KEILA Brosme brosme
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 5 914 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til áframhaldandi bann við veiðum á uppvaxtarsvæðum keilu við Suður- og Suðausturland.
Stofnþróun
Veiðihlutfall er undir aflareglu stjórnvalda (FMGT), gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MGT Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Keila. Afli á Íslandsmiðum (Ísland og aðrar þjóðir) og við Grænland, nýliðun (1 árs), meðal veiðidánartala 7-10 ára, og lífmassi hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og gátmörk
Horfur
Keila Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Keila. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.
Gæði stofnmats
Við endurmat á aflareglu keilu við Ísland (ICES, 2022a) var grunnur ráðgjafar endurskoðaður og ný aflaregla innleidd en hún er í samræmi við varúðarnálgun og markmið Alþjóðahafrannsóknaráðsins um hámarksafrakstur. Niðurstöður stofnmatsins árið 2024 eru í samræmi við niðurstöðurnar árið 2023.
Keila. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023.
Aðrar upplýsingar
Seinni ár hefur orðið aukning á keiluafla við Grænland og haldi þær veiðar áfram þarf að tryggja sýnatöku úr afla við Grænland til að gögnin séu lýsandi fyrir allan stofninn. Rannsóknaleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Grænlands hafa leitt í ljós að útbreiðsla keilu við Grænland nær frá íslensku landhelginni og meðfram landgrunninu suður að 62°00ˈN. Magn keilu við Austur Grænland er þó ekki þekkt
Ráðgjöf, aflamörk og afli
Keila. Tillögur um hámarksafla samkvæmt aflareglu, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Heimildir og ítarefni
ICES. 2022a. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. 4:37. 271 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Keila. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.