TINDASKATA

Amblyraja radiata


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Tindaskata er langalgengasta skötutegundin á Íslandsmiðum. Hún veiðist nær allt í kringum landið en er algengust fyrir norðan og norðaustan land. Hún hefur útbreiðslu allt frá 20 m dýpi að landgrunnsbrún á um 1000 m dýpi en er algengust á 30-200 m dýpi. Tindskata sjaldan stærri en 70 cm og er algengust á bilinu 30-50 cm. Hún er talin halda á djúpmið á veturna en á grunnmið á vorin og á sumrin. Æxlun er talin eiga sér stað árið um kring en þó aðallega á sumrin. Líkt og hjá flestum öðrum tegundum brjóskfiska á sér stað innri frjóvgun hjá tindaskötu. Hún gýtur síðan frjóvguðum eggjum, péturskipum, tveimur í senn. Lítið er vitað um vöxt tindaskötu en hér við land verður hún kynþroska við u.þ.b. 43 cm lengd.

Sjá nánar um tindaskötu.

Veiðar

Tindaskata er algengur meðafli í ýmsum veiðum og veiðarfærum en landaður afli kemur að mestu leyti úr Faxaflóa og af miðunum fyrir norðan land (Mynd 1). Löndunartölur hafa sveiflast mikið undanfarin aldarfjórðung (Mynd 2). Landanir jukust úr 500 tonnum árið 2007 upp í rúmlega 1700 tonn 2012. Þær hafa dregist verulega saman undanfarin ár og verið undir 1000 tonnum síðan 2017. Á síðasta ári var einungis 248 tonnum landað af tindaskötu sem rekja má til mikils samdráttar af lönduðum afla af tindaskötu úr línuveiði (Mynd 2). Háar löndunartölur úr dragnót á árunum 1994-2004 má að einhverju leyti útskýra með aukinni sókn dragnóta á þessum árum en einnig vegna átaks á skráningu afla í afladagbækur (Mynd 2). Landanir á tindaskötu eru nokkuð árstíðabundnar og er meginhluta ársaflans landað frá september til nóvember (Mynd 3). Talið er að það megi rekja til aukinnar eftirspurnar á þessum árstíma en innlend neysla á tindaskötu er að miklu leyti bundin við jólaföstuna.

Mynd 1: Tindaskata. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum frá árinu 2014 samkvæmt afladagbókum.
Mynd 2: Tindaskata.Landanir skipt eftir veiðarfærum frá árinu 1990 samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.
Mynd 3: Tindaskata. Hlutfallslegur mánaðarlegur afli frá árinu 2009 samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Stofnmælingar

Útbreiðsla og vísitölur

Árstíðabundinn mun má sjá í útbreiðslu tindaskötu þar sem hún er að jafnaði ekki eins algeng á grunnslóð á haustin eins og á vorin. Tindaskata er ein algengasta fisktegundin í stofnmælingu að vori (SMB) en hún veiðist á yfirgnæfandi meirihluta stöðva í SMB (að meðaltali á 86 % stöðva). Í stofnmælingu að hausti (SMH) veiðist hún á um helmingi stöðva (Mynd 4).

Mynd 4: Tindaskata. Tíðni tindaskötu (hlutfall af fjölda stöðva) í SMB og SMH.

Í stofnmælingum botnfiska er tindaskata algengust fyrir norðan og norðvestan (Mynd 5). Í SMB er hún mjög algeng á grunnslóð fyrir norðan og grunnt og nálægt landi fyrir sunnan og suðaustan (Mynd 5 a,c,e). Í SMH er útbreiðslan einna mest við landgrunnsbrúnina fyrir norðvestan og norðan land suður á Íslands-Færeyjahrygg (Mynd 5 b,d,f). Lítið sem ekkert veiðist fyrir sunnan og suðvestan nema á afmörkuðum svæðum. Árstíðabundið far gæti skýrt þetta að einhverju leyti en munur í minnstu lengdarflokkum gæti einnig legið í mismunandi gerð veiðafæra í SMB og SMH. Tindaskata er einnig algengur meðafli í öðrum botnvörpuleiðöngrum stofnunarinnar einkum í rækju- og humarleiðöngrum (Mynd 6 a). Rækjuleiðangrar fara fram á ýmsum tímum ársins en humarleiðangur fer fram á sumrin. Tindaskata er einnig algengur meðafli í netaralli sem fer fram árlega að vori til (Mynd 6 b).

