Veiðar
Veiðitilraunir á sæbjúga (brimbút) hófust árið 2003 í Breiðafirði. Afli var lítill allt fram til ársins 2008 þegar um 800 tonnum var landað úr Faxaflóa (svæði E, Mynd 1).
Afli brimbúts hefur sveifast töluvert á tímabilinu 2008-2023. Í Faxaflóa (E) hefur árlegur afli verið á bilinu 140 til 1175 t, við Austurland (svæði F og G) á bilinu 136-2103 t og 0-559 t í Aðalvík (svæði A). Mikil aukning varð á afla árin 2016-2019 en hann minnkaði mikið árin 2020 og 2021. Mestur varð aflinn 5989 t árið 2018 og 5606 t árið 2019, en minnkaði í 1098 t árið 2020. Að stórum hluta var aflamark fiskveiðiársins 2019/2020 veitt haustið 2019 og skýrir það að hluta minni afla árið 2020. Veiðarnar fóru einnig hægt af stað haustið 2020, en samkvæmt hagsmunaaðilum var samkomlag þeirra á milli að dreifa veiðinni betur yfir fiskveiðiárið. Markaðsaðstæður voru erfiðar árið 2021 sökum kórónaveirufaraldurs og megnið af þeim 1429 t sem landað var árið 2021 var veitt um sumarið. Afli jókst umtalvert árið 2022 og var 2822 t. Árið 2023 var aflinn 2401 t, mest á svæði G eða rétt rúmlega 1000 t (Mynd 2 og Tafla 1).
Ár | A | B | C | D | DI. | E | F | G | H | Önnur | Heild |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
2008 | 2 | 210 | 0 | 8 | 0 | 832 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1052 |
2009 | 559 | 25 | 0 | 0 | 0 | 448 | 136 | 0 | 0 | 0 | 1168 |
2010 | 167 | 0.5 | 27 | 0 | 54 | 1135 | 286 | 577 | 0 | 0 | 2247 |
2011 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 910 | 231 | 1514 | 0 | 0 | 2655 |
2012 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 753 | 39 | 622 | 0 | 0 | 1414 |
2013 | 0 | 0 | 0 | 0 | 285 | 493 | 10 | 636 | 0 | 0 | 1424 |
2014 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 687 | 22 | 137 | 0.6 | 0 | 848.6 |
2015 | 163 | 0 | 0 | 0 | 0 | 435 | 15 | 797 | 0 | 0 | 1410 |
2016 | 146 | 9 | 15 | 0 | 0 | 989 | 316 | 1760 | 0 | 0 | 3265 |
2017 | 242 | 0.7 | 0.3 | 0 | 70 | 805 | 408 | 1695 | 1.4 | 0 | 3222 |
2018 | 341 | 627 | 0.4 | 292 | 496 | 525 | 534 | 975 | 2195 | 0 | 5985 |
2019 | 496 | 1083 | 23 | 164 | 0 | 1175 | 354 | 1121 | 1024 | 165 | 5606 |
2020 | 63 | 74 | 66 | 39 | 0 | 302 | 184 | 645 | 43 | 49 | 1193 |
2021 | 64 | 58 | 30 | 39 | 0 | 143 | 78 | 784 | 226 | 7 | 1429 |
2022 | 115 | 145 | 28 | 25 | 0 | 337 | 326 | 1535 | 312 | 0 | 2822 |
2023 | 176 | 112 | 23 | 54 | 0 | 259 | 412 | 1081 | 284 | 0 | 2401 |
Árið 2023 var landað frá Vestfjarðarsvæðum; 176 t frá Aðalvík (A), 112 t frá svæði B og 23 t frá svæði C. Úr utanverðum Breiðafirði (svæði D) var landað 54 t. Alls var landað 259 t frá svæði E í Faxaflóa. Á norðanverðum austfjörðum (svæði F) var landað 412 t, 1081 t frá svæði G í miðsvæðinu við Austfirði og 284 t frá sunnanverðum Austfjörðum (svæði H).
