BLÁLANGA

Molva dipterygia


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Blálanga er algengust sunnan, vestan og norðvestanlands á landgrunni Íslands á mun meira dýpi en aðrar þorskfiskategundir. Meðallengd blálöngu í stofnmælingu botnfiska að hausti er um 80 cm og hámarkslengd um 150 cm. Blálanga verður kynþroska á lengdarbilinu 75-90 cm en hængar verða kynþroska yngri og minni en hrygnur. Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/blalanga

VEIÐAR

Útbreiðsla blálönguveiða frá 2003 –2023 er sýnd á Mynd 1 og Mynd 2.

Mynd 1: Blálanga. Útbreiðsla á Íslandsmiðum frá 2003 samkvæmt afladagbókum.

Mynd 2: Blálanga. Afli eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis frá árinu 2000 samkvæmt afladagbókum.

Fyrir 2008 var meirihluti blálöngu veiddur í botnvörpu en þá einna helst sem meðafli í grálúðu-, karfa-, og þorskfiskaveiðum (Tafla 1). Mest var veitt á dýpi minna en 700 með botnvörpu og grynnra en 600 m á línu (Mynd 3). Eftir 2007 urði breytingar í blálönguveiðum þegar línubátar fóru að sækja í auknum mæli í blálöngu. Vegna aðgerða í fiskveiðistjórnun lækkaði hlutfallið aftur árið 2015 en á sama tíma fóru línubátar að veiða blálöngu á meira dýpi en áður. Síðustu ár hafa veiðar eftir dýpi verið svipaðar og fyrir árið 2008, eða grynnra en 400 m (Mynd 3). Landaður afli árið 2023 var 412 tonn en af þeim veiddi íslenski flotinn 404 tonn (Tafla 6). Afli jókst um 370 % árin 2006-2010 vegna aukinnar sóknar línubáta. Síðan þá hefur afli minnkað mikið eða um nær 6000 tonn frá 2010 (Tafla 1).

Mynd 3: Blálanga. Afli og hlutfall afla eftir dýpi línuveiða (vinstri) og botnvörpuveiða (hægri) samkvæmt afladagbókum.

Mynd 4: Blálanga. Landaður afli ásamt hlutfalli eftir veiðarfærum frá árinu 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Tafla. 1: Blálanga. Afli eftir veiðarfærum og fjöldi báta sem veiddu blálöngu.
Ár Botnvarpa (Fjöldi báta) Lína (Fjöldi báta) Annað (Fjöldi báta) Botnvarpa (tonn) Lína (tonn) Annað (tonn) Heildarafli (tonn)
2000 108 44 36 801 808 25 1634
2001 110 39 48 597 131 34 762
2002 105 41 25 986 256 23 1264
2003 105 47 33 883 197 17 1098
2004 112 53 45 894 145 44 1083
2005 106 60 51 1261 108 126 1496
2006 105 69 47 1477 151 107 1734
2007 97 90 64 1544 374 76 1995
2008 95 92 61 2111 1454 88 3653
2009 89 87 69 2242 1677 211 4129
2010 85 96 73 2202 3978 198 6378
2011 81 97 58 1630 4140 134 5904
2012 79 78 52 1449 2425 332 4207
2013 75 72 45 1300 1420 48 2769
2014 72 74 36 923 628 43 1594
2015 67 78 36 821 868 22 1712
2016 66 54 31 701 213 10 925
2017 57 53 26 436 169 14 619
2018 65 60 20 363 132 7 502
2019 58 54 27 238 161 16 415
2020 58 47 21 264 71 9 344
2021 59 41 20 286 33 4 323
2022 55 37 20 338 86 2 427
2023 52 36 21 304 96 4 404

AFLI Á SÓKNAREININGU (CPUE) OG SÓKN

Sókn og afli á sóknareiningu línu og botnvörpuveiða eru sýnd á Mynd 5. Afli blálöngu á sóknareiningu á Íslandsmiðum er ekki talinn endurspegla lífmassa blálöngu en er þó talinn geta gefið upplýsingar um þróun fiskveiða. Afli á sóknareiningu línuveiða var hár frá 2008-2013 en hefur lækkað hratt síðan. Afli á sóknareiningu botnvörpuveiða hefur einnig minnkað verulega á tímabilinu. Sókn á botnvörpu jókst mikið árið 2009 en minnkaði hratt eftir það. Sókn línuveiða jókst lítillega í kringum 2011 en hefur haldist tiltölulega stöðug.

