Almennt
Steinbítur er langvaxinn og hausstór fiskur með stórar vígtennur til að grípa bráð og sterka jaxla til að bryðja hana. Mest er af 50-80 cm steinbít í veiði, en stærsti steinbítur sem veiðst hefur við Ísland var 125 cm. Steinbítur er algengastur á landgrunninu NV af Íslandi. Almennt eru fæðusvæði steinbíts á leir og sandbotni á minna en 100 m dýpi, en á hrygningarsvæðum hans er botninn almennt grófari með holum eða gjótum á meira en 100 m dýpi. Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/steinbitur
Veiðar
Steinbítur veiðist mest NV og V af Íslandi, en hlutfall steinbítsafla jókst frá árinu 2008 til ársins 2015 á fyrrnefnda svæðinu og minnkaði á sama tíma á því síðarnefnda. Síðan hafa þessi hlutföll lítið breyst. Frá árinu 2008 hefur steinbítsafli á Látragrunni út af Breiðafirði, aðalhrygningasvæði steinbíts, minnkað m.a. vegna friðunaraðgerða (Mynd 1 og Mynd 2).
Landanir
Um 80 % af steinbít er veiddur á minna en 120 m dýpi. Hlutfall steinbítsafla sem veiddur var á minna en 60 m dýpi minnkaði á árunum 2003-2007, en síðan þá hefur það hækkað. Hlutfall steinbítsafla á 61-120 m dýpi hefur verið nokkuð stöðugt frá árinu 2000, en á dýpinu 121-180 m (á því dýpi er Látragrunn aðalhrygningarsvæði steinbíts), hækkaði hlutfallið á árunum 2003-2008 en hefur síðan lækkað (Mynd 3). Yfir 97 % af steinbítsafla er veiddur á línu (um 40-70 %), botntroll (20-50 %) og dragnót (5-30 %) (Mynd 4). Þetta hlutfall hefur verið nokkuð breytilegt í gegnum árin og á síðustu árum hefur hlutfall steinbíts sem fæst í dragnót farið hækkandi (Mynd 4 og Tafla 1).
Frá árinu 2001 hefur fjölda línubáta og togara sem veiddu ≥10 tonn á ári eða meira af steinbít fækkað, en fjöldi dragnótabáta verið nokkuð stöðugur; þeir voru fæstir 14 árið 2014 og flestir 40 árið 2004. Línubátum fækkaði úr 198 árið 2001 í 36 árið 2023 og togurum frá 76 á árinu 2000 í 49 árið 2023 (Tafla 1). Á árunum 1994-1995 voru meira en 500 skip og bátar skráðir fyrir 95 % af árlegum steinbítsafla á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir meiri afla fór þeim fækkandi og voru 148 árið 2011 (Mynd 5). Þó að afli hafi farið minnkandi, jókst fjöldi þeirra næstu ár eða til ársins 2014, en þá voru þeir 186. Síðan hefur þeim farið fækkandi og voru 105 árið 2023.
