LÚÐA Hippoglossus hippoglossus

Ráðgjöf 2024/2025

0

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

Athugasemd: Áframhaldandi bann við beinni sókn og reglugerð til verndunar lúðu verði áfram í gildi.

Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun leggur til að áfram verði í gildi reglugerð nr. 470/2012 sem bannar allar beinar veiðar á lúðu í fiskveiðilandhelgi Íslands, og kveður jafnframt á um að allri lífvænlegri lúðu sem kemur um borð í veiðiskip skuli sleppt.

Stofnþróun

Hafrannsóknastofnun getur ekki metið stöðu stofnsins og veiðiálag m.t.t. aðgerðarmarka hámarksafraksturs (MSY) og varúðarnálgunar (PA) þar sem viðmiðunarmörk hafa ekki verið skilgreind.

0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 Þús. tonn A n n a ð B o t n v a r p a D r a g n ó t L í n a Afli 0 50 100 150 200 250 300 350 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Milljónir N ý l i ð u n a r v í s i t a l a 0 1 2 3 4 5 6 7 8 1986 1991 1996 2001 2006 2011 2016 2021 Þús. tonn Lífmassavísitala

Lúða. Afli eftir veiðarfærum, nýliðunarvísitala (<30 cm) og lífmassavísitala (>40 cm). Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95% öryggismörk.

Horfur

Lúða sem veiðist í SMB er að stærstum hluta 3–5 ára ókynþroska fiskur. Þessir aldurshópar hafa verið í mikilli lægð í þrjá áratugi og bendir það til að viðkomubrestur hafi orðið í stofninum. Þetta ástand er orðið svo langvinnt að fyrirsjáanlegt er að stofninn muni vera í lægð í fyrirsjáanlegri framtíð.

Gæði stofnmats

SMB nær einungis yfir veiðisvæði ókynþroska lúðu, en litlar upplýsingar eru til um kynþroska hluta stofnsins. Breytingar á vísitölum eru yfirleitt litlar frá ári til árs og mæliskekkja lítil.

Aðrar upplýsingar

Vegna bágs ástands lúðustofnsins setti ráðherra sjávarútvegsmála á fót starfshóp árið 2010 um aðgerðir til verndar stofninum. Var niðurstaða hópsins að áhrifaríkasta leiðin væri að banna beinar veiðar. Í framhaldinu hafði Hafrannsóknastofnun samráð við reynda skipstjórnarmenn varðandi frekari aðgerðir til verndar lúðustofninum. Niðurstaðan var að leggja til bann við beinum veiðum og sleppa lúðu við veiðar þar sem það væri tæknilega mögulegt, enda er lúðan talin lifa af þá meðferð. Í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar gaf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið út reglugerð sem tók gildi árið 2012

Ráðgjöf, aflamark afli

Lúða. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

Heimildir og ítarefni

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Lúða. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.

Reglugerð um veiðar á lúðu. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/0470-2012.