Mynd 5: Blálanga. Afli á sóknareiningu (vinstri) og sókn (hægri) með línu og botnvörpu samkvæmt afladagbókum þar sem blálanga var skráð í afla.

LANDANIR OG BROTTKAST

Skráningar á löndunum íslenskra fiskiskipa eru í höndum Fiskistofu en skráning landana norskra og færeyskra fiskiskipa er í höndum Landhelgisgæslunnar. Brottkast á bolfiskveiðum á Íslandsmiðum er bannað með lögum. Landanir á blálöngu eru sýndar í Tafla 1 og Tafla 6. Engar upplýsingar eru til um brottkast á blálöngu en það er talið lítið þar sem blálanga er tiltölulega verðmæt tegund, engar lengdartakmarkanir eru við löndun, auk þess sem blálanga var ekki hluti af kvótakerfinu fyrr en 2013/2014.

SÝNASÖFNUN ÚR AFLA

Almennt er sýnasöfnun úr lönduðum afla úr helstu veiðarfærum (botnvörpu og línu) talin nægjanleg. Söfnunin virðist þó ekki alltaf hafa endurspeglað dreifingu botnvörpuveiða nægilega vel (ICES 2012). Dreifing blálönguveiða með botnvörpu og söfnun sýna árið 2023 er sýnd á Mynd 6.

Mynd 6: Blálanga. Efri mynd: Veiðislóð árið 2023 samkvæmt afladagbókum og staðsetning sýna (stjörnur). Neðri mynd: Hlutfall sýna eftir mánuðum (súlur) samanborið við landanir eftir mánuðum (svört lína), skipt eftir árum og helstu veiðarfærum. Tölur fyrir ofan súlur sýna heildarfjölda sýna.

Tafla. 2: Blálanga. Fjöldi lengdarmælinga úr afla íslenskra skipa.
Ár Lína (Fjöldi sýna) Lína (Fjöldi mælinga) Botnvarpa (Fjöldi sýna) Botnvarpa (Fjöldi mælinga)
2005 1 94 12 1164
2006 0 0 9 824
2007 2 238 12 1461
2008 14 1960 13 1685
2009 15 1940 23 2894
2010 38 5191 29 3161
2011 44 6513 12 1364
2012 27 3829 11 1135
2013 15 1564 6 757
2014 11 1222 5 411
2015 0 0 4 394
2016 0 0 3 309
2018 1 120 2 240
2019 1 120 1 114
2020 1 120 2 126
2021 0 0 7 353
2022 3 253 6 282
2023 1 69 5 406

LENGDARDREIFING AFLA

Alls var 6 sýnum safnað úr veiði árið 2023, 5 úr botnvörpuveiðum og 1 sýni úr línuveiðum (Tafla 2, Mynd 6). Lengdardreifing blálöngu úr afla árin 2015-2023 er sýnd á Mynd 7. Vegna mistaka var engum sýnum safnað úr afla árið 2017.

Mynd 7: Blálanga. Lengdardreifing frá botnvörpu- og línuveiðum árin 2005-2023.

GÖGN ÚR STOFNMÆLINGALEIÐÖNGRUM

Vísitölur úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB, frá árinu 1985) og hausti (SMH, frá árinu 2000) eru sýndar á Mynd 8, lengdardreifingar úr SMH á Mynd 9 og útbreiðsla í SMH á Mynd 10.

