LANGA

Molva molva


Stofnmatskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Langa er ein af stærri tegundum af ættbálki þorskfiska (Gadiformes) og getur orðið allt af 200 cm löng. Meðallengd löngu í árlegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar að vori er um 70-90 cm og er hún algengust á 100-400 m dýpi. Langa nær kynþroska á aldrinum 5-8 ára og er þá 60-80 cm löng. Langa hrygnir aðallega í maí og júní, mest meðfram landgrunnsbrúninni sunnan, suðvestan og vestan Íslands. Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/langa

Veiðar

Landanir á löngu af Íslandsmiðum árin 1947-1971 voru á bilinu 8000-15000 tonn en landaður afli minnkaði töluvert árin eftir og til ársins 2000 þar sem flestum erlendum skipum var bannað að veiða innan íslenskrar lögsögu. Árin 2001-2010 jókst aflinn stöðugt og náði um 11 000 tonnum árið 2010 og um 14000 tonnum árið 2014. Síðan þá hefur afli minnkað og var 8534 tonn árið 2023 (Mynd 1 og Tafla 1)

Mynd 1: Langa. Landaður afli á Íslandsmiðum.

Hlutfall veiðarfæra við lönguveiðar hefur ekki breyst mikið seinustu ár en árlega skrá 100-300 línubátar lönguafla, um 20-200 netabátar og um 60-140 togbátar. Meirihluti löngu er veiddur á línu (Mynd 2 og Tafla 1) en hlutfall línuafla hefur aukist frá árinu 2000 og var um 66% árið 2023. Á sama tíma hefur hlutfall löngu sem fæst í net lækkað úr um 20-30 % árið 2000 niður í um 2% árið 2023. Hlutfall botnvörpuafla er minna breytilegt og hefur verið í kringum 20 % (Mynd 2 og Tafla 1). Línuveiðar á löngu fara aðallega fram á minna en 300 metra dýpi, en botnvörpuveiðar á um 400 metra dýpi og grynnra (Mynd 3). Helstu veiðisvæði samkvæmt afladagbókum eru á landgrunninu sunnan-, suðvestan- og vestanlands (Mynd 4). Útbreiðsla veiða samkvæmt afladagbókum síðustu tvo áratugi sýnir lækkað hlutfall afla suðaustanlands og aukningu vestan við landið (Mynd 5). Einnig hafa veiðar færst grynnra síðustu ár (Mynd 3).

Tafla. 1: Langa. Fjöldi Íslenskra báta sem skrá lönguafla á Íslandmiðum og afli eftir veiðarfærum samkvæmt afladagbókum.
Ár Fj. lína Fj. net Fj. botnvarpa Lína Net Botnvarpa Annað Heildarafli
2000 289 184 143 1538 704 890 77 3284
2001 254 232 131 1093 1061 639 79 3362
2002 235 203 124 1282 648 852 61 4519
2003 244 172 119 2210 454 850 70 4270
2004 234 165 116 2017 545 977 187 4606
2005 260 127 116 2046 501 1497 268 5198
2006 259 99 106 3732 629 1697 225 7405
2007 251 86 106 4042 633 1642 282 7591
2008 208 68 96 5004 477 1927 330 9283
2009 208 78 88 6232 723 2193 468 10773
2010 197 69 87 6532 363 2528 444 10963
2011 201 61 82 5595 222 2625 348 9626
2012 206 62 81 7479 245 2509 462 11817
2013 209 62 85 6779 345 2808 266 11581
2014 220 57 78 8728 673 2717 231 14246
2015 207 55 75 7766 650 2802 333 13035
2016 186 55 72 5244 681 2426 232 9884
2017 171 48 71 4903 556 2063 171 8766
2018 151 47 68 4061 387 2114 195 8062
2019 148 33 61 4688 115 2009 180 8269
2020 124 36 67 3540 138 1985 174 7061
2021 119 39 66 3812 126 2074 99 7128
2022 103 30 64 4059 262 2236 242 7657
2023 88 32 62 5648 175 2497 232 8534

Mynd 2: Langa. Landaður afli eftir veiðarfærum frá 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Mynd 3: Langa. Afli línu- og botnvörpuveiða eftir dýpi samkvæmt afladagbókum.

