Þorskur

Gadus morhua


Stofnmatsskýrslur
Birt af

Hafrannsóknastofnun

Birt

7. júní 2024

Almennar upplýsingar

Þorskur (Gadus morhua) er útbreiddur í Norður-Atlantshafi, Eystrasalti og Barentshafi. Við Ísland er hann algengur allt í kringum landið. Þorskur er botnfiskur og er algengastur á 100-400 m dýpi en finnst þó frá nokkurra metra dýpi niður á 600 m, jafnvel dýpra. Fullorðinn þorskur heldur sig á sand-, leir- og hraunbotni en meirihluti ungþorsks heldur sig grynnra m.a. í þaraskógum. Þótt kjörhiti þorsks sé í kringum 4-7°C lifir hann við fjölbreytilegt hitastig og mestur hluti aflans fæst við hitastig í kringum 2°C. Þorskur hrygnir á landgrunninu allt í kringum landið en mest á grunnslóð suður, suðvestur og vestur af landinu. Hefðbundinn hrygningartími er snemma á vorin (mars-apríl). Egg og lirfur reka aðallega á uppeldisslóðir fyrir norðan og norðaustan land. Fullorðinn þorskur ferðast að lokinni hrygningu á fæðuslóðir djúpt norðvestur, norður og suðaustur af landinu, en hluti stofnsins heldur sig á grunnslóð allt árið. Af botnfiskum er þorskur mikilvægasta nytja­tegundin við Ísland.

Sjá nánar um þorsk.

Veiðar

Þorskveiðar eru mjög útbreiddar en misjafnt er hvaða veiðarfæri eru mikilvægust á hverju svæði. Veiðisvæði botnvörpu eru einna helst á dýpri og kaldari slóðum fyrir norðvestan, austan og suðaustan land en einnig grynnra suður og vestur af landinu (Mynd 5, Mynd 6, Mynd 7). Línuveiðar eru að öllu jöfnu grynnra og mun dreifðari en botnvörpuveiðar en eru minnst stundaðar fyrir miðju Suðurlandi (Mynd 6, Mynd 5). Þorskveiðar með öðrum veiðarfærum s.s. netum, dragnót og handfærum eru aðallega skammt undan landi og að mestu bundnar við sunnan- og vestanvert landið (Mynd 3).

Helstu breytingar frá árinu 2000 í hlutdeild afla eftir svæðum eru að vægi norðvestursvæðis (NV) hefur aukist úr um 35 % árin 2000 til 2010 í um 40-50 % árin 2011 til 2020 (Mynd 8, Mynd 4). Yfir sömu tímabil hefur hlutfall þorskafla vestan við land (V) lækkað úr um 25-30 % í tæp 20 % og afli fyrir suðaustan (SA) lækkað úr 5-10 % í undir 5 %. Vægi annarra svæða í heildarafla hefur verið nokkuð stöðug yfir tíma, hlutdeild norðaustursvæðis (NE) í kringum 20 % og suðvestursvæðis (SV) í kringum 10 %. Lítil breyting hefur verið á dreifingu veiða eftir dýpi (Mynd 3).

Þorskafli jókst úr undir 200 þúsund tonnum í um 250 þúsund tonn á árunum 1994 til 1999 (Mynd 2). Á næstu 10 árum minnkaði aflinn nokkuð stöðugt og náði lágmarki árið 2008 eða rétt um 150 þúsund tonnum. Aflinn jókst aftur jafnt og þétt og hefur á síðustu árum verið á bilinu 210 - 250 þúsund tonn. Botnvarpa hefur í gegnum tíðina verið mikilvægasta veiðarfærið og hefur hlutdeild af heildarafla sjaldan verið undir 40 %. Hlutdeildin hefur vaxið nokkuð síðustu ár úr tæpum 45 % árin 2010-2016 í tæp 55 % síðustu ár (Mynd 2). Fram til 2003 var hlutdeild línu í kringum 20 % af afla en var um 35 % á árunum 2005 til 2016. Samfara aukinni hlutdeild í botnvörpu á síðustu árum hefur hlutdeild línu minnkað úr um 35 % í rúm 25 %. Hlutdeild neta var í kringum 20 % fram til ársins 2001 en hefur síðan minnkað og er nú um 7 % af heildarafla. Hlutdeild dragnótar hefur haldist nokkuð stöðugt yfir tímabilið, um 5-7.5 % af heildaraflanum. Á tímabilinu hefur hlutdeild annarra veiðarfæra (einkum rækju- og humarvarpa) farið úr því að vera um 10-15 % í rúm 5 %.

Árið 2023 var meira en helmingur þorskafla veiddur í botnvörpu (54 %), 26 % á línu, 6 % í net, 6 % á handfæri, og 7 % í dragnót. Stærstur hluti aflans seinustu ár hefur veiðst vestur og norðvestur af landinu, og austan og norðaustan þar á eftir. Þorskur var veiddur á svipuðu dýpi og fyrri ár, þó heldur grynnra (Mynd 2).

Fjöldi báta sem standa undir 95 % af heildarafla þorsks við Ísland dróst saman úr næstum 1000 í um 750 báta á árabilinu 1994-1999 (Mynd 1). Þessi samdráttur átti sér stað þrátt fyrir að árlegur heildarafli hafi aukist um nær 100 þúsund tonn. Á árunum 1999-2008 lækkaði þessi tala niður í um 300 báta. Frá 2009 hefur fjöldinn haldist nokkuð stöðugur, milli 250 og 500 bátar, en þó hefur fjöldi undanfarin ár verið með minnsta móti. Þessi samdráttur í fjölda báta er merkjanlegur fyrir öll veiðarfæri (Tafla 1).

Mynd 1: Þorskur. Fjöldi skipa og báta (öll veiðarfæri) sem veiddu 95 % heildaraflans hvert ár frá 1994. Vinstri: Sýnt eftir árum. Hægri: Sýnt í samanburði við heildarafla. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Mynd 2: Þorskur. Landaður afli eftir veiðarfærum frá 1994, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu.