Í ágúst árið 2019 var sett ný reglugerð um sæbjúgnaveiðar. Veiðar voru þá aðeins heimilar á átta skilgreindum veiðisvæðum (A-H). Sækja þarf um tilraunaveiðileyfi utan þeirra. Í júlí 2021 fóru fram tilraunaveiðar á norðanverðum Ströndum en engum afla var landað. Í ágúst 2021 og mars-maí 2024 fóru fram tilraunaveiðar norður af og við Glettinganes og var landað 7 tonnum árið 2021 og 29 tonnum árið 2024 frá svæðinu.
Veiðar eru ekki heimilar í maí-júní vegna hrygningar á vestur svæðum (A-E) og í júní-júlí á austari svæðum (F-H). Veiðarnar fara fram með plóg, allt að 250 cm breiðum með lágmarksmöskvastærð 80 mm. Flestir bátar nota núorðið tvo plóga, en oft hefur verið misbrestur við skráningar á fjölda veiðarfæra (við útreikninga er veiðiálag báta með tvo plóga hækkað með stuðlinum 1,8).
Almennt hefur afli á sóknareiningu (CPUE) farið lækkandi frá upphafi veiða á hverju svæði fyrir sig, en allstaðar skánuðu aflabrögð árið 2021 samanborið við 2019-2020. Árið 2023 var afli á sóknareiningu 561 kg/klst (Mynd 3).
Leiðangrar
Eldri leiðangrar
Farnir voru nokkir leiðangrar á sæbjúgnabátum á árunum 2008-2010 í Aðalvík (A) og Faxaflóa (E). Lífmassi var metinn um 0,3 kg/m2 í Aðalvík árið 2008, en gert var ráð fyrir að veiðanleiki plógsins væri 100 %. Í Faxaflóa var lífmassinn árið 2008 metinn 0,13 kg/m2 á Vestrahrauni og 0,18 kg/m2 á Syðrahrauni.
Fimm daga leiðangur var farinn í september árið 2017 á miðsvæðið (G) við Austurland. Þar var stofnstærð metin með myndavél, en myndað var 10 sinnum á hverjum stað með föstum ramma á 55 stöðvum, norður og suður af Skrúð. Þéttleiki var metinn 0,6 og 0,7 sæbjúgu/m2 á hvoru svæði. Meðal heildarþyngd (frá fiskvinnslu) af svæðinu um haustið var 198 g, en það gefur lífmassa uppá 0,119 og 0,139 kg/m2 á hvoru svæði (meðaltal 0,13 kg/m2).
Leiðangrar árin 2020-2024
Í grunnlóðarleiðangri haustið 2020, var togað á sæbjúgnasvæðunum A, B og E til H. Notað var bjálkatroll, 4 m á breidd með 40 mm möskvastærð í poka. Bjálkatrollið var dregið í 0,5–1,2 sml á hverri stöð (μ = 0.89) á 4 sml/klst. toghraða. Upphafsstaðsetning hvers togs var ákveðin af handahófi sem og togstefna. Sleppt var þeim togum sem sköruðust við önnur tog og þau sem enduðu utan skilgreinds sæbjúgnasvæðis, en svæðin voru ákvörðuð út frá staðsetningum sæbjúgnabáta á toghraða (VMS). Aftur var farið í leiðangra árin 2021 - 2024 og endurtekin tog frá árinu 2020, bætt var við stöð á svæði A, en tveimur stöðvum sleppt á svæði E vegna erfiðs botns. Bætt var við þremur togum á svæði D árið 2022 sem voru ekki endurtekin næstu ár.
Meðalþéttleiki brimbúts á sjómílu eftir svæðum var á bilinu 699 bjúgu á svæði H árið 2023 til 2346 bjúgu á svæði D árið 2022 (Tafla 2). Almennt voru litlar breytingar milli ára innan svæða. Meðallífmassi slægðra bjúgna á sjómílu var á bilinu 150 kg á svæði E árið 2023 og hæstur var hann 348 kg árið 2021 á svæði G ( Tafla 2 & Mynd 4 - 6). Til að meta lífmassa vísitölu og óvissumörk sem byggja á slægðri þyngd og stærð svæða var notað landfræðilegt tölfræði líkan (GLMMS frá sdmTMB R tölfræði pakkanum; Anderson o.fl., 2022). Minnsti lífmassinn var metinn á svæði B eða 798 tonn árið 2024, en mestur á svæði G árið 2024 eða um rétt rúmlega 7000 tonn (Tafla 2). Árið 2023 var fjöldi brimbúta fyrir austan land heldur minni en áður en jókst aðeins aftur í ár.
