KEILA

Brosme brosme


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Keila er botnfiskategund sem finnst oftast stök eða í litlum hópum á hörðum botni, aðallega grynnra en 400 m. Keila étur krabbadýr, skelfisk og aðra botnfiska. Á Íslandsmiðum getur keila orðið allt að 100 cm löng og náð 20 ára aldri, en vegna erfiðleika við aldurslestur kvarna yfir 10 ára er mikil óvissa í aldursgreiningum.

Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/keila

Veiðar

Keila við Ísland er aðallega veidd á línu af Íslendingum, Færeyingum og Norðmönnum. Á milli 150-240 íslenskir línubátar tilkynna veiðar á keilu en ~100 bátar til viðbótar landa keilu sem meðafla (Tafla 1). Mun minna veiðist af keilu í önnur veiðarfæri eða einungis 3 % heildaraflans (botnvarpa og net). Fjöldi línubáta sem tilkynntu um keiluafla minnkaði úr 308 í 255 frá 2007-2008 og hefur farið minnkandi síðan. Mest af keilu veiðist á dýpi minna en 300 m og helstu veiðisvæði samkvæmt afladagbókum er á landgrunninu sunnan-, suðvestan- og vestanlands (Mynd 1 - Mynd 4).

Keila veidd við Grænland fæst aðallega sem meðafli á línu og í botnvörpu á breiddargráðum 63°-66°N og lengdargráðum 32°-40°V, töluvert frá lögsögu Íslands.

Mynd 1: Keila. Landaður afli íslenskra skipa við Ísland (svæði 5a), erlendra skipa við Ísland og við Grænland (svæði 14).

Tafla. 1: Keila. Fjöldi Íslenskra báta sem skrá keiluafla á Íslandmiðum og afli eftir veiðarfærum samkvæmt afladagbókum.
Ár Fj. botnvarpa Fj. net Fj. lína Botnvarpa Net Lína Annað Heildarafli
2000 120 175 370 100 44 4564 29 5114
2001 108 224 350 87 63 3248 24 4838
2002 103 174 304 88 93 3722 17 5563
2003 97 148 305 65 41 3941 11 5598
2004 90 129 303 92 28 3007 8 4830
2005 87 101 324 115 19 3398 7 5044
2006 85 82 338 100 40 4912 7 6601
2007 74 65 308 104 38 5834 11 7537
2008 75 59 255 126 42 6762 7 8629
2009 75 65 239 115 72 6757 9 8679
2010 70 62 228 97 52 6761 9 8976
2011 63 54 221 72 24 5742 9 7701
2012 65 68 228 64 13 6255 13 7872
2013 66 43 233 76 15 4911 12 6302
2014 62 43 249 87 18 6045 12 6163
2015 55 32 228 71 7 4745 13 4835
2016 59 32 206 61 6 3420 7 3494
2017 52 31 180 48 5 2481 5 2540
2018 55 27 158 83 8 2840 4 2940
2019 49 23 154 103 7 3323 9 3445
2020 55 23 126 108 31 3037 9 3187
2021 51 18 123 112 12 2649 5 2779
2022 51 26 109 110 17 2446 4 2577
2023 53 32 94 91 10 2939 5 3046

Mynd 2: Keila. Dýpi samkvæmt afladagbókum íslenskra skipa.

Mynd 3: Keila. Afli eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis samkvæmt afladagbókum.

Mynd 4: Keila. Útbreiðsla veiða við Ísland eftir árum samkvæmt afladagbókum.

Aflaþróun og brottkast

Frá 2000-2010 jókst heildarafli á keilu á Íslandsmiðum (ICES svæði 5.a) stöðugt en dróst saman eftir það og var um 3046 tonn árið 2023 (Mynd 4, (Tafla 1). Afli erlendra skipa (aðallega færeyskra og norskra) á Íslandsmiðum hefur alltaf verið töluverður en til 1990 var á milli 40-70 % heildaraflans á Íslands­miðum veiddur af erlendum skipum, þá aðallega færeyskum. Hlutfall erlendra skipa lækkaði eftir það og hefur haldist á bilinu 10-30 % síðan 1991 (Tafla 2).

