UFSI Pollachius virens
Birting ráðgjafar: 7. júní 2024. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að afli fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 66 705 tonn.
Stofnþróun
Veiðiálag er undir aflareglu stjórnvalda (HRMGT), kjörsókn (HRMSY), gátmörkum (HRpa) og varúðarmörkum (HRlim). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MSY Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Ufsi Afli eftir veiðarfærum, nýliðun, veiðihlutfall byggt á viðmiðunarstofni, stærð viðmiðunarstofns (4 ára og eldri) og hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og Gátmörk
Horfur
Ufsi. Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.
Ufsi Áætluð þróun stofnstærðar hrygningarstofns (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.
Gæði stofnmats
Breytingar á stofnmati milli ára geta verið talsverðar vegna mikils breytileika í stofnvísitölum og breytinga á veiðimynstri.
Ufsi. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2020–2023
Aðrar upplýsingar
Seinustu fimm ár hefur verið tilhneiging til þess að ofmeta stærð viðmiðunarstofnsins vegna hárra stofnvísitalna ári 2018 en töluvert lægri gilda áranna 2019–2022. Við mat á gildandi aflareglu var gert ráð fyrir þessari óvissu (ICES, 2019). Landaður afli hefur verið talsvert undir aflamarki síðan árið 2013. Hluti þessara ónýttu aflaheimilda hefur verið nýttur í tegundatilfærslu. Þetta getur leitt til þess að afli í öðrum tegundum sé umfram ráðgjöf og útgefið aflamark.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Ufsi. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Heimildir og ítarefni
ICES. 2019. Workshop on the benchmark assessment and management plan evaluation for Icelandic haddock and saithe (WKICEMSE). ICES Scientific Reports. 1:10. 107 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.5091
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Ufsi. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.