Tafla 1: Þorskur. Fjöldi íslenskra skipa sem hafa landað >10 tonnum af þorski á almanaksári, skipt upp eftir veiðarfærum. Gögn frá aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Heildarafli er eingöngu fyrir þessi skip og því minni en heildarafli allra skipa.
Ár Fj. dragnót Fj. aðrir Fj. línubáta Fj. botnv. Afli dragnót Afli aðrir Afli lína Afli botnv. Heildarafli
2000 133 827 530 183 14930 17623 49946 103558 186057
2001 106 766 515 160 17015 17002 47172 99071 180260
2002 101 724 450 155 13584 19305 42405 87885 163179
2003 107 721 461 147 13375 16026 44654 88422 162477
2004 103 722 470 135 14228 14840 57397 95769 182234
2005 98 604 463 134 12770 8106 69444 84018 174338
2006 93 509 447 126 10358 5859 71037 82417 169671
2007 97 473 425 123 8711 4397 58943 71499 143550
2008 92 427 370 113 8441 4151 53843 58172 124607
2009 81 798 336 113 10370 8190 61005 79667 159232
2010 75 1008 286 111 8296 9372 57491 75609 150768
2011 65 1061 290 110 9106 12665 57711 73538 153020
2012 74 1099 305 118 9989 13417 67777 85265 176448
2013 71 1054 297 110 10092 15237 74835 101453 201617
2014 65 1012 292 110 10407 16355 77807 95830 200399
2015 67 943 266 103 11938 13957 79244 103530 208669
2016 60 956 246 99 15930 15299 84509 111016 226754
2017 67 832 221 94 15398 14945 75244 117891 223478
2018 63 813 201 83 15818 16221 78316 135030 245385
2019 44 794 190 81 14181 13592 78326 135661 241760
2020 43 839 158 81 16198 15884 68103 146788 246973
2021 53 841 145 87 17695 16014 69460 140773 243942
2022 60 850 120 83 16496 15172 62613 124950 219231
2023 61 867 99 81 15958 13286 54213 117211 200668

Mynd 3: Þorskur. Afli eftir dýpi samkvæmt afladagbókum.

Mynd 4: Þorskur.Útbreiðsla veiða á íslensku veiðisvæði frá árinu 1993 samkvæmt aflaskýrslum. Öll veiðarfæri samanlagt.

Mynd 5: Þorskur. Útbreiðsla veiða með botnvörpu, samkvæmt afladagbókum. Sýndar eru 100, 300 og 1000 m dýptarlínur.

Mynd 6: Þorskur. Útbreiðsla veiða með línu, samkvæmt afladagbókum. Sýndar eru 100, 300 og 1000 m dýptarlínur.

Mynd 7: Þorskur. Útbreiðsla veiða með netum, dragnót og handfærum, samkvæmt afladagbókum. Sýndar eru 100, 300 og 1000 m dýptarlínur.

Mynd 8: Þorskur. Útbreiðsla veiða frá öllum veiðarfærum, samkvæmt afladagbókum. Sýndar eru 100, 300 og 1000 m dýptarlínur.

Aflaþróun

Frá því veiðar hófust hefur þorskafli almennt verið mikill (8. mynd). Fyrir seinni heimsstyrjöld og fram undir 1990 var árlegur landaður afli yfirleitt milli 300 og 450 þúsund tonn. Síðan þá hefur aflinn verið minni, að meðaltali rúmlega 200 þúsund tonn, vegna lélegri nýliðunar minni framleiðslugetu stofnsins. Landaður afli erlendra fiskiskipa minnkaði snögglega í seinni heimsstyrjöldinni og einnig á áttunda áratugnum þegar efnahagslögsaga Íslands var stækkuð í 200 sjómílur. Árið 2023 var aflinn 217157 tonn. Hlutdeild erlendra fiskiskipa (2358.402 in 2023) var hverfandi en samkvæmt milliríkjasamningum er norskum og færeyskum skipum heimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu (Mynd 9).

Mynd 9: Þorskur. Skráður afli á Íslandsmiðum síðan 1905.

Yfirlit gagna

Sýnataka úr afla fyrir helstu veiðarfæri (dragnót, línu, net og botnvörpu) er almennt góð. Sýnatakan fylgir að mestu útbreiðslu veiðanna og árstíðasveiflum (Mynd 10 and Mynd 11). Vegna Covid-19 heimsfaraldursins minnkaði sýnataka verulega árið 2020, sérstaklega um borð í fiskiskipum. Sýnataka hélst fremur lítil næstu tvö ár en ekki er talið að færri sýni þessi þrjú ár hafi haft áhrif á stofnmatið.

Mynd 10: Þorskur. Hlutfall sýna eftir mánuðum (súlur) samanborið við landanir eftir mánuðum (svört lína), skipt eftir árum og helstu veiðarfærum. Tölur fyrir ofan súlur sýna heildarfjölda sýna.

Mynd 11: Þorskur. Veiðislóð árið síðustu ár samkvæmt afladagbókum og staðsetning sýna (x) skipt eftir helstu veiðarfærum.

Landanir og brottkast

Allar skráðar landanir frá Íslandsmiðum fyrir 1966, sem og landanir erlendra fiskiskipa fram að 2014, eru skráðar í STATLANT löndunargrunninn sem er hægt að nálgast af vefsíðu Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Landanir innlendra fiskiskipa voru skráðar af Fiskifélaginu fram til 1992 en eftir það hefur skráningin verið í höndum Fiskistofu. Þó brottkast sé bannað í botnfiskveiðum á Íslandsmiðum er það þó talið eiga sér stað. Líklegt er þó talið að brottkast hafi verið meira í upphafi tíunda áratugarins. Til þess að lágmarka líkur á brottkasti hafa útgerðir möguleika á því að landa undirmáli utan kvóta, að því gefnu að ágóðinn fari í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Að auki er möguleiki á því flytja kvóta milli tegunda.

Mynd 12: Þorskur. Mat á lengdarháðu brottkasti eftir veiðarfærum (punktmat ásamt 95 % öryggisbili). Gögn vantar eftir 2017.

Lengdardreifing landaðs þorsks

Tafla 2 sýnir fjölda sýna og lengdarmælinga. Lengdardreifing þorsks úr afla eftir árum er sýnd á Mynd 13. Stærðarsamsetning þorsk sem fæst á línu og í botnvörpu virðist nokkuð stöðug, að mestu þorskur milli 50 og 100 cm. Þorskur veiddur í net er stærri, en stærðasamsetningin er breytilegri eftir því sem hlutfall stærri fisks er hærra í stofninum. Lengdardreifing landaðs þorsks hefur færst í átt að stærri fiski undanfarin 10 ár (Mynd 13).

Mynd 13: Þorskur. Lengdardreifing úr afla eftir veiðarfærum og árum.