Afli á Grænlandsmiðum (ICES svæði 14) hefur alltaf verið töluvert minni en á Íslandsmiðum og sjaldan verið yfir 100 tonnum (Tafla 2). Hins vegar var um 1600 tonnum landað árið 2015 og hefur afli verið töluverður síðan þá. Þessi þróun endurspeglast í aflagögnum frá ICES svæði 14 sem fengin eru frá Náttúru­auðlindastofnun Grænlands (WGDEEP, 2019:WD06). Árið 2023 var 764 tonnum landað af keilu af grænlensku hafsvæði, aðallega veitt af færeyskum og grænlenskum skipum (Tafla 2).

Skráningar landana íslenskra fiskiskipa eru í höndum Fiskistofu en landanir norskra og færeyskra fiskiskipa eru í höndum Landhelgisgæslunnar. Brottkast við bolfiskveiðar á Íslandsmiðum er bannað með lögum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um brottkast á keilu (línuveiðar) en það er talið vera mjög lágt (<1 %) (WGDEEP, 2011:WD02). Aðgerðir í fiskveiðistjórnun (tegundatilfærsla í kvótakerfi) eru taldar minnka brottkast í blönduðum veiðum.

Gögn um landanir á Grænlandsmiðum eru fengin úr STATLANT gagnagrunninum. Engin gögn eru til um brottkast á Grænlandsmiðum.

Tafla. 2: Keila. Afli á Íslandsmiðum eftir þjóðum.
Ár Færeyjar Þýskaland Ísland Noregur Bretland Heildarafli
1980 2873 0 3089 928 0 6890
1981 2624 0 2827 1025 0 6476
1982 2410 0 2804 666 0 5880
1983 4046 0 3469 772 0 8287
1984 2008 0 3430 254 0 5692
1985 1885 0 3068 111 0 5064
1986 2811 0 2549 21 0 5381
1987 2638 0 2984 19 0 5641
1988 3757 0 3078 20 0 6855
1989 3908 0 3131 10 0 7049
1990 2475 0 4813 0 0 7288
1991 2286 0 6439 0 0 8725
1992 1567 0 6437 0 0 8004
1993 1329 0 4746 0 0 6075
1994 1212 0 4612 0 0 5824
1995 979 1 5245 0 0 6225
1996 872 1 5226 3 0 6102
1997 575 0 4819 0 0 5394
1998 1052 1 4118 0 0 5171
1999 1035 2 5794 391 2 7224
2000 1154 0 4714 374 2 6244
2001 1125 1 3392 285 5 4808
2002 1269 0 3840 372 2 5483
2003 1163 1 4028 373 2 5567
2004 1478 1 3126 214 2 4821
2005 1157 3 3539 303 41 5043
2006 1239 2 5054 299 2 6596
2007 1250 0 5984 300 1 7535
2008 959 0 6932 284 0 8175
2009 997 0 6955 300 0 8252
2010 1794 0 6919 263 0 8976
2011 1347 0 5845 198 0 7390
2012 1203 0 6341 217 0 7761
2013 1092 0 4973 192 0 6257
2014 728 0 4995 306 0 6029
2015 625 0 4000 198 0 4823
2016 543 0 2649 302 0 3494
2017 492 0 1833 216 0 2540
2018 517 0 2097 326 0 2940
2019 549 0 2579 316 0 3444
2020 558 0 2590 272 0 3420
2021 341 0 2049 389 0 2780
2022 288 0 1932 357 0 2577
2023 336 0 2399 311 0 3046
Tafla. 3: Keila. Afli á Grænlandsmiðum eftir þjóðum.
Ár Færeyjar Noregur Ísland Rússland Spánn Grænland Þýskaland Bretland total
1978 0 38 0 0 0 0 47 0 85
1979 0 0 0 0 0 0 27 0 27
1980 0 0 0 0 0 0 13 0 13
1981 110 0 0 0 0 0 10 0 120
1982 0 0 0 0 0 0 10 0 10
1983 74 0 0 0 0 0 11 0 85
1984 0 58 0 0 0 0 5 0 63
1985 0 0 0 0 0 0 4 0 4
1986 33 0 0 0 0 0 2 0 35
1987 13 0 0 0 0 0 2 0 15
1988 19 0 0 0 0 0 2 0 21
1989 13 0 0 0 0 0 1 0 14
1990 0 7 0 0 0 0 2 0 9
1991 0 68 0 0 0 0 2 1 71
1992 0 120 3 0 0 0 0 0 123
1993 0 39 1 0 0 0 0 0 40
1994 0 16 0 0 0 0 0 0 16
1995 0 30 0 0 0 0 0 0 30
1996 0 157 0 0 0 0 0 0 157
1997 0 9 10 0 0 0 0 0 19
1998 0 12 0 0 0 0 0 0 12
1999 0 8 0 0 0 0 0 0 8
2000 0 11 11 0 3 0 0 0 25
2001 3 69 20 0 0 0 0 0 92
2002 4 30 86 0 0 0 0 0 120
2003 0 88 2 0 0 0 0 0 90
2004 0 40 0 0 0 0 0 0 40
2005 7 41 0 8 0 0 0 0 56
2006 3 19 0 51 0 0 0 0 73
2007 0 40 0 6 0 0 0 0 46
2008 0 7 0 0 0 33 0 0 40
2009 12 5 0 11 0 15 0 0 43
2010 7 5 0 0 0 0 0 0 12
2011 20 24 131 0 0 0 0 0 175
2012 33 46 174 0 0 0 0 0 253
2013 2 24 401 0 0 0 0 0 427
2014 145 35 0 0 0 74 0 0 254
2015 759 55 0 0 0 784 0 0 1598
2016 243 178 0 0 0 182 3 0 606
2017 281 141 0 0 0 358 0 0 780
2018 345 228 0 0 0 108 0 0 681
2019 41 458 0 0 0 66 1 0 566
2020 64 114 0 0 0 45 2 0 225
2021 260 380 0 0 0 59 2 0 701
2022 35 558 0 0 0 87 1 0 681
2023 170 479 0 0 0 115 0 0 764

