LÝSA

Merlanguius merlangus


Stofnmatsskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Lýsa er botnlægur þorskfiskur eins og þorskur og ýsa, en smávaxnari. Hámarkslengd lýsu er um 80 cm og eru hængar og hrygnur svipuð að stærð. Við Ísland verður lýsa kynþroska um það bil 30 cm að lengd.

Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/lysa

Veiðar

Lýsa hefur að mestu leyti veiðst sem meðafli allt í kringum Ísland, en þó mest sunnan og vestan við landið (Mynd 1 og Mynd 2). Árlega hafa veiðst á bilinu 500-1000 tonn, að árunum 2008-2012 frátöldum þegar aflinn jókst tímabundið og náði mest 2 602 tonnum (Mynd 2). Þessi aukning var að mestu bundin við sunnan- og vestanvert landgrunnið (Mynd 2). Afli lýsu jókst árið 2021, miðað við árin á undan, og er nú svipaður og árið 2013 (Mynd 1, Mynd 2, Mynd 4, Mynd 3, Mynd 5 og Tafla 1). Lýsu er að finna á 10–300 m dýpi en hún veiðist aðallega á 100–250 m dýpi (Mynd 3).

Mest veiðist lýsa í botnvörpu en einnig í humarvörpu, línu og dragnót (Mynd 3, Mynd 5 og Tafla 1). Skipum sem landa lýsu fjölgaði með auknum afla á árunum 2007–2012, en hefur fækkað síðan (Mynd 4).

Mynd 1: Lýsa. Útbreiðsla veiða frá öllum veiðarfærum, samkvæmt afladagbókum.

Mynd 2: Lýsa. Útbreiðsla veiða á íslensku veiðisvæði frá árinu 2000 samkvæmt aflaskýrslum. Öll veiðarfæri samanlagt.

Mynd 3: Lýsa. Afli eftir dýpi samkvæmt afladagbókum.

Mynd 4: Lýsa. Landaður afli eftir veiðarfærum frá 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Tafla. 1: Lýsa. Fjöldi íslenskra skipa sem landað hafa lýsu og allur landaður afli eftir veiðarfærum og árum
Ár Fj. botnv. Fj. aðrir Fj. línubáta Fj. dragnót Afli botnv. Afli aðrir Afli lína Afli dragnót Heildarafli
2000 86 103 170 25 1088 23 157 76 1344
2001 76 129 139 25 929 66 114 64 1173
2002 88 133 116 18 1068 48 90 93 1299
2003 72 111 133 27 733 37 153 102 1025
2004 68 110 142 25 704 26 224 84 1038
2005 77 107 171 34 518 11 205 63 797
2006 62 106 189 37 467 23 460 100 1050
2007 66 86 216 43 767 26 394 71 1258
2008 77 95 235 49 950 30 557 151 1688
2009 77 221 244 60 1439 45 520 303 2307
2010 63 276 212 50 2192 42 425 191 2850
2011 65 263 219 43 2486 24 345 109 2964
2012 65 263 223 45 956 19 320 174 1469
2013 53 234 218 41 659 7 255 62 983
2014 52 174 208 32 643 7 207 73 930
2015 44 160 186 30 675 4 116 65 860
2016 41 114 174 30 559 2 104 69 734
2017 34 64 147 24 401 1 108 43 553
2018 38 37 115 21 688 1 61 67 817
2019 47 64 109 26 605 1 93 61 760
2020 47 61 102 20 548 2 67 18 635
2021 48 103 92 25 820 3 58 71 952
2022 48 101 78 26 631 3 67 72 773
2023 49 159 66 30 946 12 112 64 1134

Mynd 5: Lýsa. Fjöldi skipa og báta (öll veiðarfæri) sem veiddu 95% heildaraflans hvert ár frá 1994. Vinstri: Sýnt eftir árum. Hægri: Sýnt í samanburði við heildarafla. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Lengdardreifingar landaðrar lýsu

Lengdarmælingar landaðrar lýsu hafa verið mismiklar í gegnum tíðina, en aflagögn sýna töluverða nýliðun í veiðistofn árin 1980, 1996, 2007 og 2019 (Mynd 7). Lönduð lýsa er yfirleitt 38–55 cm löng (Mynd 7).

Mynd 6: Lýsa. Veiðisvæði árið 2023 ásamt staðsetningu sýnatöku.

