Almennar upplýsingar
Keila er botnfiskategund sem finnst oftast stök eða í litlum hópum á hörðum botni, aðallega grynnra en 400 m. Keila étur krabbadýr, skelfisk og aðra botnfiska. Á Íslandsmiðum getur keila orðið allt að 100 cm löng og náð 20 ára aldri, en vegna erfiðleika við aldurslestur kvarna yfir 10 ára er mikil óvissa í aldursgreiningum.
Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/keila
Veiðar
Keila við Ísland er aðallega veidd á línu af Íslendingum, Færeyingum og Norðmönnum. Á milli 150-240 íslenskir línubátar tilkynna veiðar á keilu en ~100 bátar til viðbótar landa keilu sem meðafla (Tafla 1). Mun minna veiðist af keilu í önnur veiðarfæri eða einungis 3 % heildaraflans (botnvarpa og net). Fjöldi línubáta sem tilkynntu um keiluafla minnkaði úr 308 í 255 frá 2007-2008 og hefur farið minnkandi síðan. Mest af keilu veiðist á dýpi minna en 300 m og helstu veiðisvæði samkvæmt afladagbókum er á landgrunninu sunnan-, suðvestan- og vestanlands (Mynd 1 - Mynd 4).
Keila veidd við Grænland fæst aðallega sem meðafli á línu og í botnvörpu á breiddargráðum 63°-66°N og lengdargráðum 32°-40°V, töluvert frá lögsögu Íslands.
Ár | Fj. botnvarpa | Fj. net | Fj. lína | Botnvarpa | Net | Lína | Annað | Heildarafli |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
2000 | 120 | 175 | 370 | 100 | 44 | 4564 | 29 | 5114 |
2001 | 108 | 224 | 350 | 87 | 63 | 3248 | 24 | 4838 |
2002 | 103 | 174 | 304 | 88 | 93 | 3722 | 17 | 5563 |
2003 | 97 | 148 | 305 | 65 | 41 | 3941 | 11 | 5598 |
2004 | 90 | 129 | 303 | 92 | 28 | 3007 | 8 | 4830 |
2005 | 87 | 101 | 324 | 115 | 19 | 3398 | 7 | 5044 |
2006 | 85 | 82 | 338 | 100 | 40 | 4912 | 7 | 6601 |
2007 | 74 | 65 | 308 | 104 | 38 | 5834 | 11 | 7537 |
2008 | 75 | 59 | 255 | 126 | 42 | 6762 | 7 | 8629 |
2009 | 75 | 65 | 239 | 115 | 72 | 6757 | 9 | 8679 |
2010 | 70 | 62 | 228 | 97 | 52 | 6761 | 9 | 8976 |
2011 | 63 | 54 | 221 | 72 | 24 | 5742 | 9 | 7701 |
2012 | 65 | 68 | 228 | 64 | 13 | 6255 | 13 | 7872 |
2013 | 66 | 43 | 233 | 76 | 15 | 4911 | 12 | 6302 |
2014 | 62 | 43 | 249 | 87 | 18 | 6045 | 12 | 6163 |
2015 | 55 | 32 | 228 | 71 | 7 | 4745 | 13 | 4835 |
2016 | 59 | 32 | 206 | 61 | 6 | 3420 | 7 | 3494 |
2017 | 52 | 31 | 180 | 48 | 5 | 2481 | 5 | 2540 |
2018 | 55 | 27 | 158 | 83 | 8 | 2840 | 4 | 2940 |
2019 | 49 | 23 | 154 | 103 | 7 | 3323 | 9 | 3445 |
2020 | 55 | 23 | 126 | 108 | 31 | 3037 | 9 | 3187 |
2021 | 51 | 18 | 123 | 112 | 12 | 2649 | 5 | 2779 |
2022 | 51 | 26 | 109 | 110 | 17 | 2446 | 4 | 2577 |
2023 | 53 | 32 | 94 | 91 | 10 | 2939 | 5 | 3046 |
Aflaþróun og brottkast
Frá 2000-2010 jókst heildarafli á keilu á Íslandsmiðum (ICES svæði 5.a) stöðugt en dróst saman eftir það og var um 3046 tonn árið 2023 (Mynd 4, (Tafla 1). Afli erlendra skipa (aðallega færeyskra og norskra) á Íslandsmiðum hefur alltaf verið töluverður en til 1990 var á milli 40-70 % heildaraflans á Íslandsmiðum veiddur af erlendum skipum, þá aðallega færeyskum. Hlutfall erlendra skipa lækkaði eftir það og hefur haldist á bilinu 10-30 % síðan 1991 (Tafla 2).
