LÝSA Merlangius merlangus
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 1 571 tonn.
Stofnþróun
Stofnstærð er yfir aðgerðarmörkum (Itrigger) og veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY proxy).
Lýsa. Afli eftir veiðarfærum, nýliðunarvísitala (≤20 cm) úr SMB, vísitala veiðihlutfalls og lífmassavísitala (≥40 cm) úr SMB. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og Gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Hámarksafrakstur |
Aflaregla | Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn |
Stofnmat | Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum |
Inntaksgögn | Afli og vísitölur úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | Itrigger | 2.15194 | Iloss×1.4; Iloss er skilgreint sem lægsta vísitalan í SMB 1985–1999;Iloss×1.4 |
FMSY proxy | 0.16 | Meðaltal af hlutfalli afla og lífmassavísitölu fyrir þau ár þar sem veiðiálag er undir viðmiðunarmörkum (f > 1, þar sem f = meðallengd í ár/ LF=γM,K=ϴM byggt á Lc (lengd þegar fiskurinn fer að veiðast), sem er breytilegt milli ára. |
Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3; ICES,2021). Ráðgjöfin byggir því á svokallaðri chr-reglu. Lífmassavísitala fyrir lýsu 40 cm og stærri úr SMB er margfölduð með vísitölu veiðiálags við hámarksafrakstur (FMSY,proxy), gátmörk vísitölu í hlutfalli við aðgerðarmörk (b) og margfaldara byggðum á lífssögu (m). Sveiflujöfnun var beitt þar sem aukning frá síðustu ráðgjöf er meiri en 20 %.
Lýsa. Útreikningur ráðgjafar.
Ay: Ráðgjöf fyrir 2023/2024 | 1 309 |
Lífmassavísitala | |
Vísitala (I2024) | 25 762 |
Vísitala veiðihlutfalls | |
FMSY proxy: Veiðiálag miðað við hámarksafrakstur (meðaltal afla í hlutfalli við lífmassavísitölu fyrir ár þar sem f>1, þar sem f = Lmean/ LF = γM,K = ϴM ) | 0.161 |
Gátmörk | |
Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4) | 2 152 |
b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2024/Itrigger, 1} | 1 |
Varúðarlækkun til þess að tryggja að hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum | |
m: margfaldari (byggður á lífssögu) | 0.5 |
Reiknuð ráðgjöf1) | 2 080 |
Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1) | 1 |
Ráðgjöf fyrir 2024/2025 | 1 571 |
% breyting á ráðgjöf2) | 20 |
1) A~y+1~ = I~y~ × F~MSY proxy~ × b × m, takmarkað með sveiflujöfnun | |
2) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með námunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt |
Ráðlagt aflamark fyrir komandi fiskveiðiár hækkar vegna þess vísitala stofnstærðar hefur hækkað.
Horfur
Nýliðun mældist lítil árin 2009–2014 en hefur aukist síðan.
Gæði stofnmats
Stofnmæling botnfiska í mars (SMB) nær yfir allt veiðisvæði lýsu.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Lýsa. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli alls |
---|---|---|---|
2019/2020 | 836 | 607 | |
2020/2021 | 1 003 | 844 | |
2021/2022 | 1 137 | 826 | |
2022/2023 | 1 091 | 1 252 | |
2023/2024 | 1 309 | ||
2024/2025 | 1 571 |
Heimildir og ítarefni
ICES. 2021. Tenth Workshop on the Development of Quantitative Assessment Methodologies based on LIFE-history traits, exploitation characteristics and other relevant parameters for data-limited stocks (WKLIFE X). ICES Scientific Reports. Report https://doi.org/10.17895/ices.pub.5985
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Lýsa. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.