Ár | Fjöldi línu | Fjöldi botnvarpa | Fjöldi dragnóta | Fjöldi annarra veiðarfæra | Afli línu | Afli Botnvörpu | Afli dragnóta | Afli annarra veiðarfæra | Samtals |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1999 | 39 | 47 | 22 | 0 | 3244 | 2517 | 675 | 0 | 6437 |
2000 | 161 | 53 | 16 | 0 | 8687 | 3380 | 528 | 0 | 12595 |
2001 | 195 | 59 | 14 | 1 | 11267 | 3391 | 513 | 11 | 15182 |
2002 | 140 | 44 | 13 | 0 | 7773 | 3735 | 601 | 0 | 12110 |
2003 | 138 | 45 | 19 | 0 | 7785 | 5463 | 1066 | 0 | 14313 |
2004 | 103 | 34 | 29 | 0 | 4670 | 4773 | 1609 | 0 | 11052 |
2005 | 91 | 47 | 24 | 1 | 5445 | 6893 | 1140 | 30 | 13508 |
2006 | 120 | 48 | 25 | 0 | 6626 | 6286 | 1149 | 0 | 14061 |
2007 | 105 | 60 | 24 | 0 | 5259 | 7566 | 1338 | 0 | 14163 |
2008 | 87 | 60 | 22 | 3 | 4663 | 6960 | 1427 | 44 | 13093 |
2009 | 114 | 55 | 28 | 1 | 6708 | 5468 | 1205 | 10 | 13391 |
2010 | 74 | 46 | 20 | 3 | 5916 | 4436 | 842 | 92 | 11286 |
2011 | 64 | 37 | 18 | 0 | 5344 | 3565 | 1010 | 0 | 9918 |
2012 | 66 | 24 | 22 | 1 | 5328 | 2827 | 895 | 41 | 9091 |
2013 | 73 | 30 | 18 | 2 | 4652 | 2341 | 647 | 22 | 7662 |
2014 | 70 | 23 | 13 | 1 | 3681 | 1637 | 891 | 11 | 6220 |
2015 | 56 | 34 | 17 | 2 | 3989 | 1905 | 926 | 28 | 6848 |
2016 | 61 | 37 | 18 | 2 | 4848 | 1662 | 1127 | 25 | 7661 |
2017 | 59 | 28 | 18 | 2 | 3829 | 1102 | 1095 | 23 | 6049 |
2018 | 60 | 37 | 27 | 6 | 4923 | 1587 | 2186 | 74 | 8770 |
2019 | 64 | 34 | 21 | 1 | 4595 | 1630 | 2168 | 11 | 8404 |
2020 | 46 | 38 | 24 | 1 | 2491 | 2046 | 2040 | 11 | 6588 |
2021 | 45 | 48 | 22 | 0 | 3343 | 3021 | 2086 | 0 | 8451 |
2022 | 40 | 48 | 23 | 0 | 2706 | 2986 | 2275 | 0 | 7967 |
2023 | 36 | 49 | 20 | 0 | 3154 | 2756 | 2388 | 0 | 8298 |
Gögn um landaðan afla
Sýnasöfnun úr lönduðum afla er talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflu í veiðum (Mynd 6).
Landaður afli og brottkast
Löndunartölur eru fengnar frá Fiskistofu og löndunartölur vegna landana norskra eða færeyskra skipa eru fengnar frá Landhelgisgæslunni. Brottkast er bannað með lögum á Íslandi. Heimildir í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og tilfærsla á aflamarki milli tegunda og fiskveiðiára, eru taldar minnka hvata til brottkasts.
Gagnasöfnun úr lönduðum afla
Á árunum 1969-1997 var kvörnum safnað úr að meðaltali 500 steinbítum árlega, að undanskildum árunum 1970, 1973 og 1974 þegar engin söfnum fór fram. Árið 1999 var sýntaka úr lönduðum steinbítsafla aukin og á árunum 1999-2014 var safnað árlega kvörnum úr 1600-3000 steinbítum úr afla eða að meðaltali úr 2200 steinbítum árlega. Árið 2013 var söfnun úr lönduðum fiskafla endurskoðuð og minna safnað af steinbít en áður. Á árunum 2015-2021 var safnað árlega að meðaltali kvörnum úr rúmlega 1200 steinbítum. Árið 2023 var safnað kvörnum úr 1159 steinbítum sem var safnað í 58 sýnum, 12 úr línuafla, 21 úr botnvörpuafla og 25 úr dragnótarafla (Tafla 2 og Mynd 7).