Afli á Grænlandsmiðum (ICES svæði 14) hefur alltaf verið töluvert minni en á Íslandsmiðum og sjaldan verið yfir 100 tonnum (Tafla 2). Hins vegar var um 1600 tonnum landað árið 2015 og hefur afli verið töluverður síðan þá. Þessi þróun endurspeglast í aflagögnum frá ICES svæði 14 sem fengin eru frá Náttúruauðlindastofnun Grænlands (WGDEEP, 2019:WD06). Árið 2023 var 764 tonnum landað af keilu af grænlensku hafsvæði, aðallega veitt af færeyskum og grænlenskum skipum (Tafla 2).
Skráningar landana íslenskra fiskiskipa eru í höndum Fiskistofu en landanir norskra og færeyskra fiskiskipa eru í höndum Landhelgisgæslunnar. Brottkast við bolfiskveiðar á Íslandsmiðum er bannað með lögum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um brottkast á keilu (línuveiðar) en það er talið vera mjög lágt (<1 %) (WGDEEP, 2011:WD02). Aðgerðir í fiskveiðistjórnun (tegundatilfærsla í kvótakerfi) eru taldar minnka brottkast í blönduðum veiðum.
Gögn um landanir á Grænlandsmiðum eru fengin úr STATLANT gagnagrunninum. Engin gögn eru til um brottkast á Grænlandsmiðum.
Ár | Færeyjar | Þýskaland | Ísland | Noregur | Bretland | Heildarafli |
---|---|---|---|---|---|---|
1980 | 2873 | 0 | 3089 | 928 | 0 | 6890 |
1981 | 2624 | 0 | 2827 | 1025 | 0 | 6476 |
1982 | 2410 | 0 | 2804 | 666 | 0 | 5880 |
1983 | 4046 | 0 | 3469 | 772 | 0 | 8287 |
1984 | 2008 | 0 | 3430 | 254 | 0 | 5692 |
1985 | 1885 | 0 | 3068 | 111 | 0 | 5064 |
1986 | 2811 | 0 | 2549 | 21 | 0 | 5381 |
1987 | 2638 | 0 | 2984 | 19 | 0 | 5641 |
1988 | 3757 | 0 | 3078 | 20 | 0 | 6855 |
1989 | 3908 | 0 | 3131 | 10 | 0 | 7049 |
1990 | 2475 | 0 | 4813 | 0 | 0 | 7288 |
1991 | 2286 | 0 | 6439 | 0 | 0 | 8725 |
1992 | 1567 | 0 | 6437 | 0 | 0 | 8004 |
1993 | 1329 | 0 | 4746 | 0 | 0 | 6075 |
1994 | 1212 | 0 | 4612 | 0 | 0 | 5824 |
1995 | 979 | 1 | 5245 | 0 | 0 | 6225 |
1996 | 872 | 1 | 5226 | 3 | 0 | 6102 |
1997 | 575 | 0 | 4819 | 0 | 0 | 5394 |
1998 | 1052 | 1 | 4118 | 0 | 0 | 5171 |
1999 | 1035 | 2 | 5794 | 391 | 2 | 7224 |
2000 | 1154 | 0 | 4714 | 374 | 2 | 6244 |
2001 | 1125 | 1 | 3392 | 285 | 5 | 4808 |
2002 | 1269 | 0 | 3840 | 372 | 2 | 5483 |
2003 | 1163 | 1 | 4028 | 373 | 2 | 5567 |
2004 | 1478 | 1 | 3126 | 214 | 2 | 4821 |
2005 | 1157 | 3 | 3539 | 303 | 41 | 5043 |
2006 | 1239 | 2 | 5054 | 299 | 2 | 6596 |
2007 | 1250 | 0 | 5984 | 300 | 1 | 7535 |
2008 | 959 | 0 | 6932 | 284 | 0 | 8175 |
2009 | 997 | 0 | 6955 | 300 | 0 | 8252 |
2010 | 1794 | 0 | 6919 | 263 | 0 | 8976 |
2011 | 1347 | 0 | 5845 | 198 | 0 | 7390 |
2012 | 1203 | 0 | 6341 | 217 | 0 | 7761 |
2013 | 1092 | 0 | 4973 | 192 | 0 | 6257 |
2014 | 728 | 0 | 4995 | 306 | 0 | 6029 |
2015 | 625 | 0 | 4000 | 198 | 0 | 4823 |
2016 | 543 | 0 | 2649 | 302 | 0 | 3494 |
2017 | 492 | 0 | 1833 | 216 | 0 | 2540 |
2018 | 517 | 0 | 2097 | 326 | 0 | 2940 |
2019 | 549 | 0 | 2579 | 316 | 0 | 3444 |
2020 | 558 | 0 | 2590 | 272 | 0 | 3420 |
2021 | 341 | 0 | 2049 | 389 | 0 | 2780 |
2022 | 288 | 0 | 1932 | 357 | 0 | 2577 |
2023 | 336 | 0 | 2399 | 311 | 0 | 3046 |
Ár | Færeyjar | Noregur | Ísland | Rússland | Spánn | Grænland | Þýskaland | Bretland | total |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1978 | 0 | 38 | 0 | 0 | 0 | 0 | 47 | 0 | 85 |