Mynd 8: Blálanga. Stofnvísitala (efri til vinstri), vísitala veiðistofns (40 cm og stærri, efri til hægri), vísitala stærri einstaklinga (70 cm og stærri, neðri til vinstri) og nýliðunarvísitala (neðri til hægri), úr stofnmælingum botnfiska að hausti (SMH, rauðir punktar) frá árinu 1996 og vori (SMB, blá lína) frá árinu 1985, ásamt staðalfráviki.

Mynd 9: Blálanga. Útbreiðsla og magn blálöngu í stofnmælingu að vori (SMB) árið 2024 og að hausti (SMH) árið 2023.

Mynd 10: Blálanga. Dreifing lífmassavísitölu í stofnmælingum botnfiska að hausti (SMH) frá árinu 2000.

Mynd 11: Blálanga. Lengdardreifing úr stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) frá árinu 1995

GREINING GAGNA

ALDURSSAMSETNING

Engin gögn eru birt um aldurssamsetningu blálöngustofnsins. Þau gögn sem er til eru ekki sýnd þar sem erfitt er að aldursgreina þessa tegund.

ÞYNGD EFTIR ALDRI

Engin gögn eru birt um þyngd eftir aldri. Þau gögn sem er til eru ekki sýnd þar sem erfitt er að aldursgreina þessa tegund.

KYNÞROSKI OG NÁTTÚRULEGUR DAUÐI

Lengd þar sem 50 % blálöngu er kynþroska er metin vera um 77 cm en 10-90 % blálöngu er talin verða kynþroska á lengdarbilinu 65-90 cm. Engar upplýsingar eru til um náttúrulegan dauða.

LANDANIR OG SÝNASÖFNUN

Sókn og afli á línu jókst hratt árin 2007-2010 og veiðisvæði blálöngu stækkaði. Síðan 2012 snerist það hinsvegar við (Tafla 1). Árið 2005 voru 108 tonn af blálöngu veidd á línu en 1261 tonn í botnvörpu eða um 84 % af heildarafla (1496 tonn). Árið 2011 veiddust 1630 tonn í botnvörpuveiðum eða um 28 % af heildarafla (5904 tonn) en 4140 tonn á línu eða 70 % af heildarafla. Síðan þá hefur hlutfall veitt á línu lækkað og árið 2023 var 25 % veitt á línu og 74 % veitt í botnvörpu. (Mynd 4 og Tafla 1). Meðallengd blálöngu úr línuveiðum er meiri en úr botnvörpuveiðum og því breyttist samsetning aflans þegar línuveiðar jukust árin 2006-2015. Blálönguafli minnkaði frá árinu 2010 til 2013. Sókn með botnvörpu minnkaði árið 2011 og sókn með línu árin 2012 og 2013. Sókn línubáta í blálöngu í dýpri sjó (Mynd 3) leiddi af sér minnkaða sókn á grynnri svæðum.

AFLI OG AFLI ÁSÓKNAREININGU

Afli á sóknareiningu er ekki talinn endurspegla lífmassa blálöngu og aukning á afla á sóknareiningu gæti frekar verið vísbending um aukinn áhuga á blálönguveiðum á línu og aukna sókn í dýpri sjó heldur en aukningu á lífmassa (Mynd 7). Árið 2011-2012 minnkaði sókn með línu en jókst árið eftir og var þá sú mesta á tímabilinu. Afli á sóknareiningu í botnvörpuveiðum hefur verið lítill, jókst lítillega árið 2009 en minnkaði eftir það (Mynd 5).

RANNSÓKNALEIÐANGRAR

Í stofnmælingu að hausti (SMH) er togað á meira dýpi en í stofnmælingu að vori (SMB). Þar sem útbreiðslusvæði blálöngu nær dýpra en stöðvar SMB, veitir SMH betri upplýsingar um stofn blálöngu. Vísitölur sýna aukningu lífmassa árin 2007-2009 en minnkun eftir það. Um 200 % hækkun varð á nýliðunarvísitölu árið 2008 en hún lækkaði árið 2010 og hefur verið lág síðan. Meðallengd hefur þar af leiðandi verið hærri eftir 2009. Enginn stofnmæling var haustið 2011.

