Handan vendipunkta: vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi sem stendur frammi fyrir mörgum álagsþáttum. Málstofa Hafrannsóknastofnunar 16. október.
Yfirskrift næstu málstofu Hafrannsóknastofnunar er: Handan vendipunkta - vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi sem stendur frammi fyrir mörgum álagsþáttum. Fyrirlesari er Dr. Sam Dupont er prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð.
Hafrannsóknastofnun leggur til loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn. Byggt á loðnumælinum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu er ráðlagður hámarksafli 43 766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/26. Þessi ráðgjöf er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2026.
Válistaskráning kaldsjávarkórala tók nýlega gildi og eru tegundirnar skráðar á heimasíðu Red List IUCN. Skráningin byggir á válistaflokkun kaldsjávarkórala og námskeiði í greiningum kaldsjávarkórala sem fram fór fyrir rúmum tveimur árum í Þekkingasetrinu í Sandgerði.
Sameiginleg frétt Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa: Alls hafa 23 laxar borist til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar og erfðagreiningar en að auki hafa 11 laxar verið sendir til erfðagreiningar en ekki verið skilað til Hafrannsóknastofnunar.