Mynd 4: Langa. Útbreiðsla löngu (tonn/sml2) á Íslandsmiðum frá 2004 samkvæmt afladagbókum íslenskra skipa.

Mynd 5: Langa. Afli eftir svæðum ásamt hlutfalli innan hvers svæðis samkvæmt afladagbókum.

Landanir og brottkast

Skráningar landana íslenskra fiskiskipa eru í höndum Fiskistofu en Landhelgisgæslan kemur að skráningum landana norskra og færeyskra fiskiskipa. Brottkast við bolfiskveiðar á Íslandsmiðum er bannað með lögum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um brottkast á löngu (línuveiðar) en það er talið vera lítið (<1 %) (WGDEEP, 2011:WD02). Aðgerðir í fiskveiðistjórnun (m.a. tegundatilfærsla í kvótakerfi) er taldar minnka brottkast í blönduðum veiðum.

Gögn um landaðan afla

Sýnasöfnun úr lönduðum afla (línuveiðum og botnvörpuveiðum) er talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflu lönguveiða (Mynd 6).

Mynd 6: Langa. Dreifing lengdarmælinga(svartir punktar) og afli á Íslandsmiðum (efri mynd) og fjöldi sýna eftir mánuðum og verkefnum (súlur) auk hlutfalls hvers mánaðar (neðri mynd).

Lengdardreifing úr lönduðum afla

Flestar lengdarmælingar á löngu eru frá línu- og botnvörpuveiðum ( Tafla 2) og er fjöldi lengdarmælinga í samræmi við landaðan afla. Hins vegar fækkaði sýnum árið 2020, sem má líklega rekja til covid-19 faraldursins. Lengdardreifing löngu úr línu- og botnvörpuveiðum er sýnd á Mynd 7. Sýnasöfnun úr lönduðum afla er talin endurspegla útbreiðslu lönguveiða og árstíðarsveiflur (Mynd 6).

Tafla. 2: Tafla 2: Langa. jöldi lengdarmælinga úr afla íslenskra skipa.
Ár Lína Net Dragnót Botnvarpa Annað Heildarafli
2000 1624 566 0 377 6 2573
2001 1661 493 0 37 0 2191
2002 1504 366 0 221 0 2091
2003 2405 300 0 137 143 2985
2004 2640 348 46 141 150 3175
2005 2323 31 101 349 180 2954
2006 3354 645 0 1157 405 5557
2007 3661 0 76 400 0 4137
2008 5847 357 15 819 150 7188
2009 9014 410 0 516 450 10390
2010 7322 57 0 1146 1200 9724
2011 7248 0 150 1234 750 9393
2012 11356 85 150 1411 1337 14339
2013 19405 267 122 993 1344 12131
2014 6448 1286 120 2089 2964 12907
2015 3315 1563 0 2615 3052 10545
2016 2483 2039 0 2460 1212 8194
2017 1637 485 0 1963 1226 5311
2018 1424 559 0 1603 712 4298
2019 3598 0 0 1830 819 6247
2020 1099 4 0 1718 498 3439
2021 1056 0 0 2028 466 3550
2022 563 370 0 1805 1534 4272
2023 1284 90 0 2423 0 3797

Mynd 7: Langa. Lengdardreifing löngu úr botnvörpu og línu árin 2003-2023

Aldurssamsetning

Aldursgreiningar á löngu ná aftur til ársins 2000 (Tafla 3). Fyrri árin var meirihluti löngu á aldursbilinu 5-8 ára (stofnmæling að vori, SMB) og 6-9 ára (línuveiðar) en meðalaldur hefur farið hækkandi yfir tímabilið og aflinn samanstaðið af eldri einstaklingum (sjá næsta kafla; Gögn frá stofnmælingaleiðöngrum).

