GULLLAX

Argentina silus


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Gulllax er smár silfurlitaður fiskur sem lifir í stórum torfum nálægt botni á dýpi >500 m. Ungviði er í torfum grynnra. Við Ísland getur gulllax orðið allt að 26 ára. Gulllax étur dýrasvif (t.d. ljósátu, marflær og krabbadýr) og smá sunddýr (t.d. kolkrabba, marglyttur og smáa fiska).

Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/gulllax

Veiðar

Landanir

Landanir eru sýndar á Mynd 1 og í Tafla 1. Síðan veiðar hófust árið 1997/1998 jukust landanir úr 800 tonnum árið 1996 í 13000 tonn árið 1998. Árin 1999 til 2007 voru landanir á bilinu 2600-6700 tonn.

Aflinn hækkaði árin eftir og var um 16 500 tonn árið 2010. Árið eftir fór aflinn minnkandi aftur sökum aðgerða í fiskveiðistjórnun og árið 2022 var landað um 6914 tonnum við Ísland (ICES svæði 5.a. og Grænland (ICES svæði 14). Árin 2017-2018 var töluverðum afla landað við Grænland en lítið eftir það. Fylgst verður með ef veiðar hefjast að nýju (Mynd 1).

Mynd 1: Gulllax. Landaður afli á Íslandsmiðum og við Grænland (svæði 14). Einungis 23 tonnum var landað af erlendum skipum (England og Wales árið 1999).

Tafla. 1: Gulllax. Fjöldi íslenskra skipa sem veitt hafa gulllax ásamt lönduðum afla í botnvörpu.
Ár Fjöldi togara Fjöldi toga Skráður afli (tonn) Fjöldi toga (Gulllax > 50% af afla) Hlutfall skráðs afla þar sem gulllax > 50% af afla
1997 26 874 2282 355 0.822
1998 40 2683 11389 1991 0.947
1999 25 1509 4564 810 0.849
2000 23 1301 3550 608 0.797
2001 26 794 1606 245 0.692
2002 32 1160 3158 468 0.744
2003 30 1176 2005 213 0.473
2004 27 1052 2733 292 0.653
2005 30 1388 3558 335 0.707
2006 31 1554 3736 355 0.690
2007 27 1275 3470 416 0.718
2008 31 3261 8569 848 0.648
2009 34 3555 10425 1010 0.680
2010 36 4847 16500 1821 0.727
2011 34 3309 10237 961 0.715
2012 31 3395 9776 988 0.710
2013 31 2743 7247 609 0.642
2014 24 2363 6195 487 0.608
2015 24 2195 5835 356 0.574
2016 26 2096 5719 385 0.593
2017 21 1363 3894 236 0.584
2018 20 1440 3893 215 0.479
2019 28 1169 2570 143 0.506
2020 25 1170 2968 174 0.475
2021 27 1166 3439 189 0.663
2022 31 1697 6230 468 0.726
2023 25 1992 5321 348 0.652

Helstu veiðisvæði gulllax eru uppmeð landgrunninu suður- og suðvestur af Íslandi á 500-800 m dýpi, en beinar veiðar eru eingöngu heimilar á dýpi meira en 400 m (Mynd 2). Gulllax er helst veiddur sem meðafli í karfaveiðum en lítið var tilkynnt af veiðum fyrir 1996. Brottkast á gulllaxi er ekki talið verulegt þar sem möskvastærð í karfaveriðum er mikil. Síðan 1997 hafa árlegar veiðar verið stundaðar en aflinn var mestur árið 2010. Eftir það hefur hann verið lágur (Tafla 1).

Mynd 2: Gulllax. Dýpi samkvæmt afladagbókum íslenskra skipa. Öll veiðarfæri samanlagt.

Síðan 1996 hafa á milli 20-40 togarar landað gulllaxi (Tafla 1). Þessir togarar stunda einnig veiðar á gullkarfa og djúpkarfa, grálúðu og blálöngu. Fjöldi toga náði hámarki árið 2010 en þeim hefur fækkað síðan. Um helmingur toga þar sem gulllax kemur fyrir, er um helmingur af aflanum gulllax (Tafla 1).