Sýnataka úr afla

Sýnasöfnun er almennt talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflur veiða (Mynd 5).

Mynd 5: Keila. Staðsetning sýnatökustöðva (stjörnur) og útbreiðsla veiða árið 2023. Öll veiðarfæri samanlagt.

Tafla. 4: Keila. Fjöldi lengdarsmældra fiska úr afla.
Ár Botnvarpa Dragnót Net Lína Annað
2000 0 0 0 2995 0
2001 0 0 0 3097 151
2002 0 0 0 2843 0
2003 0 0 0 8444 0
2004 150 0 0 3809 0
2005 21 0 0 5820 0
2006 472 0 0 4861 0
2007 150 0 167 11936 0
2008 0 0 0 20963 0
2009 0 0 0 21451 0
2010 0 0 0 9084 0
2011 0 0 0 8158 0
2012 150 0 0 11867 0
2013 0 150 0 6469 0
2014 0 0 0 11748 0
2015 0 0 0 4821 0
2016 0 0 0 4844 0
2017 0 0 0 1710 0
2018 0 0 0 2781 0
2019 0 0 0 2952 0
2020 1 0 0 2336 0
2021 0 0 0 1499 26
2022 83 0 0 682 461
2023 0 0 0 2671 0

Lengdarsamsetning

Yfirlit sýnasöfnunar frá svæði 5.a (Íslandsmið) eru í Tafla 4. Flestar mælinganna eru frá línuveiðum. Fjöldi mælinga jókst árið 2007 úr um 5000 í rúm 12000 lengdamældra fiska. Fjöldi mælinga lækkaði eftir það og var um 2671 fiskar árið 2023. Lengdardreifing úr línuveiðum er sýnd á Mynd 6. Engin lengdargögn eru frá svæði 14.

Mynd 6: Keila. Lengdardreifing úr afla Íslendinga.

Aldurssamsetning

Í Tafla 5 sést söfnun aldursgagna á svæði 5.a við Ísland úr línuveiðum og úr stofnmælingu botnfiska (SMB) árin 2008-2023. Síðan 2010 hefur verið lögð meiri áhersla á að aldursgreina keilukvarnir til notkunar í stofnmati og nú eru til aldursgreiningar frá síðustu áratugum. Mynd 7 sýnir aldursskiptan afla eftir árum. Árið 2023 voru tveir elstu aldurshóparnir algengastur í veiði (Mynd 7 og Mynd 8).