Ár | Fj. toga | Fjöldi | Afli sl. | Lífm. vísitala | N. ör. mörk | E. ör. mörk | |
---|---|---|---|---|---|---|---|
A | 2020 | 3 | 1 229 | 278 | 1 356 268 | 793 745 | 2 317 448 |
2021 | 4 | 1 040 | 257 | 1 448 458 | 951 023 | 2 206 078 | |
2022 | 4 | 1 095 | 237 | 1 292 494 | 823 872 | 2 027 672 | |
2023 | 4 | 1 273 | 233 | 1 538 780 | 1 005 425 | 2 355 068 | |
2024 | 4 | 763 | 223 | 928 119 | 585 512 | 1 471 199 | |
B | 2020 | 4 | 1 130 | 232 | 1 063 190 | 697 678 | 1 620 194 |
2021 | 4 | 1 757 | 391 | 1 759 264 | 1 154 239 | 2 681 427 | |
2022 | 4 | 1 120 | 216 | 974 101 | 648 487 | 1 463 208 | |
2023 | 4 | 1 169 | 198 | 997 517 | 602 127 | 1 652 543 | |
2024 | 4 | 906 | 196 | 797 622 | 514 953 | 1 235 455 | |
D | 2022 | 3 | 2 346 | 304 | |||
E | 2020 | 14 | 1 226 | 179 | 3 745 936 | 2 929 612 | 4 789 726 |
2021 | 12 | 1 274 | 188 | 4 192 108 | 3 234 917 | 5 432 525 | |
2022 | 10 | 1 384 | 190 | 4 239 621 | 3 148 504 | 5 708 865 | |
2023 | 14 | 1 261 | 150 | 4 112 384 | 3 332 233 | 5 075 186 | |
2024 | 14 | 1 659 | 162 | 5 275 905 | 4 275 896 | 6 509 788 | |
F | 2020 | 10 | 1 226 | 253 | 2 881 166 | 2 298 515 | 3 611 515 |
2021 | 10 | 1 202 | 275 | 2 783 983 | 2 221 466 | 3 488 941 | |
2022 | 10 | 1 077 | 228 | 2 736 386 | 2 153 998 | 3 476 238 | |
2023 | 9 | 873 | 202 | 2 030 791 | 1 609 308 | 2 562 662 | |
2024 | 10 | 1 023 | 208 | 2 390 240 | 1 953 797 | 2 924 176 | |
G | 2020 | 14 | 1 713 | 347 | 6 389 178 | 5 585 175 | 7 308 920 |
2021 | 14 | 1 539 | 348 | 6 745 528 | 5 830 462 | 7 804 210 | |
2022 | 14 | 1 424 | 317 | 6 871 933 | 6 054 726 | 7 799 438 | |
2023 | 14 | 943 | 217 | 4 954 444 | 4 217 350 | 5 820 365 | |
2024 | 14 | 1 211 | 235 | 7 085 749 | 6 098 405 | 8 232 946 | |
H | 2020 | 7 | 906 | 187 | 1 722 173 | 1 183 811 | 2 505 364 |
2021 | 7 | 1 094 | 230 | 2 123 064 | 1 513 444 | 2 978 241 | |
2022 | 7 | 931 | 196 | 1 808 601 | 1 254 266 | 2 607 929 | |
2023 | 7 | 699 | 213 | 1 658 990 | 1 124 543 | 2 447 436 | |
2024 | 7 | 882 | 229 | 2 335 327 | 1 677 535 | 3 251 053 |
Nokkrum vankvæðum getur verið bundið við að lengdarmæla sæbjúgu, þannig að mælingin verði óbjöguð, þar eð að dýrin herpi sig ekki saman og gildni. Við mat á stærðarsamsetningu brimbúts var horft bæði til mælinga á lengd og ummáli og er hún hér eftir kölluð „aðlöguð lengd“. Reiknað var yfirborðs flatarmál dýrsins líkt og sívalnings, en flatarmáli „enda“ sleppt og kvaðratrót tekin af flatarmálinu \(L_a = \sqrt{2*\pi*r*L}\). Lengdar-þyngdar samband er sterkara með aðlagaðri lengd en þegar notuð er hefðbundinn lengd eða ummál (8. mynd).