Meðafli og Brottkast

Tegundasamsetning í veiðum

Gullkarfi og djúpkarfi eru helsti meðafli í blönduðum veiðum með gulllaxi. Í minna mæli eru grálúða, blálanga og langa. Aðrar tegundir eru yfirleitt undir 10 % af meðafla með gulllaxi (Tafla 2).

Tafla. 2: Gulllax. Hlutfall meðafla í botnvörpuveiðum þar sem meira en 50 % aflans var gulllax.
Ár Gullkarfi Djúpkarfi Grálúða Langa Blálanga Annað
1997 1.41 79.28 0.00 6.80 7 5.39
1998 5.23 77.49 0.00 3.51 7 6.65
1999 4.09 79.80 0.00 2.72 6 7.55
2000 4.92 70.88 0.16 0.34 10 13.74
2001 22.69 55.05 4.50 0.52 1 16.10
2002 17.32 73.92 0.44 1.19 4 3.13
2003 38.44 51.24 0.44 0.05 5 4.83
2004 24.87 68.68 0.68 0.12 1 4.80
2005 15.40 69.88 4.22 1.42 3 6.08
2006 28.80 59.79 1.44 0.88 1 8.14
2007 11.90 71.20 5.93 0.32 6 4.63
2008 26.66 60.84 2.76 1.21 5 3.30
2009 20.14 64.62 3.20 0.19 8 3.99
2010 15.96 63.74 2.03 0.87 6 11.05
2011 13.20 66.41 2.18 0.36 5 13.01
2012 8.79 67.30 1.33 0.24 8 14.82
2013 9.54 63.91 4.61 0.15 9 12.63
2014 2.46 78.28 2.83 0.26 5 10.68
2015 12.58 64.07 4.67 0.23 4 14.53
2016 10.88 73.54 5.45 0.22 3 7.14
2017 2.93 85.63 1.57 0.24 3 6.77
2018 4.68 87.66 2.05 0.05 2 3.99
2019 7.77 81.15 1.84 0.55 2 7.03
2020 5.58 87.46 1.69 0.12 1 4.20
2021 11.55 72.26 5.80 0.28 1 8.66
2022 5.68 83.95 3.95 0.22 3 2.90
2023 10.64 58.88 21.43 0.28 2 6.83

Útbreiðsla veiða

Útbreiðsla veiða árin 1995-2022 er sýnd á Mynd 3 og Mynd 4. Mestur afli hefur verið á suðurhluta yst á landgrunninum. Yfir tímabilið er aukning í afla suðvestanlands en minnkun á svæðinu suðaustanlands.

Mynd 3: Gulllax. Afli eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis samkvæmt afladagbókum.

Mynd 4: Gulllax. Afli eftir svæðum samkvæmt afladagbókum.

Landanir og brottkast

Skráningar landana innlendra fiskiskipa eru í höndum Fiskistofu. Brottkast á Íslandsmiðum er bannað með lögum og engar upplýsingar eru til um brottkast á gulllaxi. Það er hins vegar talið líklegt að það hafi verið töluvert mikið brottkast fyrir 1996.

Tafla. 3: Gulllax. Landaður afli af Íslandsmiðum (5.a) og Grænlandsmiðum (14.b).
Ár ICES 5.a ICES 14.b Heildarafli
1988 241 0 241
1989 8 0 8
1990 113 0 113
1991 246 0 246
1992 657 0 657
1993 1526 0 1526
1994 756 0 756
1995 586 0 586
1996 881 0 881
1997 3935 0 3935
1998 15242 0 15242
1999 6681 0 6681
2000 5657 0 5657
2001 3043 0 3043
2002 4960 0 4960
2003 2680 0 2680
2004 3645 0 3645
2005 4482 0 4482
2006 4769 0 4769
2007 4227 0 4227
2008 8778 0 8778
2009 10828 0 10828
2010 16428 0 16428
2011 10516 0 10516
2012 9289 0 9289
2013 7155 0 7155
2014 6344 4 6348
2015 6058 23 6081
2016 5646 16 5662
2017 4344 666 5010
2018 4035 425 4460
2019 3209 2 3211
2020 3775 27 3802
2021 4140 15 4155
2022 6886 28 6914
2023 5268 0 5268