Tafla 2: Þorskur. Fjöldi sýna og lengdarmælinga úr lönduðum afla.
Ár Botnv. fj. sýna Botnv. fj. lengdarm. Dragnót fj. sýni Dragnót fj. lengdarm. Net fj. sýna Net fj. lengdarm. Lína fj. sýna Lína fj. lengdarm.
2000 766 172132 23 3265 27 4517 124 29780
2001 1131 170398 79 13660 541 39836 281 39915
2002 1233 162365 328 19270 1032 46109 367 46589
2003 1131 114366 428 13648 1214 33432 444 67124
2004 1239 107977 433 18281 780 28705 746 86231
2005 1092 101166 844 18605 916 38072 873 108923
2006 859 79264 680 16333 976 34720 923 115548
2007 946 75259 1013 16850 833 23972 596 96760
2008 849 67630 654 14430 875 23796 562 105976
2009 884 76100 988 16078 763 24751 741 87231
2010 806 77979 757 11241 849 26467 986 81958
2011 596 64643 921 7443 652 29408 765 56099
2012 604 54037 748 8928 646 22778 1124 98415
2013 661 73855 694 2840 765 4272 630 83238
2014 531 46615 262 5340 453 27415 691 96774
2015 554 65641 1018 6858 767 6565 1037 84003
2016 493 57116 1031 7182 797 26568 1060 97164
2017 518 67512 1270 8287 311 7413 368 77691
2018 264 48111 1368 6545 1004 16636 395 74874
2019 451 81165 330 4970 43 5754 292 56710
2020 191 35494 581 3915 226 12606 84 13242
2021 325 53645 900 6468 11 1133 38 4333
2022 228 38180 510 5804 546 1893 52 11348
2023 150 23230 70 3882 162 9741 34 4187

Aldursdreifing landaðs þorsks

Tafla 3 sýnir fjölda kvarnasýna og fjölda lesinna kvarna eftir veiðarfærum. Mynd 11 sýnir staðsetningu sýna.

Frá árinu 1985 hefur aldurssamsetning landaðs afla breyst, þ.e. færst frá yngri yfir í eldri fisk (Mynd 14), að mestu vegna minnkandi veiðiálags. Þannig var að í upphafi tímabilsins var búið að veiða um 75 % af afla hvers árgangs áður en hann náði 7 ára aldri, en nú er sú hlutdeild einungis um 40 % (Mynd 15).

Tafla 3: Þorskur. Fjöldi sýna, lengdarmælinga og safnaðra kvarna til aldurslesturs úr lönduðum afla.
Ár Botnv. fj. kvarna Botnv. fj. sýna Dragnót fj. kvarna Dragnót fj. sýna Net fj. kvarna Net fj. sýna Lína fj. kvarna Lína fj. sýna
2000 766 10034 23 885 27 1051 124 2223
2001 1131 9200 79 500 541 2241 281 2830
2002 1233 8619 328 905 1032 2644 367 2846
2003 1131 8146 428 814 1214 1906 444 3409
2004 1239 9053 433 736 780 1375 746 2483
2005 1092 6503 844 1343 916 1258 873 3874
2006 859 5720 680 1452 976 2107 923 3656
2007 946 6094 1013 1842 833 1745 596 3748
2008 849 5024 654 1181 875 1539 562 2883
2009 884 5418 988 1333 763 1720 741 1972
2010 806 5880 757 1121 849 1505 986 3516
2011 596 5403 921 1417 652 1197 765 2779
2012 604 5757 748 1334 646 1557 1124 3895
2013 661 6194 694 1041 765 1790 630 3302
2014 531 5104 262 747 453 1162 691 2096
2015 554 4937 1018 1686 767 1632 1037 2128
2016 493 5015 1031 2006 797 1674 1060 2183
2017 518 3818 1270 2189 311 908 368 1119
2018 264 2369 1368 2073 1004 1290 395 945
2019 451 2828 330 966 43 300 292 1237
2020 191 1847 581 1397 226 437 84 775
2021 325 2171 900 2304 11 200 38 750
2022 228 1264 510 788 546 972 52 362
2023 150 1511 70 588 162 200 34 440

Mynd 14: Þorskur. Aldurskiptur afli. Súlur gefa til kynna afla í fjölda eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Mynd 15: Þorskur. Áætluð samsetning heildarafla á ári skipt eftir árgangi.

Aflaþyngdir

Meðalþyngd í afla eftir aldri (Mynd 16) lækkaði á árunum 2001-2007, þegar þyngdir náðu lágmarki í mörgum aldurshópum. Meðalþyngdir hafa hækkað síðan og eru um og yfir langtímameðaltali í fiski yngri en 10 ára, en rúmlega 10 % undir meðaltali í eldri aldurshópum. Fyrir 2024 eru meðalþyngdir 3-9 ára byggðar á sambandi þyngdar í vorralli og afla árið á undan fyrir 3-9 ára. Þyngd fyrra árs er notað fyrir eldri fisk (sjá kafla um aflaspá).

Mynd 16: Þorskur. Aflaþyngdir eftir aldri. Súlur gefa til kynna frávik frá meðalþyngd eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Náttúruleg dánartala

Upplýsingar vantar um náttúrulega dánartölu. Í stofnmati er gert ráð fyrir að náttúruleg dánartala sé 0.2 fyrir alla aldurshópa.

Gögn um afla, sókn og frá rannsóknaleiðöngrum

Afli á sóknareiningu

Óstaðlaðan afla þorsks á sóknareiningu má sjá á Mynd 17. Í þau skipti sem þorskur er 50% aflans hefur afli á sóknareiningu aukist töluvert frá árinu 1990. Sé horft til allra veiðiferða þar sem þorskur veiddist náði afli á sóknareiningu hámarki í seinni hluta fyrsta áratugar þessarar aldar en hefur síðan minnkað fyrir línu en er nú við hámark fyrir botnvörpu og dragnót. Séu þessar tímaraðir bornar saman við niðurstöður leiðangra Hafrannsóknastofnunar má því lesa aðra þróun í stofninum. Það er almennur eiginleiki vísitalna sem byggðar eru á aflagögnum að þær lýsa fleiri þáttum en bara stofnþróun. Til að mynda stærðarhlutföll hafa breyst töluvert vegna breytinga á veiðimynstri og sóknar. Sé t.d. horft til vísitölu fisks stærri en 80 cm sjáum við að sá hluti stofnsins hefur mælst stór frá 2017 (Mynd 18)

Mynd 17: Þorskur. Afli á sóknareiningu skipt eftir helstu veiðarfæraflokkum. Brotalínur gefa til kynna afla á sóknareiningu þar sem meira en 50% aflans var þorskur en heilar línur allar færslur þar sem þorskur veiddist. Gögn um sókn hafa ekki borist eftir árið 2021. Athugið að breyting átti sér stað í september 1999 þar sem öll skip voru skyldug til að skila inn afladagbók en fyrir þann tíma voru skip minni en 10 brúttólestir undanskilin þeirri skyldu.