1979 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 27 | 0 | 27 |
1980 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 13 | 0 | 13 |
1981 | 110 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 10 | 0 | 120 |
1982 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 10 | 0 | 10 |
1983 | 74 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 11 | 0 | 85 |
1984 | 0 | 58 | 0 | 0 | 0 | 0 | 5 | 0 | 63 |
1985 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 4 | 0 | 4 |
1986 | 33 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 0 | 35 |
1987 | 13 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 0 | 15 |
1988 | 19 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 0 | 21 |
1989 | 13 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 0 | 14 |
1990 | 0 | 7 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 0 | 9 |
1991 | 0 | 68 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 1 | 71 |
1992 | 0 | 120 | 3 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 123 |
1993 | 0 | 39 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 40 |
1994 | 0 | 16 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 16 |
1995 | 0 | 30 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 30 |
1996 | 0 | 157 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 157 |
1997 | 0 | 9 | 10 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 19 |
1998 | 0 | 12 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 12 |
1999 | 0 | 8 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 8 |
2000 | 0 | 11 | 11 | 0 | 3 | 0 | 0 | 0 | 25 |
2001 | 3 | 69 | 20 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 92 |
2002 | 4 | 30 | 86 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 120 |
2003 | 0 | 88 | 2 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 90 |
2004 | 0 | 40 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 40 |
2005 | 7 | 41 | 0 | 8 | 0 | 0 | 0 | 0 | 56 |
2006 | 3 | 19 | 0 | 51 | 0 | 0 | 0 | 0 | 73 |
2007 | 0 | 40 | 0 | 6 | 0 | 0 | 0 | 0 | 46 |
2008 | 0 | 7 | 0 | 0 | 0 | 33 | 0 | 0 | 40 |
2009 | 12 | 5 | 0 | 11 | 0 | 15 | 0 | 0 | 43 |
2010 | 7 | 5 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 12 |
2011 | 20 | 24 | 131 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 175 |
2012 | 33 | 46 | 174 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 253 |
2013 | 2 | 24 | 401 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 427 |
2014 | 145 | 35 | 0 | 0 | 0 | 74 | 0 | 0 | 254 |
2015 | 759 | 55 | 0 | 0 | 0 | 784 | 0 | 0 | 1598 |
2016 | 243 | 178 | 0 | 0 | 0 | 182 | 3 | 0 | 606 |
2017 | 281 | 141 | 0 | 0 | 0 | 358 | 0 | 0 | 780 |
2018 | 345 | 228 | 0 | 0 | 0 | 108 | 0 | 0 | 681 |
2019 | 41 | 458 | 0 | 0 | 0 | 66 | 1 | 0 | 566 |
2020 | 64 | 114 | 0 | 0 | 0 | 45 | 2 | 0 | 225 |
2021 | 260 | 380 | 0 | 0 | 0 | 59 | 2 | 0 | 701 |
2022 | 35 | 558 | 0 | 0 | 0 | 87 | 1 | 0 | 681 |
2023 | 170 | 479 | 0 | 0 | 0 | 115 | 0 | 0 | 764 |
Sýnataka úr afla
Sýnasöfnun er almennt talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflur veiða (Mynd 5).