Yfirlit gagna

Sýnasöfnun úr lönduðum afla (botnvörpuveiðum) er talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflu veiða þar sem skilyrði fyrir leyfi gulllaxveiða er söfnun vísindalegra gagna (Tafla 4 og Mynd 5). Sýnasöfnun ársins 2022 er sýnd á Mynd 5. Sýnasöfnun hefur minnkað síðustu ár. Engum aldurs­gögnum var safnað árið 2019.

Mynd 5: Gulllax. Veiðisvæði við Ísland árið 2023 samkvæmt afladagbókum og staðsetningar sýna úr lönduðum afla (stjörnur).

Lengdardreifing

Fjöldi sýna og mælinga á lengdum er sýnd í Tafla 4. Gögnin eru notuð fyrir útreikninga á fjölda í afla. Lengdardreifingar úr haustleiðangri og úr afla eru sýndar á Mynd 6 og Mynd 7. Lengdardreifingar úr haustleiðangri eru taldar mjög stöðugar og lengdardreifing ársins 2023 nálægt langtíma meðaltali (Mynd 6).

Mynd 6: Gulllax. Lengdardreifing úr stofnmælingu að hausti.

Mynd 7: Gulllax. Lengdardreifing (hlutfall) úr botnvörpuveiðum Íslendinga.

Aldurssamsetning

Fjöldi sýna og mælinga á aldri eru sýnd í Tafla 4 en gögnin eru notuð við útreikninga á fjölda í afla. Aldursdreifing úr haustleiðangri er sýnd á Mynd 8 og áætlaður fjöldi í afla á Mynd 9.

Tafla. 4: Gulllax. Samantekt á lengdar og aldursgagnasöfnun ásamt fjölda aldursgreininga.
Ár Fjöldi lengdarsýna Fjöldi lengdarmælinga Fjöldi kvarnasýna Fjöldi kvarna Fjöldi aldursgreindra kvarna
1997 48 4992 22 1447 1059
1998 148 15559 24 6964 889
1999 58 4163 2 2180 82
2000 27 2968 3 1011 113
2001 10 489 1 245 17
2002 21 2270 4 360 127
2003 63 5095 0 425 0
2004 34 997 3 225 84
2005 49 3708 0 772 0
2006 29 4186 13 616 525
2007 14 2158 8 285 272
2008 44 3726 31 1768 1387
2009 53 5702 36 1746 1574
2010 134 16353 65 3370 3120
2011 63 6866 39 1953 1774
2012 43 4440 31 1492 603
2013 47 4977 34 710 704
2014 39 4709 16 350 340
2015 11 1275 8 221 217
2016 45 5879 13 285 283
2017 29 3466 21 430 416
2018 12 1437 9 185 181
2019 10 1250 2 40 40
2020 12 1905 6 130 130
2021 14 1301 6 215 214
2022 8 603 8 165 165
2023 26 2598 22 439 436

Mynd 8: Gulllax. Dreifing afla eftir aldri (hlutfall) í stofnmælingu að hausti (SMH).

Mynd 9: Gulllax. Hlutfallslegur fjöldi í afla eftir aldri.

Þyngd eftir aldri

Gögn úr vorleiðangri, haustleiðangri og úr afla eru notuð til að meta vöxt. Von Bertalanffy vaxtarkúrfur voru notaðar til að meta lengdar og þyngdarsamband fyrir tímabilin 2016-2019, 2011-2015, 2006-2010, 2001-2005, 1994-2000, og árin fyrir 1994 til að auka sýnastærð. Almennt er lítill munur á milli tímabila en munur er á milli kynja þar sem hrygnur sjást verða stærri en hængar.

