Stofnmælingar

Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) hefur verið framkvæmd árlega í mars frá árinu 1985. SMB nær yfir mikilvægu veiðisvæði lúðu á landgrunni, hins vegar nær það ekki til veiðisvæða djúpt og lengra frá landi þar sem kynþroska lúða heldur sig. Einnig hefur verið farið í stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) síðan árið 1996, að undanskildu árinu 2011. SMB mælir breytingar í fjölda/lífmassa ókynþroska lúðu betur en SMH, hins vegar tekur hvorug stofnmæling nægilega vel til svæða þar sem fullþroska lúða heldur sig og því ekki fullnægjandi til að meta stærð hrygningarstofns.

Mynd 5 sýnir stofnvísitölur lúðu (heildarlífmassi), lífmassavísitölur veiðistofns (lúða stærri en 40 cm), lífmassavísitölur lúðu stærri en 66 cm og nýliðunarvísitölur (fjöldi lúða minni en 30 cm). Lengdarskiptar vísitölur eru sýndar á Mynd 7, og útbreiðsla lúðu í SMB og SMH á Mynd 8.

Lífmassavísitölur í ár eru svipaðar og þær voru á tíunda áratug síðustu aldar og um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar.

Mynd 5: Lúða. Stofnvísitölur, ásamt 95 % óvissumörkum, úr SMB (blá lína, skyggt svæði) og SMH (punktar og lóðréttar línur).

Á Mynd 6 eru hlutfallslegar vísitölur úr SMB og SMH sýnilegar. Á báðum myndum má sjá að það er ekki mikill munur milli leiðangra í heildarlífmassa og heildarfjölda lúða.

Mynd 6: Lúða. Hlutfallslegar vísitölur, ásamt 95 % óvissumörkum, úr SMB (blá lína, skyggt svæði) og SMH (svört lína, skyggt svæði).

Lúða fæst aðallega fyrir norðvestan og vestan land í SMB (Mynd 7 og Mynd 8), en á árunum 2002-2010 var lúða einnig áberandi á suðaustursvæði. Í SMH fæst fremur lítið af lúðu en ef það gerist þá er það oftast fyrir vestan og norðvestan land (Mynd 7 og Mynd 8).

Mynd 7: Lúða. Breytingar á dreifingu lífmassa vísitölu lúðu í SMB og SMH.

Mynd 8: Lúða. Útbreiðsla lúðu í SMB 2024 og SMH 2023. Punktastærð er í hlutfalli við afla í togi.

Smálúða (30-60 cm) er mest áberandi í SMB, en í SMH er lengdardreifingin víð og án sýnilegs mynsturs (Mynd 9).

Mynd 9: Lúða. Lengdardreifingar úr SMB og SMH (efri mynd) og meðallengdir (neðri mynd).

Fiskveiðistjórnun

Matvælaráðuneyti ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða við Ísland. Árið 2012 var sett reglugerð sem bannar allar beinar veiðar á lúðu á Íslandsmiðum og kveður jafnframt á um að allri lífvænlegri lúðu sem kemur um borð í veiðiskip skuli sleppt (reglugerð nr. 470/2012).

Ekkert aflamark er sett fyrir þennan stofn.