Almennar upplýsingar
Gulllax er smár silfurlitaður fiskur sem lifir í stórum torfum nálægt botni á dýpi >500 m. Ungviði er í torfum grynnra. Við Ísland getur gulllax orðið allt að 26 ára. Gulllax étur dýrasvif (t.d. ljósátu, marflær og krabbadýr) og smá sunddýr (t.d. kolkrabba, marglyttur og smáa fiska).
Veiðar
Landanir
Landanir eru sýndar á Mynd 1 og í Tafla 1. Síðan veiðar hófust árið 1997/1998 jukust landanir úr 800 tonnum árið 1996 í 13000 tonn árið 1998. Árin 1999 til 2007 voru landanir á bilinu 2600-6700 tonn.
Aflinn hækkaði árin eftir og var um 16 500 tonn árið 2010. Árið eftir fór aflinn minnkandi aftur sökum aðgerða í fiskveiðistjórnun og árið 2022 var landað um 6914 tonnum við Ísland (ICES svæði 5.a. og Grænland (ICES svæði 14). Árin 2017-2018 var töluverðum afla landað við Grænland en lítið eftir það. Fylgst verður með ef veiðar hefjast að nýju (Mynd 1).
Ár | Fjöldi togara | Fjöldi toga | Skráður afli (tonn) | Fjöldi toga (Gulllax > 50% af afla) | Hlutfall skráðs afla þar sem gulllax > 50% af afla |
---|---|---|---|---|---|
1997 | 26 | 874 | 2282 | 355 | 0.822 |
1998 | 40 | 2683 | 11389 | 1991 | 0.947 |
1999 | 25 | 1509 | 4564 | 810 | 0.849 |
2000 | 23 | 1301 | 3550 | 608 | 0.797 |
2001 | 26 | 794 | 1606 | 245 | 0.692 |
2002 | 32 | 1160 | 3158 | 468 | 0.744 |
2003 | 30 | 1176 | 2005 | 213 | 0.473 |
2004 | 27 | 1052 | 2733 | 292 | 0.653 |
2005 | 30 | 1388 | 3558 | 335 | 0.707 |
2006 | 31 | 1554 | 3736 | 355 | 0.690 |
2007 | 27 | 1275 | 3470 | 416 | 0.718 |
2008 | 31 | 3261 | 8569 | 848 | 0.648 |
2009 | 34 | 3555 | 10425 | 1010 | 0.680 |
2010 | 36 | 4847 | 16500 | 1821 | 0.727 |
2011 | 34 | 3309 | 10237 | 961 | 0.715 |
2012 | 31 | 3395 | 9776 | 988 | 0.710 |
2013 | 31 | 2743 | 7247 | 609 | 0.642 |
2014 | 24 | 2363 | 6195 | 487 | 0.608 |
2015 | 24 | 2195 | 5835 | 356 | 0.574 |
2016 | 26 | 2096 | 5719 | 385 | 0.593 |
2017 | 21 | 1363 | 3894 | 236 | 0.584 |
2018 | 20 | 1440 | 3893 | 215 | 0.479 |
2019 | 28 | 1169 | 2570 | 143 | 0.506 |
2020 | 25 | 1170 | 2968 | 174 | 0.475 |
2021 | 27 | 1166 | 3439 | 189 | 0.663 |
2022 | 31 | 1697 | 6230 | 468 | 0.726 |
2023 | 25 | 1992 | 5321 | 348 | 0.652 |
Helstu veiðisvæði gulllax eru uppmeð landgrunninu suður- og suðvestur af Íslandi á 500-800 m dýpi, en beinar veiðar eru eingöngu heimilar á dýpi meira en 400 m (Mynd 2). Gulllax er helst veiddur sem meðafli í karfaveiðum en lítið var tilkynnt af veiðum fyrir 1996. Brottkast á gulllaxi er ekki talið verulegt þar sem möskvastærð í karfaveriðum er mikil. Síðan 1997 hafa árlegar veiðar verið stundaðar en aflinn var mestur árið 2010. Eftir það hefur hann verið lágur (Tafla 1).