Mynd 7: Keila. Aldurskiptur afli. Súlur gefa til kynna afla í fjölda eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi

Mynd 8: Keila. Samsetning heildarafla á ári skipt eftir árgangi

Tafla. 5: Keila. Fjöldi sýna og aldurslesinna kvarna úr afla og úr stofnmælingu botnfiska (SMB).
Ár Fjöldi sýna úr afla Fjöldi lesinna kvarna úr afla Fjöldi sýna (SMB) Fjöldi lesinna kvarna (SMB)
2008 32 1600 282 475
2009 27 1350 277 434
2010 29 1449 241 363
2011 28 1400 270 728
2012 35 1750 285 750
2013 23 1150 275 536
2014 28 620 241 559
2015 26 555 260 573
2016 14 290 259 676
2017 8 160 245 571
2018 9 180 247 549
2019 15 330 251 704
2020 14 290 250 647
2021 15 291 278 811
2022 14 287 313 897
2023 18 355 302 954

Þyngd eftir aldri í afla

Þyngd eftir aldri úr afla er sýnd á Mynd 9. Engin gögn eru frá svæði 14. Aflaþyngdir þriggja ára er stöðug og við meðaltal, en meiri breytileiki er á milli ára í meðalstofnþyngdum eldri árganga (Mynd 9).

Mynd 9: Keila.Meðlaþyngdir eftir aldri. Súlur gefa til kynna frávik frá meðalþyngd eftir aldri (svört lína) og eru litaðar eftir árgangi.

Mynd 10: Keila. Aflaþyndgir eftir aldri

Gögn úr stofnmælingarleiðöngrum (ICES svæði 27.5a)

Tveir reglubundnir rannsóknaleiðangrar eru farnir á vegum Hafrannsóknarstofnunar, þ.e. stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985 og nær yfir helstu útbreiðslusvæði keilu. SMH hófst 1996 og hefur, að undanskildu árinu 2011 vegna verkfalls sjómanna, farið fram árlega. Nánari lýsingu á leiðöngrum má finna í viðauka (ICES 2017b). Árið 2011 var togum á Íslands-Færeyjahrygg bætt við stofnmat. Nánari lýsingu á leiðöngrum má finna í stofnviðauka (WGDEEP, 2019). Vísitölur keilu eru sýndar á Mynd 11. Útbreiðslumynstur keilu hefur haldist tiltölulega stöðugt yfir tímabilið (Mynd 4).

Mynd 11: Keila. Heildarlífmassi, lífmassi ≥40 cm, lífmassi ≥60 cm og nýliðun (fjöldi ≤30 cm). Línur sýna niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska að vori og punktar niðurstöður úr stofnmælingu að hausti. Skyggð svæði og lóðréttar línur sýna staðalskekkju. Dökkgræn lína án staðalskekkju sýnir vísitölur þar sem stöðvar á Íslands-Færeyjahrygg voru ekki teknar

Mynd 12: Keila. Dreifing lífmassavísitölu í stofnmælingu botnfiska að vori (SMB)

Mynd 13: Keila. Lengdardreifing úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) frá árinu 1985.

Mynd 14: Keila. Aldursskiptar fjöldavísitölur úr haustleiðangri (vinstri) og úr vorleiðangri (hægri). Súlur eru litaðar eftir árgangi.Athugið ólíkan skala á y-ás

Stofnþyngdir eftir aldri

Meðalþyngdir eftir aldri úr vorleiðangri er sýnd á Mynd 15. Stofnþyngdir eru notaðar til að meta stærð hrygningarstofns. Meðalaldur eldri einstaklinga hefur verið að aukast síðustu ár en meiri breytileiki er í meðalþyngdum yngri árganga.

Mynd 15: Keila. Meðalþyngd eftir aldri úr vorleiðangri. Svört lína er meðalþyngd. Súlur eri litaðar eftir árgangi.

Kynþroski

Kynþroski eftir aldri er fenginn úr haustleiðangri og byggir á kynþroska eftir lengd ár hvert og lengdardreifingu fiska eftir aldri. Frá 1994-2000 hækkaði hlutfall kynþroska við aldur 5-10 en lækkaði eftir það til ársins 2015. Síðan þá hefur hlutfall kynþroskahækkað og nálgast meðaltalið (Mynd 16 og Mynd 17).