Stofnmælingar

Upplýsingar um vistfræði þorsks á Íslandsmiðum er einna helst safnað í tveimur reglubundnum rannsóknaleiðöngrum, stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985 (Jón Sólmundsson, n.d.). SMH hófst 1996 og hefur, að undanskildu árinu 2011 vegna verkfalls sjómanna, farið fram árlega (Klara B. Jakobsdóttir, n.d.).

Heildarvísitala og lífmassavísitala veiðistofns (þorskur >55 cm) hækkuðu frá aldamótum fram til ársins 2017 þegar þær voru í hámarki en lækkuðu umtalsvert fram til 2020 (Mynd 18). SMB vísitölur árið 2020 voru óvenju lágar samanborið við árin á undan og eftir en vísitölur áranna 2021-2024 eru svipaðar og árin 2018 og 2019. SMH vísitölur héldu hinsvegar áfram að lækka til ársins 2021 en hækkuðu aftur 2022. Afli á stöð í síðustu leiðöngrum er sýndur á Mynd 19.

Mynd 18: Þorskur. Vísitala úr SMB er táknuð með heilli línu, þar sem skyggð svæði gefa til kynna óvissu í mælingum (staðalfrávik), og vísitala úr SMH er táknuð með punktum, þar sem lóðréttar línur tákna óvissu (95 % öryggismörkum). Stofnvísitala (efri til vinstri), vísitala veiðistofns (55 cm og stærri, efri til hægri) og vísitala stærri einstaklinga (80 cm og stærri, neðri til vinstri) og nýliðunarvísitala (≤55 cm, neðri til hægri), úr stofnmælingu botnfiska að vori (lína) frá árinu 1985 og hausti (punktar) frá árinu 1996.

Útbreiðsla þorsks í síðustu stofnmælingum að vori og hausti og dreifing stofnvísitölu eftir svæðum er sýnd á Mynd 20.

Mynd 19: Þorskur. Útbreiðsla þorsks í SMB 2024 og SMH 2023. Punktastærð er í hlutfalli við afla í togi. Punktastærð er í hlutfalli við afla í togi; x sýnir tog með engan afla. 100, 500 og 1000 m dýptarlínur eru sýndar.

Mynd 20: Þorskur. Breytingar á dreifingu lífmassa vísitölu í SMB (vorrall) og SMH (haustrall).

Lengdardrefingar úr báðum stofnmælingarleiðöngrum sýna glöggt staka aldurshópa yngri fiska (Mynd 21). Eftir það er þessi skipting ekki eins skýr sökum einstaklingsbreytileika í vexti og kynþroska. Þó má greina fjöltoppa lengdardreifingu. Stórir árgangar frá 2020 og 2021 eru nú byrjaðir að ganga í veiðistofninn.

Mynd 21: Þorskur. Lengdardreifingar úr SMB (marsralli) og SMH (haustralli). Bláar súlur sýna lengdardreifinguna en heil lína sýnir meðaltal mælinga.

Aldurskiptar vísitölur eldri fiska hafa verið í hærra lagi síðastliðinn áratug þrátt fyrir að þessir árgangar hafi í upphafi verið metnir litlir eða í meðallagi (Mynd 22). Stofnmælingin 2020 virðist hafa verið útlagi, sé horft til þróunar 2014 og 2015 árganganna, sem voru metnir nálægt langtímameðaltali árið 2019 (þá 4 og 5 ára), en helmingur af því meðaltali 2020 (þá 5 og 6 ára).

Mynd 22: Þorskur. Aldurskiptar fjöldavísitölur úr SMB (vorrall) og SMH (haustrall). Súlur gefa til kynna vísitölu eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Stofnþyngdir

Meðalþyngd í stofni eftir aldri má sjá á Mynd 23. Meðalþyngdir voru undir meðallagi á árabilinu 2000 – 2010. Eftir það voru yngri fiskar undir meðallagi á meðan eldri fyrir ofan. Haustrallið sýnir svipaða leitni, en hefur seinni ár hafa allar þyngdir farið lækkandi (Mynd 23).

Mynd 23: Þorskur. Stofnþyngdir eftir aldri úr SMB. Súlur gefa til kynna frávik frá meðalþyngd eftir aldri og eru litaðar eftir árgangi.

Kynþroski eftir aldri

Kynþroska eftir aldri má sjá á Mynd 24. Upplýsingar um kynþroska þorsks koma úr stofmælingu botnfiska að vori. Kynþroski yngri fiska hefur verið undir meðallagi síðastliðin ár, sem gefur til kynna seinni kynþroska.

Mynd 24: Þorskur. Kynþroski (úr SMB) eftir aldri. Súlur gefa til kynna frávik frá kynþroskahlutfalli og eru litaðar eftir árgangi. Gögnin eru notuð til þess að reikna stærð hrygningarstofns.

Úrvinnsla gagna

Stofnmat

Stofnmatið í þorski er byggt á tölfræðilegu aldurs-afla árgangalíkani sem tekur tillit til ársþáttaáhrifa í stofnmælingum. Inntaksgögnin fyrir utan fjölda í afla eftir aldri (sjá Mynd 15) eru aldursskiptar vísitölur úr stofnmælingaleiðöngrum (1-14 ára úr SMB og 3-13 ára í SMH, sjá Mynd 22). Söguleg gögn eru notuð til að meta samband stofnstærðar og vísitalna fyrir einstaka aldursflokka auk staðalfráviks frávika fyrir einstaka aldursflokka. Stofnmatið fór í rýni í upphafi árs 2021 og var meðhöndlun á stofnmælingagögnum breytt talsvert sem leiddi til töluverðar lækkunar í stofnmatinu árið 2021 samanborið við fyrri ár. Ítarleg greinargerð á stofnmatinu og breytingunum á uppsetningu má finna í stofnmatsskýrslu fyrir þorsk árið 2021 og lýsing á uppsetningu stofnmatsins má finna í stofnviðauka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES 2021b).