Mynd 7: Lýsa. Lengdardreifing úr afla eftir árum.

Stofnmælingar

Árlegar stofnmælingar botnfiska hafa verið framkvæmdar í mars síðan 1985 (SMB) og október síðan 1996 (SMH). SMH var ekki framkvæmt árið 2011. Báðar stofnmælingarnar ná utan um veiðisvæði lýsu á Íslandsmiðum. Heildarvísitala, vísitala veiðistofns og nýliðunarvísitala er reiknuð fyrir báðar stofnmælingar (Mynd 8). Vísitala veiðistofns er samanlagður lífmassi einstaklinga sem eru 40 cm eða stærri og nýliðunarvísitala er reiknuð út frá fjölda einstaklinga sem eru 20 cm eða minni (Mynd 8).

Bæði heildar lífmassavísitala og vísitala veiðistofns í SMB hækkuðu frá 2003 og náðu hámarki 2005 en lækkuðu svo aftur í fyrra horf árið 2015 (Mynd 8). Síðan hafa vísitölurnar smám saman hækkað og nálgast vísitala veiðistofns nú hæsta gildi sem mælst hefur (1990). Vísitölur SMH eru mun breytilegri og minna áreiðanlegar en sýna svipað mynstur og SMB. Nýliðunarvísitölur eru svipaðar í báðum leiðöngrum (Mynd 8). Töluverð nýliðun mældist 2003, 2007 og 2019–2021 í SMH og 2004, 2008 og 2021–2022 í SMB. Þessa toppa má sjá í lengdardreifingum (Mynd 9 og Mynd 10) og í vísitölu veiðistofns 2–3 árum síðar.

Útbreiðsla lýsu í SMB er svipuð og í afla; mestur þéttleiki sunnan við landið (Mynd 11 og Mynd 12). Útbreiðslan er heldur meiri samkvæmt SMH eða allt frá suðaustri réttsælis að Snæfellsnesi (Mynd 13 og Mynd 14). Hækkun vísitalna hefur að mestu átt sér stað á suðaustur- og suðvestursvæðinu (Mynd 12 og Mynd 14).

Mynd 8: Lýsa. Stofnvísitala (efri til vinstri), vísitala veiðistofns (>39 cm, efri til hægri) og nýliðunarvísitala (<21 cm, neðri), úr SMB (blátt) og SMH (rautt), ásamt 95 % vikmörkum.

Mynd 9: Lýsa. Lengdardreifing úr vorralli.

Mynd 10: Lýsa. Lengdardreifing úr haustralli.

Mynd 11: Lýsa. Útbreiðsla í síðasta vorralli.

Mynd 12: Lýsa. Dreifing lífmassavísitölu eftir svæðum í SMB.

Mynd 13: Lýsa. Útbreiðsla í síðasta haustralli.

Mynd 14: Lýsa. Dreifing lífmassavísitölu eftir svæðum í SMH.

Stofnmat

Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu

Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) fyrir gagnarýra stofna þar sem hægt er að áætla viðmiðunarstuðul veiðidánartölu (Fproxy,MSY) sem hægt er að meðhöndla sem viðmiðunarmörk fyrir hámarksafrakstur. Þessi regla nefnist „chr”-reglan (ICES 2021) og hefur eftirfarandi form:

\[A_{y + 1} = I_{y}\ F_{proxy,MSY}\text{\:b\:m}\]

þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Iy er nýjasta vísitalan, \(F_{proxy,MSY}\) er viðmið veiðidánartölu við hámarksafrakstur (MSY), b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka) og m er margfaldari sem tryggir að líkurnar á að vísitalan lendi undir aðgerðarmörk (Ilim) sé minni en 5%. 

\(F_{proxy,MSY}\) er hlutfall afla og vísitölu fyrir þau ár (U) þar sem f > 1:

\[F_{proxy,MSY} = \frac{1}{u}\begin{matrix} \sum_{y \in U}^{}\frac{C_{y}}{I_{y}} \\ \end{matrix}\]

f er nálgun (e: proxy) á lengdarháða nýtingu: 

\[f = \frac{{\overline{L}}_{y - 1}}{L_{F = M}}\]

þar sem \(\overline{L}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en \(L_{F = M}\).

