Makríll einungis austur af landinu og lítill þéttleiki
Þéttleiki makríls við landið var sá minnsti sem mælst hefur skv. bráðabirgðaniðurstöðum alþjóðlegs uppsjávarvistkerfisleiðangurs í Norðurhöfum að sumarlagi.
Hafrannsóknastofnun rannsakar Surtsey ásamt fleirum
Árlegur rannsókna- og vöktunarleiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar fór nýlega fram. Í leiðangrinum tóku þátt sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknastofnun, og fleiri.
Ný síða um sjávarhita hefur verið sett út á vef Hafrannsóknastofnunar. Síðan inniheldur nýja framsetningu á gögnum úr síritum sem mæla hitastig sjávar í höfnum á ýmsum stöðum á landinu. Markmiðið var að gera síðuna aðgengilegri fyrir almenna notandur og sýna gögn úr virkum mælum á skýrari hátt.
Skýrsla um vöktun á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna
Út er komin samantektarskýrsla um vöktun Hafrannsóknastofnunar 2024 á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna á Íslandi. Vöktunina má skipta niður í nokkra þætti; vöktun með fiskteljurum, greiningu og rakningu meintra strokulaxa úr eldi, greining á lífssögu strokulaxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á erfðablöndun.