Makrílstofninn hefur aldrei mælst stærri

Makrílstofninn hefur aldrei mælst stærri

Niðurstöður sameiginlegs makrílleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna sem farinn var á tímabilinu 1. – 31. júlí 2016 liggja nú fyrir. Markmið leiðangursins er að kortleggja útbreiðslu og meta lífmassa makríls, síldar og kolmunna í Norðaustur Atlantshafi meðan á sumarætisgöngum þeirra stendur. Einnig var ástand sjávar og þéttleiki átustofna metið í leiðangrinum líkt og undanfarin ár. Fimm skip tóku þátt í leiðangrinum, R/S Árni Friðriksson frá Íslandi, eitt skip frá Færeyjum og frá Grænlandi auk tveggja skipa frá Noregi. Þetta er áttunda sumarið sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í leiðangrinum.
Veiðistofnsvísitala úthafsrækju hækkar

Veiðistofnsvísitala úthafsrækju hækkar

Nýlega lauk árlegum úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar fyrir norðan og austan land. Markmið leiðangursins er að meta stofnstærð og nýliðun úthafsrækju. Mælingin fór fram á Bjarna Sæmundssyni 12.-26. júlí
Makrílleiðangri Árna Friðrikssonar lokið

Makrílleiðangri Árna Friðrikssonar lokið

Sunnudaginn 31. júlí lauk mánaðarlöngum leiðangri r/s Árna Friðrikssonar sem hafði það megin markmið að meta magn og útbreiðslu makríls umhverfis Ísland.
Ný Hafrannsóknastofnun tekur til starfa

Ný Hafrannsóknastofnun tekur til starfa

Þann 1. júlí tók til starfa Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Stofnunin starfar samkvæmt lögum 112/2015 sem samþykkt voru á Alþingi í desembermánuði síðastliðnum. Stofnunin varð til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og tekur við öllum skyldum og hlutverkum þeirra stofnana. Forstjóri nýrrar stofnunar er Sigurður Guðjónsson.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?