Makrílstofninn hefur aldrei mælst stærri
Niðurstöður sameiginlegs makrílleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna sem farinn var á tímabilinu 1. – 31. júlí 2016 liggja nú fyrir. Markmið leiðangursins er að kortleggja útbreiðslu og meta lífmassa makríls, síldar og kolmunna í Norðaustur Atlantshafi meðan á sumarætisgöngum þeirra stendur. Einnig var ástand sjávar og þéttleiki átustofna metið í leiðangrinum líkt og undanfarin ár. Fimm skip tóku þátt í leiðangrinum, R/S Árni Friðriksson frá Íslandi, eitt skip frá Færeyjum og frá Grænlandi auk tveggja skipa frá Noregi. Þetta er áttunda sumarið sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í leiðangrinum.
22. ágúst