Ár | Lína (Fjöldi sýna) | Lína (fjöldi fiska) | Botnvarpa (Fjöldi sýna) | Botnvarpa (fjöldi fiska) | Dragnót (fjöldi sýna) | Dragnót (Fjöldi fiska) |
---|---|---|---|---|---|---|
2000 | 29 | 1395 | 18 | 752 | 4 | 200 |
2001 | 27 | 1343 | 11 | 509 | 3 | 150 |
2002 | 25 | 1240 | 16 | 645 | 2 | 100 |
2003 | 31 | 1525 | 20 | 899 | 6 | 300 |
2004 | 19 | 950 | 23 | 1060 | 8 | 400 |
2005 | 15 | 746 | 25 | 1202 | 6 | 292 |
2006 | 23 | 1110 | 21 | 1029 | 5 | 250 |
2007 | 18 | 900 | 25 | 1250 | 10 | 451 |
2008 | 19 | 950 | 25 | 1248 | 4 | 200 |
2009 | 16 | 800 | 20 | 999 | 4 | 200 |
2010 | 29 | 1669 | 19 | 1090 | 5 | 285 |
2011 | 14 | 750 | 15 | 778 | 9 | 550 |
2012 | 26 | 1300 | 14 | 700 | 7 | 350 |
2013 | 25 | 1249 | 14 | 691 | 4 | 200 |
2014 | 30 | 800 | 26 | 675 | 28 | 700 |
2015 | 25 | 625 | 19 | 479 | 19 | 474 |
2016 | 25 | 625 | 13 | 325 | 9 | 225 |
2017 | 23 | 575 | 9 | 220 | 6 | 150 |
2018 | 22 | 550 | 9 | 225 | 17 | 425 |
2019 | 22 | 550 | 11 | 276 | 20 | 500 |
2020 | 9 | 225 | 14 | 350 | 16 | 400 |
2021 | 14 | 350 | 25 | 625 | 15 | 375 |
2022 | 3 | 60 | 23 | 465 | 17 | 338 |
2023 | 12 | 240 | 21 | 420 | 25 | 499 |
Lengdardreifingar
Lengdardreifingar steinbíts úr lönduðum afla hefur verið tiltölulega stöðugar síðan árið 2005 (Mynd 7).
Aldurssamsetning í afla
Gögn um aldurssamsetingu í afla eru til frá árinu 1978. Meðalaldur hefur hækkað síðustu ár en 8-16 ára steinbítur er nú algengastur í veiði (Mynd 8 and Mynd 9).
Þyngd eftir afla úr veiðum
Gögn um meðalþyngd eftir aldri úr afla er sýnd á mynd Mynd 10. Meðalþyngdir eldri fiska í afla hafa verið yfir meðalþyngd síðustu ár (Mynd 10). Aflaþyngdir eru sýndar á Mynd 11.
Afli og afli á sóknareiningu
Þegar afli á sóknareiningu (CPUE) er metinn er ekki tekið tillit til breytinga eins og framfara í tækni og veiðarfærum eða samsetningar og gerð veiðiskipa sem stunda veiðarnar. M.a. vegna þessa er CPUE yfirleitt ekki talinn nógu áreiðanlegur mælikvarði til að meta breytingar á stofnstærð. CPUE var metið fyrir línu (kg/1000 krókar) og fyrir botnvörpu (kg/togtími). Notuð voru gögn úr afladagbókum þar sem afli á steinbít í línulögn eða togi var meiri en 10 % af heildaraflanum og hins vegar þegar steinbítur var skráður afli. Afli á sóknareininingu er reiknaður fyrir hverja veiðiferð og fyrir hver ár er sýnt miðgildi allra veiðiferða (Mynd 12). Afli á sóknareiningu í botnvörpu, þar sem afli var >10 % af heildarafla, jókst frá um 138 til 300 kg/klst á árunum 2001-2005 og síðan hefur hann verið á bilinu 146-278 kg/klst (Mynd 12). Þar sem afli var >0 kg jókst afli á sóknareiningu frá sínu lægsta gildi árið 2001 (48 kg/klst), til þess hæsta árið 2003 (98 kg/klst). Síðan hefur hann sveiflast á milli 68-96 kg/klst án tilhneigingar til hækkunar eða lækkunar. Afli á sóknareiningu á línu þar sem afli var >10 % af heildarafla hefur sveiflast á bilinu 51-96 kg/1000 krókar (Mynd 12). Þar sem afli var >0 kg var hann hæstur árið 2001 (25 kg/1000 krókar) en hefur síðan hann farið stöðugt lækkandi.
