GULLLAX Argentina silus

Ráðgjöf 2024/2025

12 273

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

10 920

tonn

Breyting á ráðgjöf

12 %

Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið ráðleggja, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs (MSY) til lengri tíma litið, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 12 273 tonn.

Stofnþróun

Veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY), og stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).

Gulllax. Afli eftir veiðarfærum, nýliðun (5 ára), veiðidánartala 6–14 ára og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Kjörsókn

Aflaregla

Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn

Stofnmat

Tölfræðilegt aldurs-lengdarlíkan (Gadget) sem notar afla í líkani og spám

Inntaksgögn

Aldurs og lengdargögn úr afla og stofnmælingum (IS-SMH)

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

MSY Btrigger

25 437

Bpa

FMSY

0.07

Fiskveiðidánartala sem leiðir til hámarksafraksturs, byggt á slembihermunum

Varúðarnálgun

Blim

18 300

Minnsta metna stærð hrygningarstofnsins( árið 2010)

Bpa

25 437

Blim * 1.4

Flim

0.24

Veiðidánartala sem leiðir til þess hrygningarstofn er yfir Blim með 50% líkum

Fpa

0.16

Veiðidánartala sem leiðir til þess hrygningarstofn er yfir Blim með < 5% líkum

Horfur

Gulllax. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Breyta

Gildi

Athugasemdir

F6-14 ára (2024)

0.04

Fiskveiðidánartala sem svarar til áætlaðs heildarafla árið 2024.

Nýliðun 5 ára (2025)

7 532

Metið í stofnmati; í þúsundum.

Hrygningarstofn (2025)

105 139

Mat úr líkani; í tonnum

Nýliðun 5 ára (2026)

128 251

Metið úr stofnmati; í þúsundum.

Afli (2024)

6 572

Ráðlagt heildaraflamark fyrir 2024 er áætlað sem landanir á fyrsta ársfjórðungi 2024 auk landana annars og þriðja ársfjórðunga ársins á undan og afli miðað við hámarksafrakstur (FMSY) fyrir síðasta ársfjórðung; í tonnum.

Gulllax. Áætluð þróun á stærð hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt kjörsókn.

Grunnur

Afli (2024/2025)

F~(6-14 ára) (2024/2025)

Hrygningarstofn (2026)

% Breyting á hrygningarstofni1)

% Breyting á ráðgjöf2)

Hámarksafrakstur: FMSY * SSB2024/MSY Btrigger

12 232

0.07

104 282.607412864003

-1

12

1) Hrygningarstofn árið 2026 miðað við hrygningarstofn 2025

2) Ráðlagt aflamark fyrir 2024/2025 miðað við ráðlagt aflamark 2023/2024 (10920 t)

Gæði stofnmats

Ráðgjöfin byggir á niðurstöðum aldurs- og lengdarháðs stofnlíkans (Gadget). Mikil óvissa er í inntaksgögnum líkansins, en stofnmatið er þó ekki talið bjagað (ICES, 2021). Þessi óvissa helgast meðal annars af miklum sveiflum í vísitölum milli ára og mjög víðum vikmörkum þar sem gulllax er gjarnan í torfum og heldur sig talsvert ofan við botn.

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) nær yfir útbreiðslu- og veiðisvæði gulllax á Íslandsmiðum. Stofnmælingaleiðangur við Austur-Grænland, þar sem afli hefur aukist síðustu ár, bendir til að stofninn sé við landgrunnsbrúnina allt suður að 62°00ˈN en hlutdeild af heildarstofnstærð er ekki þekkt.

Gulllax Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023

Aðrar upplýsingar

Afli hefur verið talsvert undir aflamarki frá fiskveiðiárinu 2013/2014.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Gulllax. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark1)

Afli annarra þjóða2)

Afli Íslendinga

2010/2011

8  000

8  000

12  091

2011/2012

6  000

6  000

0

8  410

2012/2013

8  000

8  000

11  039

2013/2014

8  000

8  000

7  243

2014/2015

8  000

8  000

4

6  849

2015/2016

8  000

8  000

12

6  019

2016/2017

7  885

7  885

16

3  570

2017/2018

9  310

9  310

666

5  159

2018/2019

7  603

7  603

425

2  807

2019/2020

9  124

9  124

2

3  775

2020/2021

8  729

8  729

27

4  282

2021/2022

8  717

8  717

15

6  550

2021/2022

9  244

9  244

28

6  550

2022/2023

11  520

11  520

0

5  430

2023/2024

10  9203)

12  080

2024/2025

12  273

1) Aflamark fyrir Íslandsmið

2) Heildarafli á almanaksári við Austur Grænland

3) Leiðrétt ráðgjöf 2024

Heimildir og ítarefni

ICES. 2021. Benchmark Workshop of Greater silver smelt (WKGSS; Outputs from 2020 meeting). ICES Scientific Reports, 3:5. 485 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5986.

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Gulllax. Hafrannsóknastofnun 7. júní 2024.