Aldur við kynþroska og náttúrulegur dauði

Mat á kynþroska gulllax við Ísland (ICES svæði 5.a.) var kynnt á fundi ICES 2020, bæði fyrir kynþroska við lengd og kynþroska eftir aldri úr haustleiðangri (sjá ICES 2020 fyrir frekari upplýsingar). Hængar verða kynþroska aðeins seinna en hrygnur, eða 6.5 ára að meðaltali samanborið við 5.6 ára en við svipaða lengd og hrygnur eða um 35 cm. Stærstur hluti veidds afla við Ísland hefur náð kynþroska.

Engin gögn eru til um náttúrulegan dauða tegundarinnar við Ísland.

Afli, sókn og gögn úr stofnmælingaleiðöngrum

Sókn og afli á sóknareiningu

Á fundi WKDEEP 2010 var tímaröð staðlaðs afla á sóknareiningu kynnt (WKDEEP 2010, GSS-05). Það var hins vegar niðurstaða fundarins að gögnin væru ekki lýsandi fyrir stofninn sökum mikillar dreifni í leyfum. Afli á sóknareiningu er því ekki talinn endurspegla breytingar í stofnstærð þar sem veiðar stjórnast einna helst af markaðsaðstæðum (s.s. olíuverði) og kvótastöðu annarra tegunda (þá aðallega karfa).

Gögn úr stofnmælingaleiðöngrum

Tveir reglubundnir rannsóknaleiðangrar eru farnir á vegum Hafrannsóknarstofnunar, þ.e. stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985. SMH hófst 1996 og árið 2000 var rannsóknasvæðið stækkað. Enginn leiðangur var farinn árið 2011. SMH er talinn ná yfir helstu útbreiðslusvæði gulllax. Nánari lýsingu á leiðöngrum má finna í viðauka (ICES 2020).

Lífmassavísitölur og nýliðunarvísitölur (fjöldi) úr báðum leiðöngrum eru sýnd á Mynd 10. Mjög erfitt hefur reynst að fá áreiðanlegar upplýsingar um stofninn úr leiðöngrum þar sem gulllax veiðist í fá en stór tog. Það leiðir af sér mikinn breytileika í stofnvísitölum milli ára auk talsverðrar óvissu. Sem dæmi má nefna vísitölur áranna 1999, 2014 og 2021 sem eru sérstaklega háar miðað við aðliggjandi ár (Mynd 10). Almennt eru ekki miklar breytingar í útbreiðslu yfir tímabilið (Mynd 10 og Mynd 11).

Mynd 10: Gulllax. Vísitala úr stofnmælingu að vori (SMB, lína með skyggðum svæðum) og stofnmælingu að hausti (SMH, punktar). Skyggð svæði og lóðréttar línur tákna +/- staðalfrávik.

Mynd 11: Gulllax. Magn og útbreiðsla gulllax í stofnmælingu að vori (SMB) árið 2024 og stofnmælingu að hausti (SMH) árið 2023.

Mynd 12: Gulllax. Áætluð vísitala úr stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) eftir árum og svæðum (efri mynd) og hlutfall milli svæða (neðri mynd).

Greining gagna

Greining sýna úr lönduðum afla

Útbreiðsla veiða hefur ekki breyst mikið síðustu ár en veiðar hafa minnkað á norðvestursvæðinu (Mynd 2 og Mynd 3). Árið 2010 var landaður afli mestur á tímabilinu en lækkaði eftir það og var 5430 tonn árið 2023 (Mynd 4 og Tafla 3). Meðallengd gulllaxa úr veiðum hefur verið nokkuð stöðug frá 2005 og verið á bilinu 37-43 cm (Mynd 7).

Meðalaldur úr veiði hefur verið breytilegur frá árinu 2000 og verið á bilinu 8 til 14 ár, og meðalaldur tiltölulega hár síðustu ár. Þessi breytileiki er talinn tengjast breytingum í veiðiálagi.