Ár | Botnvarpa | Dragnót | Net | Lína | Annað |
---|---|---|---|---|---|
2000 | 0 | 0 | 0 | 2995 | 0 |
2001 | 0 | 0 | 0 | 3097 | 151 |
2002 | 0 | 0 | 0 | 2843 | 0 |
2003 | 0 | 0 | 0 | 8444 | 0 |
2004 | 150 | 0 | 0 | 3809 | 0 |
2005 | 21 | 0 | 0 | 5820 | 0 |
2006 | 472 | 0 | 0 | 4861 | 0 |
2007 | 150 | 0 | 167 | 11936 | 0 |
2008 | 0 | 0 | 0 | 20963 | 0 |
2009 | 0 | 0 | 0 | 21451 | 0 |
2010 | 0 | 0 | 0 | 9084 | 0 |
2011 | 0 | 0 | 0 | 8158 | 0 |
2012 | 150 | 0 | 0 | 11867 | 0 |
2013 | 0 | 150 | 0 | 6469 | 0 |
2014 | 0 | 0 | 0 | 11748 | 0 |
2015 | 0 | 0 | 0 | 4821 | 0 |
2016 | 0 | 0 | 0 | 4844 | 0 |
2017 | 0 | 0 | 0 | 1710 | 0 |
2018 | 0 | 0 | 0 | 2781 | 0 |
2019 | 0 | 0 | 0 | 2952 | 0 |
2020 | 1 | 0 | 0 | 2336 | 0 |
2021 | 0 | 0 | 0 | 1499 | 26 |
2022 | 83 | 0 | 0 | 682 | 461 |
2023 | 0 | 0 | 0 | 2671 | 0 |
Lengdarsamsetning
Yfirlit sýnasöfnunar frá svæði 5.a (Íslandsmið) eru í Tafla 4. Flestar mælinganna eru frá línuveiðum. Fjöldi mælinga jókst árið 2007 úr um 5000 í rúm 12000 lengdamældra fiska. Fjöldi mælinga lækkaði eftir það og var um 2671 fiskar árið 2023. Lengdardreifing úr línuveiðum er sýnd á Mynd 6. Engin lengdargögn eru frá svæði 14.
Aldurssamsetning
Í Tafla 5 sést söfnun aldursgagna á svæði 5.a við Ísland úr línuveiðum og úr stofnmælingu botnfiska (SMB) árin 2008-2023. Síðan 2010 hefur verið lögð meiri áhersla á að aldursgreina keilukvarnir til notkunar í stofnmati og nú eru til aldursgreiningar frá síðustu áratugum. Mynd 7 sýnir aldursskiptan afla eftir árum. Árið 2023 voru tveir elstu aldurshóparnir algengastur í veiði (Mynd 7 og Mynd 8).
Ár | Fjöldi sýna úr afla | Fjöldi lesinna kvarna úr afla | Fjöldi sýna (SMB) | Fjöldi lesinna kvarna (SMB) |
---|---|---|---|---|
2008 | 32 | 1600 | 282 | 475 |
2009 | 27 | 1350 | 277 | 434 |
2010 | 29 | 1449 | 241 | 363 |
2011 | 28 | 1400 | 270 | 728 |
2012 | 35 | 1750 | 285 | 750 |
2013 | 23 | 1150 | 275 | 536 |
2014 | 28 | 620 | 241 | 559 |
2015 | 26 | 555 | 260 | 573 |
2016 | 14 | 290 | 259 | 676 |
2017 | 8 | 160 | 245 | 571 |
2018 | 9 | 180 | 247 | 549 |
2019 | 15 | 330 | 251 | 704 |
2020 | 14 | 290 | 250 | 647 |
2021 | 15 | 291 | 278 | 811 |
2022 | 14 | 287 | 313 | 897 |
2023 | 18 | 355 | 302 | 954 |
Þyngd eftir aldri í afla
Þyngd eftir aldri úr afla er sýnd á Mynd 9. Engin gögn eru frá svæði 14. Aflaþyngdir þriggja ára er stöðug og við meðaltal, en meiri breytileiki er á milli ára í meðalstofnþyngdum eldri árganga (Mynd 9).
Gögn úr stofnmælingarleiðöngrum (ICES svæði 27.5a)
Tveir reglubundnir rannsóknaleiðangrar eru farnir á vegum Hafrannsóknarstofnunar, þ.e. stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985 og nær yfir helstu útbreiðslusvæði keilu. SMH hófst 1996 og hefur, að undanskildu árinu 2011 vegna verkfalls sjómanna, farið fram árlega. Nánari lýsingu á leiðöngrum má finna í viðauka (ICES 2017b). Árið 2011 var togum á Íslands-Færeyjahrygg bætt við stofnmat. Nánari lýsingu á leiðöngrum má finna í stofnviðauka (WGDEEP, 2019). Vísitölur keilu eru sýndar á Mynd 11. Útbreiðslumynstur keilu hefur haldist tiltölulega stöðugt yfir tímabilið (Mynd 4).
