Steinbítur

Anarhichas lupus


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennt

Steinbítur er langvaxinn og hausstór fiskur með stórar vígtennur til að grípa bráð og sterka jaxla til að bryðja hana. Mest er af 50-80 cm steinbít í veiði, en stærsti steinbítur sem veiðst hefur við Ísland var 125 cm. Steinbítur er algengastur á landgrunninu NV af Íslandi. Almennt eru fæðusvæði steinbíts á leir og sandbotni á minna en 100 m dýpi, en á hrygningarsvæðum hans er botninn almennt grófari með holum eða gjótum á meira en 100 m dýpi. Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/steinbitur

Veiðar

Steinbítur veiðist mest NV og V af Íslandi, en hlutfall steinbítsafla jókst frá árinu 2008 til ársins 2015 á fyrrnefnda svæðinu og minnkaði á sama tíma á því síðarnefnda. Síðan hafa þessi hlutföll lítið breyst. Frá árinu 2008 hefur steinbítsafli á Látragrunni út af Breiðafirði, aðalhrygningasvæði steinbíts, minnkað m.a. vegna friðunaraðgerða (Mynd 1 og Mynd 2).

Mynd 1: Steinbítur. Útbreiðsla veiða á Íslandsmiðum frá 2004 samkvæmt afladagbókum.

Mynd 2: Steinbítur. Útbreiðsla veiða við Ísland frá árinu 2000 samkvæmt aflaskýrslum. Öll veiðarfæri samanlagt.

Mynd 3: Steinbítur. Afli á botnvörpu og línu, skipt eftir dýpi, samkvæmt afladagbókum.

Landanir

Um 80 % af steinbít er veiddur á minna en 120 m dýpi. Hlutfall steinbítsafla sem veiddur var á minna en 60 m dýpi minnkaði á árunum 2003-2007, en síðan þá hefur það hækkað. Hlutfall steinbítsafla á 61-120 m dýpi hefur verið nokkuð stöðugt frá árinu 2000, en á dýpinu 121-180 m (á því dýpi er Látragrunn aðalhrygningarsvæði steinbíts), hækkaði hlutfallið á árunum 2003-2008 en hefur síðan lækkað (Mynd 3). Yfir 97 % af steinbítsafla er veiddur á línu (um 40-70 %), botntroll (20-50 %) og dragnót (5-30 %) (Mynd 4). Þetta hlutfall hefur verið nokkuð breytilegt í gegnum árin og á síðustu árum hefur hlutfall steinbíts sem fæst í dragnót farið hækkandi (Mynd 4 og Tafla 1).

Mynd 4: Steinbítur. Landaður afli eftir veiðarfærum frá 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Frá árinu 2001 hefur fjölda línubáta og togara sem veiddu ≥10 tonn á ári eða meira af steinbít fækkað, en fjöldi dragnótabáta verið nokkuð stöðugur; þeir voru fæstir 14 árið 2014 og flestir 40 árið 2004. Línubátum fækkaði úr 198 árið 2001 í 36 árið 2023 og togurum frá 76 á árinu 2000 í 49 árið 2023 (Tafla 1). Á árunum 1994-1995 voru meira en 500 skip og bátar skráðir fyrir 95 % af árlegum steinbítsafla á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir meiri afla fór þeim fækkandi og voru 148 árið 2011 (Mynd 5). Þó að afli hafi farið minnkandi, jókst fjöldi þeirra næstu ár eða til ársins 2014, en þá voru þeir 186. Síðan hefur þeim farið fækkandi og voru 105 árið 2023.