Síðan 1996 hafa á milli 20-40 togarar landað gulllaxi (Tafla 1). Þessir togarar stunda einnig veiðar á gullkarfa og djúpkarfa, grálúðu og blálöngu. Fjöldi toga náði hámarki árið 2010 en þeim hefur fækkað síðan. Um helmingur toga þar sem gulllax kemur fyrir, er um helmingur af aflanum gulllax (Tafla 1).
Meðafli og Brottkast
Tegundasamsetning í veiðum
Gullkarfi og djúpkarfi eru helsti meðafli í blönduðum veiðum með gulllaxi. Í minna mæli eru grálúða, blálanga og langa. Aðrar tegundir eru yfirleitt undir 10 % af meðafla með gulllaxi (Tafla 2).
Ár | Gullkarfi | Djúpkarfi | Grálúða | Langa | Blálanga | Annað |
---|---|---|---|---|---|---|
1997 | 1.41 | 79.28 | 0.00 | 6.80 | 7 | 5.39 |
1998 | 5.23 | 77.49 | 0.00 | 3.51 | 7 | 6.65 |
1999 | 4.09 | 79.80 | 0.00 | 2.72 | 6 | 7.55 |
2000 | 4.92 | 70.88 | 0.16 | 0.34 | 10 | 13.74 |
2001 | 22.69 | 55.05 | 4.50 | 0.52 | 1 | 16.10 |
2002 | 17.32 | 73.92 | 0.44 | 1.19 | 4 | 3.13 |
2003 | 38.44 | 51.24 | 0.44 | 0.05 | 5 | 4.83 |
2004 | 24.87 | 68.68 | 0.68 | 0.12 | 1 | 4.80 |
2005 | 15.40 | 69.88 | 4.22 | 1.42 | 3 | 6.08 |
2006 | 28.80 | 59.79 | 1.44 | 0.88 | 1 | 8.14 |
2007 | 11.90 | 71.20 | 5.93 | 0.32 | 6 | 4.63 |
2008 | 26.66 | 60.84 | 2.76 | 1.21 | 5 | 3.30 |
2009 | 20.14 | 64.62 | 3.20 | 0.19 | 8 | 3.99 |
2010 | 15.96 | 63.74 | 2.03 | 0.87 | 6 | 11.05 |
2011 | 13.20 | 66.41 | 2.18 | 0.36 | 5 | 13.01 |
2012 | 8.79 | 67.30 | 1.33 | 0.24 | 8 | 14.82 |
2013 | 9.54 | 63.91 | 4.61 | 0.15 | 9 | 12.63 |
2014 | 2.46 | 78.28 | 2.83 | 0.26 | 5 | 10.68 |
2015 | 12.58 | 64.07 | 4.67 | 0.23 | 4 | 14.53 |
2016 | 10.88 | 73.54 | 5.45 | 0.22 | 3 | 7.14 |
2017 | 2.93 | 85.63 | 1.57 | 0.24 | 3 | 6.77 |
2018 | 4.68 | 87.66 | 2.05 | 0.05 | 2 | 3.99 |
2019 | 7.77 | 81.15 | 1.84 | 0.55 | 2 | 7.03 |
2020 | 5.58 | 87.46 | 1.69 | 0.12 | 1 | 4.20 |
2021 | 11.55 | 72.26 | 5.80 | 0.28 | 1 | 8.66 |
2022 | 5.68 | 83.95 | 3.95 | 0.22 | 3 | 2.90 |
2023 | 10.64 | 58.88 | 21.43 | 0.28 | 2 | 6.83 |
Útbreiðsla veiða
Útbreiðsla veiða árin 1995-2022 er sýnd á Mynd 3 og Mynd 4. Mestur afli hefur verið á suðurhluta yst á landgrunninum. Yfir tímabilið er aukning í afla suðvestanlands en minnkun á svæðinu suðaustanlands.
