SKATA

Dipturus batis


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Skata Dipturus batis er næst algengasta skötutegundin á Íslandsmiðu en tindaskata er sú algengasta. Hún finnst aðallega í grunnsævi og útbreiðsla hennar aðallega í hlýsjó af sunnand og vestan við landið. Skatan veiðist sjaldan stærri en 100-150 cm. Líkt og hjá öðrum tegundum skata á sér stað innri frjóvgun. Hún gýtur frjóvguðum eggjum sem kallast pétursskip og er talið að æxlun eigi sér stað á vorin. Árlegur fjöldi péturskipa er talinn vera um fjörutíu egg. Fósturþroski í pétursskipum er talin taka u.þ.b 9-10 mánuði. Á vorin og sumrin gengur skatan upp á grunnmið og ung skata allt upp á 10 m dýpi en þegar kólna tekur á haustin dregur hún sig út á djúpið og veiðist þá sjaldan grynnra en á 100 m dýpi. Skatan er botnfiskur sem flækist oft upp um sjó í leit að bráð og sést jafnvel við yfirborð. Um árabil ríkti óvissa með tegundagreiningu og kom í ljós að um tvær tegundir væri að ræða; skelliskata (D. intermedius) og skata (einnig kölluð gráskata, D. batis). Einungis önnur þeirra hefur veiðst á Íslandsmiðum svo að vitað sé og benda rannsóknir á þeirri skötutegund til þess að um tegundina D. batis sé að ræða (á íslensku: skata eða gráskata) (Bache-Jeffreys, 2021) og Pálsson & Jakobsdóttir (2018, sjá hér að neðan).

Veiðar

Á Íslandsmiðum er skata aðallega nú til dags veidd sem meðafli í hin ýmsu veiðarfæri og nær árlegur afli ekki 200 tonnum (Mynd 1). Skata var býsna algeng á árum áður en nú eru landanir einungis fimmtungur af því sem var landað fyrir u.þ.b. 50 árum (Mynd 2). Stór hluti aflans er nýttur innanlands en einhver hluti hans fluttur út. Íslendingar hafa lengi veitt og neytt skötu og er neysla á kæstri skötu á Þorláksmessu vinsæl hefð. Meginhluti aflans fyrir sunnan land (Mynd 3). Afli af miðum fyrir Norðan og Norðvestan land hafa stundum reynst vera aðrar skötutegundir og því þyrfti að skoða þær landanir nánar.

Mynd 1: Skata. Landanir skipt eftir veiðarfærum frá árinu 1990 samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Mynd 2: Skata. Landanir á Íslandsmiðum frá 1966-2023.
Mynd 3: Skata.Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum frá árinu 2014 samkvæmt afladagbókum.

Stofnmælingar og leiðangrar

Útbreiðsla og vísitölur

Í stofnmælingum botnfiska veiðist skata aðallega í hlýsjónum fyrir sunnan land (Mynd 4) og í netaralli veiðist hún aðallega á stöðvum nálægt landi (Mynd 5). Skata er ekki algengur afli í stofnmælingaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og er sjaldgæfari afli á haustin en á vorin. Í SMB hefur þó borið á aukningu skötu. Skata veiðist nú á tvöfalt fleiri stöðvum en fyrir 15 árum (Mynd 6). Þessa aukningu má einnig sjá í hækkandi lífmassavísitölu í SMB síðan 2010 (Mynd 7). Meðal lífmassi skötu er metin um 600 tonn í SMB.

Mynd 4: Skata.Útbreiðsla í SMB (a) og SMH (b).
Mynd 5: Skata. Útbreiðsla í netaralli (IS-SMN).
Mynd 6: Skata. Stöðvar sem skata veiðist á sem hlutfall af fjölda stöðva í SMB og SMH.
Mynd 7: Skata. Stofnvísitala byggð á gögnum úr SMB.

Lengdardreifingar

Í afla leiðangra er er meðallengd breytileg á bilinu 44-78 cm eftir því hvaða leiðangur er um að ræða. Minnsta skata sem hefur verið mæld er 15 cm en sú stærsta 186 cm (Table 1). Lengdardreifingar er sýndar fyrir SMB og humarleiðangur (Mynd 8). Meðallengd hænga og hrygna er svipuð. Lengd við kynþroska (L50, 50% kynþroska) er 113.8 cm fyrir hrygnur and 112.7 cm fyrir hænga (Mynd 9).

Table 1. Skata. Lengdardreifing í fjórum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar. Öll gögn frá upphafi leiðangra.

Leiðangur Fj. ML (cm) min (cm) max (cm)
SMB 1061 75.8 15 186
SMH 132 78.2 10 160
Humarleið. 869 70.0 14 152
Grunnslóð 80 44.0 20 119
Mynd 8: Skata. Lengdardreifingar í SMB og í humar leiðangri 2012-2023.
Mynd 9: Skata. Lengd við kynþroska. Hængar : L50= 112.7 cm , L95= 129.2 cm . Hrygnur: L50= 113.8 cm, L95=135.8 cm.

Heimildir

Bache-Jeffreys, M., de Moraes, B. L. C., Ball, R. E., Menezes, G., Pálsson, J., Pampoulie, C., Stevens, J. R., & Griffiths, A. M. (2021). Resolving the spatial distributions of Dipturus intermedius and Dipturus batis—the two taxa formerly known as the ‘common skate.’ Environmental Biology of Fishes. https://doi.org/10.1007/S10641-021-01122-7

Pálsson, J. and Jakobsdóttir, K..2018. (https://www.researchgate.net/publication/346952621_The_Flapper_or_The_Blue_Dbatis_complex_in_Icelandic_waters)

Skata. Veggspjald kynnt á ráðstefnu ICES 2018