STOFNMAT

Stofnmat með GADGET og fyrstu drög

Drög að stofnmati fyrir blálöngu með Gadget líkani voru fyrst kynnt á WGDEEP 2012. Uppfærðar niðurstöður voru kynntar á WGDEEP 2023.

Stofnmat með rfb-aðferð

Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 og 2023/2024 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin byggir á ICES rfb-reglu (ICES 2021) en hún gildir fyrir tvö fiskveiðiár í senn og hefur eftirfarandi form:

\[A_{y+1} = A_{y-1} \ {r}\ {f} \ {b} \ {m}\] þar sem \(A_{y+1}\) er ráðlagður afli, \(A_{y-1}\) er ráðgjöf síðasta árs, \(r\) er hlutfall meðaltals síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (Vísitala B), \(f\) f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (meðallengd úr afla deilt með MSY-viðmiðunarlengd) og \(b\) er varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).

Ráðgjöf fiskveiðiára 2022/2023 og 2023/2024 war 259 t.

\(r\) er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (Vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (Vísitala B) eða:

\[ \begin{align} r = \frac{ \sum_{i=y-2}^{y-1}I_1/2 }{ \sum_{i=y-3}^{y-5}I_1/3} \end{align} \]

\(f\) er nálgun á nýtingu:

\[ f = \frac{ \overline{L}_{y-1} } {L_{F=M}} \]

þar sem \(\overline{L}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en \(L_{c}\). \(L_{F=M}\) er reiknað sem:

\[ L_{F=M} = 0.75L_c + 0.25L_\infty \] þar sem \(L_c\) ier lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis og \(L\infty\) er von Bertalanffy \(L\infty\).

\(b\) er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk. \[ b=min(1, I{_y-1}/I_{trigger}) \] þar sem \(I_{trigger}\) = \(i_{loss\omega}\)

\(m\) er margfaldari byggður á vaxtarhraða stofnsins. \(K\) fyrir blálöngu er < 0.2 og því er \(m\) 0.95.

Greining á stofnmati og ráðgjöf

Vísitölur frá stofnmælingu að hausti (SMH) eru notaðar til að skoða stofnþróun. Ráðgjöfin í ár reiknast þannig: Ay+1 = Ay-1 r f b m eða 259 t * 1.226 * 1.019 * 1 * 0.95 og er þá ráðgjöf fyrir fiskveiðiárin 2024/2025 og 2025/2026 307 t (19 % hækkun frá síðustu ráðgjöf) (Tafla 3).

Tafla. 3: tafla. Blálanga.
Ráðgjöf fyrir 2022/2023 259
Breytingar í stofni
Vísitala A (2022--2023) 1058
Vísitala B (2019--2021) 862
Hlutfall vísitölu (A/B) 1.23
Vísitala veiðihlutfalls
Meðallengd í afla (Lmean=L2023) 97.1
Lengd við kjörsókn (LF=M) 95.25
Hlutfallsleg vísitala veiðihlutfalls (L2023/LF=M) 1.02
Gátmörk
Vísitala seinasta árs (I2023) 1420
Aðgerðamörk vísitölu (Itrigger=Iloss×1.4) 802
Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2022/Itrigger, 1} 1
Varúðarlækkun til þess að tryggja að hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum
margfaldari (byggður á lífssögu) 0.95
Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b ≥1) Ekki beitt - *Not applied*
Ráðgjöf fyrir 2022/2023 og 2023/2024* 307 t
% breyting á ráðgjöf +19 %

Application of the rfb-rule

• r er reiknað sem hlutfall meðaltals síðustu tveggja vísitalna og þriggja þar á undan sem gefur r=1.226 (Mynd 12, Tafla 4).

Mynd 12: Blálanga. Lífmassavísitölur úr SMH frá árinu 2000. Stofnmælingin var ekki framkvæmd árið 2011. Rauðar línur sýna meðaltalsgildi síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan.