Gögn úr stofnmælingaleiðöngrum
Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og stofnmæling botnfiska að hausti (SMH) eru leiðangrar Hafrannsóknastofnunar sem framkvæmdir eru árlega, almennt í mars (SMB) og október (SMH), sá fyrrnefndi frá árinu 1985 en sá síðarnefndi frá árinu 1996. Árið 2000 var útbreiðslusvæði stöðva í SMH aukið og árið 2011 náðist ekki að ljúka verkefninu vegna verkfalls. SMB er talið ná vel utan um útbreiðslusvæði steinbíts og er talinn betri mælikvarði en SMH á fjölda og lífmassa steinbíts (Mynd 13 og Mynd 14).
Vísitölur og útbreiðsla steinbíts í SMB og SMH
Vísitölur stofns (heildarlífmassa) og veiðistofns steinbíts lækkuðu frá 1985-1995. Árið 1996 hækkaði stofnvísitalan og var hún frekar há til ársins 1999, fór síðan lækkandi og var í sögulegu lágmarki á árunum 2010-2012, en hefur síðan farið hækkandi (Mynd 14). Vísitala veiðistofns hefur almennt farið hækkandi frá árinu 1995 en þó með miklum sveiflum. Nýliðunarvísitalan var há á árunum 1992-2003, en byrjaði að lækka eftir aldamótin á sama tíma og steinbítsveiðar togara á Látragrunni, helsta hrygningarsvæði steinbíts við Ísland, jukust á hrygningar- og klaktíma steinbíts. Nýliðunarvísitalan náði sögulegu lágmarki árið 2011 en hefur síðan farið hægt hækkandi. Í október árið 2010 var svæðið sem er friðað á Látragrunni á hrygningar- og klaktíma steinbíts stækkað úr 500 km2 í 1000 km2 og hugsanlega á það sinn þátt í hækkun nýliðunarvísitölunar frá árinu 2011.
Þegar SMB er framkvæmt í mars er steinbítur almennt á fæðusvæðum sínum, en þau eru á grunnslóð nálægt landi (Mynd 13). Mesti þéttleiki steinbíts í SMB hefur alltaf mælist við norðvestanvert landið (Mynd 15). Í SMH veiðist steinbítur almennt á meira dýpi en í SMB. SMH fer fram á hrygningartíma steinbíts, en almennt eru hrygningarsvæði steinbíts á meira dýpi en fæðusvæði hans. Frá árinu 2000 hefur mesti þéttleiki steinbíts alltaf mælst norðvestur og vestur af landinu, en aðalhrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni er norðarlega á vestursvæði (Mynd 13 og Mynd 15).
Stofnþyngdir eftir aldri
Meðalþyngdir eftir aldri úr leiðöngrum eru sýndar á Mynd 16. Stofnþyngdir stofnmats eru fengnar úr vorleiðangri og notaðar til að reikna meðalþyngdir eftir aldri í hrygningarstofni.
Kynþroski og náttúrulegur dauði
Hrygnur hafa áreiðanlegari kynþroskastigs en hængar og því eru eingögnu kynþroskastig hrygna notuð í stofnmati. Gögn um þynþroska eru byggð á hrygnum sem veiddar voru í haustmælingum og í afla frá júní – desember. Út frá þessum gögnum er kynþroskinn nálægt 60 cm og um 10 ára aldur en er mjög breytilegur og erfitt að mæla. Hlutfall kynþroska eftir aldri hefur aukist undanfarin 20 ár hjá flestum aldurshópum (Mynd 19 og Mynd 20). Engar upplýsingar liggja fyrir um náttúrulegan dánartíðni. Til mats og ráðgjafar er náttúrulegur dánartíðni stilltur á 0.15 fyrir alla aldurshópa.
Greiningarmat með SAM líkani
Árið 2022 varð steinbítur við Ísland hluti af ráðgjafarferli Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eftir að viljayfirlýsing á milli Íslands og ICES var undirrituð þann 1. desember 2019 þar sem óskað var eftir mat yrði lagt á aflareglur fyrir keilu, löngu, steinbít og skarkola. Á rýnifundi vegna aflareglna í apríl 2022 var samþykkt að nota SAM líkan við stofnmat steinbíts (ICES 2022).