Tafla. 1: Steinbítur. Fjöldi íslenskra skipa sem veitt hafa 10 tonn eða meira af steinbít yfir árið og allur landaður afli eftir veiðarfærum.
Ár Fjöldi línu Fjöldi botnvarpa Fjöldi dragnóta Fjöldi annarra veiðarfæra Afli línu Afli Botnvörpu Afli dragnóta Afli annarra veiðarfæra Samtals
1999 39 47 22 0 3244 2517 675 0 6437
2000 161 53 16 0 8687 3380 528 0 12595
2001 195 59 14 1 11267 3391 513 11 15182
2002 140 44 13 0 7773 3735 601 0 12110
2003 138 45 19 0 7785 5463 1066 0 14313
2004 103 34 29 0 4670 4773 1609 0 11052
2005 91 47 24 1 5445 6893 1140 30 13508
2006 120 48 25 0 6626 6286 1149 0 14061
2007 105 60 24 0 5259 7566 1338 0 14163
2008 87 60 22 3 4663 6960 1427 44 13093
2009 114 55 28 1 6708 5468 1205 10 13391
2010 74 46 20 3 5916 4436 842 92 11286
2011 64 37 18 0 5344 3565 1010 0 9918
2012 66 24 22 1 5328 2827 895 41 9091
2013 73 30 18 2 4652 2341 647 22 7662
2014 70 23 13 1 3681 1637 891 11 6220
2015 56 34 17 2 3989 1905 926 28 6848
2016 61 37 18 2 4848 1662 1127 25 7661
2017 59 28 18 2 3829 1102 1095 23 6049
2018 60 37 27 6 4923 1587 2186 74 8770
2019 64 34 21 1 4595 1630 2168 11 8404
2020 46 38 24 1 2491 2046 2040 11 6588
2021 45 48 22 0 3343 3021 2086 0 8451
2022 40 48 23 0 2706 2986 2275 0 7967
2023 36 49 20 0 3154 2756 2388 0 8298

Mynd 5: Steinbítur. Fjöldi skipa og báta (öll veiðarfæri) sem veiddu 95 % heildaraflans hvert ár frá 1994. Vinstri: Sýnt eftir árum. Hægri: Sýnt í samanburði við heildarafla. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Gögn um landaðan afla

Sýnasöfnun úr lönduðum afla er talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflu í veiðum (Mynd 6).

Mynd 6: Steinbítur. Dreifing lengdarmælinga(svartir punktar) og afli á Íslandsmiðum (efri mynd) og fjöldi sýna eftir mánuðum og verkefnum (súlur) auk hlutfalls hvers mánaðar (neðri mynd).

Landaður afli og brottkast

Löndunartölur eru fengnar frá Fiskistofu og löndunartölur vegna landana norskra eða færeyskra skipa eru fengnar frá Landhelgisgæslunni. Brottkast er bannað með lögum á Íslandi. Heimildir í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og tilfærsla á aflamarki milli tegunda og fiskveiðiára, eru taldar minnka hvata til brottkasts.

Gagnasöfnun úr lönduðum afla

Á árunum 1969-1997 var kvörnum safnað úr að meðaltali 500 steinbítum árlega, að undanskildum árunum 1970, 1973 og 1974 þegar engin söfnum fór fram. Árið 1999 var sýntaka úr lönduðum steinbítsafla aukin og á árunum 1999-2014 var safnað árlega kvörnum úr 1600-3000 steinbítum úr afla eða að meðaltali úr 2200 steinbítum árlega. Árið 2013 var söfnun úr lönduðum fiskafla endurskoðuð og minna safnað af steinbít en áður. Á árunum 2015-2021 var safnað árlega að meðaltali kvörnum úr rúmlega 1200 steinbítum. Árið 2023 var safnað kvörnum úr 1159 steinbítum sem var safnað í 58 sýnum, 12 úr línuafla, 21 úr botnvörpuafla og 25 úr dragnótarafla (Tafla 2 og Mynd 7).