Inntaksgögn stofnmats

Stofnmatið byggir á fjórum gagnastoðum sem lýst er hér að ofan. Það eru SMB og SMH, sýnataka úr afla og landaður afli. Gögn úr veiðum erum notuð til þess að búa til aldurskiptan afla sem, ásamt aldurskiptum vísitölum úr SMB og SMH, eru borin saman við úttak líkansins í gegnum vegið líknafall til þess að meta stika líkansins. Afla- og stofnþyngdir koma úr sýnatöku úr afla og SMB. Kynþroski eftir aldri er einnig metinn byggt á gögnum úr SMB. Nánari lýsingu á stofnmatsaðferðinni má finna í stofnviðauka Alþjóðahafrannsóknaráðsins um þórsks (ICES (2021a)).

Inntak stofnmatsins eru aldurskiptur afli frá 1955 til 2023 (aldur 3 til 14) og aldursdreifingar frá 1 til 14 ára (frá vorinu 1985 til 2024, SMB) og aldursdreifingar frá 3 til 13 ára frá haustralli 1996 til 2023 (SMH). Aðferðin við að ákvarða aldursdreifingu afla byggir á 20 einingum: tve svæði (norður og suður), tvö tímabil (janúar–maí og júní–desember) og fimm veiðarfærum (botnvörpu, línu, handfæri, net og dragnót). Viðmiðunarstofn (4+) sem ákvarðar leyfilegan hámarksafla fyrir veiðitímabilið er fenginn út frá margfeldi fjölda í stofn í upphafi úttektarárs og aflaþyngda á því ári. Aflaþyngdirnar eru ekki þekktar og þurfa því að vera metnar út frá stofnþyngdum mældum í SMB, byggt á sambandi milli afla og stofnþyngda frá því í fyrra.

Meðalþyngd aldurs í aflanum (Mynd 16) lækkaði frá 2001 til 2007 og náði þá sögulegu lágmarki í mörgum aldurshópum. Þyngdir eftir aldri hafa aukist á undanförnum árum og eru við eða yfir meðaltali í mikilvægustu aldurshópunum. Breytileiki í þyngdarmynstri eftir aldri í aflanum er að hluta til endurspeglun á breytileika í þyngd stofnsins eins og sést í mælingum úr rannsóknum (Mynd 23).

Greining á niðurstöðum stofnmats

Frávik á mældum og metnum aldursgreindum rallvísitölum sýna stór neikvæð frávik í SMB 2020 í mikilvægum aldurshópum (aldur 4 til 8) en síðari frávik eru hinsvegar nær því sem sést hefur sögulega (25. mynd). Í fiski 10 ára og eldri í SMB eru jákvæð fráviki hinsvegar óvenju há árin 2022. Frávik líkansins frá SMH vísitölum eru almennt neikvæðar síðustu tvö árin, mestar í 4 til 9 ára fiski. Sé litið á árganga eru frávik fyrir árgang 2015 talsvert há og jákvæð í stofnmælingum og afla árin 2022 og 2023 og vísitalan í SMB 2023 hæsta 8 ára vísitalan frá upphafi SMB (22. mynd) Samantekt á leifum líkansins (25. mynd) sýnir að líkanið nær ekki að fylgja eftir lækkuninni í SMH vísitölum árin 2019 til 2021 (26. mynd). Þó frávik í einstökum árum geti verið töluverð, gerir misræmið í þróun stofnvísitalna í SMB og SMH síðustu ár það að verkum að stofnmatið nú er háð meiri óvissu en að öllu jöfnu.

Mynd 25: Þorskur. Samanburður á niðurstöðum líkans (línur) og heildarvísitölum stofnmælingaleiðangra í vor- (SMB) og haustralli (SMH) (punktar).

Mynd 26: Þorskur. Leifar stofnmatslíkansins þegar úttak líkansins er borið saman við aldurskiptar vísitölur úr SMB og SMH. Rauðir hringir tákna neikvæðar leifar (mæligögn < spá líkans), en bláir jákvæðar leifar. Stærð hringja er í hlutfalli við stærð leifa.

Niðurstöður stofnmats og ráðgjöf

Viðmiðunarstofninn (4 ára fiskur og eldri) stækkaði úr um 700 þúsund tonnum á fyrsta áratug þessarar aldar í um 1200 þúsund tonn árið 2015 (Mynd 27). Á sama tíma stækkaði hrygningarstofninn úr 200 þúsund í rúmlega 500 þúsund tonn. Þessi aukning var fyrst og fremst vegna minnkandi sóknar en að hluta einnig vegna hækkunar meðalþyngda og lægri tíðni slakra árganga. Bæði viðmiðunarstofninn og hrygningarstofninn hafa minnkað síðan, en í sögulegu samhengi er stofninn enn metinn sterkur. Viðmiðunarstofninn árið 2024 er metinn 1075600 þúsund tonn og hrygningarstofninn 377 þúsund tonn. Veiðihlutfall er metið 0.182 árið 2023.

Miðað við forsendur núverandi stofnmats, þar sem 2019 árgangurinn er metinn stór og nýliðun árganga sem koma inn í viðmiðunarstofninn á næstu tveimur árum (árgangar 2020 til 2021) er metin nálægt meðaltali áranna 1986 til 2021, eru líkur á því að viðmiðunarstofn þorsks muni ekki minnka til skemmri tíma litið, jafnvel stækka lítillega (<10 %). Fyrstu vísbendingar um stærð 2022 árgangsins eru að hann sé nálægt meðaltali árganganna 1986 til 2021, en 2023 árgangurinn lítur ekki út fyrir að vera sterkur. Árgangur 2022 kemur ekki inn í viðmiðunarstofninn fyrr en 2026 og 2023 árgangurinn ekki fyrr en 2027.

Mynd 27: Þorskur. Samantekt á stofnmati: Þróun afla, nýliðunar, veiðálags og stofnstærðar. Lóðrétt brotalína gefur til kynna úttektarár, skyggð svæði sýna 95% óvissumörk.

Reiknuð endurlitsgreining gefur til kynna að fyrsta mat á nýliðun (við eins árs aldur) sé nokkuð ónákvæmt en annars eru breytingar minni háttar (Mynd 28). Stofnmatið er nokkuð stöðugt og metið 5 ára Mohns rho er innan marka (-0.157 fyrir hrygningarstofn og 0.175 fyrir veiðihlutfall) og metin 0.033 fyrir nýliðun, og 0.03 fyrir hrygningarstofn og veiðihlutfall).