Greining sýna úr stofnmælingaleiðöngrum

Eins og nefnt var ofar, þá hefur reynst erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stofninn úr leiðöngrum þar sem gulllax veiðist í fá en stór tog. Mikill breytileiki og óljós leitni einkenna vísitölur úr vorleiðangrinum en ljóst er að lífmassavísitölur árin 1985-1993 og 2002-2023 eru hærri en þær árin 1994-2001. Nýliðunarvísitölur úr vorleiðangri sýna topp árið 1986, nánast enga nýliðun eftir það til ársins 1995 en marga minni toppa eftir það (Mynd 10). Séðir ferlar lífmassavísitalna úr stofnmælingu að hausti eru ólíkir þeim úr stofnmælingu að vori. Samkvæmt þeim jókst lífmassinn ár frá ári frá árinu 2000 til 2008 en lækkaði árin 2009-2010. Vísitala heildarlífmassa var nokkuð breytileg til ársins 2014 þegar hún náði hámarki en hefur eftir það verið há með mikilli dreifni til ársins 2023 en það ár er vísitalan sú hæsta á tímabilinu.

Mikill munur á meðallengd eftir dýpi en meðallengd eykst með dýpi. Þar sem togað er af meira dýpi í haustleiðangri, er hann talinn endurspegla útbreiðslu gulllax betur en vorleiðangur og er notaður í stofnmat.

Stofnmat

Árið 2020 var grunni ráðgjafar breytt (ICES 2020) og nú byggir ráðgjöfin á aldurs- og lengdarháðu stofnmati fyrir gulllaxstofninn á Íslands- og Grænlandsmiðum (ICES svæði 5.a. og 14). Líkanið er smíðað í Gadget-umhverfinu (Globally applicable Area Disaggregated General Ecosystem Toolbox, sjá gadget-framework.github.io fyrir frekari upplýsingar). Gadget er fjölstofnalíkan sem var upphaflega þróað á Hafrannsóknastofnun í tengslum við fjölstofnarannsóknir sem hófust 1992 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Nánari lýsing á inntaksgögnum og stillingum líkans má finna í stofnviðauka (ICES 2020). Í ár var notast við 3. útgáfu Gadget umhverfisins í stað 2. útgáfu sem var notuð 2021. Gadget3 er útfærir lífsögu tegundarinnar á sama hátt og fyrri útgáfur en nýtir núna sjálfvirka diffrun til að meta stika líkansins og er því umtalsvert hraðvirkara en fyrri útgáfur.

Greining á niðustöðum stofnmats

Aldurs- og lengdardreifingar

Niðurstöður stofnmats eru nálægt mældri dreifingu aldurs og lengdar í stofnmælingum og afla, að undanskildum hlutfalli smáfiska (Mynd 13, Mynd 14, Mynd 15 og Mynd 16). Toppurinn færist ekki til eftir árum og er því talinn vera vera tilkominn vegna mikils veiðanleika smárra fiska sem eru saman í torfum, frekar en að vera nýliðunartoppur. Toppurinn er ekki sjáanlegur í gögnum úr veiðum, líklega vegna þess að veiðar eru ekki leyfðar á dýpi minna en 400 m.

Mynd 13: Gulllax. Hlutföll eftir lengdarflokkum úr stofnmati (svartar línur) samanborið við mæld hlutföll úr stofnmælingu botnfiska að hausti (lóðréttar línur og punktar).

Mynd 14: Gulllax. Hlutföll eftir aldursflokkum úr stofnmati (svartar línur) samanborið við mæld hlutföll úr stofnmælingu botnfiska að hausti (lóðréttar línur og punktar).

Mynd 15: Gulllax. Hlutföll eftir lengdarflokkum úr stofnmati (svartar línur) samanborið við mæld hlutföll úr afla (lóðréttar línur og punktar).

Mynd 16: Gulllax. Hlutfall eftir aldursflokkum úr stofnmati (svartar línur) samanborið við mæld hlutföll úr afla (lóðréttar línur og punktar).