\(L_{F = M}\) er reiknað með eftirfarandi hætti:

\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]

þar sem Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 15) og L er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy.

b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk.

\[b = \min\left( 1,I_{y} - 1/I_{\text{trigger}} \right)\]

þar sem \(I_{\text{trigger}}\) = \(i_{\text{loss}} \bullet 1.4\)

\(m\) er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Von Bertalanffy K fyrir lýsu var ekki hægt að áætla með viðunandi hætti þar sem nýjustu aldursgögn eru síðan 1973. Því var notast við gildi frá öðrum hafsvæðum sem er 0.38 og því er m= 0.5 (0.32 <K < 0.45 yr-1).

Mynd 15: Lýsa. Lengdardreifing úr afla. Rauð lína er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis.

Greining á stofnmati og ráðgjöf

Vísitala úr stofnmælingu í vor (SMB) er notuð ásamt Fproxy,MSY. Ráðgjöfin í ár reiknast þannig: Ay+1 = Iy Fproxy,MSY b m eða 25762 t * 0.161 * 1 * 0.5 og er þá ráðgjöf þá yfir mörkum sveiflujöfnunnar. Ráðgjöfin fyrir fiskveiðiárið 2024/2025 er því 1571 t (20 % hækkun frá ráðgjöf síðasta árs) (Tafla 2). 2019-2021 var breytt svokallaðri „2 yfir 3” reglu þar sem hlutfall meðaltal vísitölu síðustu tveggja ára og þriggja ára þar á undan var margfaldað með síðustu ráðgjöf. Þessi aðferð þykir ekki samræmast varúðarnálgun fyrir gagnarýra stofna.

Tafla. 2: Lýsa Útreikningur ráðgjafar.

Ay: Ráðgjöf fyrir 2023/2024

1 309

Lífmassavísitala

Vísitala (I2024)

25 762

Vísitala veiðihlutfalls

FMSY proxy: Veiðiálag miðað við hámarksafrakstur (meðaltal afla í hlutfalli við lífmassavísitölu fyrir ár þar sem f>1, þar sem f = Lmean/ LF = γM,K = ϴM )

0.161

Gátmörk

Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4)

2 152

b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2024/Itrigger, 1}

1

Varúðarlækkun til þess tryggja hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum

m: margfaldari (byggður á lífssögu)

0.5

Reiknuð ráðgjöf1)

2 080

Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1)

1

Ráðgjöf fyrir 2024/2025

1 571

% breyting á ráðgjöf2)

20

1) A~y+1~ = I~y~ × F~MSY proxy~ × b × m, takmarkað með sveiflujöfnun

2) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með námunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt

Beyting CHR-reglu

Mynd 16: Lýsa. Lífmassavísitölur úr SMB frá árinu 1985. Punktalína merkir Itrigger eða varúðarmörk (lægsta vísitala tímaseríunnar * 1.4).

  • f er lengdarhlutfalls-hluti jöfnunnar. Árleg meðallengd úr afla ásamt mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L * 0.25), sem er 48. Punktarnir á Mynd 17 tákna ár þar sem f > 1. 

Mynd 17: Lýsa. Vísitala veiðiblutfalls fyrir þau ár sem nóg var til af gögnum.

  • b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala lýsu (Iloss = 1537 tonn). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 2152 (Mynd 16). Nýjasta vísitalan er 25 762 og því fyrir ofan Itrigger og b því 1.

Fiskveiðistjórnun

Ekki hefur verið gefið út aflamark fyrir lýsu en Hafrannsóknastofnun hefur veitt ráðgjöf frá og með árinu 2019 (Tafla 3).

Tafla. 3: Lýsa. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár Ráðgjöf Aflamark Afli
2001/02 - - 1 192
2002/03 - - 1 309
2003/04 - - 1 001
2004/05 - - 964
2005/06 - - 895
2006/07 - - 1 030
2007/08 - - 1 812
2008/09 - - 1 984
2009/10 - - 2 835
2010/11 - - 3 249
2011/12 - - 1 601
2012/13 - - 1 060
2013/14 - - 1 034
2014/15 - - 877
2015/16 - - 690
2016/17 - - 642
2017/18 - - 844
2018/19 - - 780
2019/20 836 - 607
2020/21 1 003 - 844
2021/22 1 137 - 826
2022/23 1091 - 1252
2023/24 1309 - -
2024/25 1571 - -

Heimildir

ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics, and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report. https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985