Mynd 28: Þorskur. 5 ára reiknuð endurlitsgreining byggð á núverandi uppsetningu stofnmats.

Niðurstöður stofnmats þar sem annarri eða báðum vísitölum er sleppt gefa til kynna að núverandi stofnmat fylgi vorrallsmatinu einna best. Sé haustrallinu sleppt veldur það minniháttar aukningar í stofnstærðarmati, þegar vorrallinu sleppt er breytingin meiri til minnkunnar, sem og þegar báðum röllum er sleppt (Mynd 29).

Mynd 29: Þorskur. Samanburður á stofnmatsniðurstöðum þar sem SMH, SMB eða báðum er sleppt.

Skammtímaspá

Þorskafli árið 2023 var 217157 tonn og var hlutdeild erlendra fiskiskipa óveruleg.

Til að gera skammtímaspá þarf að hafa mat á afla núverandi árs. Mat á lönduðum afla fyrir núverandi almanaksár er byggt á því sem eftir er af kvóta núverandi fiskveiðiárs (2024/2025) í upphafi árs (2024) og aflanum sem búist er við frá 1. september til 31. desember (2024) (1/3 af ráðgjöf) ásamt væntanlegum afla erlendra skipa (3 þúsund tonn).

Tafla 4 sýnir framreiknaða stofnstærð fyrir úttektarár, og niðurstöður framreikninga.

Lengdarháð brottkast á þorski frá 2001-2013 var metið um 1 % af lönduðum afla, en uppfærð gögn benda til þess að brottkast hafi aukist (MRI 2016). Aðferðin til að meta brottkast gerir ráð fyrir að minni fiski sé hent, sé honum hent á annað borð.

Viðmiðunarstofn B4+ á úttektarári, sem aflareglan byggir ár, er byggður á fjölda í stofni í upphafi árs og spáðum aflaþyngdum í úttektarári. Spá um aflaþyngdir er tvískipt, þyngdir 3 til 9 ára eru metnar byggt á sambandi stofn- og aflaþyngda ársins á undan. Fyrir 10 ára og eldri eru aflaþyngdir ársins á undan notaðar.

Sama aðferð var notuð til að meta þyngdir eftir aldri fyrir næsta ár, þ.e. α og β voru metin samkvæmt eftirfarandi jöfnu:

\[ cW~a,y-1~=α+β*sW~a,y-1~ \]

og aflaþyngdir fyrir úttektarárið voru svo metnar samkvæmt:

\[cW~a,y~=α+β*sW~a,y~\]

þar sem cWa,y tákanar aflaþyngd og sWa,y stofnþyngd fyrir aldur a og ár y. Byggt á þessu eru metnar meðalþyngdir eftir aldri í afla árið 2024 nálægt meðalþyngdir langtímans jafnvel þó að meðalþyngdir í vorralli séu undir meðaltali (mynd og tafla). Ástæða þessa er að líkanið er byggt á tiltölulega fáum mælingum og spá um þyngd í yngri fiski er háð mælingum í eldri fiski.

Til samanburðar við þessa reikninga hefur líkan sem byggir á gögnum fyrir öll ár frá 1990 til ársins í ár til þess að meta stikana (α og β) fyrir aflaþyngdarspánna.

Þetta líkan hefur áðan gefið sögulega betra mat á aflaþyngdum fyrirliggjandi árs (Mynd 30, Mynd 31)) samanborið við líkanið sem til þessa hefur verið notað (staðalfrávik 0.035 samanborið við 0.050, bjagi -0.0020 samanborið við -0.0049). Þar sem áhrif þessa voru hinsvegar óverulegar á metna stærð viðmiðunarstofnsins fyrir árið 2024 (tæp %) þá var haldið við fyrra spálíkan í ár en frekari greining, þ.m.t. að skoða alla aldurshópa sem og að nota einnig þyngdir úr SMH eru fyrirhugaðar.

Mynd 30: Þorskur. Spá um aflaþyngdir 3-9 ára. Rauðir punktar sýna mælingar frá 2023 og bláir punktar mældar SMB þyngdir árið 2024 og spáðar aflaþyngdir 2024 byggða á sambandi ársins 2023 (rauð lína)

Mynd 31: Þorskur. Samanburður á frávikum í spáðum og mældum aflaþyngdum á líkani sem til þessa hefur verið notað (‘spaly’) og líkani sem byggir á sambandi innan hvers aldursflokks (‘alt’). Tölur sýna frávikin sem þúsundir tonna og summan á hverju ári frávikið í mati á viðmiðunarstofni ársins.