Mynd 5: a-f.Tindaskata. Útbreiðsla í SMB 2023 (a,c,e) og SMH 2022 (b,d,f) eftir lengdarflokkum.
Mynd 6: Tindaskata. a) Útbreiðsla í stofnmælingum rækju og humars 2021. b) Útbreiðsla í netaralli (SMN) 2021.

Þróun vísitölu tindaskötu í SMB og SMH er sýnd á Mynd 7. Lífmassavísitölur tindaskötu í SMB hafa lækkað um þriðjung yfir rannsóknatímabilið 1985-2023. Í heildina eru lífsmassavísitölur miklu lægri á haustin í SMH en á vorin í SMB en þar hefur þróun stofnstærðar einnig verið neikvæð. Lífmassavísitala tindaskötu hefur lækkað frá um 19000 tonnum í SMB (meðaltal 1985-2000) í um 14000 tonn (meðaltal 1998-2021). Þessi lækkun er einkum áberandi í stærstu lengdarflokkunum (≥50 cm) á árunum 1993-2008. Í ár (2023) er vísitala í SMB nálægt meðaltali síðustu tíu ára. Vísitala ungviðis (≤20 cm) hefur sveiflast mikið á tímabilinu en vísitala stærri einstaklinga (≥50cm) er hærri en meðaltal síðustu tíu ára.

Mynd 7: Tindaskata. Stofnvísitala (efri til vinstri), lífmassavísitala fiska stærri en 50 cm (efri til hægri) og nýliðunarvísitala (≤20 cm, neðri) úr SMB (svört lína) og úr SMH (svartir punktar).

Á Mynd 8 má sjá að dreifing lífmassa í SMB á milli svæða hefur haldist nokkuð stöðug yfir tímabilið. Í SMH eru stofnstærð hlutfallslega meiri á nyrðri svæðunum (NV og NA svæði) og það er einkum á þeim svæðum sem stofnstærð hefur dregist saman.

Mynd 8: Tindaskata. Dreifing lífmassavísitölu í SMB og SMH.

Lengdardreifing

Í afla leiðangra eru flestar tindaskötur minni en 60 cm LT. Meðallengd er breytileg á bilinu 36-50 cm eftir því hvaða leiðangur um er að ræða. Þannig er meðallengd í SMN sú hæsta en í SMB sú lægsta (Mynd 9).

Mynd 9: Tindaskata. Lengdardreifingar í ýmsum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar 2017-2023.

Í SMB hefur meðallengd tindaskötu minnkað yfir tímabilið. Meðallengd síðustu fimm ára er 36 cm miðað við meðallengd um síðustu aldamót (37,8 cm, 1997-2001) (Mynd 10). Hins vegar hefur meðallengd í SMH verið breytileg (38-43 cm) án sérstakrar leitni (Mynd 11).

Mynd 10: Tindaskata. Lengdardreifing úr SMB 1985-2024. ML sýnir meðallengd hvers árs í cm. Svört lína er meðallengd yfir tímabilið.
Mynd 11: Tindaskata. Lengdardreifing úr SMH 1995-2023. ML sýnir meðallengd hvers árs í cm. Svört lína er meðallengd yfir tímabilið. Ekki var farið í leiðangur árið 2011.

Kynjahlutfall er nokkuð jafnt í SMB (1:1) en í SMH er veiðast fleiri hrygnur en hængar (hlutfall hænga og hrygna: 1:1.57). Meðallengd hænga er um 40,5 cm og eru þeir þar að meðaltali stærri en hrygnur en meðallengd þeirra er um 38,8 cm. Lengd við 50 % kynþroska hænga (L50) er 43.3 cm og 41.9 cm hjá hrygnum (Mynd 12).

Talið er að tindaskata stundi einhvers konar árstíðabundið far í sambandi við frjóvgun og got péturskipa. Síðan 2017 hafa SMB og SMH safnað gögnum um pétursskip en útbreiðsla pétursskipa gætu gefið upplýsingar um mögulega gotstaði tindaskötu við Ísland.