Tafla. 2: Steinbítur. Fjöldi sýna og aldursgreindra fiska úr lönduðum steinbítsafla.
Ár Lína (Fjöldi sýna) Lína (fjöldi fiska) Botnvarpa (Fjöldi sýna) Botnvarpa (fjöldi fiska) Dragnót (fjöldi sýna) Dragnót (Fjöldi fiska)
2000 29 1395 18 752 4 200
2001 27 1343 11 509 3 150
2002 25 1240 16 645 2 100
2003 31 1525 20 899 6 300
2004 19 950 23 1060 8 400
2005 15 746 25 1202 6 292
2006 23 1110 21 1029 5 250
2007 18 900 25 1250 10 451
2008 19 950 25 1248 4 200
2009 16 800 20 999 4 200
2010 29 1669 19 1090 5 285
2011 14 750 15 778 9 550
2012 26 1300 14 700 7 350
2013 25 1249 14 691 4 200
2014 30 800 26 675 28 700
2015 25 625 19 479 19 474
2016 25 625 13 325 9 225
2017 23 575 9 220 6 150
2018 22 550 9 225 17 425
2019 22 550 11 276 20 500
2020 9 225 14 350 16 400
2021 14 350 25 625 15 375
2022 3 60 23 465 17 338
2023 12 240 21 420 25 499

Lengdardreifingar

Lengdardreifingar steinbíts úr lönduðum afla hefur verið tiltölulega stöðugar síðan árið 2005 (Mynd 7).

Mynd 7: Steinbítur. Lengdardreifingar steinbíts eftir veiðarfærum árin 2005-2023.

Aldurssamsetning í afla

Gögn um aldurssamsetingu í afla eru til frá árinu 1978. Meðalaldur hefur hækkað síðustu ár en 8-16 ára steinbítur er nú algengastur í veiði (Mynd 8 and Mynd 9).

Mynd 8: Steinbítur. Aldurskiptur afli. Súlur gefa til kynna afla í fjölda eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Mynd 9: Steinbítur. Samsetning heildarafla á ári skipt eftir árgangi.

Þyngd eftir afla úr veiðum

Gögn um meðalþyngd eftir aldri úr afla er sýnd á mynd Mynd 10. Meðalþyngdir eldri fiska í afla hafa verið yfir meðalþyngd síðustu ár (Mynd 10). Aflaþyngdir eru sýndar á Mynd 11.

Mynd 10: Steinbítur. Meðalþyngdir í afla eftir aldri. Súlur gefa til kynna frávik frá meðalþyngd eftir aldri (svört lína) og eru litaðar eftir árgangi.

Mynd 11: Steinbítur. Aflaþyndgir eftir aldri.

Afli og afli á sóknareiningu

Þegar afli á sóknareiningu (CPUE) er metinn er ekki tekið tillit til breytinga eins og framfara í tækni og veiðarfærum eða samsetningar og gerð veiðiskipa sem stunda veiðarnar. M.a. vegna þessa er CPUE yfirleitt ekki talinn nógu áreiðanlegur mælikvarði til að meta breytingar á stofnstærð. CPUE var metið fyrir línu (kg/1000 krókar) og fyrir botnvörpu (kg/togtími). Notuð voru gögn úr afladagbókum þar sem afli á steinbít í línulögn eða togi var meiri en 10 % af heildaraflanum og hins vegar þegar steinbítur var skráður afli. Afli á sóknareininingu er reiknaður fyrir hverja veiðiferð og fyrir hver ár er sýnt miðgildi allra veiðiferða (Mynd 12). Afli á sóknareiningu í botnvörpu, þar sem afli var >10 % af heildarafla, jókst frá um 138 til 300 kg/klst á árunum 2001-2005 og síðan hefur hann verið á bilinu 146-278 kg/klst (Mynd 12). Þar sem afli var >0 kg jókst afli á sóknareiningu frá sínu lægsta gildi árið 2001 (48 kg/klst), til þess hæsta árið 2003 (98 kg/klst). Síðan hefur hann sveiflast á milli 68-96 kg/klst án tilhneigingar til hækkunar eða lækkunar. Afli á sóknareiningu á línu þar sem afli var >10 % af heildarafla hefur sveiflast á bilinu 51-96 kg/1000 krókar (Mynd 12). Þar sem afli var >0 kg var hann hæstur árið 2001 (25 kg/1000 krókar) en hefur síðan hann farið stöðugt lækkandi.

Mynd 12: Steinbítur. Afli á sóknareiningu (kg/togtími) í botnvörpu (vinstri) og línu (hægri, kg/1000 krókar).