Landanir og brottkast
Skráningar landana innlendra fiskiskipa eru í höndum Fiskistofu. Brottkast á Íslandsmiðum er bannað með lögum og engar upplýsingar eru til um brottkast á gulllaxi. Það er hins vegar talið líklegt að það hafi verið töluvert mikið brottkast fyrir 1996.
Ár | ICES 5.a | ICES 14.b | Heildarafli |
---|---|---|---|
1988 | 241 | 0 | 241 |
1989 | 8 | 0 | 8 |
1990 | 113 | 0 | 113 |
1991 | 246 | 0 | 246 |
1992 | 657 | 0 | 657 |
1993 | 1526 | 0 | 1526 |
1994 | 756 | 0 | 756 |
1995 | 586 | 0 | 586 |
1996 | 881 | 0 | 881 |
1997 | 3935 | 0 | 3935 |
1998 | 15242 | 0 | 15242 |
1999 | 6681 | 0 | 6681 |
2000 | 5657 | 0 | 5657 |
2001 | 3043 | 0 | 3043 |
2002 | 4960 | 0 | 4960 |
2003 | 2680 | 0 | 2680 |
2004 | 3645 | 0 | 3645 |
2005 | 4482 | 0 | 4482 |
2006 | 4769 | 0 | 4769 |
2007 | 4227 | 0 | 4227 |
2008 | 8778 | 0 | 8778 |
2009 | 10828 | 0 | 10828 |
2010 | 16428 | 0 | 16428 |
2011 | 10516 | 0 | 10516 |
2012 | 9289 | 0 | 9289 |
2013 | 7155 | 0 | 7155 |
2014 | 6344 | 4 | 6348 |
2015 | 6058 | 23 | 6081 |
2016 | 5646 | 16 | 5662 |
2017 | 4344 | 666 | 5010 |
2018 | 4035 | 425 | 4460 |
2019 | 3209 | 2 | 3211 |
2020 | 3775 | 27 | 3802 |
2021 | 4140 | 15 | 4155 |
2022 | 6886 | 28 | 6914 |
2023 | 5268 | 0 | 5268 |
Yfirlit gagna
Sýnasöfnun úr lönduðum afla (botnvörpuveiðum) er talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflu veiða þar sem skilyrði fyrir leyfi gulllaxveiða er söfnun vísindalegra gagna (Tafla 4 og Mynd 5). Sýnasöfnun ársins 2022 er sýnd á Mynd 5. Sýnasöfnun hefur minnkað síðustu ár. Engum aldursgögnum var safnað árið 2019.
Lengdardreifing
Fjöldi sýna og mælinga á lengdum er sýnd í Tafla 4. Gögnin eru notuð fyrir útreikninga á fjölda í afla. Lengdardreifingar úr haustleiðangri og úr afla eru sýndar á Mynd 6 og Mynd 7. Lengdardreifingar úr haustleiðangri eru taldar mjög stöðugar og lengdardreifing ársins 2023 nálægt langtíma meðaltali (Mynd 6).
Aldurssamsetning
Fjöldi sýna og mælinga á aldri eru sýnd í Tafla 4 en gögnin eru notuð við útreikninga á fjölda í afla. Aldursdreifing úr haustleiðangri er sýnd á Mynd 8 og áætlaður fjöldi í afla á Mynd 9.