Inntaksgögn stofnmats
Stofnmatslíkanið er tölfræðilegt afla-aldurs líkan sem byggir á:
Gögnum um aldursskiptingu afla og landanir skv. löndunargögnum frá 1979
Gögn frá stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) frá 1985
Gögn frá stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) frá 2000
Nýliðun miðast við 4 ára fyrir hvert ár
Hámarksaldur í líkaninu er 16 þar sem fiskar 16 ára og eldi eru flokkaðir saman í hóp. Stofnmatið sýndi að hrygningarstofninn er frekar stöðugur yfir tímabilið en fiskveiðidauði hefur lækkað. Nýliðun hefur lækkað lítillega síðan 2001 en haldist stöðug. Náttúrulegur dauði (M) er settur sem 0.15 fyrir alla aldurshópa. Á rýnifundi voru önnur gildi fyrir náttúrulegan dauða prófuð en þau höfðu ekki áhrif á mátgæði líkansins og því var ákveðið að nota M=0.15
Greiningarmat á niðurstöðum stofnmats
Niðurstöður stofnmats eru sýndar í Tafla 5. Samsvörun líkans við afla eftir aldri og fjölda eftir aldri úr leiðöngrum eru sýnd á Mynd 21. Mátgæði eru mest við afla og SMB en mátgæði við SMH eru óáreiðanlegri en hefur þó svipað mynstur. Mátgæði við landanir eru breytileg en nýlegustu mát við aldurs-afla gögn eru betri.
Niðurstöður stofnmats
Niðurstöður stofnmats sýna að stærð hrygningarstofns stækkaði mikið frá 1979-1988 en lækkaði eftir það til ársins 1994. Eftir það hefur hann hækkað stöðugt. Nýliðun var hæst árið 1994 en lækkaði eftir það til ársins 2012 en hefur hækkað eftir það. Fiskveiðidauði á stærri fiski (10-15 ára) hefur lækkað frá árinu 1992 (Mynd 23).
Endurlitsgreining
Niðurstöður endurlitsgreiningar eru sýndar á 16. mynd. Greiningin sýnir nokkuð stöðugt mat í seinustu fjórum lögunum. Mohn´s rho var metið -0.0428503 hjá hrygningarstofni, 0.0534171 fyrir fiskveiðidauða og -0.0694343 fyrir nýliðun (Mynd 24).
Hvorki leyfar nér ferilfrávik sýna mynstur (Mynd 25 and Mynd 26).
Viðmiðunarpunktar
Aflaregla fyrir steinbít var metin árið 2022 (WKICEMP, ICES 2022), og í samræmi við þá vinnu voru eftirfarandi viðmiðunarpunktar skilgreindir fyrir stofninn:
Rammi | Viðmiðunarpunktar | Gildi | Tæknileg.atriði |
---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 21000 | Bpa |
FMSY | 0.2 | Slembihermun (EqSim) með sundurliðuðu aðhvarfi fest á Blim. | |
Varúðarnálgun | Blim | 18500 | Bloss (Hrygningarstofn árið 2002) |
Bpa | 21000 | Blim x e1.645 * σB | |
Flim | 0.33 | Fiskveiðidauði sem í stókatísku jafnvægi mun leiða til miðgildis hrygningarstofns við Blim. | |
Fpa | 0.2 | Hámarksgildi fiskveiðidauða þar sem líkur eru á að hrygningarstofn fari niður fyrir Blim eru <5 % | |
Aflaregla | MGT Btrigger | 21000 | Samkvæmt aflareglu |
FMGT | 0.2 | Samkvæmt aflareglu |
Aflaregla fyrir steinbít við Ísland
Ráðgjöf fyrir fiskveiðiár y/y+1 (1. september af ári y til 31. ágúst af ári y+1) byggir á fiskveiðidauða Fmgt = 0.20 fyrir aldur 10-15 ára aðlagað að hlutfalli SSB\(_{y}\)/MGT B\(_{trigger}\)r þegar SSB\(_y\) < MGT B\(_{trigger}\). Ráðgjöf miðar þannig að háum afrakstri á sama tíma og hún byggir á varúðarnálgun þar sem hún hefur í för með sér minni en 5 % líkur á að SSB < B\(_{lim}\) til miðlungs- og langstíma. WKICEMP (ICES 2022) ályktaði að aflareglan byggi á varúðarnálgun og sé í samræmi við ráðgjafarreglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma litið.