Gögn úr stofnmælingaleiðöngrum

Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og stofnmæling botnfiska að hausti (SMH) eru leiðangrar Hafrannsóknastofnunar sem framkvæmdir eru árlega, almennt í mars (SMB) og október (SMH), sá fyrrnefndi frá árinu 1985 en sá síðarnefndi frá árinu 1996. Árið 2000 var útbreiðslusvæði stöðva í SMH aukið og árið 2011 náðist ekki að ljúka verkefninu vegna verkfalls. SMB er talið ná vel utan um útbreiðslusvæði steinbíts og er talinn betri mælikvarði en SMH á fjölda og lífmassa steinbíts (Mynd 13 og Mynd 14).

Mynd 13: Steinbítur. Útbreiðsla og magn í stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) árið 2024 og að hausti (SMH) árið 2023. Gráir krossar sýna stöðvar þar sem engin steinbítur veiddist.

Vísitölur og útbreiðsla steinbíts í SMB og SMH

Vísitölur stofns (heildarlífmassa) og veiðistofns steinbíts lækkuðu frá 1985-1995. Árið 1996 hækkaði stofnvísitalan og var hún frekar há til ársins 1999, fór síðan lækkandi og var í sögulegu lágmarki á árunum 2010-2012, en hefur síðan farið hækkandi (Mynd 14). Vísitala veiðistofns hefur almennt farið hækkandi frá árinu 1995 en þó með miklum sveiflum. Nýliðunarvísitalan var há á árunum 1992-2003, en byrjaði að lækka eftir aldamótin á sama tíma og steinbítsveiðar togara á Látragrunni, helsta hrygningarsvæði steinbíts við Ísland, jukust á hrygningar- og klaktíma steinbíts. Nýliðunarvísitalan náði sögulegu lágmarki árið 2011 en hefur síðan farið hægt hækkandi. Í október árið 2010 var svæðið sem er friðað á Látragrunni á hrygningar- og klaktíma steinbíts stækkað úr 500 km2 í 1000 km2 og hugsanlega á það sinn þátt í hækkun nýliðunarvísitölunar frá árinu 2011.

Mynd 14: Steinbítur. Stofnvísitala (efri til vinstri), vísitala veiðistofns (≥60 cm, efri til hægri), vísitala stærri fiska (≥80 cm, neðri til vinstri) og nýliðunarvísitala (≤40 cm , neðri til hægri) úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB; blátt) og hausti (SMH; rautt), ásamt staðalfráviki.

Þegar SMB er framkvæmt í mars er steinbítur almennt á fæðusvæðum sínum, en þau eru á grunnslóð nálægt landi (Mynd 13). Mesti þéttleiki steinbíts í SMB hefur alltaf mælist við norðvestanvert landið (Mynd 15). Í SMH veiðist steinbítur almennt á meira dýpi en í SMB. SMH fer fram á hrygningartíma steinbíts, en almennt eru hrygningarsvæði steinbíts á meira dýpi en fæðusvæði hans. Frá árinu 2000 hefur mesti þéttleiki steinbíts alltaf mælst norðvestur og vestur af landinu, en aðalhrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni er norðarlega á vestursvæði (Mynd 13 og Mynd 15).

Mynd 15: Steinbítur.Dreifing stofnvísitölu í stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH).

Mynd 16: Steinbítur. Lengdardreifingar úr vor- og haustleiðangri.

Mynd 17: Steinbítur. Aldursskiptar fjöldavísitölur úr haustleiðangri (vinstri) og úr vorleiðangri (hægri). Súlur eru litaðar eftir árgangi. Athugið ólíkan skala á y-ás.

Stofnþyngdir eftir aldri

Meðalþyngdir eftir aldri úr leiðöngrum eru sýndar á Mynd 16. Stofnþyngdir stofnmats eru fengnar úr vorleiðangri og notaðar til að reikna meðalþyngdir eftir aldri í hrygningarstofni.

Mynd 18: Steinbítur. Meðalþyngd eftir aldri úr vorleiðangri. Svört lína er meðalþyngd. Súlur eri litaðar eftir árgangi.