Að jafnaði er þyngd brimbúts hærri við Austurland (Svæði F – H) en á svæðum við vestanvert landið (Svæði A, B & E). Brimbútur eru að jafnaði stærri við Austurland og kápan (skrápurinn) þynnri og almennt mikið af sjó í þeim (Mynd 7 og Tafla 3).
Ár | Lengd (cm) | Ummál (cm) | Aðl. lengd (cm) | Þyngd (g) | |
---|---|---|---|---|---|
A | 2020 | 12.5 | 24.7 | 17.6 | 439.8 |
2021 | 13.4 | 25.9 | 18.6 | 497.8 | |
2022 | 14.2 | 25.2 | 18.9 | 486.9 | |
2023 | 14.5 | 27.4 | 19.9 | 595.2 | |
2024 | 13.3 | 24.8 | 18.1 | 453.8 | |
B | 2020 | 12.0 | 22.5 | 16.4 | 366.4 |
2021 | 14.0 | 26.4 | 19.1 | 443.5 | |
2022 | 12.5 | 26.0 | 18.0 | 459.4 | |
2023 | 12.9 | 23.8 | 17.6 | 409.0 | |
2024 | 14.0 | 23.3 | 18.1 | 419.6 | |
D | 2022 | 10.3 | 24.1 | 15.7 | 343.6 |
E | 2020 | 11.9 | 20.4 | 15.6 | 291.7 |
2021 | 11.5 | 21.4 | 15.7 | 311.5 | |
2022 | 11.2 | 21.3 | 15.4 | 292.0 | |
2023 | 11.5 | 21.1 | 15.6 | 297.1 | |
2024 | 11.3 | 23.2 | 16.2 | 335.8 | |
F | 2020 | 14.7 | 28.1 | 20.4 | 654.6 |
2021 | 13.9 | 28.3 | 19.8 | 629.2 | |
2022 | 14.1 | 28.7 | 20.1 | 658.4 | |
2023 | 13.6 | 25.6 | 18.7 | 505.1 | |
2024 | 14.3 | 28.2 | 20.1 | 617.5 | |
G | 2020 | 14.1 | 28.5 | 20.1 | 664.7 |
2021 | 14.7 | 27.5 | 20.1 | 643.9 | |
2022 | 14.3 | 29.9 | 20.6 | 709.3 | |
2023 | 13.6 | 26.8 | 19.1 | 553.1 | |
2024 | 14.5 | 29.3 | 20.6 | 691.7 | |
H | 2020 | 14.1 | 27.4 | 19.6 | 609.4 |
2021 | 14.1 | 26.9 | 19.5 | 628.5 | |
2022 | 14.5 | 29.8 | 20.8 | 764.7 | |
2023 | 13.4 | 28.6 | 19.6 | 645.8 | |
2024 | 14.1 | 27.8 | 19.8 | 636.4 |
Veiðistjórnun
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórn fiskveiða við Ísland og setur lög og reglugerðir. Aflamark var gefið út í fyrsta á hvern bát fyrir síðasta fiskveiðiár (22/23), en áður þegar ráðlögðum afla var náð á hverju svæði var þeim lokað með reglugerð.
Árið 2009 voru þrjú veiðisvæði brimbúts skilgreind af ráðuneytinu 1) Vestur svæði: Reykjanes að Skagatá, 2) Norður svæði: Skagatá að Glettinganesi og 3) Suður- og austursvæði: Glettinganes að Reykjanesi. Á hverju svæði voru gefin út þrjú leyfi og bannað var að færa sig milli svæða. Ekkert var veitt á norður svæðinu þar sem takmarkaðar tilraunir skiluðu ekki árangri. Árið 2013 var felld niður svæðaskipting. Upphaflega voru aðal veiðisvæðin í Faxaflóa og Aðalvík en frá árinu 2009 var einnig veitt við Austurland. Árið 2013 voru megin veiðisvæðin skilgreind í reglugerð (795/2013, Mynd 1).