Stöðumat ráðgjafar
Minni fiskveiðidauði hefur leitt til jafnvægis í stærð veiðistofns og hrygningarstofns. Steinbítur vex hægt og verður kynþroska gamall; þess vegna er mikilvægt að viðhalda þeirri friðun sem þegar er á hrygningarsvæði steinbíts og jafnvel auka hana. Mikilvægt er að athuga hvort að smár steinbítur fyrirfinnist á einhverju svæði við Ísland í þeim mæli að friðun á því sé réttlætanleg
Stöðumat vistfræðiþekkingar
Mest veiðist af steinbít fyrir norðvestan og vestan land eða þar sem steinbítur vex hraðar en t.d. steinbítur norðaustur af landinu, væntanlega vegna hærri sjávarhita (Gunnarsson o. fl., 2006). Steinbítur sýnir mikla tryggð við hrygningarsvæði við Ísland þannig að stofninn gæti verið samsettur af stofneiningum sem eru að einhverju leyti erfðafræðilega ólíkar (Gunnarsson o.fl., 2019). Þrátt fyrir stöðugan lífmassa, gæti mikil sókn á vissu svæði gengið nærri slíkum stofneiningum og rýrt þar með erfðamengi steinbíts við Ísland
Fiskveiðistjórnun
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæðinu við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hvert fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Steinbítur hefur verið hluti af fiskveiðistjórnunarkerfinu síðan fiskveiðiárið 1996/1997. Frá þeim tíma til fiskveiðiársins 2004/2005 var veiðin að meðaltali 5 % meiri en ráðlagður afli, þó sum ár væri hann minni. Á fiskveiðárunum 2005/2006 til 2011/2012 var árleg veiði að meðaltali um 34 % umfram ráðlagðan afla Hafrannsóknastofnunar (Tafla 4). Helstu ástæður fyrir þessari veiði umfram ráðgjöf voru að aflamark var talsvert hærra en ráðlagður afli og umtalsvert magn kvóta annara fisktegunda var breytt steinbítskvóta þ.e. tilfærsla milli tegunda, en fyrir utan þessi fiskveiðiár hefur tegundatilfærsla verið minni er 10 % (Mynd 28).
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli Íslendinga | Afli annarra þjóða | Heildarafli |
---|---|---|---|---|---|
1998/1999 | 13000 | 13000 | 13138 | 105 | 13139 |
1999/2000 | 13000 | 13000 | 14913 | 23 | 14913 |
2000/2001 | 13000 | 13000 | 18083 | 147 | 18083 |
2001/2002 | 13000 | 16100 | 13681 | 86 | 13681 |
2002/2003 | 15000 | 15000 | 16942 | 95 | 16943 |
2003/2004 | 15000 | 15000 | 13255 | 86 | 13255 |
2004/2005 | 13000 | 16000 | 14201 | 84 | 14201 |
2005/2006 | 13000 | 13000 | 16461 | 66 | 16461 |
2006/2007 | 12000 | 13000 | 15817 | 88 | 15817 |
2007/2008 | 11000 | 12500 | 15098 | 65 | 15098 |
2008/2009 | 12000 | 13000 | 15429 | 73 | 15429 |
2009/2010 | 10000 | 12000 | 13091 | 27 | 13091 |
2010/2011 | 8500 | 12000 | 11669 | 17 | 12078 |
2011/2012 | 7500 | 10500 | 10582 | 24 | 10582 |
2012/2013 | 7500 | 8500 | 8940 | 16 | 8940 |