Kynþroski og náttúrulegur dauði

Hrygnur hafa áreiðanlegari kynþroskastigs en hængar og því eru eingögnu kynþroskastig hrygna notuð í stofnmati. Gögn um þynþroska eru byggð á hrygnum sem veiddar voru í haustmælingum og í afla frá júní – desember. Út frá þessum gögnum er kynþroskinn nálægt 60 cm og um 10 ára aldur en er mjög breytilegur og erfitt að mæla. Hlutfall kynþroska eftir aldri hefur aukist undanfarin 20 ár hjá flestum aldurshópum (Mynd 19 og Mynd 20). Engar upplýsingar liggja fyrir um náttúrulegan dánartíðni. Til mats og ráðgjafar er náttúrulegur dánartíðni stilltur á 0.15 fyrir alla aldurshópa.

Mynd 19: Steinbítur. Kynþroski eftir aldri úr vorleiðangri. Súlur eru litaðar eftir árgangi. Gildin eru notuð til útreiknings á stærð hrygningarstofns

Mynd 20: Steinbítur.Hlutfall kynþroska eftir aldri úr vorleiðangri.

Greiningarmat með SAM líkani

Árið 2022 varð steinbítur við Ísland hluti af ráðgjafarferli Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eftir að viljayfirlýsing á milli Íslands og ICES var undirrituð þann 1. desember 2019 þar sem óskað var eftir mat yrði lagt á aflareglur fyrir keilu, löngu, steinbít og skarkola. Á rýnifundi vegna aflareglna í apríl 2022 var samþykkt að nota SAM líkan við stofnmat steinbíts (ICES 2022).

Inntaksgögn stofnmats

Stofnmatslíkanið er tölfræðilegt afla-aldurs líkan sem byggir á:

  • Gögnum um aldursskiptingu afla og landanir skv. löndunargögnum frá 1979

  • Gögn frá stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) frá 1985

  • Gögn frá stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) frá 2000

  • Nýliðun miðast við 4 ára fyrir hvert ár

Hámarksaldur í líkaninu er 16 þar sem fiskar 16 ára og eldi eru flokkaðir saman í hóp. Stofnmatið sýndi að hrygningarstofninn er frekar stöðugur yfir tímabilið en fiskveiðidauði hefur lækkað. Nýliðun hefur lækkað lítillega síðan 2001 en haldist stöðug. Náttúrulegur dauði (M) er settur sem 0.15 fyrir alla aldurshópa. Á rýnifundi voru önnur gildi fyrir náttúrulegan dauða prófuð en þau höfðu ekki áhrif á mátgæði líkansins og því var ákveðið að nota M=0.15

Greiningarmat á niðurstöðum stofnmats

Niðurstöður stofnmats eru sýndar í Tafla 5. Samsvörun líkans við afla eftir aldri og fjölda eftir aldri úr leiðöngrum eru sýnd á Mynd 21. Mátgæði eru mest við afla og SMB en mátgæði við SMH eru óáreiðanlegri en hefur þó svipað mynstur. Mátgæði við landanir eru breytileg en nýlegustu mát við aldurs-afla gögn eru betri.

Mynd 21: Steinbítur. Samsvörun líkans við vísitölur úr stofnmælingum að vori (SMB) og hausti (SMH) ásamt afla. Punktar sýna inntaksgögn; línur sýna niðurstöður líkans.

Mynd 22: Steinbítur. Samsvörun líkans landanir. Punktar sýna inntaksgögn; línur sýna niðurstöður líkans.

Niðurstöður stofnmats

Niðurstöður stofnmats sýna að stærð hrygningarstofns stækkaði mikið frá 1979-1988 en lækkaði eftir það til ársins 1994. Eftir það hefur hann hækkað stöðugt. Nýliðun var hæst árið 1994 en lækkaði eftir það til ársins 2012 en hefur hækkað eftir það. Fiskveiðidauði á stærri fiski (10-15 ára) hefur lækkað frá árinu 1992 (Mynd 23).

Mynd 23: Steinbítur. Niðurstöður úr SAM líkani: Metinn afli, meðal fiskveiðidauði 10-15 ára, hrygningarstofn og nýliðun 4 ára.