Ár | Fjöldi lengdarsýna | Fjöldi lengdarmælinga | Fjöldi kvarnasýna | Fjöldi kvarna | Fjöldi aldursgreindra kvarna |
---|---|---|---|---|---|
1997 | 48 | 4992 | 22 | 1447 | 1059 |
1998 | 148 | 15559 | 24 | 6964 | 889 |
1999 | 58 | 4163 | 2 | 2180 | 82 |
2000 | 27 | 2968 | 3 | 1011 | 113 |
2001 | 10 | 489 | 1 | 245 | 17 |
2002 | 21 | 2270 | 4 | 360 | 127 |
2003 | 63 | 5095 | 0 | 425 | 0 |
2004 | 34 | 997 | 3 | 225 | 84 |
2005 | 49 | 3708 | 0 | 772 | 0 |
2006 | 29 | 4186 | 13 | 616 | 525 |
2007 | 14 | 2158 | 8 | 285 | 272 |
2008 | 44 | 3726 | 31 | 1768 | 1387 |
2009 | 53 | 5702 | 36 | 1746 | 1574 |
2010 | 134 | 16353 | 65 | 3370 | 3120 |
2011 | 63 | 6866 | 39 | 1953 | 1774 |
2012 | 43 | 4440 | 31 | 1492 | 603 |
2013 | 47 | 4977 | 34 | 710 | 704 |
2014 | 39 | 4709 | 16 | 350 | 340 |
2015 | 11 | 1275 | 8 | 221 | 217 |
2016 | 45 | 5879 | 13 | 285 | 283 |
2017 | 29 | 3466 | 21 | 430 | 416 |
2018 | 12 | 1437 | 9 | 185 | 181 |
2019 | 10 | 1250 | 2 | 40 | 40 |
2020 | 12 | 1905 | 6 | 130 | 130 |
2021 | 14 | 1301 | 6 | 215 | 214 |
2022 | 8 | 603 | 8 | 165 | 165 |
2023 | 26 | 2598 | 22 | 439 | 436 |
Þyngd eftir aldri
Gögn úr vorleiðangri, haustleiðangri og úr afla eru notuð til að meta vöxt. Von Bertalanffy vaxtarkúrfur voru notaðar til að meta lengdar og þyngdarsamband fyrir tímabilin 2016-2019, 2011-2015, 2006-2010, 2001-2005, 1994-2000, og árin fyrir 1994 til að auka sýnastærð. Almennt er lítill munur á milli tímabila en munur er á milli kynja þar sem hrygnur sjást verða stærri en hængar.
Aldur við kynþroska og náttúrulegur dauði
Mat á kynþroska gulllax við Ísland (ICES svæði 5.a.) var kynnt á fundi ICES 2020, bæði fyrir kynþroska við lengd og kynþroska eftir aldri úr haustleiðangri (sjá ICES 2020 fyrir frekari upplýsingar). Hængar verða kynþroska aðeins seinna en hrygnur, eða 6.5 ára að meðaltali samanborið við 5.6 ára en við svipaða lengd og hrygnur eða um 35 cm. Stærstur hluti veidds afla við Ísland hefur náð kynþroska.
Engin gögn eru til um náttúrulegan dauða tegundarinnar við Ísland.
Afli, sókn og gögn úr stofnmælingaleiðöngrum
Sókn og afli á sóknareiningu
Á fundi WKDEEP 2010 var tímaröð staðlaðs afla á sóknareiningu kynnt (WKDEEP 2010, GSS-05). Það var hins vegar niðurstaða fundarins að gögnin væru ekki lýsandi fyrir stofninn sökum mikillar dreifni í leyfum. Afli á sóknareiningu er því ekki talinn endurspegla breytingar í stofnstærð þar sem veiðar stjórnast einna helst af markaðsaðstæðum (s.s. olíuverði) og kvótastöðu annarra tegunda (þá aðallega karfa).
Gögn úr stofnmælingaleiðöngrum
Tveir reglubundnir rannsóknaleiðangrar eru farnir á vegum Hafrannsóknarstofnunar, þ.e. stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985. SMH hófst 1996 og árið 2000 var rannsóknasvæðið stækkað. Enginn leiðangur var farinn árið 2011. SMH er talinn ná yfir helstu útbreiðslusvæði gulllax. Nánari lýsingu á leiðöngrum má finna í viðauka (ICES 2020).