Stofnþyngdir eftir aldri
Meðalþyngdir eftir aldri úr vorleiðangri er sýnd á Mynd 15. Stofnþyngdir eru notaðar til að meta stærð hrygningarstofns. Meðalaldur eldri einstaklinga hefur verið að aukast síðustu ár en meiri breytileiki er í meðalþyngdum yngri árganga.
Kynþroski
Kynþroski eftir aldri er fenginn úr haustleiðangri og byggir á kynþroska eftir lengd ár hvert og lengdardreifingu fiska eftir aldri. Frá 1994-2000 hækkaði hlutfall kynþroska við aldur 5-10 en lækkaði eftir það til ársins 2015. Síðan þá hefur hlutfall kynþroskahækkað og nálgast meðaltalið (Mynd 16 og Mynd 17).
Aðrir leiðangrar
Leiðangur þjóðverja (ICES svæði 27.14)
Þjóðverjar hafi farið árlega í stofnmælingu botnfiska að hausti síðan 1982. Upprunalega var leiðangurinn hannaður með tilliti til þorsks en hann nær yfir svæði helstu botnfiska á svæðinu niður á 400 m dýpi. Stöðvar eru valdar lagskipt af handahófi og togað vestan og austan Grænlands. Togað er í 30 mínútur á 4.5 hnútum (Ratz, 1999). Gögn frá Þjóðverjum af svæði 14 ná til ársins 2015. Ferlar úr leiðangrinum svipa til þeirra á svæði 5.a en eru þó ekki sambærileg við vísitölur frá 5.a þar sem þau byggja á veiddum fjölda. Lengdardreifingar keilu úr nýjustu leiðöngrum eru sýndar á mynd 19.
Leiðangrar Grænlendinga (ICES svæði 27.14)
Frá árinu 1988-2016 stóð Náttúruauðlindastofnun Grænlands fyrir lagskiptum botnvörpuleiðangri við Austur-Grænland (svæði 14b) á 400-1500 m dýpi (WGDEEP2019:WD05). Niðurstöður úr leiðöngrunum sýna mikinn breytileika en aukningu í lífmassa yfir tímabilið. Niðurstöður verða vaktaðar ef leiðangur verður tekinn upp aftur og þá hugsanlega notaðar við stofnmat keilu.
Greining gagna
Engar umtalsverðar breytingar hafa orðið á fjölda báta á keiluveiðum við Ísland né á samsetningu flotans (Tafla 1). Afli lækkaði úr um 9000 tonnum árið 2010 í 3046 tonn árið 2023. Lækkunin er einna helst í lönduðum afla íslenskra skipa (Tafla 2 og Tafla 3). Minna hefur verið veitt umfram ráðlagðan afla en síðustu ár hefur keilu aðallega verið skipt yfir í aðrar tegundir (Mynd 25).
Litlar breytingar hafa orðið á lengdarsamsetningu síðan 2004 (Mynd 6). Á WGDEEP 2011 var ákveðið að Íslands-Færeyja hryggurinn væri tekinn inn í vísitöluútreikninga fyrir keilu við Ísland. Heildarlífmassi og lífmassi stærri keilu (+39 cm) lækkaði stöðugt frá árinu 2011 en aukning er sjáanleg árið 2021-2023. Það sama á við um keilu stærri en 60 cm (hrygningarstofn). Vísitala nýliða (fjöldi <30 cm) var hæst árið 2005 en lækkaði hratt til ársins 2013 þegar hún náði lágmarki á tímabilinu. Síðan þá hefur vísitalan hækkað. Vísitölur án Færeyjahryggs síða svipaða ferla. Vísitölur á milli leiðangra eru einnig svipaðar að undanskildri vísitölu nýliðunar, en í haustleiðangri er hún nokkuð stöðug yfir tímabilið. Þegar útbreiðsla vísitalna úr SMB eru skoðaðar sést að um fjórðungur lífmassans er frá suðaustur svæðinu. Hins vegar er einungis um 4 % veidds afla af því svæði (Mynd 3 og Mynd 4). Breytingar í lífmassa <40 cm keilu frá 2006 sést greinilega á Mynd 11 og Mynd 12 en árið 2006 var þéttleikinn mikill á suðvestursvæðinu en er ekki sjáanlegur síðustu ár.