Mynd 16: Keila. Kynþroski eftir aldri úr vorleiðangri. Súlur eru litaðar eftir árgangi. Gildin eru notuð til útreiknings á stærð hrygningarstofns

Mynd 17: Keila. Hlutfall kynþroska eftir aldri úr vorleiðangri.

Aðrir leiðangrar

Leiðangur þjóðverja (ICES svæði 27.14)

Þjóðverjar hafi farið árlega í stofnmælingu botnfiska að hausti síðan 1982. Upprunalega var leiðangurinn hannaður með tilliti til þorsks en hann nær yfir svæði helstu botnfiska á svæðinu niður á 400 m dýpi. Stöðvar eru valdar lagskipt af handahófi og togað vestan og austan Grænlands. Togað er í 30 mínútur á 4.5 hnútum (Ratz, 1999). Gögn frá Þjóðverjum af svæði 14 ná til ársins 2015. Ferlar úr leiðangrinum svipa til þeirra á svæði 5.a en eru þó ekki sambærileg við vísitölur frá 5.a þar sem þau byggja á veiddum fjölda. Lengdardreifingar keilu úr nýjustu leiðöngrum eru sýndar á mynd 19.

Mynd 18. Keila.Vísitölur lífmassa og fjölda úr stofnmælingum Þjóðverja við Grænland.

Mynd 19. Keila. Lengdardreifingar frá stofnmælingu Þjóðverja við Grænland.

Leiðangrar Grænlendinga (ICES svæði 27.14)

Frá árinu 1988-2016 stóð Náttúruauðlindastofnun Grænlands fyrir lagskiptum botnvörpuleiðangri við Austur-Grænland (svæði 14b) á 400-1500 m dýpi (WGDEEP2019:WD05). Niðurstöður úr leiðöngrunum sýna mikinn breytileika en aukningu í lífmassa yfir tímabilið. Niðurstöður verða vaktaðar ef leiðangur verður tekinn upp aftur og þá hugsanlega notaðar við stofnmat keilu.

Greining gagna

Engar umtalsverðar breytingar hafa orðið á fjölda báta á keiluveiðum við Ísland né á samsetningu flotans (Tafla 1). Afli lækkaði úr um 9000 tonnum árið 2010 í 3046 tonn árið 2023. Lækkunin er einna helst í lönduðum afla íslenskra skipa (Tafla 2 og Tafla 3). Minna hefur verið veitt umfram ráðlagðan afla en síðustu ár hefur keilu aðallega verið skipt yfir í aðrar tegundir (Mynd 25).

Litlar breytingar hafa orðið á lengdarsamsetningu síðan 2004 (Mynd 6). Á WGDEEP 2011 var ákveðið að Íslands-Færeyja hryggurinn væri tekinn inn í vísitöluútreikninga fyrir keilu við Ísland. Heildarlífmassi og lífmassi stærri keilu (+39 cm) lækkaði stöðugt frá árinu 2011 en aukning er sjáanleg árið 2021-2023. Það sama á við um keilu stærri en 60 cm (hrygningarstofn). Vísitala nýliða (fjöldi <30 cm) var hæst árið 2005 en lækkaði hratt til ársins 2013 þegar hún náði lágmarki á tímabilinu. Síðan þá hefur vísitalan hækkað. Vísitölur án Færeyjahryggs síða svipaða ferla. Vísitölur á milli leiðangra eru einnig svipaðar að undanskildri vísitölu nýliðunar, en í haustleiðangri er hún nokkuð stöðug yfir tímabilið. Þegar útbreiðsla vísitalna úr SMB eru skoðaðar sést að um fjórðungur lífmassans er frá suðaustur svæðinu. Hins vegar er einungis um 4 % veidds afla af því svæði (Mynd 3 og Mynd 4). Breytingar í lífmassa <40 cm keilu frá 2006 sést greinilega á Mynd 11 og Mynd 12 en árið 2006 var þéttleikinn mikill á suðvestursvæðinu en er ekki sjáanlegur síðustu ár.

Afli á sóknareiningu

Afli á sóknareiningu á Íslandsmiðum er ekki talinn endurspegla lífmassa keilu. Afli á sóknareiningu hefur ekki verið reiknaður fyrir svæði 14.

