BLÁLANGA Molva dipterygia

Ráðgjöf 2024/2025

307

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

259

tonn

Breyting á ráðgjöf

19 %

Birting ráðgjafar: 7. june 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli hvors fiskveiðiárs 2024/2025 og 2025/2026 verði ekki meiri en 307 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að hrygningarsvæðum suður af Vestmannaeyjum og á Franshól verði áfram lokað á hrygningartíma frá 15. febrúar–30. apríl.

Stofnþróun

Stofnstærð er fyrir ofan aðgerðarmörk (Itrigger) og veiðiálag er fyrir ofan kjörsókn (FMSY_proxy)

0 2 4 6 8 10 1981 1985 1989 1993 1997 2001 2005 2009 2013 2017 2021 Þús. tonn A n n a ð o g ó s k i l g r e i n t B o t n v a r p a D r a g n ó t L í n a Afli 0.0 0.2 0.4 0.6 0.8 1.0 2001 2005 2009 2013 2017 2021 Milljónir N ý l i ð u n a r v í s i t a l a t a r g e t F p r o x y 0.9 1.1 2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018 2021 Vísitala veiðihlutfalls I t r i g g e r 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 2001 2005 2009 2013 2017 2021 Þús. tonn Lífmassi

Blálanga Afli við Ísland eftir veiðarfærum og afli við Grænland, nýliðunarvísitala (≤40 cm), vísitala veiðihlutfalls byggt á afli/lífmassavísitala og lífmassavísitala (≥40 cm) úr SMH. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og gátmörk

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3). Lífmassavísitala fyrir blálöngu 40 cm og stærri úr SMH er notuð til að reikna tímaháða breytingu á stofnvísitölu. Þar sem upplýsingar um lífssögulega þætti eru til staðar auk nægjanlegra lengdarmælingagagna úr afla er ráðgjöfin byggð á svokallaðri rfb-reglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2021)

Blálanga Útreikningar ráðgjafar.

Ráðgjöfin fyrir fiskveiðiárin 2024/2025 og 2025/2026 er hærri en ráðgjöf síðasta árs þar sem lífmassavísitala hefur hækkað

Horfur

Búast má við að veiðistofn blálöngu haldi áfram að minnka á komandi árum þar sem nýliðun í stofnmælingu botnfiska að haustlagi (SMH) frá árinu 2010 hefur verið lítil.

Gæði stofnmats

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) nær yfir útbreiðslu og allt veiðisvæði blálöngu. Síðan stofnmæling hófst hefur mestur afli verið veiddur af íslensku hafsvæði.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Blálanga. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli af Íslandsmiðum (tonn).

Heimildir og ítarefni

ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report.

https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985

MFRI Assessment Reports 2024. Blue ling. Marine and Freshwater Research Institute, 07 June 2024.

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Blálanga. Hafrannsóknastofnun 07. júní 2024.