Úthafskarfi, efri stofn Sebastes mentella

Ráðgjöf 2025, 2026, 2027

0

tonn

Ráðgjöf 2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

Birting ráðgjafar: 30. september 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2025, 2026 og 2027.

Stofnþróun

Alþjóðahafrannsóknaráðið getur ekki metið stöðu stofnsins og veiðiálag m.t.t. aðgerðarmarka hámarksafraksturs (MSY) og varúðarnálgunar (PA) þar sem viðmiðunarmörk hafa ekki verið skilgreind. Stofninn er þó talinn fyrir neðan möguleg viðmiðunarmörk.

Úthafskarfi, efri stofn. Afli og lífmassavísitala metin með bergmálsmælingum úr alþjóðlegum karfaleiðangri í Grænlandshafi. Aflagögn voru ekki til fyrir árin 2021–2023.

Stofnmat og Gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Varúðarnálgun

Aflaregla

Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn

Stofnmat

Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum

Inntaksgögn

Afli og vísitölur úr alþjóðlegum karfaleiðangri

Engin viðmiðunarmörk hafa verið skilgreind fyrir efri stofn úthafskarfa.

Horfur

Samkvæmt vísitölu stofnstærðar árin 2021 og 2024 hefur stofninn stækkað umtalsvert frá árinu 2013, þegar mjög lítið mældist, og er mælingirnar þær hæstu frá árinu 2005. Engar upplýsingar eru um veiðálag og viðmiðunarmörk hafa ekki verið skilgreind fyrir stofninn. Metin stofnstærð árin 2021 og 2024 er um 20 % af því sem var á öndverðum níunda áratug síðustu aldar og er því talin vera undir mögulegum viðmiðunarmörkum. Vegna þessa ráðleggur Alþjóðahafrannsóknaráðið í samræmi við varúðarsjónarmið að ekki skuli stunda beinar veiðar úr efri stofni úthafskarfa árin 2025, 2026 og 2027.

Gæði stofnmats

Stofnstærð efri stofns úthafskarfa var mæld með bergmálsmælingum árim 2021 og 2024 og eru þetta fyrstu mælingarnar á stofninum síðan árið 2013. Í leiðöngrunum 2015 og 2018 reyndist ekki mögulegt að fara yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Tíðni úthafskarfaleiðangra, sem eru framkvæmdir af Íslandi, Rússlandi og Þýskalandi, hefur verið breytileg frá árinu 1991 og hefur leiðangurinn verið framkvæmdur þriðja hvert ár frá árinu 2015. Mat á vísitölum virðist vera viðkvæmt fyrir tímasetningu leiðangra vegna farhegðunar stofnsins.

Bergmálsmælingin er mat á heildarstofnstærð, en þar sem hún er viðkvæm fyrir ýmsum forsendum er mælingin notuð sem vísitala. Lóðrétt blöndun efri og neðri stofna úthafskarfa eykur á óvissu í mælingunni.

Aðrar upplýsingar

Djúpkarfi er hægvaxta og seinkynþroska tegund. Slíkum tegundum er sérstaklega hætt við ofveiði og er talið líklegt að langan tíma þurfi til að ná viðsnúningi í stofnþróun eftir ofveiði.

Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC), sem fer með stjórnun veiðanna, hefur frá árinu 2011 lagt til að engin veiði yrði úr efri stofni úthafskarfa þar sem ástand stofnsins er talið mjög slæmt. Rússar mótmæltu samkomulaginu og settu sér einhliða aflamark sem nær til beggja stofna úthafskarfa. Nær aflamarkið bæði til efri og neðri stofns úthafskarfa þar sem þeir telja að um einn stofn sé að ræða. Frá árinu 2011 hefur afli verið umtalsvert umfram ráðgjöf.

Engar upplýsingar voru til um afla árin 2021–2023.

Stofnmatið byggir á niðurstöðum úr alþjóðlegum úthafskarfaleiðangri í Grænlandshafi. Næsti leiðangur er áætlaður árið 2027.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Úthafskarfi, efri stofn. Tillögur um hámarksafla, heildaraflamark íslenskra skipa samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og afli (tonn).

Ár

Tillaga

Aflamark fyrir Ísland

Afli Íslendinga

Afli annarra þjóða

Afli alls

2010

Engin bein sókn

0

23

2  176

2  199

2011

Engin bein sókn

0

72

162

234

2012

Engin bein sókn

0

28

3  145

3  173

2013

Engin bein sókn

0

72

1  457

1  529

2014

Engin bein sókn

0

355

6  068

6  423

2015

Engin bein sókn

0

161

5  434

5  595

2016

Engin bein sókn

0

235

1  732

1  967

2017

0

0

91

10

101

2018

0

0

4  599

4  599

2019

Engin ráðgjöf veitt

0

3  184

3  184

2020

0

0

6  152

6  152

2021

0

0

2022

0

0

2023

0

0

2024

0

0

2025

0

2026

0

2027

0

Heimildir og ítarefni

ICES. 2024. Working Group on International Deep Pelagic Ecosystem Surveys (WGIDEEPS). ICES Scientific Reports. 3:43. 32 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.8056

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Úthafskarfi, efri stofn. Hafrannsóknastofnun, 30. september 2024.