Tafla. 3: Tafla 3.Langa. Fjöldi aldursgreindra kvarna úr afla
Ár Lína Net Dragnót Botnvarpa Annað Heildarafli
2000 650 200 0 150 0 1000
2001 550 193 0 37 0 780
2002 519 166 0 150 0 835
2003 900 100 0 150 50 1150
2004 750 100 46 100 50 996
2005 750 0 0 231 50 981
2006 1137 288 0 550 100 1975
2007 1300 0 50 100 0 1450
2008 1950 150 0 365 50 2465
2009 2550 150 0 400 150 3100
2010 2498 50 0 850 400 3398
2011 2546 0 50 700 250 3296
2012 3521 50 50 541 400 4562
2013 2590 100 50 350 450 3540
2014 665 225 20 399 514 1823
2015 595 300 0 483 520 1898
2016 440 345 0 460 220 1465
2017 310 85 0 370 225 990
2018 245 100 0 310 120 775
2019 385 0 0 340 140 865
2020 225 40 0 355 102 772
2021 180 0 0 398 100 678
2022 183 80 0 400 318 981
2023 320 20 0 564 0 904

Mynd 8: Langa. Aldurskiptur afli. Súlur gefa til kynna afla í fjölda eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Mynd 9: Langa. Samsetning heildarafla á ári skipt eftir árgangi

Þyngd eftir aldri í afla

Meðalþyngd eftir aldri úr afla er sýnd á Mynd 10. Aflaþyngdir eldri árganga (8-12 ára) hafa aukist síðustu ár og verið yfir meðalþyngd síðan 2018, Hinsvegar hafa aflaþyngdir yngri árganga verið undir meðalþyngd síðustu ár.

Mynd 10: Langa. Aflaþyngdir eftir aldri. Súlur gefa til kynna frávik frá meðalþyngd eftir aldri (svört lína) og eru litaðar eftir árgangi.

Mynd 11: Langa. Aflaþyndgir eftir aldri

Afli og sókn

Afli löngu á sóknareiningu á Íslandsmiðum er ekki talinn endurspegla lífmassa löngu.

Gögn úr stonfmælingaleiðöngrum

Tveir reglubundnir rannsóknaleiðangrar með botnvörpu eru farnir á vegum Hafrannsóknastofnunar, þ.e. stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985 og nær yfir helstu útbreiðslusvæði löngu. SMH hefur farið fram árlega frá árinu 1996, að undanskildu árinu 2011.

Útbreiðslu löngu í SMB 2024 og SMH 2023 er sýnd á Mynd 9, og Mynd 10 sýnir breytingar á vísitölum löngu í SMB og SMH. Lengdardreifing löngu í SMB er sýnd á Mynd 11 og breytingar á útbreiðslu á Mynd 12.

Í stofnmælingum fæst langa aðallega djúpt á landgrunninu sunnan og vestan Íslands. Heildarvísitala og vísitala löngu >40 cm lækkuðu til ársins 1995 og héldust lágar til ársins 2003. Eftir það hækkuðu vísitölur stöðugt og hafa verið háar en sveiflukenndar í rúman áratug (Mynd 10). Nýliðunarvísitala hækkaði frá árinu 2003 og náði hámarki árin 2007-2010, en lækkaði síðan hratt til ársins 2014 og hefur verið lág síðan. Vísitala stærri löngu (80 cm og lengri) hefur svipaðan feril og vísitala heildarlífmassa.

Lengdardreifingar í SMB gefa svipaða mynd og vísitölurnar og árin 2012-2018 má sjá aukningu í lífmassa löngu á lengdarbilinu 60-100 cm. Vísitölur úr SMH voru lágar árin 1996-2000 en hafa farið hækkandi síðan (Mynd 10). Samræmi er á milli leiðangrana að flestu leyti en vísitölur eru þó lægri í SMH. Einnig er ósamræmi í nýliðunarvísitölum, en þær eru lægri í SMH. Mismuninn má líklega skýra með minni veiðanleika (sökum mismunandi veiðarfæra) í SMH á löngu undir 40 cm.