Lífmassavísitölur og nýliðunarvísitölur (fjöldi) úr báðum leiðöngrum eru sýnd á Mynd 10. Mjög erfitt hefur reynst að fá áreiðanlegar upplýsingar um stofninn úr leiðöngrum þar sem gulllax veiðist í fá en stór tog. Það leiðir af sér mikinn breytileika í stofnvísitölum milli ára auk talsverðrar óvissu. Sem dæmi má nefna vísitölur áranna 1999, 2014 og 2021 sem eru sérstaklega háar miðað við aðliggjandi ár (Mynd 10). Almennt eru ekki miklar breytingar í útbreiðslu yfir tímabilið (Mynd 10 og Mynd 11).
Greining gagna
Greining sýna úr lönduðum afla
Útbreiðsla veiða hefur ekki breyst mikið síðustu ár en veiðar hafa minnkað á norðvestursvæðinu (Mynd 2 og Mynd 3). Árið 2010 var landaður afli mestur á tímabilinu en lækkaði eftir það og var 5430 tonn árið 2023 (Mynd 4 og Tafla 3). Meðallengd gulllaxa úr veiðum hefur verið nokkuð stöðug frá 2005 og verið á bilinu 37-43 cm (Mynd 7).
Meðalaldur úr veiði hefur verið breytilegur frá árinu 2000 og verið á bilinu 8 til 14 ár, og meðalaldur tiltölulega hár síðustu ár. Þessi breytileiki er talinn tengjast breytingum í veiðiálagi.
Greining sýna úr stofnmælingaleiðöngrum
Eins og nefnt var ofar, þá hefur reynst erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stofninn úr leiðöngrum þar sem gulllax veiðist í fá en stór tog. Mikill breytileiki og óljós leitni einkenna vísitölur úr vorleiðangrinum en ljóst er að lífmassavísitölur árin 1985-1993 og 2002-2023 eru hærri en þær árin 1994-2001. Nýliðunarvísitölur úr vorleiðangri sýna topp árið 1986, nánast enga nýliðun eftir það til ársins 1995 en marga minni toppa eftir það (Mynd 10). Séðir ferlar lífmassavísitalna úr stofnmælingu að hausti eru ólíkir þeim úr stofnmælingu að vori. Samkvæmt þeim jókst lífmassinn ár frá ári frá árinu 2000 til 2008 en lækkaði árin 2009-2010. Vísitala heildarlífmassa var nokkuð breytileg til ársins 2014 þegar hún náði hámarki en hefur eftir það verið há með mikilli dreifni til ársins 2023 en það ár er vísitalan sú hæsta á tímabilinu.
Mikill munur á meðallengd eftir dýpi en meðallengd eykst með dýpi. Þar sem togað er af meira dýpi í haustleiðangri, er hann talinn endurspegla útbreiðslu gulllax betur en vorleiðangur og er notaður í stofnmat.
Stofnmat
Árið 2020 var grunni ráðgjafar breytt (ICES 2020) og nú byggir ráðgjöfin á aldurs- og lengdarháðu stofnmati fyrir gulllaxstofninn á Íslands- og Grænlandsmiðum (ICES svæði 5.a. og 14). Líkanið er smíðað í Gadget-umhverfinu (Globally applicable Area Disaggregated General Ecosystem Toolbox, sjá gadget-framework.github.io fyrir frekari upplýsingar). Gadget er fjölstofnalíkan sem var upphaflega þróað á Hafrannsóknastofnun í tengslum við fjölstofnarannsóknir sem hófust 1992 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Nánari lýsing á inntaksgögnum og stillingum líkans má finna í stofnviðauka (ICES 2020). Í ár var notast við 3. útgáfu Gadget umhverfisins í stað 2. útgáfu sem var notuð 2021. Gadget3 er útfærir lífsögu tegundarinnar á sama hátt og fyrri útgáfur en nýtir núna sjálfvirka diffrun til að meta stika líkansins og er því umtalsvert hraðvirkara en fyrri útgáfur.