Greiningamat með SAM

Vorið 2022 var stofnmat keilu endurmetið (ICES 2022a) þar sem fyrra stofnmat með Gadget líkani var farið að sýna óstöðugleika í endurmatsgreiningu. Stofninn fór í gegnum rýnifund hjá ICES (WKICEMP, ICES 2022c) sem varð til þess að gerðar voru breytingar á stofnmatsaðferðum auk þess sem viðmiðunarpunktar uppfærðir. Uppsetning líkans og stillingum er lýst í stofnviðauka keilu (ICES 2022b).

Inntaksgögn stofnmats

Inntaksgögn og stillingar fyrir stofnmat keilu er að finna í viðauka við stofnmat (ICES 2022c).

Greining á niðurstöðum stofnmats

Niðurstöður stofnmats eru sýndar í Tafla 7. Mátgæði líkans við vísitölur úr SMB, SMH og SMN eru sýndar á Mynd 12 og Mynd 13. Almennt fylgir líkanið séðri dreifingu. Stillingar líkans eru sýndar á Mynd 24.

Mynd 18: Keila. Samanburður á niðurstöðum líkans (línur) og heildarvísitölum stofnmælingaleiðangra og afla (punktar).

Mynd 19: Keila. Samanburður á niðurstöðum líkans (línur) og heildarvísitölum úr netaralli (punktar)

Niðurstöður

Hrygningarstofn hefur farið minnkandi síðan 1985 en fyrir 1985 er mikil óvissa í gögnunum vegna fárra sýna. Hrygningarstofninn var stöðugur frá 1995-2015 minnkað stöðugt eftir það til ársins 2021 en eftir það má sjá aukningu. Ferlana má líklega skýra með lélegri nýliðun árin 2011-2012 sem hefur eftir það aukist. Af þessu má leiða að með hóflegri nýtingu á stofninum muni hrygningarstofn stækka næstu ár þegar og ef sterkir árgangar koma inn í veiði. Nýliðunartoppar áranna 2004-2005 leiddu ekki af sér stærri veiðistofn þar sem mikið veiðiálag var á stofninn árin 2008-2010 þegar þeir fiskar hefðu átt að koma inn í veiðina (Mynd 20).

Mynd 20: Keila. Niðurstöður úr SAM líkani: Metinn afli, meðal fiskveiðidauði hjá 7-10 ára, hrygningarstofn og nýliðun 1 árs. Afli og fiskveiðidauði hjá 7-10 ára árið 2024 eru framreiknaðir.

Reiknuð endurlitsgreining

Reiknuð endurlitsgreining gefur til kynna stöðugleika á milli ára hjá hrygningarstofni og fiskveiðidauða (Mynd 21). Mohn’s ρ var metið 0.0219224 fyrir hrygningarstofn, 0.0316901 fyrir fiskveiðidauða, og 0.0865775 fyrir nýliðun. Nýliðunarvísitölur hafa almennt tilhneigingu til að vera óvissari þar sem vísitölurnar byggja á fáum endurteknum athugunum. Hins vegar eru mátgæði við vísitölur úr leiðöngrum góð sem bendir til að mat á sterkri nýliðun síðustu ár sé áreiðanlegt.

Greina má mynstur í leyfum og ferilfrávikum (Mynd 22 og Mynd 23) en breytingar á stillingum gáfu svipuð mynstur (WKICEMP 2022). Ferilfrávik eru nokkuð mikil í líkaninu sem bendir til óvissu í stofn afkomu sökum óvissu í inntaksgögnum.

Mynd 21: Keila. Fimm ára reiknuð endurlitsgreining sem sýnir stöðuleika í mati líkansins. Niðurstöður eru sýndar fyrir afla, fiskveiðidánartölu 8-11 ára, hrygningarstofn og nýliðun 2 ára.

Mynd 22: Keila. Leyfar SAM líkans

Mynd 23: Keila. Ferilfrávik SAM líkans

Mynd 24: Keila. Áætlaðar breytur líkans.

Fiskveiðistjórnun

Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæði við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hver fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Keila hefur verið hluti af fiskveiðistjórnunarkerfinu síðan fiskveiðiárið 2001/2002.

Í upphafi var aflamark samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar en eftir það hefur það oft verið hærra. Ástæðan gæti verið sú að engin formleg aflaregla var til.