Samkvæmt gögnum úr SMB varð mikil aukning á lífmassa á vestur svæði árin 2012-2018, en aukning á tímabilinu var þó sjáanleg á öllum svæðum. Frá 2016 hefur lífmassinn þar minnkað en aukist suðaustanlands.

Mynd 12: Langa. Staðsetningar og magn löngu í stofnmælingum botnfiska að vori 2024 (SMB) og hausti 2023 (SMH)

Mynd 13: Langa. Heildatlífmassi, lífmassi >40 cm, lífmassi > 80 cm og nýliðun (fjöldi <40 cm). Línur sýna niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) og punktar niðurstöður úr stofnmælingu að hausti (SMH). Skyggð svæði og lóðréttar línur sýna staðalskekkju.

Mynd 14: Langa. Lífmassavísitala úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) eftir árum og svæðum landgrunnsins (efri mynd) og hlutfall milli svæða (neðri mynd).

Mynd 15: Langa. Lengdardreifing úr vorleiðangri eftir árum.

Mynd 16: Langa. Aldursskiptar fjöldavísitölur úr haustleiðangri (vinstri) og úr vorleiðangri (hægri). súlur eru litaðar eftir árgangi. Athugið ólíkan skala á y-ás.

Stofnþyngdir eftir aldri

Meðalþyngd eftir aldri úr vorleiðangri er sýnd á Mynd 17. Meðalþyngdir 5-7 ára hafa verið undir meðalþyngd síðust ár.

Mynd 17: Langa. Meðalþyngd eftir aldri úr vorleiðangri. Svört lína er meðalþyngd. Súlur eri litaðar eftir árgangi.

Kynþroski

Langa við æIsland verður kynþroska á aldri 5-8 og við lengd 60-80 cm. Kynþroski eftir aldri er fenginn úr vorleiðangri en fyrir árið 1985 er hlutfall kynþroska fest við sama gildi og árið 1985. Kynþroski eftir aldri 5-7 ára hefur farið lækkandi síðustu ár en verið yfir meðaltali fyrir eldri einstaklinga (Mynd 18 og Mynd 19), en meðallengd við kynþroska var 75 cm árið 2023 (Mynd 20).

Mynd 18: Langa. Kynþroski eftir aldri úr vorleiðangri. Súlur eru litaðar eftir árgangi. Gildin eru notuð til útreiknings á stærð hrygningarstofns

Mynd 19: Langa. Hlutfall kynþroska eftir aldri úr vorleiðangri.

Mynd 20: Langa. Hlutfall kynþroska eftir lengd úr vorleiðangri. Svarta línan er árið 2024.

Greiningarmat með SAM líkani

Vorið 2022 var stofnmat löngu endurmetið (ICES 2022a) þar sem fyrra stofnmat með Gadget líkani var farið að sýna óstöðugleika samkvæmt endurlitsgreiningu. Sem hluti af mati á aflareglum var farið yfir stofnmat á rýnifundi hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) (WKICEMP, ICES 2022c) sem varð til þess að gerðar voru breytingar á stofnmatsaðferðum, auk þess sem viðmiðunarpunktar voru endurskoðaðir. Uppsetningu líkans og stillingum er lýst í viðauka í skýrslu ICES um stofn löngu (ICES 2022b).

Inntaksgögn og greining á niðurstöðum stofnmats

Inntaksgögn og stillingar fyrir stofn löngu er að finna í viðauka í skýrslu ICES um löngu (ICES 2022b). Mynd 26 sýnir stillingar líkans.

Samsvörun líkans við vísitölur úr leiðöngrum og afla eru sýndar á Mynd 21. Almennt fylgir líkanið séðri dreifingu og lokagildi eru ekki frábrugðin séðum gildum fyrir flesta lengdarhópa.

Mynd 21: Langa. Samanburður á niðurstöðum líkans (línur) og heildarvísitölum stofnmælingaleiðangra og afla (punktar).

Niðurstöður

Niðurstöður stofnmats sýna aukningu í nýliðun árin 2004-2010, sem endurspeglast í stækkun hrygningarstofns og auknum afla árin 2010-2019. Fiskveiðidauði hefur lengst af haldist stöðugur en farið minnkandi síðastliðinn áratug (Mynd 22).