Mynd 12: Tindaskata. Lengd við 50 % kynþroska. Hængar: L50= 43.3 cm , L95= 52 cm. Hrygnur: L50= 41.9 cm, L95=51.4 cm.

Stofnmat

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) fyrir stofna með takmarkaðar upplýsingar (Category 3.1 stocks; ICES, 2021). SPiCT afraksturslíkan (SPiCT; Pedersen and Berg, 2017) er einna helst notað til að meta stofna í þessum flokki en líkanið metur skekkjur í athugunum og ferlum og áætlar stöðu stofnsins og viðmiðunarpunkta með tilheyrandi öryggisbilum. SPiCT áætlar viðmiðunarpunkt hámarksafraksturs sem hægt er að nota við útreikninga á viðeigandi stikum sem eru notaðir til að veita ráðgjöf. ICES mælir með því að nota 35. hundraðshlutamarkið fyrir viðeigandi stika (Mildenberger et al., 2021).

Inntaksgögn

Líkanið samþættir upplýsingar úr fyrirframdreifingum, löndunartölum frá árinu 1991 og stofnvísitölum úr vorleiðangri (IS-SMB) frá 1985. Stuðlar fyrirframdreifingar eru innri vaxtarhraði, r ̅ og miðgildi rýrnunar upphafslífmassa, P ̅. n er fest á 2 til að líkjast Schaefer framleiðnifalli (ICES 2021) (Tafla 1).

Tafla 1. Tindaskata. Stikar fyrirframdreifingar líkansins.

Stikar Gildi Staðalfrávik
r log(0.4) 0.04
p log(0.5) 0.25

Niðurstöður

Niðurstöður líkansins eru sýndar í 2. og 3. töflu. Niðurstöður líkans eru sýndar á Mynd 13, greiningar líkans á Mynd 14 og reiknuð endurlitsgreining á Mynd 15. Samkvæmt gátlista um samþykki SPiCT líkans (Mildenberger et al., 2021) stóðst ein forsenda um marktækni líkansins ekki, þ.e. ólínuleg dreifing er í leyfum Shapiro. Hinsvegar hefur það ekki áhrif á niðurstöður og marktækni líkansins. Allar aðrar forsendur stóðust, framleiðslufall var raunsætt (B/K = 0.5) (Mynd 13) og reiknuð endurlitsgreining var stöðug(Mynd 15). Lífmassi sem gefur af sér hámarksafrakstur (BMSY) var metið 12.3 kt.

  1. tafla. Tindaskata. Niðurstöður SPiCT-líkans.
Mat 95 % efra öryggisbil 95 % neðra öryggisbil
alpha 72.620 46924.760 0.112
beta 0.058 102.9441 0.000
r 0.148 0.2535 0.086
rc 0.148 0.2535 0.086
rold 0.148 0.2535 0.086
m 909.25 1043.9 791.98
K 24649.96 37540.3 16185.82
q 0.000 0.0000 0.000
sdb 0.002 1.3542 0.000
sdf 0.481 0.6297 0.367
sdi 0.152 0.1926 0.120
sdc 0.028 44.0106 0.000
  1. tafla. Tindaskata. Niðurstöður líkans. Mat á viðmiðunarpunktum
Viðmiðunarpunktar Mat 95 % efra öryggisbil 95 % neðra öryggisbil
Bmsy 12325.0 18770.2 8092.9
Fmsy 0.07 0.13 0.04
MSY 909.20 1043.90 792.00
Mynd 13: Tindaskata. Niðurstöður úr SPiCT.”
Mynd 14: Tindaskata. Niðurstöður úr SPiCT.”
Mynd 15: Tindaskata. Niðurstöður úr SPiCT.”

5.tafla. Tindaskata. Mat á B/Bmsy og F/Fmsy með 95 % öryggismörkum úr SPiCT líkani.