Greining á niðustöðum stofnmats
Aldurs- og lengdardreifingar
Niðurstöður stofnmats eru nálægt mældri dreifingu aldurs og lengdar í stofnmælingum og afla, að undanskildum hlutfalli smáfiska (Mynd 13, Mynd 14, Mynd 15 og Mynd 16). Toppurinn færist ekki til eftir árum og er því talinn vera vera tilkominn vegna mikils veiðanleika smárra fiska sem eru saman í torfum, frekar en að vera nýliðunartoppur. Toppurinn er ekki sjáanlegur í gögnum úr veiðum, líklega vegna þess að veiðar eru ekki leyfðar á dýpi minna en 400 m.
Lengdarskiptar vísitölur
Mynd 17 sýnir hvernig stofnmat fellur að stofnvísitölum úr SMH. Almennt virðist líkanið fylgja stofnsveiflum í tíma. Þegar ráðgjöfin byggði á vísitölu veiðistofns úr SMH var dreifing afla á stöð halaklippt við 95 % hlutfallsmark sökum mikils breytileika milli ára. Þennan mikla breytileika má einnig sjá í inntaksgögnum stofnmatsins (Mynd 17) þar sem vísitölur er notaðar óklipptar. Vísitala smáfisks (<30 cm) sem fór vaxandi fram til 2014 og er sú hækkun frekar talin vera tengd aukinni torfumyndun frekar en raunverulegri aukningu í árgangastyrk. Árið 2020 virtist líkanið „skjóta yfir” mælingar úr SMB í flestum stærðarflokkum sem gæti leitt til frekari leiðréttingar á stofnmati aftur í tímann. Hins vegar hefur magn stærri fisks verið í sögulegu hámarki í þrjú ár sem bendir til að vísitölur síðustu tveggja ára hafi verið réttar.
Niðurstöður
Niðurstöður eru sýndar í Tafla 5 og á Mynd 18. Nýliðun (5 ára) hefur aukist síðasta áratuginn en hátt mat árin 2021 má líklega rekja til mikils breytileika í vísitölum enda lækkaði það mat síðan.
Hrygningarstofn hefur stækkað síðan 2012 og mældist stærstur í ár. Fiskveiðidauði (gulllax 6-14 ára) hefur lækkað úr 0.2 árið 2010 í 0.04 síðustu ár, í tengslum við setningu aflamarks og minni sóknar.
Óvissa var metin með svæðisskiptu úrtaki með endurvali á inntaksgögnum og eru stikar líkansins endurmetnir fyrir hvert úrtak. Úrtak með endurvali felur í sér stikar líkansins eru endurmetnir fyrir 100 gagnasöfn hermd með endurvali þar sem svæði eru dreginn af handahófi að viðhalda staðbundinni fylgni innan gagnanna (ICES 2020). Ekki má greina umtalsverða bjaga í niðurstöðum stofnmatsins (Mynd 18).
Samanburður á stofnmati ársins í ár við síðasta 2 ára sýnir leiðréttingu uppávið í mati á stofnstærð og niðurávið í fiskveiðidauða (Mynd 19), en sveiflan er innan skekkjumarka samkvæmt óvissumati (ICES 2020).