Afli á sóknareiningu
Afli á sóknareiningu á Íslandsmiðum er ekki talinn endurspegla lífmassa keilu. Afli á sóknareiningu hefur ekki verið reiknaður fyrir svæði 14.
Greiningamat með SAM
Vorið 2022 var stofnmat keilu endurmetið (ICES 2022a) þar sem fyrra stofnmat með Gadget líkani var farið að sýna óstöðugleika í endurmatsgreiningu. Stofninn fór í gegnum rýnifund hjá ICES (WKICEMP, ICES 2022c) sem varð til þess að gerðar voru breytingar á stofnmatsaðferðum auk þess sem viðmiðunarpunktar uppfærðir. Uppsetning líkans og stillingum er lýst í stofnviðauka keilu (ICES 2022b).
Inntaksgögn stofnmats
Inntaksgögn og stillingar fyrir stofnmat keilu er að finna í viðauka við stofnmat (ICES 2022c).
Greining á niðurstöðum stofnmats
Niðurstöður stofnmats eru sýndar í Tafla 7. Mátgæði líkans við vísitölur úr SMB, SMH og SMN eru sýndar á Mynd 12 og Mynd 13. Almennt fylgir líkanið séðri dreifingu. Stillingar líkans eru sýndar á Mynd 24.
Niðurstöður
Hrygningarstofn hefur farið minnkandi síðan 1985 en fyrir 1985 er mikil óvissa í gögnunum vegna fárra sýna. Hrygningarstofninn var stöðugur frá 1995-2015 minnkað stöðugt eftir það til ársins 2021 en eftir það má sjá aukningu. Ferlana má líklega skýra með lélegri nýliðun árin 2011-2012 sem hefur eftir það aukist. Af þessu má leiða að með hóflegri nýtingu á stofninum muni hrygningarstofn stækka næstu ár þegar og ef sterkir árgangar koma inn í veiði. Nýliðunartoppar áranna 2004-2005 leiddu ekki af sér stærri veiðistofn þar sem mikið veiðiálag var á stofninn árin 2008-2010 þegar þeir fiskar hefðu átt að koma inn í veiðina (Mynd 20).
Reiknuð endurlitsgreining
Reiknuð endurlitsgreining gefur til kynna stöðugleika á milli ára hjá hrygningarstofni og fiskveiðidauða (Mynd 21). Mohn’s ρ var metið 0.0219224 fyrir hrygningarstofn, 0.0316901 fyrir fiskveiðidauða, og 0.0865775 fyrir nýliðun. Nýliðunarvísitölur hafa almennt tilhneigingu til að vera óvissari þar sem vísitölurnar byggja á fáum endurteknum athugunum. Hins vegar eru mátgæði við vísitölur úr leiðöngrum góð sem bendir til að mat á sterkri nýliðun síðustu ár sé áreiðanlegt.
Greina má mynstur í leyfum og ferilfrávikum (Mynd 22 og Mynd 23) en breytingar á stillingum gáfu svipuð mynstur (WKICEMP 2022). Ferilfrávik eru nokkuð mikil í líkaninu sem bendir til óvissu í stofn afkomu sökum óvissu í inntaksgögnum.
Fiskveiðistjórnun
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæði við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hver fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Keila hefur verið hluti af fiskveiðistjórnunarkerfinu síðan fiskveiðiárið 2001/2002.
Í upphafi var aflamark samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar en eftir það hefur það oft verið hærra. Ástæðan gæti verið sú að engin formleg aflaregla var til.
Að fiskveiðiárinu 2011/2012 fóru landanir iðulega um 30-40 % yfir aflamark. Síðan þá hefur yfirskotið ekki verið jafn mikið, að undanskildu fiskveiðiárinu 2014/2015 þegar farið var 34 % umfram leyfilegan hámarskafla. Síðustu ár hefur ekki verið veitt upp í aflamarkið (Tafla 6).
Ástæða þessa mikla mismunar á milli árlegra landana og ráðlags og setts aflamarks eru þrjár: 1) Hægt er að flytja ónýttan kvóta yfir á næsta fiskveiðiár, 2) Hægt er að skipta kvótanum í aðrar tegundir og 3) Aflamark er einungis sett fyrir íslenska flotann. Veiðar erlendra skipa hafa því verið undanskildar kvótakerfinu (nýlega hefur hins vegar að einhverju leyti verið reiknað með afla erlendra skipa þegar aflamark er sett (sjá neðar).