Tafla 4: Þorskur. Niðurstöður stofnmats og skammtímaspár þegar aflareglunni stjórnvalda er beitt. Fyrir árið 2024 gefur stofmatið mat á stærð hrygningarstofns, viðmiðunarstofns (B4+) og nýliðun á meðan afli og veiðihlutfall eru byggð á spá fyrir úttektarár. Framreikningar byrja 2025. Afli fisveiðiárs er einvörðungu gefin fyrir úttektar- og framreikningaár.
Ár Afli (almanaksár) Afli (fiskveiðiár) Hrygningarstofn B4+ Veiðihlutfall Nýliðun (3 ára)
1955 539486 726863 2091220 0.242 151032.0
1956 461780 588192 1818970 0.256 143774.0
1957 454375 575094 1640420 0.303 161483.0
1958 508429 690445 1650990 0.290 215103.0
1959 436801 639696 1580900 0.295 303945.0
1960 474805 583802 1657780 0.246 153744.0
1961 387897 465511 1430570 0.269 195934.0
1962 393690 505861 1464380 0.275 125273.0
1963 408335 460580 1298970 0.329 173269.0
1964 417289 420221 1211060 0.333 197608.0
1965 376136 323049 1053000 0.346 219590.0
1966 346153 295853 1063480 0.321 233032.0
1967 343542 280743 1139740 0.321 320099.0
1968 399163 248564 1242600 0.319 171262.0
1969 388876 354360 1335840 0.338 239766.0
1970 459027 354965 1332990 0.341 179674.0
1971 436786 253213 1083980 0.380 193088.0
1972 393200 225793 979053 0.386 142012.0
1973 361881 245417 831019 0.443 278016.0
1974 362136 188988 909809 0.402 187117.0
1975 361758 175181 891382 0.395 259291.0
1976 331284 146066 948599 0.361 369462.0
1977 337924 199274 1298580 0.257 144156.0
1978 329859 212640 1308980 0.271 223896.0
1979 357435 308024 1409790 0.291 237555.0
1980 423297 370325 1510730 0.301 141783.0
1981 451034 275957 1254480 0.326 145073.0
1982 386498 183093 987452 0.330 141066.0
1983 293409 144153 802754 0.358 227535.0
1984 282869 154353 913772 0.339 143502.0
1985 325493 169405 940339 0.373 140282.0
1986 366011 194963 866433 0.440 299764.0
1987 380240 145613 989352 0.386 250845.0
1988 372356 159668 978580 0.376 176924.0
1989 329697 161505 949862 0.363 97221.6
1990 320762 197665 816583 0.388 130695.0
1991 305691 156893 699315 0.399 113579.0
1992 267035 143236 566540 0.451 160730.0
1993 244266 114758 587416 0.344 129525.0
1994 171845 151164 568857 0.302 80894.8
1995 158645 172776 565297 0.313 142708.0
1996 178234 156771 679849 0.288 166140.0
1997 205340 191306 797531 0.289 92231.2
1998 250490 201671 739073 0.345 156564.0
1999 262623 178197 729258 0.334 76123.1
2000 230756 163610 590621 0.400 167692.0
2001 213547 159972 663695 0.329 155559.0
2002 195343 192648 713703 0.291 158211.0
2003 203923 189334 742223 0.298 180887.0
2004 232687 196477 811977 0.269 85207.6
2005 225649 226044 728900 0.278 154920.0
2006 199202 217507 691882 0.260 132604.0
2007 179458 202042 668181 0.233 95370.5
2008 151217 253816 672217 0.255 131337.0
2009 178911 234039 745824 0.234 117274.0
2010 168064 263775 794567 0.216 125821.0
2011 171098 322624 840655 0.224 165795.0
2012 195313 358291 961248 0.223 176293.0
2013 228333 380761 1084670 0.205 125603.0
2014 219466 348359 1091120 0.208 174820.0
2015 228543 455212 1173130 0.208 148771.0
2016 247259 397722 1227700 0.201 99953.9
2017 247293 525256 1155880 0.224 156956.0
2018 270171 517051 1203980 0.220 167527.0
2019 270377 463460 1152390 0.232 116943.0
2020 266545 415044 1045480 0.256 146136.0
2021 255143 404690 1102950 0.227 130425.0
2022 224560 412477 1090690 0.207 169403.0
2023 206944 392593 1136840 0.182 139550.0
2024 200600 211983 377477 1075600 0.194 112024.0
2025 212239 212939 404273 1069480 0.199 125549.0
2026 212737 212524 419259 1060550 0.201 142138.0
2027 212871 213754 428230 1074920 0.199 132529.0

Fiskveiðistjórnun

Saga

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á stjórnun fiskveiða á hafsvæði við Ísland. Stjórnun fiskveiða er bundin í lög og árlega eru gefnar út reglugerðir sem geta verið háðar breytingum frá ári til árs. Vísindaleg ráðgjöf um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna kemur frá Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES). Aflamarkskvóti var fyrst settur á þorsk árið 1984 með innleiðingu kvótakerfisins en að auki var sett á sóknarmarkskerfi til að auka jöfnuð. Árið 1985 var leyft að velja á milli sóknardaga og aflaheimilda. Það leiddi hins vegar til þess að skip með sóknarkvóta gátu áunnið sér aflamarkskvóta með veiðireynslu og þar með var farið fram úr ráðgjöf um allt að 20-30 % fyrstu árin.

Lögin voru því endurskoðuð og árið 1990 var sóknarmark afnumið nema fyrir hluta smábátaflotans sem stjórnað var með fiskveiðidögum. Á sama tíma voru ýmsar takmarkanir settar á tilfærslu kvóta. Fiskveiðiárið var skilgreint frá 1. September til 31. Ágúst og smábátum á línu og með handfærum gefinn kostur á að velja svonefnt krókaleyfi í stað aflamarks. Lögin tóku að fullu gildi 1. September 1991. Fyrstu árin byggði ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á því að minnka fiskveiðidauða um 40 %, en leyfilegur hámarksafli fór hins vegar fram úr ráðgjöf og afli fram úr leyfilegum hámarksafla á þessum árum.

Þorskstofninn minnkaði stöðugt í byrjun níunda áratugarins, vegna lélegrar nýliðunar og hás fiskveiðidauða. Aukin stjórn á veiðum var nauðsynleg og umfangsmikil vinna fiskifræðinga leiddi til innleiðingar aflareglu fyrir fiskveiðiárið 1995/1996. Aflareglan leiddi til talsverðrar lækkunar á fiskveiðidauða.

Frá því aflaregla fyrir þorsk var innleidd, hefur ráðlagður heildarafli verið samkvæmt aflareglu, en afli hefur þó verið umfram ráðgjöf sem nemur að meðaltali rúm 5 % (Mynd 32, Tafla 5). Helsta ástæða þess að afli fór umfram ráðgjöf í upphafi er sú að afli í „sóknarstýringu” var meiri en spáð var fyrir, en áætlaður afli er dreginn frá reiknuðum heildarafla samkvæmt aflareglu. Núverandi kerfi fyrir smærri báta sem var innleitt árið 2009, inniheldur þak sem tryggir að afli fari ekki fram úr ráðlögðum hámarksafla sem nemur meira en 1-2 %.

Afli erlendra fiskiskipa er eins og áður sagði lítill og einvörðungu norsk og færeysk fiskiskip sem hafa heimild til veiða við Ísland. Samningurinn við Færeyjar leyfir veiði á 5600 tonnum af bolfiski, þar af að hámarki 1200 tonn af þorski og 40 tonn af lúðu. Þessi skip eru ekki partur af aflamarkskerfinu og þar til nýlega var ekki tekið tillit til þeirra þegar heildaraflamark íslenskra fiskiskipa var ákvarðað.

Aflareglur

Ráðgjöf um veiðar á næsta fiskveiðiári er byggð á aflareglu stjórnvalda, þar sem 20 % af viðmiðunarstofn \(B_{4 + ,y}\)) gildir til helminga við aflamark yfirstandandi fiskiveiðiárs \(TAC_{y - \frac{1}{y}}\)), oft nefnd “sveiflujöfnun”:

\[TAC_{y + 1} = \frac{\left( 0.20*B_{4 + ,y} + TAC_{y} \right)}{2}\]

Ef hrygningarstofninn er hins vegar metinn undir aðgerðamörkum, sem eru 220 000 tonn, þá er dregið línulega úr veiðiráðgjöf byggt á eftirfarandi jöfnu:

\[ TAC~y/y+1~ = 0.2 * B~4+,y~ * SSB~y~/220 000 \]

Það er enginn lágmarkslöndunarstærð skilgreind fyrir þorsk, og hægt að er að landa undirmáli utan kvóta.