ÁR 95 % neðri B/Bmsy 95 % efri 95 % neðri F/Fmsy 95 % efri
1985 0.988 1.251 1.585 0.024 0.272 3.111
1986 1.037 1.294 1.616 0.028 0.269 2.550
1987 1.076 1.335 1.657 0.034 0.260 1.978
1988 1.110 1.374 1.702 0.042 0.248 1.465
1989 1.143 1.412 1.744 0.053 0.234 1.043
1990 1.178 1.448 1.781 0.070 0.218 0.681
1991 1.216 1.483 1.809 0.112 0.203 0.370
1992 1.257 1.516 1.827 0.143 0.228 0.361
1993 1.294 1.543 1.840 0.122 0.197 0.318
1994 1.328 1.568 1.851 0.249 0.397 0.634
1995 1.303 1.519 1.771 0.831 1.293 2.011
1996 1.244 1.436 1.659 0.789 1.222 1.892
1997 1.198 1.377 1.581 0.747 1.153 1.780
1998 1.158 1.326 1.519 0.734 1.127 1.730
1999 1.127 1.290 1.475 0.652 1.001 1.535
2000 1.110 1.268 1.449 0.599 0.921 1.415
2001 1.096 1.251 1.428 0.607 0.938 1.449
2002 1.071 1.223 1.396 0.894 1.374 2.110
2003 1.001 1.149 1.320 1.108 1.683 2.556
2004 0.952 1.101 1.273 0.802 1.222 1.862
2005 0.942 1.092 1.265 0.515 0.788 1.207
2006 0.960 1.111 1.286 0.365 0.563 0.869
2007 0.987 1.141 1.319 0.306 0.475 0.739
2008 1.013 1.172 1.356 0.327 0.511 0.800
2009 1.029 1.192 1.381 0.449 0.702 1.097
2010 1.028 1.192 1.383 0.564 0.882 1.381
2011 1.015 1.180 1.371 0.682 1.073 1.689
2012 0.981 1.142 1.329 1.028 1.608 2.516
2013 0.910 1.064 1.244 1.221 1.901 2.960
2014 0.845 0.998 1.178 1.185 1.853 2.898
2015 0.785 0.940 1.126 1.097 1.721 2.700
2016 0.741 0.901 1.094 1.100 1.731 2.723
2017 0.707 0.872 1.076 0.683 1.079 1.705
2018 0.721 0.893 1.105 0.406 0.661 1.078
2019 0.737 0.917 1.140 0.597 0.967 1.568
2020 0.726 0.912 1.146 0.656 1.065 1.728
2021 0.726 0.920 1.165 0.654 1.071 1.755
2022 0.730 0.932 1.191 0.271 0.445 0.729
2023 0.769 0.985 1.262 0.144 0.247 0.423
2024 0.807 1.039 1.336 0.154 0.294 0.562
2025 0.843 1.089 1.407 0.094 0.294 0.922

Heimildir

Ellis, J. R.,McCully Phillips, S. R. and Poisson, F. 2017. A review of capture and post-release mortality of elasmobranchs. Journal of Fish biology. 90(3): 653-722.

ICES (2021). Benchmark Workshop on the development of MSY advice for category 3 stocks using Surplus Production Model in Continuous Time; SPiCT (WKMSYSYSPICT). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.7919

ICES. 2022. ICES technical guidance for harvest control rules and stock assessments for stocks in categories 2 and 3. In Report of ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, Section 16.4.11. https://doi.org/10.17895/ices.advice.19801564

Knotek, R., Kneebone, J., Sulikowski, J., Curtis, T., Jurek, J., and Mandelman, J. 2019. Utilization of pop-up satellite archival transmitting tags to evaluate thorny skate (Amblyraja radiata) discard mortality in the Gulf of Maine groundfish bottom trawl fishery. ICES Journal of Marine Science. 77(1). 256-266.

Maguire, JJ and Berg CW. 2020. A SPiCT ASSESSMENTS OF THE NORTH ATLANTIC SHORTFIN MAKO SHARK. ICCAT. Collect. Vol. Sci. Pap. ICCAT, 76(10): 156-163.

Mildenberger, T.K., Kokkalis, A., Berg, C.W. 2022. Guidelines for the stochastic production model in continuous time (SPiCT). https://raw.githubusercontent.com/DTUAqua/spict/master/spict/inst/doc/spict_guidelines.pdf

Pedersen, M.W., Berg, C.W., 2017. A stochastic surplus production model in continuous time. Fish and Fisheries, 18: 226-243.