Mynd 22: Langa. Niðurstöður úr SAM líkani: Metinn afli, meðal fiskveiðidauði 8-11 ára, hrygningarstofn og nýliðun 2 ára. Skyggð svæði sýna 95 % öryggismörk. Afli og fiskveiðidauði árið 2024 eru framreiknuð gildi úr líkani.

Endurlitsgreining

Reiknuð endurlitsgreining gefur til kynna leiðréttingu upp á við fyrirstærð hrygningarstofns síðustu ár (Mynd 23). Mat á fiskveiðidauða hefur verið nokkuð stöðugt og sama má segja um nýliðun, fyrir utan árin 2017-2018.

Mohn‘s ρ var metið -0.0567807 fyrir hrygningarstofn, 0.091087 fyrir fiskveiðidauða, og 0.2213527 fyrir nýliðun. Hvorki leifar né ferilfrávik sýna mynstur (Mynd 24 og Mynd 25).

Mynd 23: Langa. Fimm ára reiknuð endurlitsgreining sem sýnir stöðuleika í mati líkansins. Niðurstöður eru sýndar fyrir afla, fiskveiðidánartölu 8-11 ára, hrygningarstofn og nýliðun 2 ára.

Mynd 24: Langa. Leyfar SAM líkans

Mynd 25: Langa. Ferilfrávik SAM líkans

Mynd 26: Langa. Áætlaðar breytur líkans.

Viðmiðunarpunktar

Aflaregla fyrir löngu var metin árið 2022 (WKICEMSE 2022, WKICEMP 2022), og í samræmi við þá vinnu voru viðmiðunarpunktar skilgreindir fyrir stofninn:

Tafla. 4: Langa. Skilgreindir viðmiðunarpunktar
Viðmiðunarpunktar Gildi Tæknileg.atriði
Hámarksafrakstur MSY Btrigger 11100 Bpa
FMSY 0.3 Slembihermun (EqSim) með sundurliðuðu aðhvarfi fest á Blim.
Varúðarnálgun Blim 9000 Bloss (Hrygningarstofn árið 1993)
Bpa 11100 Blim x e1.645 * σB
Flim 0.95 Fiskveiðidauði sem í stókatísku jafnvægi mun leiða til miðgildis hrygningarstofns við Blim.
Fpa 0.62 Hámarksgildi fiskveiðidauða þar sem líkur eru á að hrygningarstofn fari niður fyrir Blim eru <5 %
Aflaregla MGT Btrigger 11100 Samkvæmt aflareglu
FMGT 0.3 Samkvæmt aflareglu

Fiskveiðistjórnun

Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæði við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hver fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun veiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Langa hefur verið hluti af fiskveiðistjórnunarkerfinu frá fiskveiðiárinu 2001/2002.

Landanir voru töluvert umfram ráðgjöf fram til fiskveiðiársins 2012/2013 (Tafla 5). Umfram veiðar hafa síðan minnkað en þessi mikla umframveiði er talin stafa af tilfærslum kvóta á milli fiskveiðiára og tegunda. Að auki gerði ráðuneytið ekki ráð fyrir veiðum Norðmanna og Færeyinga á Íslandsmiðum við úthlutun aflaheimilda. Engin lágmarksstærð er á landaðri löngu.

Samningur er á milli Íslands, Noregs og Færeyja um veiðar innan landhelgi Íslands. Færeysk veiðiskip mega veiða 5600 tonn af botnfiska tegundum, þar af 1200 tonn af þorski og 40 tonn af lúðu. Afgangurinn beinist helst að keilu, löngu og blálöngu. Nánari lýsingu á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu má finna í viðauka í skýrslu ICES um stofn löngu (ICES 2022b).