Endurlitsgreining

Niðurstöður endurlitsgreiningar eru sýndar á 16. mynd. Greiningin sýnir nokkuð stöðugt mat í seinustu fjórum lögunum. Mohn´s rho var metið -0.0428503 hjá hrygningarstofni, 0.0534171 fyrir fiskveiðidauða og -0.0694343 fyrir nýliðun (Mynd 24).

Mynd 24: Steinbítur. Endurlitsgreining sem sýnir stöðugleika í mati líkans fimm ár aftur í tímann. Niðurstöður eru sýndar fyrir afla, fiskveiðidánartölu 10-15 ára, nýliðun 4 ára og hrygningarstofn.

Hvorki leyfar nér ferilfrávik sýna mynstur (Mynd 25 and Mynd 26).

Mynd 25: Steinbítur. Leyfar SAM líkans.

Mynd 26: Steinbítur. Ferilfrávik SAM líkans.

Mynd 27: Steinbítur. Áætlaðar breytur líkans.

Viðmiðunarpunktar

Aflaregla fyrir steinbít var metin árið 2022 (WKICEMP, ICES 2022), og í samræmi við þá vinnu voru eftirfarandi viðmiðunarpunktar skilgreindir fyrir stofninn:

Tafla. 3: Steinbítur. Viðmiðunarpunktar, gildi og tæknileg atriði.
Rammi Viðmiðunarpunktar Gildi Tæknileg.atriði
Hámarksafrakstur MSY Btrigger 21000 Bpa
FMSY 0.2 Slembihermun (EqSim) með sundurliðuðu aðhvarfi fest á Blim.
Varúðarnálgun Blim 18500 Bloss (Hrygningarstofn árið 2002)
Bpa 21000 Blim x e1.645 * σB
Flim 0.33 Fiskveiðidauði sem í stókatísku jafnvægi mun leiða til miðgildis hrygningarstofns við Blim.
Fpa 0.2 Hámarksgildi fiskveiðidauða þar sem líkur eru á að hrygningarstofn fari niður fyrir Blim eru <5 %
Aflaregla MGT Btrigger 21000 Samkvæmt aflareglu
FMGT 0.2 Samkvæmt aflareglu

Aflaregla fyrir steinbít við Ísland

Ráðgjöf fyrir fiskveiðiár y/y+1 (1. september af ári y til 31. ágúst af ári y+1) byggir á fiskveiðidauða Fmgt = 0.20 fyrir aldur 10-15 ára aðlagað að hlutfalli SSB\(_{y}\)/MGT B\(_{trigger}\)r þegar SSB\(_y\) < MGT B\(_{trigger}\). Ráðgjöf miðar þannig að háum afrakstri á sama tíma og hún byggir á varúðarnálgun þar sem hún hefur í för með sér minni en 5 % líkur á að SSB < B\(_{lim}\) til miðlungs- og langstíma. WKICEMP (ICES 2022) ályktaði að aflareglan byggi á varúðarnálgun og sé í samræmi við ráðgjafarreglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma litið.

Stöðumat ráðgjafar

Minni fiskveiðidauði hefur leitt til jafnvægis í stærð veiðistofns og hrygningarstofns. Steinbítur vex hægt og verður kynþroska gamall; þess vegna er mikilvægt að viðhalda þeirri friðun sem þegar er á hrygningarsvæði steinbíts og jafnvel auka hana. Mikilvægt er að athuga hvort að smár steinbítur fyrirfinnist á einhverju svæði við Ísland í þeim mæli að friðun á því sé réttlætanleg

Stöðumat vistfræðiþekkingar

Mest veiðist af steinbít fyrir norðvestan og vestan land eða þar sem steinbítur vex hraðar en t.d. steinbítur norðaustur af landinu, væntanlega vegna hærri sjávarhita (Gunnarsson o. fl., 2006). Steinbítur sýnir mikla tryggð við hrygningarsvæði við Ísland þannig að stofninn gæti verið samsettur af stofneiningum sem eru að einhverju leyti erfðafræðilega ólíkar (Gunnarsson o.fl., 2019). Þrátt fyrir stöðugan lífmassa, gæti mikil sókn á vissu svæði gengið nærri slíkum stofneiningum og rýrt þar með erfðamengi steinbíts við Ísland