Lengdarskiptar vísitölur

Mynd 17 sýnir hvernig stofnmat fellur að stofnvísitölum úr SMH. Almennt virðist líkanið fylgja stofnsveiflum í tíma. Þegar ráðgjöfin byggði á vísitölu veiðistofns úr SMH var dreifing afla á stöð halaklippt við 95 % hlutfallsmark sökum mikils breytileika milli ára. Þennan mikla breytileika má einnig sjá í inntaksgögnum stofnmatsins (Mynd 17) þar sem vísitölur er notaðar óklipptar. Vísitala smáfisks (<30 cm) sem fór vaxandi fram til 2014 og er sú hækkun frekar talin vera tengd aukinni torfumyndun frekar en raunverulegri aukningu í árgangastyrk. Árið 2020 virtist líkanið „skjóta yfir” mælingar úr SMB í flestum stærðarflokkum sem gæti leitt til frekari leiðréttingar á stofnmati aftur í tímann. Hins vegar hefur magn stærri fisks verið í sögulegu hámarki í þrjú ár sem bendir til að vísitölur síðustu tveggja ára hafi verið réttar.

Mynd 17: Gulllax. Fjöldavísitala úr stofnmati (svartar línur) eftir lengdar flokkum borin saman við mældan fjölda gulllax í stofnmælingu að hausti (punktar). Grænar línur sýna muninn á samsvörun gagna og líkans við lok tímabilsins.

Niðurstöður

Niðurstöður eru sýndar í Tafla 5 og á Mynd 18. Nýliðun (5 ára) hefur aukist síðasta áratuginn en hátt mat árin 2021 má líklega rekja til mikils breytileika í vísitölum enda lækkaði það mat síðan.

Hrygningarstofn hefur stækkað síðan 2012 og mældist stærstur í ár. Fiskveiðidauði (gulllax 6-14 ára) hefur lækkað úr 0.2 árið 2010 í 0.04 síðustu ár, í tengslum við setningu aflamarks og minni sóknar.

Óvissa var metin með svæðisskiptu úrtaki með endurvali á inntaksgögnum og eru stikar líkansins endurmetnir fyrir hvert úrtak. Úrtak með endurvali felur í sér stikar líkansins eru endurmetnir fyrir 100 gagnasöfn hermd með endurvali þar sem svæði eru dreginn af handahófi að viðhalda staðbundinni fylgni innan gagnanna (ICES 2020). Ekki má greina umtalsverða bjaga í niðurstöðum stofnmatsins (Mynd 18).

Mynd 18: Gulllax. Niðurstöður stofnmats. Heildarstofnstærð, hrygningarstofn, fiskveiðidánartala, nýliðun og heildar afli. Lárétt svört lína í hrygningarstofni tákna aðgerðamörk (Bpa) og rauða línan gátmörk (Blim). Svarta línan í fiskveiðidauða er fiskveiðidauði sem miðar að hámarskafrakstri (ICES MSY) og brotalínur eru mörkin fyrir fiskveiðidauða með ráðgjafarreglunni gefið með óvissu í stofnmatinu. Óvissan er metin með stofnmatslíkani. Ytri gulir borðar eru 95 % millifjórðungsmörk en innri gulir borðar sýna 50 % millifjórðungsmörk. Rauða línan er miðgildið og rauða brotalínan er líkanakeyrslan sem ráðgjöfin miðar að.

Samanburður á stofnmati ársins í ár við síðasta 2 ára sýnir leiðréttingu uppávið í mati á stofnstærð og niðurávið í fiskveiðidauða (Mynd 19), en sveiflan er innan skekkjumarka samkvæmt óvissumati (ICES 2020).

Mynd 19: Gulllax. Stofnmat ársins í ár borið saman við stofnmatið árin áður. Áætlaður lífmassi hrygningarstofns, dánartala og nýliðun.