• f er lengdarhlutfalls-hluti jöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs var 93 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L∞ * 0.25) er 95.25 (Mynd 13).

Mynd 13: Blálanga. Meðallengd úr afla síðan árið 1976 Bláa línan sýnir markviðmiðunarlengd.

Mynd 14: Blálanga. Lengdardreifing úr afla árin 2018-2023. Rauð lína er er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis. Svört lína (mode) er miðgildi.

• b er varúðarmörk og er notað til að takmarka afla þegar vísitala fellur fyrir neðan ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala blálöngu (Iloss = 574, mældist árið 2000). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 803.75 (Mynd 15). Vísitalan 2023 var 1420 og því fyrir ofan Itrigger og b því 1.

Mynd 15: Blálanga. Lífmassavísitölur frá árinu 2000. Bláa heillínan er Itrigger og bláa punktalínan er Iloss.

• m er stillingarbreyta en fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy K <0.2), er m = 0.95.

Mynd 16: Blálanga. Von Bertalanffy vaxtarkúrfa (rauð lína) blálöngu.

Tafla. 4: Blálanga. Næmni fyrir mismunandi L∞ gildum. Mesta lengd er 150 cm, 99. hlutfallsmark er 130 cm, 95. hlutfallsmark er 117 cm og lengd frá fishbase.org er 160 cm.
L∞ (Mesta lengd) L∞ (99. hlutfallsmark) L∞ (95. hlutfallsmark) L∞ (fishbase.org)
Fyrri ráðgjöf 259.00 259.000 259.000 259.000
Vísitala A 1058.00 1058.000 1058.000 1058.000
Vísitala B 862.00 862.000 862.000 862.000
Hlutfall (A/B) 1.23 0.933 0.933 0.933
Markviðmiðunarlengd 95.25 90.250 87.000 97.750
F (Lengdarhlutfall) 1.02 1.080 1.120 0.993
Varúðarmörk 1.00 1.000 1.000 1.000
Margfaldari 0.95 0.950 0.950 0.950
Iloss 574.00 574.000 574.000 574.000
Itrigger 804.00 804.000 804.000 804.000
Ráðgjöf 307.00 324.000 337.000 300.000
Stöðugleikaákvæði 0.00 1.000 1.000 0.000
Lokaráðgjöf 307.00 311.000 311.000 300.000
Breyting % 19.00 20.000 20.000 16.000

FISKVEIÐISTJÓRNUN

Fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 var veiðum íslenskra skipa ekki stjórnað með aflamarki. Einu takmarkanir á íslenska flotanum varðandi veiðar á blálöngu var tilkoma lokaðra svæða árið 2003 til að vernda þekkt hrygningarsvæði blálöngu. Blálanga var sett í kvóta fiskveiðiárið 2013/2014 (reglugerð 662/2013) (Tafla 5). Muninn á aflamarki og lönduðum afla Íslendinga má m.a. rekja til tilfærslna tegunda innan aflamarkskerfisins. Nettó tilfærslur hafa alltaf verið frá blálöngukvóta yfir í aðrar tegundir (Mynd 17).

Tafla. 5: Blálanga. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli af Íslandsmiðum (tonn).
Fiskveiðiár Tillaga Aflamark Afli Íslendinga Afli annarra þjóða Afli alls
2013/14 2400 2400 1655 6 1661
2014/15 3100 3100 1900 105 2005
2015/16 2550 2550 1097 10 1007
2016/17 2032 2032 636 3 639
2017/18 1956 1956 549 4 553
2018/19 1520 1520 464 7 471
2019/20 483 483 371 5 376
2020/21 406 406 365 12 377
2021/22 334 334 369 3 372
2022/23 259 259 477 10 487
2023/24 259 259 NA NA NA
2024/25 307 NA NA NA NA
2025/26 307 NA NA NA NA

Mynd 17: Blálanga. Nettó tilfærsla á kvóta, frá blálöngu yfir á aðrar tegundir, eftir fiskveiðiárum.