Tvíhliða samningar eru á milli Íslands, Noregs og Færeyja varðandi veiðar erlendra skipa innan lögsögu Íslands. Færeyingar mega veiða 5600 tonn af botnfiskum við Ísland, þar af mest 1200 tonn af þorski og 40 tonn af lúðu. Restin beinist helst að keilu, löngu og blálöngu. Veiðiraðgjöf fyrir keilu, gefin af Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðinu, nær hins vegar utan um allar veiðar að meðtöldum veiðum erlendra skipa. Frekari lýsingu á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu má finna í stofnviðauka í skýrslu ICES (ICES 2022b). Mynd 25 sýnir tilfærslur innan kvótakerfisins. Fiskveiðiárin 2005/2006–2010/2011 var nettó tilfærsla kvóta annarra tegunda yfir í keilu. Síðustu fiskveiðiár hefur nettó tilfærsla hinsvegar verið frá keilukvóta yfir á aðrar tegundir.
Stöðumat ráðgjafar
Frá 1980-2010 var afli við Grænland á bilinu 10-160 tonn en jókst eftir það í um 1600 tonn árið 2015. Eftir það hefur aflinn verið á bilinu 150-800 tonn og árið 2021 og 2022 var hann um 700 tonn. Vísbendingar eru um að stofnstærð keilu við Ísland sé fremur stöðug samkvæmt gögnum úr veiði og rannsóknaleiðöngrum og er það staðfest með stofnmatinu. Nýliðun við Ísland er að aukast aftur eftir lækkun árið 2013. Lækkun í fiskveiðidauða hefur einnig leitt til stöðugs eða stækkandi veiði- og hrygningarstofns.
Vegna stærðarvals línuveiða og hægs vaxtar keilu, er meirihluti aflans ókynþroska (60 % magns og 70 % fjölda). Útbreiðsla fiskveiða, í samanburði við útbreiðslu í SMB, bendir til að minnkun gæti orðið í afla og staðbundinnar ofveiði gæti gætt á helstu veiðisvæðum. Keila er seinkynþroska og hægvaxta tegund og því þyrfti að huga að friðun hrygningarsvæða. Einnig er mikilvægt að bann við veiðum á uppvaxtarsvæðum keilu við Suður- og Suðausturland verði áfram í gildi.
Aflaregla fyrir keilu var metin árið 2017 og í samræmi við þá vinnu voru viðmiðunarmörk fyrir stofninn skilgreind (WKICEMSE 2017). Á fundinum 2017 var einnig rætt um stöðu þess hluta stofnsins sem er við Grænland (ICES svæði 14) og ákveðið að einskorða stofnmatið við íslenska landhelgi. Fram að þeim tíma var aflinn við Grænland vel undir 5 % af heildarafla keilu á svæðunum og var því ekki notaður í stofnmati. Síðan 2015 hefur keiluafli við Grænland verið töluvert meiri og því ljóst að meiri rannsókna er þörf á tengslum keilu við Ísland og Grænland og hvernig best sé að veita ráðgjöf fyrir þessi hafsvæði.
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli Íslendinga | Afli annarra þjóða | Heildarafli |
---|---|---|---|---|---|
2010/2011 | 6000 | 6000 | 6235 | 1898 | 6235 |
2011/2012 | 6900 | 6900 | 5983 | 1606 | 5983 |
2012/2013 | 6700 | 6700 | 5555 | 1314 | 5569 |
2013/2014 | 6300 | 6300 | 4850 | 487 | 5438 |
2014/2015 | 4000 | 4000 | 4136 | 1304 | 5440 |
2015/2016 | 3440 | 3440 | 3221 | 900 | 4121 |
2016/2017 | 3780 | 3780 | 1689 | 729 | 2418 |
2017/2018 | 4370 | 4370 | 2200 | 885 | 3085 |
2018/2019 | 3776 | 3776 | 2453 | 778 | 3231 |
2019/2020 | 3856 | 3856 | 2460 | 781 | 3241 |
2020/2021 | 2289 | 2289 | 2192 | 757 | 2949 |
2021/2022 | 2172 | 2172 | 1918 | 503 | 2421 |
2022/2023 | 4464 | 4464 | 2420 | 640 | 3060 |
2023/2024 | 5139 | 5139 | |||
2024/2025 | 5914 |
Ár | Lífmassi | Hrygningarstofn | Nýliðun (1 árs) | Afli | Veiðidánartala (7-10ára) |
---|---|---|---|---|---|
1979 | 39055 | 16360 | 11896 | 6711 | 0.089 |
1980 | 39785 | 17573 | 10942 | 6706 | 0.103 |
1981 | 39931 | 19179 | 9327 | 6663 | 0.107 |