Ár | Heildar lífmassi | Afli | Hrygningarstofn | Nýliðun | Fiskveiðidauði |
---|---|---|---|---|---|
2000 | 50435.94 | 5.657 | 19833.15 | 20.02472 | 0.131 |
2001 | 53142.90 | 3.043 | 19100.31 | 33.21761 | 0.068 |
2002 | 60148.04 | 4.961 | 19732.45 | 37.84657 | 0.094 |
2003 | 66713.92 | 2.680 | 16534.91 | 37.86023 | 0.045 |
2004 | 73688.23 | 3.645 | 32409.75 | 21.86167 | 0.055 |
2005 | 80193.98 | 4.482 | 45184.55 | 18.70857 | 0.063 |
2006 | 85410.44 | 4.769 | 46541.19 | 29.77400 | 0.062 |
2007 | 88539.04 | 4.227 | 57162.44 | 23.28200 | 0.049 |
2008 | 93580.01 | 8.778 | 56732.35 | 29.97845 | 0.101 |
2009 | 93896.90 | 10.828 | 51011.24 | 32.30500 | 0.125 |
2010 | 90992.27 | 16.428 | 56264.24 | 19.73749 | 0.205 |
2011 | 83725.74 | 10.516 | 44571.31 | 28.43445 | 0.145 |
2012 | 82904.93 | 9.289 | 38069.51 | 42.88490 | 0.128 |
2013 | 83753.73 | 7.155 | 40775.75 | 32.44244 | 0.092 |
2014 | 89085.70 | 6.348 | 40899.34 | 34.64067 | 0.079 |
2015 | 96396.51 | 6.070 | 42917.42 | 38.94335 | 0.071 |
2016 | 104086.56 | 5.662 | 45303.26 | 42.43918 | 0.061 |
2017 | 111833.30 | 5.011 | 48624.44 | 58.93554 | 0.050 |
2018 | 122989.98 | 4.460 | 56313.61 | 57.66196 | 0.038 |
2019 | 133669.17 | 3.210 | 64432.82 | 47.96406 | 0.024 |
2020 | 143291.26 | 3.797 | 76958.01 | 42.20321 | 0.027 |
2021 | 151828.27 | 4.156 | 77580.31 | 73.13467 | 0.027 |
2022 | 154697.71 | 6.914 | 88730.26 | 56.07708 | 0.041 |
2023 | 166633.12 | 5.268 | 94874.00 | 36.52668 | 0.030 |
2024 | 168681.20 | 6.572 | 100195.67 | 41.27439 | 0.038 |
Endurlitsgreining
Reiknuð endurlitsgreining er sýnd á Mynd 20. Endurlitsgreiningin sýnir leiðréttingu niðurávið í mati á stærð hrygningarstofns fyrsta fjögur árin en leiðréttingu uppávið síðasta árið. Það sama er að sjá fyrir fiskveiðidauða en leiðrétting er þá niðurávið. Endurlitsgreining nýliðunar er nokkuð stöðug.
Mohn’s ρ var metið vera -0.017 fyrir hrygningarstofninn, 0.063 fyrir fiskveiðidauða, og -0.109 fyrir nýliðun.
Fiskveiðistjórnun
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæði við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hver fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Frá 1997 til fiskveiðiársins 2013/2014 var afla úthlutað með tilraunaveiðileyfum. Ítarlegar upplýsingar um fiskveiðistjórnun gulllax eru að finna í stofnviðauka (ICES 2020). Veiðar á gulllaxi eru bannaðar á dýpi minna en 400 m til að forðast veiðar á smærri fisk.
Aflamark 2013/2014 var sett á 8000 t samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar sem byggði ráðgjöfina á Gadget líkani og var ráðgjöf næsta fiskveiðiárs að halda sama aflamarki. Fiskveiðiárið 2015/2016 var aflamarkið það sama, en sveiflaðist frá 7600 til 12 273 síðan (Tafla 6).
Mynd 21 sýnir mun á aflamarki og lönduðum afla. Þar sem veiðar á gulllaxi eru töluvert lægri en ráðlagt aflamark, eru tilfærslur töluverðar frá gulllaxi í aðrar tegundir.