Tafla. 5: Gulllax. Niðurstöður úr Gadget líkani (metin stærð hrygningarstofns (tonn), nýliðun (5 ára í milljónum fiska) og fiskveiðidánarstuðull (F, aldur 6-14)) auk afla (tonn). Framreikningar eru gefnir síðasta árið og fyrir síðustu tvö ár hjá fiskveiðidauða og afla.
Ár Heildar lífmassi Afli Hrygningarstofn Nýliðun Fiskveiðidauði
2000 50435.94 5.657 19833.15 20.02472 0.131
2001 53142.90 3.043 19100.31 33.21761 0.068
2002 60148.04 4.961 19732.45 37.84657 0.094
2003 66713.92 2.680 16534.91 37.86023 0.045
2004 73688.23 3.645 32409.75 21.86167 0.055
2005 80193.98 4.482 45184.55 18.70857 0.063
2006 85410.44 4.769 46541.19 29.77400 0.062
2007 88539.04 4.227 57162.44 23.28200 0.049
2008 93580.01 8.778 56732.35 29.97845 0.101
2009 93896.90 10.828 51011.24 32.30500 0.125
2010 90992.27 16.428 56264.24 19.73749 0.205
2011 83725.74 10.516 44571.31 28.43445 0.145
2012 82904.93 9.289 38069.51 42.88490 0.128
2013 83753.73 7.155 40775.75 32.44244 0.092
2014 89085.70 6.348 40899.34 34.64067 0.079
2015 96396.51 6.070 42917.42 38.94335 0.071
2016 104086.56 5.662 45303.26 42.43918 0.061
2017 111833.30 5.011 48624.44 58.93554 0.050
2018 122989.98 4.460 56313.61 57.66196 0.038
2019 133669.17 3.210 64432.82 47.96406 0.024
2020 143291.26 3.797 76958.01 42.20321 0.027
2021 151828.27 4.156 77580.31 73.13467 0.027
2022 154697.71 6.914 88730.26 56.07708 0.041
2023 166633.12 5.268 94874.00 36.52668 0.030
2024 168681.20 6.572 100195.67 41.27439 0.038

Endurlitsgreining

Reiknuð endurlitsgreining er sýnd á Mynd 20. Endurlitsgreiningin sýnir leiðréttingu niðurávið í mati á stærð hrygningarstofns fyrsta fjögur árin en leiðréttingu uppávið síðasta árið. Það sama er að sjá fyrir fiskveiðidauða en leiðrétting er þá niðurávið. Endurlitsgreining nýliðunar er nokkuð stöðug.

Mohn’s ρ var metið vera -0.017 fyrir hrygningarstofninn, 0.063 fyrir fiskveiðidauða, og -0.109 fyrir nýliðun.

Mynd 20: Gulllax. Reiknuð endurlitsgreining á *mati líkansins fimm ár aftur í tímann. Niðurstöður eru sýndar fyrir hrygningarstofn, fiskveiðidánartölu og nýliðun (5 ára) í milljónum.

Fiskveiðistjórnun

Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæði við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hver fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Frá 1997 til fiskveiðiársins 2013/2014 var afla úthlutað með tilraunaveiðileyfum. Ítarlegar upplýsingar um fiskveiðistjórnun gulllax eru að finna í stofnviðauka (ICES 2020). Veiðar á gulllaxi eru bannaðar á dýpi minna en 400 m til að forðast veiðar á smærri fisk.

Aflamark 2013/2014 var sett á 8000 t samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar sem byggði ráðgjöfina á Gadget líkani og var ráðgjöf næsta fiskveiðiárs að halda sama aflamarki. Fiskveiðiárið 2015/2016 var aflamarkið það sama, en sveiflaðist frá 7600 til 12 273 síðan (Tafla 6).

Mynd 21 sýnir mun á aflamarki og lönduðum afla. Þar sem veiðar á gulllaxi eru töluvert lægri en ráðlagt aflamark, eru tilfærslur töluverðar frá gulllaxi í aðrar tegundir.

Tafla. 6: Gulllax. Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og landaður afli (tonn).