1982 | 38946 | 19099 | 7741 | 6370 | 0.113 |
1983 | 38793 | 18908 | 6464 | 6918 | 0.154 |
1984 | 31853 | 13821 | 6952 | 6032 | 0.138 |
1985 | 28982 | 11473 | 8708 | 5129 | 0.136 |
1986 | 29518 | 12040 | 8990 | 5541 | 0.138 |
1987 | 29824 | 12565 | 9085 | 5709 | 0.150 |
1988 | 29818 | 12388 | 7538 | 6722 | 0.170 |
1989 | 30118 | 12230 | 5728 | 7267 | 0.185 |
1990 | 27260 | 10606 | 5125 | 7323 | 0.211 |
1991 | 24750 | 8850 | 4690 | 8960 | 0.228 |
1992 | 23664 | 8007 | 4640 | 8414 | 0.247 |
1993 | 19324 | 6268 | 6165 | 5950 | 0.246 |
1994 | 17584 | 5478 | 7838 | 5979 | 0.278 |
1995 | 19457 | 5504 | 11580 | 6054 | 0.372 |
1996 | 18452 | 5446 | 14651 | 5815 | 0.391 |
1997 | 19078 | 5805 | 15101 | 5306 | 0.349 |
1998 | 19432 | 6312 | 14042 | 5069 | 0.341 |
1999 | 20808 | 7254 | 14101 | 6093 | 0.383 |
2000 | 19801 | 6993 | 19019 | 5304 | 0.332 |
2001 | 19850 | 5917 | 20646 | 4817 | 0.350 |
2002 | 20867 | 5847 | 22284 | 5192 | 0.373 |
2003 | 22341 | 5983 | 24861 | 5423 | 0.336 |
2004 | 24230 | 6344 | 25054 | 4999 | 0.287 |
2005 | 27463 | 6574 | 24838 | 5510 | 0.279 |
2006 | 30786 | 7595 | 22679 | 6715 | 0.316 |
2007 | 32707 | 7556 | 18519 | 8130 | 0.360 |
2008 | 36110 | 7134 | 11594 | 8932 | 0.426 |
2009 | 34826 | 6679 | 7735 | 8998 | 0.451 |
2010 | 30833 | 6186 | 6205 | 8686 | 0.462 |
2011 | 29829 | 6122 | 4476 | 8202 | 0.399 |
2012 | 29961 | 6735 | 4218 | 7909 | 0.425 |
2013 | 27831 | 5342 | 6642 | 6421 | 0.411 |
2014 | 27374 | 4857 | 13326 | 6409 | 0.334 |
2015 | 22954 | 4874 | 17458 | 5945 | 0.325 |
2016 | 23470 | 4757 | 16906 | 4175 | 0.239 |
2017 | 22966 | 5011 | 21931 | 3333 | 0.208 |
2018 | 21181 | 4572 | 16110 | 3581 | 0.242 |
2019 | 20886 | 4039 | 17551 | 3784 | 0.247 |
2020 | 20486 | 3934 | 19733 | 2769 | 0.274 |
2021 | 22751 | 3918 | 24355 | 3144 | 0.219 |
2022 | 29213 | 5308 | 28568 | 3310 | 0.158 |
2023 | 35801 | 7086 | 38064 | 3606 | 0.145 |
2024 | 40987 | 8749 | 43736 | 3502 | 0.146 |
Heimildir
ICES. 2011. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP), 2 March–8 March, 2011, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2011/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.
2012. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP), 28 March–5 April, 2012, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2012/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.
2014. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP). ICES Scientific Reports. 1:21., Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2014/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5262.
2017. “Report of the Workshop on Evaluation of the Adopted Harvest Control Rules for Icelandic Summer Spawning Herring, Ling and Keila (WKICEMSE), 21–25 April 2017, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2017/ACOM:45.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.
2022a. “11.2 Icelandic Waters ecoregion – Fisheries overview.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.advice.21487635.v1
2022b. Iceland request for evaluation of a harvest control rule for Keila in Icelandic waters. In Report of the ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, sr.2022.6d, https://doi.org/10.17895/ices.advice.19625823
2022c. “Stock Annex: Keila (Brosme brosme) in Division 5.a (Iceland grounds).” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. Unpublished
2022d. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, Keila, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971.v1