STÖÐUMAT RÁÐGJAFAR

Afli blálöngu hefur farið minnkandi síðustu ár en hún er aðallega veidd í blönduðum veiðum með karfa og grálúðu. Eftir að blálönguveiðar voru settar í kvótakerfi hefur bein sókn með línu færst yfir í blandaða veiði. Nýliðunarvísitölur úr stofnmælingu að hausti gefa til kynna slaka nýliðun síðan árið 2010 en það hefur valdið breytingum í meðallengdum í rannsóknaleiðöngrum og úr lönduðum afla. Lokanir á þekktum hrygningarsvæðum ættu áfram að vera í gildi og friðuð svæði stækkuð eftir þörfum.

ÁLYKTANIR

Lífmassavísitala blálöngu nálgast lægstu sögulegu gildi og uppistaða veiðanna er stór blálanga, sem er líklegast vegna þess að engin nýliðun hefur komið í stofninn í næstum áratug. Niðurstöðurnar sem hér eru kynntar styðja almennt álit vinnuhóps WGDEEP um að varúðarnálgun sé beitt við ráðgjöf svo lengi sem lítil nýliðun er í stofninn.

Tafla. 6: Blálanga. Landaður afli af Íslandsmiðum (5a).
Ár Færeyjar Þýskaland Grænland Ísland Noregur Bretland Heildarafli
1974 34 1959 0 352 140 32 2517
1975 69 1418 0 554 366 89 2496
1976 29 1222 0 674 135 28 2088
1977 39 1253 0 712 317 0 2321
1978 38 0 0 1309 156 0 1503
1979 85 0 0 2063 98 0 2246
1980 183 0 0 8505 83 0 8771
1981 220 0 0 8214 229 0 8663
1982 224 0 0 5941 64 0 6229
1983 1195 0 0 5127 402 0 6724
1984 353 0 0 3119 31 0 3503
1985 59 0 0 1398 7 0 1464
1986 69 0 0 1771 8 0 1848
1987 75 0 0 1687 8 0 1770
1988 271 0 0 1889 7 0 2167
1989 403 0 0 2121 5 0 2529
1990 1029 0 0 1989 0 0 3018
1991 241 0 0 1581 0 0 1822
1992 321 0 0 2556 0 0 2877
1993 40 0 0 4204 0 0 4244
1994 89 1 0 970 0 0 1060
1995 114 3 0 907 0 0 1024
1996 36 3 0 1156 0 0 1195
1997 25 0 0 1290 0 0 1315
1998 59 9 0 1049 0 0 1117
1999 31 8 0 1819 8 11 1877
2000 0 8 0 1634 25 9 1676
2001 95 12 0 762 49 23 941
2002 28 4 0 1264 74 10 1380
2003 16 16 0 1098 6 24 1160
2004 38 9 0 1083 49 27 1206
2005 24 25 0 1496 20 26 1591
2006 63 22 0 1734 27 11 1857
2007 78 0 0 1995 4 13 2090
2008 88 0 0 3653 21 0 3762
2009 178 0 0 4129 5 0 4312
2010 515 0 0 6378 13 0 6906
2011 797 0 0 5904 2 0 6703
2012 312 0 0 4207 2 0 4521
2013 435 0 0 2769 1 0 3205
2014 10 0 0 1594 0 0 1604
2015 3 0 0 1712 4 0 1719
2016 3 0 0 925 0 0 928
2017 0 0 0 619 0 0 619
2018 0 0 0 502 0 0 502
2019 0 0 0 415 4 0 419
2020 5 0 0 344 0 0 349
2021 1 0 0 323 0 0 324
2022 1 0 0 427 10 0 438
2023 0 0 0 404 8 0 412
Tafla. 7: Blálanga. Landaður afli á Grænlandsmiðum samkvæmt STATLANT gagnagrunni.
