KEILA Brosme brosme
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 5 914 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til áframhaldandi bann við veiðum á uppvaxtarsvæðum keilu við Suður- og Suðausturland.
Stofnþróun
Veiðihlutfall er undir aflareglu stjórnvalda (FMGT), gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MGT Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Keila. Afli á Íslandsmiðum (Ísland og aðrar þjóðir) og við Grænland, nýliðun (1 árs), meðal veiðidánartala 7-10 ára, og lífmassi hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Aflaregla |
Aflaregla | Ráðgjöf byggir á fiskveiðidánartölu FMGT = 0.23 fyrir 7–10 ára og er margfaldað með SSBy/MGT B~trigger~ þegar SSBy < MGT B~trigger~. Þegar aflareglunni er beitt má vænta þess að fiskveiðidánartala sveiflist milli 0.15 og 0.31. |
Stofnmat | Tölfræðilegt aldurs-aflalíkan (SAM) |
Inntaksgögn | Aldurs og lengdargögn úr afla og stofnmælingum (SMB, SMH og SMN) og heildarafli. |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
---|---|---|---|
Aflaregla | MGT Btrigger | 4 800 | Samkvæmt aflareglu |
FMGT | 0.23 | Samkvæmt aflareglu | |
Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 4 800 | Byggt á Bpa |
FMSY | 0.23 | Leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma, byggt á slembihermunum (EqSim). | |
Varúðarnálgun | Blim | 3 400 | Lægsta SSB gildið (2016) með háa nýliðun |
Bpa | 4 800 | Blim x e^1.645 * 0.2^ | |
Flim | 0.44 | Fiskveiðidauði sem í framreikningum leiðir til þess að miðgildi hrygningarstofns er við Blim | |
Fpa | 0.23 | Fp05, hámarks F þar sem líkur á því að SSB fari niður fyrir Blim eru <5 % |
Horfur
Keila Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Breyta | Gildi | Athugasemdir |
---|---|---|
Afli (2024) | 4 441 | Byggt á F7–10ára (2024); í tonnum. |
Hrygningarstofn (2025) | 8 310 | Skammtímaspá; í tonnum |
Nýliðun 1 árs (2025) | 21 935 | Mat úr líkani; í þúsundum |
Nýliðun 1 árs (2026) | 19 743 | Endurvalsúrdráttur seinustu 10 ára stofnmatsins; í þúsundum |
F7-10ára (2024) | 0.19 | Gerir ráð fyrir óbreyttu F (meðaltal síðustu þriggja ára) fyrir 1. janúar–31. ágúst 2024 og FMGT fyrir 1.september–31. desember 2024; í tonnum |
Keila. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.
Grunnur | Afli (2024/2025) | Veiðidánartala (2024/2025) | Hrygningarstofn (2026) | % Breyting á hrygningarstofni1) | % Breyting á ráðgjöf2) |
---|---|---|---|---|---|
Aflaregla | 5 914 | 0.23 | 9 087 | 9 | 15 |
1) Hrygningarstofn árið 2026 miðað við hrygningarstofn 2025 | |||||
2) Ráðlagt aflamark fyrir 2024/2025 miðað við ráðlagt aflamark 2023/2024 (5139 t) |
Gæði stofnmats
Við endurmat á aflareglu keilu við Ísland (ICES, 2022a) var grunnur ráðgjafar endurskoðaður og ný aflaregla innleidd en hún er í samræmi við varúðarnálgun og markmið Alþjóðahafrannsóknaráðsins um hámarksafrakstur. Niðurstöður stofnmatsins árið 2024 eru í samræmi við niðurstöðurnar árið 2023.
Keila. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023.
Aðrar upplýsingar
Seinni ár hefur orðið aukning á keiluafla við Grænland og haldi þær veiðar áfram þarf að tryggja sýnatöku úr afla við Grænland til að gögnin séu lýsandi fyrir allan stofninn. Rannsóknaleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Grænlands hafa leitt í ljós að útbreiðsla keilu við Grænland nær frá íslensku landhelginni og meðfram landgrunninu suður að 62°00ˈN. Magn keilu við Austur Grænland er þó ekki þekkt
Ráðgjöf, aflamörk og afli
Keila. Tillögur um hámarksafla samkvæmt aflareglu, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli Íslendinga | Afli annarra þjóða | Afli alls |
---|---|---|---|---|---|
2010/2011 | 6 000 | 6 000 | 6 235 | 1 898 | 6 235 |
2011/2012 | 6 900 | 6 900 | 5 983 | 1 606 | 5 983 |
2012/2013 | 6 700 | 6 700 | 5 555 | 1 314 | 5 569 |
2013/2014 | 6 300 | 6 300 | 4 850 | 487 | 5 438 |
2014/2015 | 4 000 | 4 000 | 4 136 | 1 304 | 5 440 |
2015/2016 | 3 440 | 3 440 | 3 221 | 900 | 4 121 |
2016/2017 | 3 780 | 3 780 | 1 689 | 729 | 2 418 |
2017/2018 | 4 3701) | 4 370 | 2 200 | 885 | 3 085 |
2018/2019 | 3 7761) | 3 776 | 2 453 | 778 | 3 231 |
2019/2020 | 3 8561) | 3 856 | 2 460 | 781 | 3 241 |
2020/2021 | 2 2891) | 2 289 | 2 192 | 757 | 2 949 |
2021/2022 | 2 1721) | 2 172 | 1 918 | 503 | 2 421 |
2022/2023 | 4 4642) | 4 464 | 2 420 | 640 | 3 060 |
2023/2024 | 5 1392) | 5 139 | |||
2024/2025 | 5 9142) | ||||
1) 13 % aflaregla | |||||
2) FMGT = 0.23 |
Heimildir og ítarefni
ICES. 2022a. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. 4:37. 271 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Keila. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.