GULLKARFI Sebastes norvegicus

Ráðgjöf 2024/2025

46 911

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

41 286

tonn

Breyting á ráðgjöf

14 %

Athugasemd: Ráðgjöfin gildir fyrir svæðið Austur-Grænland / Ísland / Færeyjar

Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggja, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs (MSY) til lengri tíma litið, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 46 911 tonn á svæðinu Austur-Grænland / Ísland / Færeyjar.

Stofnþróun

Veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY), gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).

Gullkarfi. Afli eftir svæðum, nýliðun, veiðidánartala (9–19 ára) og stærð hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og Gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Hámarksafrakstur

Aflaregla

Ráðgjöf byggir á fiskveiðidánartölu FMSY = 0.112 fyrir 9–19 ára og er margfaldað með SSBy/MSY Btrigger þegar SSBy < MSY Btrigger

Stofnmat

Tölfræðilegt aldurs-aflalíkan (SAM)

Inntaksgögn

Afli og lengdargögn úr afla frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, lengdargögn úr stofnmælingum (SMB, SMH, stofnmælingar við Austur Grænland og Færeyjar), aldursgögn úr afla og stofnmælingu (SMH) við Ísland

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

MSY Btrigger

154 094

Bpa

FMSY

0.112

Leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma, byggt á slembihermunum (EqSim).

Varúðarnálgun

Blim

110 893

Bloss. Lægsta sögulega gildi hrygningarstofns (1994)

Bpa

154 094

Blim x e1.645 * 0.2

Flim

0.1672

Fiskveiðidauði sem í framreikningum leiðir til þess miðgildi hrygningarstofns er við Blim

Fpa

0.114

Fp05, hámarks F þar sem líkur á því SSB fari niður fyrir Blim eru <5 %

Horfur

Gullkarfi. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Breyta

Gildi

Athugasemdir

F9-19­ára (2024)

0.098

Úr framreikningum fyrir árið 2024, byggt á áætluðum afla árið 2024; í tonnum

Hrygningarstofn (2025)

281 192

Úr framreikningum stofnmats; í tonnum

Nýliðun 6 ára (2024)

31 698

Úr stofnmati; í þúsundum

Nýliðun 6 ára (2025)

38 758

Meðaltal nýliðunar síðustu fimm árgangana 2020–2024; í þúsundum

Afli (2024)

41 318

Áætlaður afli á árinu (2024); í tonnum.

Gullkarfi. Áætluð þróun stofnstærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt kjörsókn.

Grunnur

Afli (2025)

Veiðidánartala (2025)

Hrygningarstofn (2026)

% Breyting á hrygningarstofni1)

% Breyting á ráðgjöf2)

Hámarksafrakstur

46 911

0.112

258 906

-8

14

1) Hrygningarstofn árið 2026 miðað við hrygningarstofn 2025

2) Ráðlagt aflamark fyrir 2025 miðað við ráðlagt aflamark 2024 (41286 t)

Ráðlagt aflamark fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 er hærri en ráðgjöf síðasta fiskveiðiárs vegna þess að hrygningarstofninn er metinn stærri.

Gæði stofnmats

Grunnur ráðgjafar var endurskoðaður í febrúar 2023 (ICES 2023). Nýja stofnmatslíkanið tekur betur tillit til breytinga í vexti og er hrygningarstofn því metinn stærri en í stofnmati síðasta árs og fiskveiðidánartala lægri.

Gullkarfi er torfufiskur og því fæst stærsti hluti hans í stofnmælingum í fáum, stórum togum sem getur leitt til tilviljanakenndra sveiflna í vísitölum milli ára.

Gullkarfi. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023. Ráðgjöfin árin 2023 og 2024 er byggð á nýju líkani. Áður miðaði nýliðun við 5 ára.

Aðrar upplýsingar

Frá árinu 2009 hefur vísitala smás gullkarfa (≤30 cm) verið mjög lág í stofnmælingaleiðöngrum. Þó svo að hrygningarstofn hafi verið endurmetin stærri í stofnmatinu í ár, hefur hann farið minnkandi síðan 2017. Stofnmatið gefur enn fremur til kynna að ekki sé að vænta umtalsverðrar nýliðunar á næstu árum og því er líklegt að afrakstursgeta stofnsins minnki í framtíðinni. Án nýliðunar er líklegt að stofninn minnki hratt sem leiðir til lægri ráðgjöfar.

Ekki er í gildi samkomulag milli strandríkjanna Grænlands, Íslands og Færeyja um stjórn veiða á gullkarfa. Samkomulag um stjórn veiða er í gildi milli Íslands og Grænlands sem var undirritað í júlí 2023 og byggir samkomulagið á aflareglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Samkomulagið gildir frá árinu 2024.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Gullkarfi. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn). Athugið að afli á Íslandsmiðum miðast við fiskveiðiár en afli á öðrum miðum og heildarafli miðast við almanaksár.

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark fyrir Ísland

Afli á Íslandsmiðum

Afli við Austur-Grænland1)

Afli við Færeyjar1)

Afli alls1)

2010/2011

30  000

37  500

39  432

1  006

493

45  272

2011/2012

40  000

40  000

44  514

1  973

491

45  553

2012/2013

45  000

45  000

46  549

1  484

372

53  186

2013/2014

52  000

52  000

52  451

2  706

202

50  683

2014/2015

48  0002)

45  600

48  349

2  562

270

51  602

2015/2016

51  0002)

48  500

54  818

5  442

179

59  657

2016/2017

52  8002)

47  205

48  352

4  512

1  413

56  044

2017/2018

50  8002)

45  450

51  857

4  005

1  128

53  147

2018/2019

43  6002)

39  240

44  616

2  665

1  118

48  529

2019/2020

43  5682)

38  896

41  251

4  105

1  304

46  097

2020/2021

38  3432)

34  379

41  014

3  524

178

43  318

2021/2022

31  8552)

28  554

33  403

2  210

128

32  375

2022/2023

25  5452)

22  615

28  820

2  741

181

35  114

2023/2024

41  2862)

36  462

2024/2025

46  9112)

1) Almanaksár

2) Aflaregla fyrir Austur-Grænland/Ísland/Færeyjar. Færeyjar standa utan samkomulagsins

Heimildir og ítarefni

ICES. 2023a. Benchmark workshop on Greenland halibut and redfish stocks (WKBNORTH). ICES Scientific Reports. 5:33.

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Gullkarfi. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.