Að fiskveiðiárinu 2011/2012 fóru landanir iðulega um 30-40 % yfir aflamark. Síðan þá hefur yfirskotið ekki verið jafn mikið, að undanskildu fiskveiðiárinu 2014/2015 þegar farið var 34 % umfram leyfilegan hámarskafla. Síðustu ár hefur ekki verið veitt upp í aflamarkið (Tafla 6).

Ástæða þessa mikla mismunar á milli árlegra landana og ráðlags og setts aflamarks eru þrjár: 1) Hægt er að flytja ónýttan kvóta yfir á næsta fiskveiðiár, 2) Hægt er að skipta kvótanum í aðrar tegundir og 3) Aflamark er einungis sett fyrir íslenska flotann. Veiðar erlendra skipa hafa því verið undanskildar kvótakerfinu (nýlega hefur hins vegar að einhverju leyti verið reiknað með afla erlendra skipa þegar aflamark er sett (sjá neðar).

Tvíhliða samningar eru á milli Íslands, Noregs og Færeyja varðandi veiðar erlendra skipa innan lögsögu Íslands. Færeyingar mega veiða 5600 tonn af botnfiskum við Ísland, þar af mest 1200 tonn af þorski og 40 tonn af lúðu. Restin beinist helst að keilu, löngu og blálöngu. Veiðiraðgjöf fyrir keilu, gefin af Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðinu, nær hins vegar utan um allar veiðar að meðtöldum veiðum erlendra skipa. Frekari lýsingu á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu má finna í stofnviðauka í skýrslu ICES (ICES 2022b). Mynd 25 sýnir tilfærslur innan kvótakerfisins. Fiskveiðiárin 2005/2006–2010/2011 var nettó tilfærsla kvóta annarra tegunda yfir í keilu. Síðustu fiskveiðiár hefur nettó tilfærsla hinsvegar verið frá keilukvóta yfir á aðrar tegundir.

Stöðumat ráðgjafar

Frá 1980-2010 var afli við Grænland á bilinu 10-160 tonn en jókst eftir það í um 1600 tonn árið 2015. Eftir það hefur aflinn verið á bilinu 150-800 tonn og árið 2021 og 2022 var hann um 700 tonn. Vísbendingar eru um að stofnstærð keilu við Ísland sé fremur stöðug samkvæmt gögnum úr veiði og rannsóknaleiðöngrum og er það staðfest með stofnmatinu. Nýliðun við Ísland er að aukast aftur eftir lækkun árið 2013. Lækkun í fiskveiðidauða hefur einnig leitt til stöðugs eða stækkandi veiði- og hrygningarstofns.

Vegna stærðarvals línuveiða og hægs vaxtar keilu, er meirihluti aflans ókynþroska (60 % magns og 70 % fjölda). Útbreiðsla fiskveiða, í samanburði við útbreiðslu í SMB, bendir til að minnkun gæti orðið í afla og staðbundinnar ofveiði gæti gætt á helstu veiðisvæðum. Keila er seinkynþroska og hægvaxta tegund og því þyrfti að huga að friðun hrygningarsvæða. Einnig er mikilvægt að bann við veiðum á uppvaxtarsvæðum keilu við Suður- og Suðausturland verði áfram í gildi.

Aflaregla fyrir keilu var metin árið 2017 og í samræmi við þá vinnu voru viðmiðunarmörk fyrir stofninn skilgreind (WKICEMSE 2017). Á fundinum 2017 var einnig rætt um stöðu þess hluta stofnsins sem er við Grænland (ICES svæði 14) og ákveðið að einskorða stofnmatið við íslenska landhelgi. Fram að þeim tíma var aflinn við Grænland vel undir 5 % af heildarafla keilu á svæðunum og var því ekki notaður í stofnmati. Síðan 2015 hefur keiluafli við Grænland verið töluvert meiri og því ljóst að meiri rannsókna er þörf á tengslum keilu við Ísland og Grænland og hvernig best sé að veita ráðgjöf fyrir þessi hafsvæði.