Fiskveiðistjórnun

Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæðinu við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hvert fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Steinbítur hefur verið hluti af fiskveiðistjórnunarkerfinu síðan fiskveiðiárið 1996/1997. Frá þeim tíma til fiskveiðiársins 2004/2005 var veiðin að meðaltali 5 % meiri en ráðlagður afli, þó sum ár væri hann minni. Á fiskveiðárunum 2005/2006 til 2011/2012 var árleg veiði að meðaltali um 34 % umfram ráðlagðan afla Hafrannsóknastofnunar (Tafla 4). Helstu ástæður fyrir þessari veiði umfram ráðgjöf voru að aflamark var talsvert hærra en ráðlagður afli og umtalsvert magn kvóta annara fisktegunda var breytt steinbítskvóta þ.e. tilfærsla milli tegunda, en fyrir utan þessi fiskveiðiár hefur tegundatilfærsla verið minni er 10 % (Mynd 28).

Mynd 28: Steinbítur. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla á milli ára (efri mynd): Nettó tilfærsla kvóta á viðkomandi fiskveiðiári (gæti innihaldið ónotaðar aflaheimildir). Tilfærsla milli ára (neðri mynd): jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á steinbít en neikvæð gildi tilfærslu keilukvóta á aðrar tegundir.

Tafla. 4: Steinbítur. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár Tillaga Aflamark Afli Íslendinga Afli annarra þjóða Heildarafli
1998/1999 13000 13000 13138 105 13139
1999/2000 13000 13000 14913 23 14913
2000/2001 13000 13000 18083 147 18083
2001/2002 13000 16100 13681 86 13681
2002/2003 15000 15000 16942 95 16943
2003/2004 15000 15000 13255 86 13255
2004/2005 13000 16000 14201 84 14201
2005/2006 13000 13000 16461 66 16461
2006/2007 12000 13000 15817 88 15817
2007/2008 11000 12500 15098 65 15098
2008/2009 12000 13000 15429 73 15429
2009/2010 10000 12000 13091 27 13091
2010/2011 8500 12000 11669 17 12078
2011/2012 7500 10500 10582 24 10582
2012/2013 7500 8500 8940 16 8940
2013/2014 7500 7500 7500 6 7530
2014/2015 7500 7500 7829 33 7862
2015/2016 8200 8200 8910 72 8982
2016/2017 8811 8811 7510 32 7542
2017/2018 8540 8540 9515 38 9553
2018/2019 9020 9020 9330 25 9355
2019/2020 8344 8344 7149 17 7166
2020/2021 8761 8761 8953 21 8974
2021/2022 8933 8933 8550 12 8562
2022/2023 8107 8107 8691 42 8733
2023/2024 8344 8344