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark1)

Afli annarra þjóða2)

Afli Íslendinga

2010/2011

8  000

8  000

12  091

2011/2012

6  000

6  000

0

8  410

2012/2013

8  000

8  000

11  039

2013/2014

8  000

8  000

7  243

2014/2015

8  000

8  000

4

6  849

2015/2016

8  000

8  000

12

6  019

2016/2017

7  885

7  885

16

3  570

2017/2018

9  310

9  310

666

5  159

2018/2019

7  603

7  603

425

2  807

2019/2020

9  124

9  124

2

3  775

2020/2021

8  729

8  729

27

4  282

2021/2022

8  717

8  717

15

6  550

2021/2022

9  244

9  244

28

6  550

2022/2023

11  520

11  520

0

5  430

2023/2024

10  9203)

12  080

2024/2025

12  273

1) Aflamark fyrir Íslandsmið

2) Heildarafli á almanaksári við Austur Grænland

3) Leiðrétt ráðgjöf 2024

Mynd 21: Gulllax. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla milli ára (efri mynd): Nettó tilfærsla kvóta frá viðkomandi fiskveiðiári (gæti innihaldið ónotaðan kvóta).Tilfærsla á milli tegunda (neðri mynd): jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á gulllax en neikvæð gildi tilfærslu gulllaxkvóta á aðrar tegundir.

Viðmiðunarpunktar

Skilgreindir viðmiðunarpunktar stofnsins eru sýnir í Tafla 7.

Tafla. 7: Gulllax. Viðmiðunarpunktar.

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

MSY Btrigger

25 437

Bpa

FMSY

0.07

Fiskveiðidánartala sem leiðir til hámarksafraksturs, byggt á slembihermunum

Varúðarnálgun

Blim

18 300

Minnsta metna stærð hrygningarstofnsins( árið 2010)

Bpa

25 437

Blim * 1.4

Flim

0.24

Veiðidánartala sem leiðir til þess hrygningarstofn er yfir Blim með 50% líkum

Fpa

0.16

Veiðidánartala sem leiðir til þess hrygningarstofn er yfir Blim með < 5% líkum

Upplýsingar um hvernig viðmiðunarpunktar voru skilgreindir og stillingum líkans fyrir framreikninga eru í stofnviðauka (ICES 2020).

Afli á úttektarári var áætlaður miðað við óbreytt veiðiálag síðustu þriggja fiskveiðiára þar á undan (síðasti ársfjórðungur af ári y og þrír fyrstu ársfjórðungar af ári y+1) og framreikningar fyrir næsta ár eru því byggðir á því veiðiálagi. Mikil óvissa er í mati á nýliðun 1 árs síðustu þrjú árin. Fyrir framreikninga er því notast við faldmeðaltal nýliðunar þriggja ára á undan.

Stjórnunarsjónarmið

Sókn í gulllax á Íslandsmiðum hefur minnkað síðustu ár, eftir að hafa verið mikil árið 2010. Afli við Grænland hefur verið lítill undanfarin ár .

Umhverfissjónarmið

Saga gulllaxveiða sýnir stutt tímabil minnkandi lífmassa vegna veiðiálags á Íslandsmiðum. Aflagögn frá þessu tímabili eru hins vegar óáreiðanleg og mögulega er ekki hægt að útskýra minnkun lífmassa með veiðum. Það er talið líklegt að lægra veiðihlutfall og ákjósanlegar umhverfisaðstæður hafi leitt til aukinnar nýliðunar síðasta áratuginn.

Heimildir

ICES 2010. Report of the Benchmark Workshop on Deep‐water Species (WKDEEP), 17–24 February 2010, Copenhagen, Denmark. ICESCM2010/ACOM: 38. 247pp. http://www.ices.dk/sites/pub/Publication%20Reports/Expert%20Group%20Report/acom/2010/WKDEEP/wkdeep_final_2010.pdf

ICES. 2014. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (Wgdeep). ICES Scientific Reports. 1:21., Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2014/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5262

ICES. 2020. “Stock Annex: Greater silver smelt (Argentina silus) in Subarea 14 and Division 5.a (East Greenland and Iceland grounds).” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.pub.20037254

ICES. 2021. Benchmark Workshop of Greater silver smelt (WKGSS; Outputs from 2020 meeting). https://doi.org/10.17895/ices.pub.5986