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark1) | Afli annarra þjóða2) | Afli Íslendinga |
---|---|---|---|---|
2010/2011 | 8 000 | 8 000 | 12 091 | |
2011/2012 | 6 000 | 6 000 | 0 | 8 410 |
2012/2013 | 8 000 | 8 000 | 11 039 | |
2013/2014 | 8 000 | 8 000 | 7 243 | |
2014/2015 | 8 000 | 8 000 | 4 | 6 849 |
2015/2016 | 8 000 | 8 000 | 12 | 6 019 |
2016/2017 | 7 885 | 7 885 | 16 | 3 570 |
2017/2018 | 9 310 | 9 310 | 666 | 5 159 |
2018/2019 | 7 603 | 7 603 | 425 | 2 807 |
2019/2020 | 9 124 | 9 124 | 2 | 3 775 |
2020/2021 | 8 729 | 8 729 | 27 | 4 282 |
2021/2022 | 8 717 | 8 717 | 15 | 6 550 |
2021/2022 | 9 244 | 9 244 | 28 | 6 550 |
2022/2023 | 11 520 | 11 520 | 0 | 5 430 |
2023/2024 | 10 9203) | 12 080 | ||
2024/2025 | 12 273 | |||
1) Aflamark fyrir Íslandsmið | ||||
2) Heildarafli á almanaksári við Austur Grænland | ||||
3) Leiðrétt ráðgjöf 2024 |
Viðmiðunarpunktar
Skilgreindir viðmiðunarpunktar stofnsins eru sýnir í Tafla 7.
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 25 437 | Bpa |
FMSY | 0.07 | Fiskveiðidánartala sem leiðir til hámarksafraksturs, byggt á slembihermunum | |
Varúðarnálgun | Blim | 18 300 | Minnsta metna stærð hrygningarstofnsins( árið 2010) |
Bpa | 25 437 | Blim * 1.4 | |
Flim | 0.24 | Veiðidánartala sem leiðir til þess að hrygningarstofn er yfir Blim með 50% líkum | |
Fpa | 0.16 | Veiðidánartala sem leiðir til þess að hrygningarstofn er yfir Blim með < 5% líkum |
Upplýsingar um hvernig viðmiðunarpunktar voru skilgreindir og stillingum líkans fyrir framreikninga eru í stofnviðauka (ICES 2020).
Afli á úttektarári var áætlaður miðað við óbreytt veiðiálag síðustu þriggja fiskveiðiára þar á undan (síðasti ársfjórðungur af ári y og þrír fyrstu ársfjórðungar af ári y+1) og framreikningar fyrir næsta ár eru því byggðir á því veiðiálagi. Mikil óvissa er í mati á nýliðun 1 árs síðustu þrjú árin. Fyrir framreikninga er því notast við faldmeðaltal nýliðunar þriggja ára á undan.
Stjórnunarsjónarmið
Sókn í gulllax á Íslandsmiðum hefur minnkað síðustu ár, eftir að hafa verið mikil árið 2010. Afli við Grænland hefur verið lítill undanfarin ár .
Umhverfissjónarmið
Saga gulllaxveiða sýnir stutt tímabil minnkandi lífmassa vegna veiðiálags á Íslandsmiðum. Aflagögn frá þessu tímabili eru hins vegar óáreiðanleg og mögulega er ekki hægt að útskýra minnkun lífmassa með veiðum. Það er talið líklegt að lægra veiðihlutfall og ákjósanlegar umhverfisaðstæður hafi leitt til aukinnar nýliðunar síðasta áratuginn.
Heimildir
ICES 2010. Report of the Benchmark Workshop on Deep‐water Species (WKDEEP), 17–24 February 2010, Copenhagen, Denmark. ICESCM2010/ACOM: 38. 247pp. http://www.ices.dk/sites/pub/Publication%20Reports/Expert%20Group%20Report/acom/2010/WKDEEP/wkdeep_final_2010.pdf
ICES. 2014. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (Wgdeep). ICES Scientific Reports. 1:21., Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2014/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5262
ICES. 2020. “Stock Annex: Greater silver smelt (Argentina silus) in Subarea 14 and Division 5.a (East Greenland and Iceland grounds).” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.pub.20037254
ICES. 2021. Benchmark Workshop of Greater silver smelt (WKGSS; Outputs from 2020 meeting). https://doi.org/10.17895/ices.pub.5986