Tafla. 5: Langa. Tillögur um hámarksafla samkvæmt aflareglu, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn)
Fiskveiðiár Tillaga Aflamark Afli Íslendinga Afli annarra þjóða Afli alls
2010/2011 7500 7500 9327
9327
2011/2012 8800 9000 10072 0 10072
2012/2013 12000 12000 11125 44 11140
2013/2014 14000 14000 11794 1763 12982
2014/2015 14300 14300 11684 1974 13658
2015/2016 16200 16200 9773 1456 11229
2016/2017 9343 9343 7291 1135 8426
2017/2018 8598 8598 7017 1309 8326
2018/2019 6255 6255 6927 1101 8028
2019/2020 6599 6599 5972 1183 7155
2020/2021 5700 5700 6201 1012 7213
2021/2022 4735 4735 5814 885 6699
2022/2023 6098 6098 7511 926 8437
2023/2024 6566 6566


2024/2025 6479



Mynd 27: Langa. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla á milli ára (efri mynd):. Tilfærsla kvóta frá viðkomandi fiskveiðiári yfir á næsta fiskveiðiár. Tilfærsla milli tegunda (neðri mynd): jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á löngu en neikvæð gildi tilfærslu löngukvóta á aðrar tegundir.

Stöðumat ráðgjafar

Gögn sem liggja fyrir úr lönduðum afla og úr leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar benda til þess að ástand löngustofnsins sé gott og það er staðfest með stofnmati samkvæmt SAM líkani. Hins vegar mun minnkandi nýliðun frá árinu 2010 líklega skila sér í minnkuðum afla.

Um 95 % löngu er veidd á línu og í botnvörpu en einungis 5 % í önnur veiðarfæri, þá aðallega í net. Ef þessi hlutföll breytast verulega má búast við breytingum á aflasamsetning löngu þar sem net veiða aðrar stærðir en lína og botnvarpa.

Tafla. 6: Langa. Afli á Íslandsmiðum eftir þjóðum (Source STATLANT).
Ár Færeyjar Þýskaland Ísland Noregur Bretland
2002 1631 0 2843 45 0
2003 570 2 3585 108 5
2004 739 1 3727 139 0
2005 682 3 4313 180 20
2006 962 1 6283 158 0
2007 807 0 6599 185 0
2008 1366 0 7738 179 0
2009 1157 0 9616 172 0
2010 1095 1 9868 168 0
2011 588 0 8789 249 0
2012 875 0 10695 248 0
2013 1030 0 10213

