Ráðgjöf fyrir rækjuveiðar við Snæfellsnes

Mynd. Svanhildur Egilsdóttir Mynd. Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að afli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2020 til 15. mars 2021 verði ekki meiri en 491 tonn. Á árunum 2008 til 2016 var stofnvísitalan í meðallagi en sveiflukennd. Árið 2017 lækkaði hún töluvert og hefur haldist á því bili undanfarin þrjú ár. Ráðgjöf fyrir 2019/2020 var 393 tonn og hækkar því ráðgjöfin um tæp 100 tonn frá síðasta ári.

Sjá ráðgjöf rækju fyrir Snæfellsnes á þessu hlekk.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?