2013/2014 | 7500 | 7500 | 7500 | 6 | 7530 |
2014/2015 | 7500 | 7500 | 7829 | 33 | 7862 |
2015/2016 | 8200 | 8200 | 8910 | 72 | 8982 |
2016/2017 | 8811 | 8811 | 7510 | 32 | 7542 |
2017/2018 | 8540 | 8540 | 9515 | 38 | 9553 |
2018/2019 | 9020 | 9020 | 9330 | 25 | 9355 |
2019/2020 | 8344 | 8344 | 7149 | 17 | 7166 |
2020/2021 | 8761 | 8761 | 8953 | 21 | 8974 |
2021/2022 | 8933 | 8933 | 8550 | 12 | 8562 |
2022/2023 | 8107 | 8107 | 8691 | 42 | 8733 |
2023/2024 | 8344 | 8344 | |||
2024/2025 | 9378 |
Samantekt ráðgjafar
Ár | Nýliðun (aldur 4) | 2.5% neðri öryggismörk | 97.5% efri öryggismörk | 2.5% neðri öryggismörk | SSB | 97.5% efri öryggismörk | 2.5% neðri öryggismörk | Fiskveiðidauði (10-15 ára) | 97.5% efri öryggismörk | Afli (tonn) |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1979 | 19159 | 15975 | 22978 | 13388 | 15377 | 17662 | 0.27 | 0.36 | 0.48 | 10775 |
1980 | 18158 | 15476 | 21305 | 13768 | 16059 | 18732 | 0.20 | 0.27 | 0.36 | 8857 |
1981 | 19048 | 16424 | 22092 | 15294 | 17869 | 20876 | 0.21 | 0.27 | 0.34 | 8621 |
1982 | 18926 | 16424 | 21810 | 16799 | 19574 | 22807 | 0.18 | 0.22 | 0.27 | 8435 |
1983 | 18405 | 16045 | 21112 | 19058 | 22037 | 25480 | 0.22 | 0.27 | 0.33 | 12214 |
1984 | 17204 | 15102 | 19597 | 20295 | 23206 | 26534 | 0.20 | 0.24 | 0.29 | 10249 |
1985 | 17367 | 15331 | 19674 | 21402 | 24274 | 27531 | 0.15 | 0.18 | 0.22 | 9708 |
1986 | 16931 | 14982 | 19133 | 23797 | 26852 | 30298 | 0.19 | 0.23 | 0.27 | 12147 |
1987 | 17651 | 15650 | 19907 | 25029 | 28104 | 31557 | 0.21 | 0.24 | 0.29 | 12605 |
1988 | 16941 | 15032 | 19092 | 25035 | 28037 | 31399 | 0.26 | 0.31 | 0.37 | 14611 |
1989 | 17416 | 15473 | 19604 | 23858 | 26488 | 29407 | 0.23 | 0.28 | 0.33 | 14128 |
1990 | 18888 | 16796 | 21239 | 24624 | 27115 | 29857 | 0.26 | 0.31 | 0.36 | 14534 |
1991 | 21063 | 18766 | 23642 | 24138 | 26581 | 29272 | 0.32 | 0.38 | 0.45 | 18015 |
1992 | 22515 | 20069 | 25260 | 20632 | 22849 | 25305 | 0.34 | 0.40 | 0.46 | 16079 |
1993 | 24200 | 21448 | 27304 | 17074 | 18979 | 21097 | 0.30 | 0.35 | 0.41 | 11112 |
1994 | 24832 | 21822 | 28257 | 15015 | 16630 | 18419 | 0.28 | 0.33 | 0.38 | 11344 |
1995 | 19108 | 17047 | 21417 | 15317 | 16830 | 18494 | 0.27 | 0.32 | 0.37 | 11393 |
1996 | 20278 | 18186 | 22611 | 16603 | 18054 | 19631 | 0.32 | 0.37 | 0.44 | 14781 |
1997 | 21395 | 19154 | 23897 | 17927 | 19262 | 20696 | 0.24 | 0.28 | 0.33 | 11737 |
1998 | 20610 | 18506 | 22954 | 18866 | 20143 | 21507 | 0.22 | 0.25 | 0.29 | 11995 |
1999 | 17322 | 15589 | 19249 | 19607 | 20958 | 22401 | 0.23 | 0.26 | 0.30 | 13961 |
2000 | 15993 | 14388 | 17777 | 19044 | 20391 | 21834 | 0.21 | 0.25 | 0.28 | 15101 |
