Úthafskarfi, neðri stofn Sebastes mentella

Ráðgjöf 2025, 2026, 2027

0

tonn

Ráðgjöf 2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

Birting ráðgjafar: 30. september 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs (MSY) til lengri tíma litið að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2025, 2026 og 2027.

Stofnþróun

Veiðiálag er yfir kjörsókn (FMSY), gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er undir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).

0 20 40 60 80 100 120 140 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2016 2020 2024 Þús. tonn A ð r a r þ j ó ð i r Í s l a n d Afli 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2016 2020 2024 Hlutfallsleg nýliðun N ý l i ð u n ( 5 á r a ) F M S Y F l i m F p a 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2016 2020 2024 Hlutfallsleg veiðidánartala Veiðidánartala M S Y B t r i g g e r B p a B l i m 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2016 2020 2024 Hlutfallslegur hrygningarstofn Hrygningarstofn

Úthafskarfi, neðri stofn. Afli, nýliðun 5 ára, veiðidánartala og stærð hrygningarstofns. Nýliðun, veiðidánartala og stærð hrygningarstofns eru sýnd sem hlutfallsleg gildi miðað við meðaltal tímaraðarinnar (1985–2024 fyrir nýliðun, 1991–2024 fyrir F og 1991–2024 fyrir stærð hrygningarstofns). Hlutfallsleg nýliðun síðan 2009 er faldmeðaltal áranna 1985–2008.

Stofnmat og Gátmörk

Horfur

Úthafskarfi, neðri stofn. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum. Nýliðun, veiðdánartala og stærð hrygningarstofns eru sýnd sem hlutfallsleg gildi miðað við meðaltal tímaraðarinnar.

Úthafskarfi, neðri stofn. Áhrif á áætlaða stofnstærð miðað við veiðar samkvæmt ráðgjafarreglu. Veiðidánartala og stærð hrygningarstofns eru sýnd sem hlutfallsleg gildi miðað við meðaltal tímaraðarinnar. Afli er í tonnum.

Gæði stofnmats

Lífmassavísitölur eru til úr alþjóðlegum karfaleiðangri í Grænlandshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem hefur verið farinn frá árinu 1999, fyrst annað hvert ár fram til ársins 2015 og síðan árin 2018, 2021 og 2024. Leiðangrarnir, sem voru farnir í júní-ágúst 2021 og í júní-júlí 2024 náði yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Lóðrétt blöndun grynnri og dýpri stofna úthafskarfa eykur á óvissu í mælingunni.

Niðurstöður stofnmatsins í ár meta hrygingarstofnnin stærri og nýliðun meiri en matið árið 2021. Þetta endurmat er vegna þess að metin nýliðun síðan frá árinu 2009 og lífmassavísitala úr síðasta karfaleiðangri er hærri en metið var í stofnmatinu árið 2021. Nýliðun árin 2009–2024 er faldmeðaltal áranna 1985–2008 þar sem áreiðanlegt nýliðunarmat eftir 2008 er ekki til staðar. Ástæðan er sú að aldursgögn eru ekki til síðan frá árinu 2013 og fiskur kemur frekar seint inn í veiðistofninn (8–9 ára).

B l i m M S Y B t r i g g e r B p a F M S Y F p a F l i m H r y g n i n g a r s t o f n N ý l i ð u n V e i ð i d á n a r t a l a 2012 2016 2020 2024 2012 2016 2020 2024 2012 2016 2020 2024 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 0.00 0.25 0.50 0.75 0.0 0.5 1.0 1.5

Úthafskarfi, neðri stofn. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023.

Aðrar upplýsingar

Samkvæmt framreikningum mun stærð hrygningastofnsins vera undir varúðarmörkum (Blim) jafnvel þó engar veiðar verði stundaðar árin 2025 og 2026. Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur því að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2025–2027.

Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC), sem fer með stjórnun veiðanna, samþykkti að engar veiðar skyldu stundaðar úr neðri stofni úthafskarfa árin 2022–2024. Rússar mótmæltu þessu samkomulagi og settu sér einhliða aflamark og náði aflamarkið bæði til efri og neðri stofns úthafskarfa á þeim grunni að þeir telja að um einn stofn sé að ræða. Afli frá árinu 2011 hefur verið umtalsvert umfram ráðgjöf, sérstaklega frá árinu 2017 þar sem ráðgjöfin hefur mælt með engum veiðum.

Djúpkarfi er hægvaxta og seinkynþroska tegund. Slíkum tegundum er sérstaklega hætt við ofveiði og er talið líklegt að langan tíma þurfi til að ná viðsnúningi í stofnþróun eftir ofveiði. Framreikningar sýna að jafnvel þó mjög litlar veiðar séu stundaðar þá eru miklar líkur á að stofninn muni ekki ná sér næsta áratuginn (ICES, 2016). Það eru vísbendingar út frá lengdardreifingum um aukna nýliðun í stofninn síðan árið 2009. Frekari upplýsingar er þó þörf til að staðfesta þessa nýliðun. Jafnframt mun það taka nokkur ár þangað til þessir árgangar koma inn í hrygningarstofninn.

Stofnmatið byggir á niðurstöðum úr alþjóðlegum úthafskarfaleiðangri í Grænlandshafi. Næsti leiðangur er áætlaður árið 2027.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Úthafskarfi, neðri stofn. Tillögur um hámarksafla, heildaraflamark íslenskra skipa samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og afli (tonn).

Heimildir og ítarefni

ICES. 2016. Report of the Workshop on Assessment and Catch Advice for Deep Pelagic Redfish in the Irminger Sea (WKDEEPRED), 23–25 August 2016, ICES Headquarters, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2016/ACOM:52. 56 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5602

ICES. 2024. Working Group on International Deep Pelagic Ecosystem Surveys (WGIDEEPS). ICES Scientific Reports. 3:43. 32 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.8056

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Úthafskarfi, neðri stofn. Hafrannsóknastofnun, 30. september 2024.