2024/2025 9378



Samantekt ráðgjafar

Tafla. 5: Steinbítur. Yfirlit stofnmats
Ár Nýliðun (aldur 4) 2.5% neðri öryggismörk 97.5% efri öryggismörk 2.5% neðri öryggismörk SSB 97.5% efri öryggismörk 2.5% neðri öryggismörk Fiskveiðidauði (10-15 ára) 97.5% efri öryggismörk Afli (tonn)
1979 19159 15975 22978 13388 15377 17662 0.27 0.36 0.48 10775
1980 18158 15476 21305 13768 16059 18732 0.20 0.27 0.36 8857
1981 19048 16424 22092 15294 17869 20876 0.21 0.27 0.34 8621
1982 18926 16424 21810 16799 19574 22807 0.18 0.22 0.27 8435
1983 18405 16045 21112 19058 22037 25480 0.22 0.27 0.33 12214
1984 17204 15102 19597 20295 23206 26534 0.20 0.24 0.29 10249
1985 17367 15331 19674 21402 24274 27531 0.15 0.18 0.22 9708
1986 16931 14982 19133 23797 26852 30298 0.19 0.23 0.27 12147
1987 17651 15650 19907 25029 28104 31557 0.21 0.24 0.29 12605
1988 16941 15032 19092 25035 28037 31399 0.26 0.31 0.37 14611
1989 17416 15473 19604 23858 26488 29407 0.23 0.28 0.33 14128
1990 18888 16796 21239 24624 27115 29857 0.26 0.31 0.36 14534
1991 21063 18766 23642 24138 26581 29272 0.32 0.38 0.45 18015
1992 22515 20069 25260 20632 22849 25305 0.34 0.40 0.46 16079
1993 24200 21448 27304 17074 18979 21097 0.30 0.35 0.41 11112
1994 24832 21822 28257 15015 16630 18419 0.28 0.33 0.38 11344
1995 19108 17047 21417 15317 16830 18494 0.27 0.32 0.37 11393
1996 20278 18186 22611 16603 18054 19631 0.32 0.37 0.44 14781
1997 21395 19154 23897 17927 19262 20696 0.24 0.28 0.33 11737
1998 20610 18506 22954 18866 20143 21507 0.22 0.25 0.29 11995
1999 17322 15589 19249 19607 20958 22401 0.23 0.26 0.30 13961
2000 15993 14388 17777 19044 20391 21834 0.21 0.25 0.28 15101
2001 18466 16640 20494 18842 20229 21719 0.24 0.27 0.31 18169
2002 16637 14914 18558 18585 19956 21428 0.18 0.21 0.24 14385
2003 15942 14232 17857 21099 22718 24461 0.21 0.24 0.28 16536
2004 15749 14151 17528 22328 24089 25988 0.18 0.20 0.23 13260
2005 12692 11257 14310 21884 23609 25470 0.18 0.21 0.24 15294
2006 11786 10631 13067 21885 23622 25496 0.22 0.25 0.28 16488
2007 9691 8696 10800 22644 24399 26291 0.23 0.27 0.31 16204
2008 10239 9203 11390 23070 24881 26834 0.21 0.24 0.28 14694
2009 10725 9577 12012 22654 24455 26399 0.24 0.27 0.31 15280
2010 11349 10197 12632 20489 22174 23998 0.23 0.26 0.30 12634
2011 10229 9166 11415 19378 21074 22919 0.21 0.24 0.28 11372
2012 9229 8260 10313 18736 20393 22197 0.21 0.24 0.28 10217
2013 10099 9020 11306 18458 20135 21963 0.18 0.21 0.24 8798
2014 10389 9260 11656 18605 20291 22129 0.16 0.19 0.22 7328
2015 11249 9982 12676 21277 23183 25260 0.15 0.18 0.21 8041
2016 12307 10873 13931 23826 25954 28273 0.17 0.20 0.23 8699
2017 12982 11402 14780 25449 27767 30296 0.17 0.20 0.23 7275
2018 13728 11982 15728 24867 27179 29707 0.21 0.24 0.28 9694
2019 13986 12130 16126 24641 27086 29773 0.19 0.22 0.26 9215
2020 14242 12240 16573 24885 27500 30390 0.15 0.18 0.21 7340
2021 13946 11830 16441 27153 30180 33545 0.17 0.21 0.25 9063
2022 14992 12499 17981 28094 31447 35200 0.15 0.19 0.23 8739
2023 18790 15138 23322 29420 33215 37500 0.15 0.19 0.24 8774
2024 20256 15414 26621 30306 34565 39421 - - - -

Heimildir

Gunnarsson, Á., Hjörleifsson, E., Thórarinsson, K., Marteinsdóttir, G., 2006. Growth, maturity and fecundity of wolffish Anarhichas lupus L. in Icelandic waters. Journal of Fish Biology, 68, 1158-1176. doi: 10.1111/j.1095- 8649.2006.00990. Gunnarsson, Á., Sólmundsson, J., Björnsson, H., Sigurðsson, G., Pampoulie, C., 2019. Migration pattern and evidence of homing in Atlantic wolffish (Anarhichas lupus). Fisheries Research, 215. https://doi.org/10.1016/j.fishres.2019.03.001 ICES. 2022. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. 4:37. 271 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971