Kvótatilfærslur frá öðrum tegundum yfir í þorsk eru ekki leyfðar og nettótilfærslur hafa verið tiltölulega lágar síðastliðin ár (Mynd 33). Nettótilfærsla af ónotuðum þorskkvóta frá einu fiskveiðiári til þess næsta eru venjulega undir 7 %.

Mynd 32: Þorskur. Samanburður á heildarafla og aflamarks í íslenskri lögsögu. Points denote select years of advised TACs during changes in the basis of advice.

Mynd 33: Þorskur. Nettó tilfærsla á kvóta eftir fiskveiðiárum. Tilfærsla milli tegunda (efri myndir): Jákvæð gildi tákna tilfærslu á kvóta annarra tegunda yfir á þorsk (ekki heimilt) en neikvæð gildi tilfærslu þorskkvóta á aðrar tegundir. Tilfærsla milli ára (neðri myndir): Nettó tilfærsla kvóta á viðkomandi fiskveiðiár.

Tafla 5: Þorskur. Saga ráðgjafar. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og landaður afli (tonn).
Ár Grunnur ráðgjafar Ráðgjöf Aflamark Afli (fiskveiðiár) Afli (almanaksár)
1988* National advice 300 000 350 000   377 554
1989* National advice 300 000 325 000   363 125
1990* National advice 250 000 300 000   335 316
1991* National advice 240 000 245 000   307 759
1991/1992 National advice 250 000 265 000 274 000 264 834
1992/1993 Reduce F by 40% 154 000 205 000 241 000 250 704
1993/1994 Reduce F by 40% 150 000 165 000 197 000 178 138
1994/1995 Reduce F by 50% 130 000 155 000 165 000 168 592
1995/1996 Apply catch rule 155 000 155 000 170 000 180 701
1996/1997 Apply catch rule 186 000 186 000 202 000 203 112
1997/1998 Apply catch rule 218 000 218 000 227 000 243 987
1998/1999 Apply catch rule 250 000 250 000 254 000 260 147
1999/2000 Apply catch rule 247 000 250 000 257 000 235 092
2000/2001 Apply catch rule 203 000 220 000** 221 000 236 702
2001/2002 Apply catch rule 164 000 190 000** 219 000 209 544
2002/2003 Apply catch rule 183 000 179 000** 202 000 207 246
2003/2004 Apply catch rule 210 000 209 000 227 000 228 342
2004/2005 Apply catch rule 205 000 205 000 217 000 213 867
2005/2006 Apply catch rule 198 000 198 000 207 000 197 202
2006/2007 Apply catch rule 187 000 193 000 191 000 171 646
2007/2008 Apply catch rule 152 000 130 000 143 000 147 676
2008/2009 Apply Fmax < 124 000 160 000^ 171 000 183 320
2009/2010 Apply Fmax < 135 000 150 000^^ 170 000 170 025
2010/2011 Apply catch rule 160 000 160 000 167 000 172 218
2011/2012 Apply catch rule 177 000 177 000 185 000 196 171
2012/2013 Apply catch rule 196 000 196 000 213 000 223 582
2013/2014 Apply catch rule 215 000 215 000 226 000 222 021
2014/2015 Apply catch rule 218 000 218 000 223 000 230 165
2015/2016 Apply catch rule 239 000 239 000 251 000 251 219
2016/2017 Management plan 244 000 244 000 237 644 243 945
2017/2018 Management plan 257 572 257 572 270 217 267 221
2018/2019 Management plan 264 437 264 437 265 385 263 025
2019/2020 Management plan ≤ 272 411 272 411 272 385 270 302
2020/2021 No advice requested*** - 256 593 272 137 265 740
2021/2022 Management plan ≤ 222 373 222 373  239 925 242 192
2022/2023 Management plan ≤ 208 846 208 846 219 803 218 181
2023/2024 Management plan ≤ 211 309 211 309
2024/2025 Management plan ≤ 213 214
  • Almanaksár.
    ** Breytt aflaregla.
    *** Raðgjöf 2020/2021 var samkvæmt Hafrannsóknastofnun (256 593 tonnes).
    ^ Upphafsaflamark 130 þús. tonn samkvæmt ráðgjafareglu, aukið í 160 þús. tonn í janúar 2009
    ^^ Byggt á ráðgjafareglu

Stöðumat ráðgjafar

Öll merki frá rannsóknaleiðöngrum og úr afla gefa til kynna að ástand þorskstofnsins sé gott um þessar mundir. Stofnmatið og stofnmatsaðferðin sem var endurskoðuð á rýnifundi Alþjóðahafrannsókna­ráðsins árið 2021 (ICES (2021b)) styðja það mat. Stofninn er í góðu ástandi en nýliðun hefur verið sveiflukennd og því líklegt að stofnstærð þorsks muni sveiflast í kringum núverandi ástand á næstu árum. Dregið er úr sveiflum í ráðgjöf með sveiflujöfnun aflareglu.

Heimildaskrá

ICES. 2021a. Stock Annex: Cod (Gadus morhua) in Division 5.a (Iceland grounds).” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/https://doi.org/10.17895/ices.pub.18622199.
———. 2021b. “Workshop on the Re-Evaluation of Management Plan for the Icelandic Cod Stock (WKICECOD), ICES Scientific Reports. 3:30.” International Council for the Exploration of the Seas; ICES publishing. https://doi.org/https://doi.org/10.17895/ices.pub.7987.
Jón Sólmundsson, Höskuldur Björnsson, Hjalti Karlsson. n.d. “Handbók Um Stofnmælingu Botnfiska.” Hafrannsóknastofnun; Hafrannsóknastofnun.
Klara B. Jakobsdóttir, Georg Haney, Einar Hjörleifsson. n.d. “Handbók Um Stofnmælingu Botnfiska a Haustlagi.” Hafrannsóknastofnun; Hafrannsóknastofnun.
MRI. 2016. Mælingar á brottkasti þorsks og ýsu (e. Measurments of discards of Cod and Haddock), 2014–2016, Reykjavik, Iceland.” Vol. 3. Marine; Freshwater Research Institute, Iceland; Marine Research Institute, Iceland. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/fjolrit-183pdf.