2014 1604 0 12483 158 0
2015 1132 0 11653 250 0
2016 952 0 8702 230 0
2017 730 0 7792 244 0
2018 993 0 6866 203 0
2019 1023 0 7061 184 0
2020 971 0 5853 237 0
2021 832 0 6205 91 0
2022 706 0 6818 132 0
2023 825 0 7531 178 0
Tafla. 7: Langa. Yfirlit stofnmats.
Ár Nýliðun 97.5% 2.5% Hrygningarstofn 97.5% 2.5% F aldur 8-11 ára 2.5% 95% Afli
1979 2607 3702 1836 17529 22480 13668 0.45 0.70 0.29 5284
1980 2830 3746 2139 16508 21083 12926 0.50 0.81 0.31 4601
1981 3175 4074 2475 15038 19153 11807 0.55 0.88 0.34 4577
1982 3536 4491 2784 13679 17208 10874 0.66 0.99 0.45 4868
1983 3793 4800 2998 12175 15085 9826 0.75 1.03 0.55 4907
1984 3718 4697 2943 10566 13006 8583 0.65 0.84 0.50 3931
1985 3432 4329 2720 10350 12499 8571 0.54 0.70 0.42 3525
1986 3508 4433 2776 10726 12644 9099 0.50 0.63 0.40 3710
1987 3769 4763 2983 11966 13873 10321 0.59 0.73 0.48 4928
1988 3635 4572 2891 12262 14056 10696 0.65 0.80 0.54 5764
1989 3279 4085 2632 11695 13354 10242 0.64 0.78 0.53 5600
1990 2867 3547 2318 11562 13218 10114 0.65 0.78 0.55 5575
1991 2619 3244 2115 10063 11465 8832 0.69 0.83 0.58 5696
1992 2705 3351 2183 9599 10703 8610 0.66 0.79 0.55 5072
1993 2918 3610 2359 9187 10062 8388 0.56 0.67 0.47 4121
1994 2696 3352 2169 11442 12414 10546 0.51 0.59 0.44 3701
1995 2526 3145 2029 11921 12908 11009 0.56 0.65 0.48 3964
1996 2518 3130 2025 11727 12690 10838 0.58 0.67 0.51 4036
1997 2628 3259 2118 10548 11442 9724 0.57 0.66 0.49 3953
1998 3069 3801 2478 10602 11534 9745 0.57 0.66 0.50 4080
1999 3794 4691 3068 10714 11650 9854 0.64 0.74 0.56 4336
2000 4500 5559 3643 10727 11683 9849 0.46 0.53 0.40 3185
2001 4817 5970 3886 11711 12733 10771 0.45 0.52 0.39 3366
2002 5966 7349 4843 13034 14161 11997 0.51 0.59 0.44 4133
2003 6997 8653 5658 15094 16400 13892 0.47 0.54 0.41 4159
2004 8179 10209 6552 17431 18889 16086 0.48 0.56 0.42 4590
2005 9047 11291 7248 20220 21876 18690 0.45 0.52 0.39 5023
2006 10378 12982 8296 23013 24846 21315 0.54 0.62 0.47 6979
2007 10484 13162 8351 27369 29573 25329 0.49 0.56 0.43 7221
2008 11123 13755 8995 29851 32345 27550 0.52 0.60 0.46 8891
2009 10838 13505 8698 32994 35758 30443 0.55 0.63 0.48 10316
2010 7193 8895 5816 31812 34563 29280 0.54 0.62 0.47 10619
2011 5015 6235 4034 25429 27754 23299 0.46 0.53 0.40 9768
2012 3772 4746 2998 31969 34901 29283 0.56 0.65 0.48 11557
2013 4398 5590 3460 32193 35298 29362 0.44 0.52 0.38 12157
2014 4208 5354 3308 38072 41892 34601 0.50 0.58 0.43 14012
2015 4285 5471 3356 36308 40209 32785 0.52 0.60 0.44 13205
2016 5363 6944 4142 40286 45051 36025 0.40 0.48 0.34 10023
2017 4216 5448 3263 35840 40372 31817 0.40 0.47 0.33 9219
2018 3141 4121 2394 37759 42719 33374 0.35 0.43 0.30 9685
2019 2760 3699 2059 31796 36304 27847 0.37 0.44 0.31 9080
2020 2243 3151 1597 32065 37223 27622 0.32 0.39 0.26 7118
2021 2818 4200 1891 29799 35220 25213 0.29 0.36 0.23 7066
2022 2524 4135 1541 32695 39642 26965 0.30 0.38 0.23 8328
2023 2869 5241 1570 31333 39519 24842 0.34 0.45 0.25 8382
2024 3054 6171 1511 29017 38985 21598 0.33 0.52 0.22 7264

Heimildir

ICES. 2011. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP), 2 March–8 March, 2011, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2011/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

2012. “Report of the Working Group on the Biology and Assessment of Deep-Sea Fisheries Resources (WGDEEP), 28 March–5 April, 2012, Copenhagen, Denmark. ICES Cm 2012/Acom:17.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

2017. “Report of the Workshop on Evaluation of the Adopted Harvest Control Rules for Icelandic Summer Spawning Herring, Ling and Tusk (WKICEMSE), 21–25 April 2017, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2017/ACOM:45.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing.

2022a. “11.2 Icelandic Waters ecoregion – Fisheries overview.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/10.17895/ices.advice.21487635.v1

2022b. Iceland request for evaluation of a harvest control rule for tusk in Icelandic waters. In Report of the ICES Advisory Committee, 2022. ICES Advice 2022, sr.2022.6d, https://doi.org/10.17895/ices.advice.19625823

2022c. “Stock Annex: Ling (Molva molva) in Division 5.a (Icelandic grounds).” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. Unpublished

2022d. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971.v1