Tafla. 6: Keila. Tillögur um hámarksafla samkvæmt aflareglu, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn)
Fiskveiðiár Tillaga Aflamark Afli Íslendinga Afli annarra þjóða Heildarafli
2010/2011 6000 6000 6235 1898 6235
2011/2012 6900 6900 5983 1606 5983
2012/2013 6700 6700 5555 1314 5569
2013/2014 6300 6300 4850 487 5438
2014/2015 4000 4000 4136 1304 5440
2015/2016 3440 3440 3221 900 4121
2016/2017 3780 3780 1689 729 2418
2017/2018 4370 4370 2200 885 3085
2018/2019 3776 3776 2453 778 3231
2019/2020 3856 3856 2460 781 3241
2020/2021 2289 2289 2192 757 2949
2021/2022 2172 2172 1918 503 2421
2022/2023 4464 4464 2420 640 3060
2023/2024 5139 5139
2024/2025 5914

Mynd 25: Keila. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla á milli ára (efri mynd):. Tilfærsla kvóta frá viðkomandi fiskveiðiári yfir á næsta fiskveiðiár. Tilfærsla milli tegunda (neðri mynd): jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á löngu en neikvæð gildi tilfærslu löngukvóta á aðrar tegundir.

Tafla. 7: Keila. Mat á stærð hrygningarstofns (þús. tonn), nýliðun (eins árs í milljónum), fiskveiðidauði (7-10 ára) úr SAM líkani auk afla (tonn).
Ár Lífmassi Hrygningarstofn Nýliðun (1 árs) Afli Veiðidánartala (7-10ára)
1979 39055 16360 11896 6711 0.089
1980 39785 17573 10942 6706 0.103
1981 39931 19179 9327 6663 0.107
1982 38946 19099 7741 6370 0.113
1983 38793 18908 6464 6918 0.154
1984 31853 13821 6952 6032 0.138
1985 28982 11473 8708 5129 0.136
1986 29518 12040 8990 5541 0.138
1987 29824 12565 9085 5709 0.150
1988 29818 12388 7538 6722 0.170
1989 30118 12230 5728 7267 0.185
1990 27260 10606 5125 7323 0.211
1991 24750 8850 4690 8960 0.228
1992 23664 8007 4640 8414 0.247
1993 19324 6268 6165 5950 0.246
1994 17584 5478 7838 5979 0.278
1995 19457 5504 11580 6054 0.372
1996 18452 5446 14651 5815 0.391
1997 19078 5805 15101 5306 0.349
1998 19432 6312 14042 5069 0.341
1999 20808 7254 14101 6093 0.383
2000 19801 6993 19019 5304 0.332
2001 19850 5917 20646 4817 0.350
2002 20867 5847 22284 5192 0.373
2003 22341 5983 24861 5423 0.336
2004 24230 6344 25054 4999 0.287
2005 27463 6574 24838 5510 0.279
2006 30786 7595 22679 6715 0.316
2007 32707 7556 18519 8130 0.360
2008 36110 7134 11594 8932 0.426
2009 34826 6679 7735 8998 0.451
2010 30833 6186 6205 8686 0.462
2011 29829 6122 4476 8202 0.399
2012 29961 6735 4218 7909 0.425
2013 27831 5342 6642 6421 0.411
2014 27374 4857 13326 6409 0.334
2015 22954 4874 17458 5945 0.325
2016 23470 4757 16906 4175 0.239
2017 22966 5011 21931 3333 0.208
2018 21181 4572 16110 3581 0.242
2019 20886 4039 17551 3784 0.247
2020 20486 3934 19733 2769 0.274
2021 22751 3918 24355 3144 0.219
2022 29213 5308 28568 3310 0.158
2023 35801 7086 38064 3606 0.145
2024 40987 8749 43736 3502 0.146

Heimildir

ICES. 2011. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP), 2 March–8 March, 2011, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2011/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

2012. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP), 28 March–5 April, 2012, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2012/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

2014. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP). ICES Scientific Reports. 1:21., Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2014/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5262.

2017. “Report of the Workshop on Evaluation of the Adopted Harvest Control Rules for Icelandic Summer Spawning Herring, Ling and Keila (WKICEMSE), 21–25 April 2017, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2017/ACOM:45.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

2022a. “11.2 Icelandic Waters ecoregion – Fisheries overview.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.advice.21487635.v1

2022b. Iceland request for evaluation of a harvest control rule for Keila in Icelandic waters. In Report of the ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, sr.2022.6d, https://doi.org/10.17895/ices.advice.19625823

2022c. “Stock Annex: Keila (Brosme brosme) in Division 5.a (Iceland grounds).” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. Unpublished

2022d. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, Keila, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971.v1