2001 | 18466 | 16640 | 20494 | 18842 | 20229 | 21719 | 0.24 | 0.27 | 0.31 | 18169 |
2002 | 16637 | 14914 | 18558 | 18585 | 19956 | 21428 | 0.18 | 0.21 | 0.24 | 14385 |
2003 | 15942 | 14232 | 17857 | 21099 | 22718 | 24461 | 0.21 | 0.24 | 0.28 | 16536 |
2004 | 15749 | 14151 | 17528 | 22328 | 24089 | 25988 | 0.18 | 0.20 | 0.23 | 13260 |
2005 | 12692 | 11257 | 14310 | 21884 | 23609 | 25470 | 0.18 | 0.21 | 0.24 | 15294 |
2006 | 11786 | 10631 | 13067 | 21885 | 23622 | 25496 | 0.22 | 0.25 | 0.28 | 16488 |
2007 | 9691 | 8696 | 10800 | 22644 | 24399 | 26291 | 0.23 | 0.27 | 0.31 | 16204 |
2008 | 10239 | 9203 | 11390 | 23070 | 24881 | 26834 | 0.21 | 0.24 | 0.28 | 14694 |
2009 | 10725 | 9577 | 12012 | 22654 | 24455 | 26399 | 0.24 | 0.27 | 0.31 | 15280 |
2010 | 11349 | 10197 | 12632 | 20489 | 22174 | 23998 | 0.23 | 0.26 | 0.30 | 12634 |
2011 | 10229 | 9166 | 11415 | 19378 | 21074 | 22919 | 0.21 | 0.24 | 0.28 | 11372 |
2012 | 9229 | 8260 | 10313 | 18736 | 20393 | 22197 | 0.21 | 0.24 | 0.28 | 10217 |
2013 | 10099 | 9020 | 11306 | 18458 | 20135 | 21963 | 0.18 | 0.21 | 0.24 | 8798 |
2014 | 10389 | 9260 | 11656 | 18605 | 20291 | 22129 | 0.16 | 0.19 | 0.22 | 7328 |
2015 | 11249 | 9982 | 12676 | 21277 | 23183 | 25260 | 0.15 | 0.18 | 0.21 | 8041 |
2016 | 12307 | 10873 | 13931 | 23826 | 25954 | 28273 | 0.17 | 0.20 | 0.23 | 8699 |
2017 | 12982 | 11402 | 14780 | 25449 | 27767 | 30296 | 0.17 | 0.20 | 0.23 | 7275 |
2018 | 13728 | 11982 | 15728 | 24867 | 27179 | 29707 | 0.21 | 0.24 | 0.28 | 9694 |
2019 | 13986 | 12130 | 16126 | 24641 | 27086 | 29773 | 0.19 | 0.22 | 0.26 | 9215 |
2020 | 14242 | 12240 | 16573 | 24885 | 27500 | 30390 | 0.15 | 0.18 | 0.21 | 7340 |
2021 | 13946 | 11830 | 16441 | 27153 | 30180 | 33545 | 0.17 | 0.21 | 0.25 | 9063 |
2022 | 14992 | 12499 | 17981 | 28094 | 31447 | 35200 | 0.15 | 0.19 | 0.23 | 8739 |
2023 | 18790 | 15138 | 23322 | 29420 | 33215 | 37500 | 0.15 | 0.19 | 0.24 | 8774 |
2024 | 20256 | 15414 | 26621 | 30306 | 34565 | 39421 | - | - | - | - |
Heimildir
Gunnarsson, Á., Hjörleifsson, E., Thórarinsson, K., Marteinsdóttir, G., 2006. Growth, maturity and fecundity of wolffish Anarhichas lupus L. in Icelandic waters. Journal of Fish Biology, 68, 1158-1176. doi: 10.1111/j.1095- 8649.2006.00990. Gunnarsson, Á., Sólmundsson, J., Björnsson, H., Sigurðsson, G., Pampoulie, C., 2019. Migration pattern and evidence of homing in Atlantic wolffish (Anarhichas lupus). Fisheries Research, 215. https://doi.org/10.1016/j.fishres.2019.03.001 ICES. 2022. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. 4:37. 271 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971