Ár Færeyjar Þýskaland Grænland Ísland Noregur Rússland Spánn Bretland Samtals
1983 0 621 0 0 0 0 0 0 621
1984 0 537 0 0 0 0 0 0 537
1985 0 315 0 0 0 0 0 0 315
1986 214 149 0 0 0 0 0 0 363
1987 0 199 0 0 0 0 0 0 199
1988 21 218 3 0 0 0 0 0 242
1989 13 58 0 0 0 0 0 0 71
1990 0 64 5 0 0 0 0 10 79
1991 0 105 5 0 0 0 0 45 155
1992 0 27 2 0 50 0 0 32 111
1993 0 16 0 3124 103 0 0 22 3265
1994 1 15 0 300 11 0 0 57 384
1995 0 5 0 117 0 0 0 19 141
1996 0 12 0 0 0 0 0 2 14
1997 1 1 0 0 0 0 0 2 4
1998 48 1 0 0 1 0 0 6 56
1999 0 0 0 0 1 0 66 7 74
2000 0 1 0 4 0 0 889 2 896
2001 1 0 0 11 61 0 1631 6 1710
2002 0 0 0 11 1 0 0 0 12
2003 0 0 0 0 36 0 670 5 711
2004 0 0 0 0 1 0 0 7 8
2005 2 0 0 0 1 0 176 8 187
2006 0 0 0 0 3 1 0 0 4
2007 19 0 0 0 1 0 0 0 20
2008 1 1 0 0 2 0 381 0 385
2009 1 0 0 0 3 0 111 4 119
2010 1 3 0 0 9 0 34 0 47
2011 0 6 0 0 2 0 0 0 8
2012 0 3 0 367 9 0 0 0 379
2013 0 9 4 0 0 0 0 3 16
2014 2 8 1 606 3 0 0 0 620
2015 0 5 65 46 1 0 0 0 117
2016 1 7 0 0 0 0 0 0 8
2017 0 2 4 0 4 0 0 0 10
2018 0 5 16 0 12 0 0 0 33
2019 0 7 20 0 36 0 0 0 63
2020 0 7 18 0 2 0 0 0 27
2021 0 6 1 0 9 0 0 0 16
2022 0 5 0 0 7 0 0 0 12
2023 0 7 6 0 2 0 0 0 15
Tafla. 8: Blálanga. Afli og vísitala (40 cm og stærri) úr stofnmælingu botnfiska að hausti ásamt reiknuðu markgildi (afli á Íslands- og Grænlandsmiðum)/vísitala). Stofnmælingin var ekki framkvæmd árið 2011.
Ár Landaður afli í 5a Vísitala Landaður afli í 14 Lf=m/Lmean
2000 1635.88 574.11 896.00 1.03
2001 761.81 914.27 1710.00 1.04
2002 1264.67 934.15 12.00 1.08
2003 1098.03 884.38 711.00 1.06
2004 1089.91 985.41 8.00 1.08
2005 1502.33 985.72 187.00 1.06
2006 1736.04 1439.28 4.00 1.05
2007 1998.09 1075.49 20.00 1.05
2008 3653.18 1586.62 385.00 1.05
2009 4129.24 1967.16 119.00 1.02
2010 6377.87 1763.54 47.00 1.02
2011 8.73 1.01
2012 4206.66 1363.32 378.98 1.02
2013 2769.87 1683.95 16.18 1
2014 1687.64 1415.21 619.57 0.98
2015 1727.36 1113.2 94.58 0.99
2016 930.79 1105.71 8.66 0.98
2017 622.26 1090.7 9.44
2018 502.96 882.99 32.83 0.92
2019 423.98 966.65 62.55 0.9
2020 349.31 718.13 26.81 0.98
2021 331.86 902.67 16.44 1.02
2022 437.83 695 12.63 1.05
2023 412.28 1420.05 14.81 0.98

Heimildir

ICES. 2012. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (Wgdeep), 28 March–5 April, 2012, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2012/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985