Árið 2009 var stofnstærð metin í Faxaflóa og Aðalvík, veiðisvæðið skilgreint og veitt ráðgjöf um hámarksafla í fyrsta sinn. Árið 2012 var stofnstærð brimbúts við Austurland metin og fylgdi ráðgjöf á skilgreindum svæðum fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Ein ráðgjöf var gefin út fyrir svæðin við Austurland, þrátt fyrir að svæðinu væri skipt niður í tvö svæði (svæði F og G), þar til 2018/2019 þegar henni var skipt upp milli svæðanna. Eftir að svæðum var lokað með reglugerð þegar aflamarki var náð, fóru veiðar enn fram utan skilgreindra veiðisvæða.
Í bréfi frá ráðuneytinu í febrúar 2019 var óskað eftir veiðiráðgjöf fyrir ný svæði utan áður skilgreindra svæða (A, E, F & G), en nokkuð hröð aukning átti sér stað í veiðum á nýjum miðum. Bætt var við nýjum svæðum og eru þau nú átta alls og að mestu samliggjandi (A-H) (Anon, 2019).
Stofnmat
Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 fylgir uppfærðri forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti (Svæði A, B, E-H). Ráðgjöfin byggir á 𝑟𝑓𝑏-reglu ICES (ICES, 2021) en hún hefur eftirfarandi form:
\[ A_{y+1} = A_{y-1} r f b m \]
Þar sem \(A_{y+1}\) er ráðlagður heildarafli, \(A_{y-1}\) er ráðgjöf síðasta árs, \(r\) er hlutfall lífmassa síðustu tveggja ára (Vísitala A) og þriggja ára þar á undan (Vísitala B):
\[ r = \frac{\frac {\sum_{i_y-2}^{y-1}I_1} {2}} {\frac{\sum_{i=y-3}^{y-5}}{3}} \]
Í ár var notað hlutfall lífmassa (3. tafla) síðustu tveggja ára samanborið við þriggja ára þar á undan.
𝑓 er nálgun (e:proxy) á nýtingu (meðallengd úr afla deilt með meðallengd við hámarksafrakstursgetu):
\[ f=\frac{\bar{L}_{y-1}} {L_{F=M}} \]
Þar sem \(\bar{L}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en \(L_c\) (lengdin þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis, sjá Mynd 8). Fyrir sæbjúgun er stuðst við aðlagaðar lengdir úr leiðöngrum (Mynd 9).
\(L_{F=M}\) er reiknað sem:
\[ L_{F=M} = 0,75L_c + 0,25L_\infty \]
Þar sem \(L_\infty\) er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy.
\(b\) er varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka), en þau hafa ekki verið enn skilgreind fyrir sæbjúgnastofna.
\(m\) er margfaldari byggður á vaxtarhraða stofns. Fyrir hægvaxta tegundir líkt og brimbút (Hamel & Mercier, 1996) er m=0.95 en fyrir hraðvaxta tegundir er m=0.9. Almennt er gert ráð fyrir að ráðgjöf skv. 𝑟𝑓𝑏 reglu gildi í tvö ár (ICES, 2023), en sökum stuttrar tímaraðar leiðangra og minnkandi þéttleika á brimbút fyrir austan land er gert ráð fyrir að í ár að ráðgjöfin gildi einungis fyrir næsta fiskveiðiár.
Ráðgjöf fyrir hvert veiðisvæði fiskveiðiárið 2024/2025 er að finna í viðeigandi ráðgjafarskjölum. Ráðgjöf fyrri ára má finna í töflunni hér að neðan í töflu 4.
Heimildir
Anon, 2019. MFRI Assessment Reports 2019. Sea cucumber – New areas. Marine and Freshwater Research Institute, 22 March 2019.
Anderson, S.C., E.J. Ward, P.A. English, L.A.K. Barnett. 2022. sdmTMB: an R package for fast, flexible, and user-friendly generalized linear mixed effects models with spatial and spatiotemporal random fields. bioRxiv 2022.03.24.485545.
Hamel, J.-F., & Mercier, A. (1996a). Early development, settlement, growth and spatial distribution of the sea cucumber Cucumaria frondosa (Echinodermata: Holothuroidea). Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 53, 253–271.
ICES. 2012. Implementation of Advice for Data-limited Stocks in 2012 in its 2012 Advice. ICES CM 2012/ACOM 68. http://www.ices.dk/sites/pub/Publication%20Reports/Expert%20Group%20Report/acom/2012/ADHOC/DLS%20Guidance%20Report 2012.pdf
ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985
ICES (2023): Eleventh Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE XI). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.22140260.v1